Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Smáfólk GEISP! ÉG VAR EINMITT AÐ HUGSA UM ÞIG! Í DAG TEK ÉG VIÐ MÁLUM ÉG GET BYRJAÐ UM LEIÐ OG RITARINN KEMUR MEÐ LISTANN ÉG VERÐ SEINN Í DAG... HÉR KEMUR YFIRHUNDUR HEIM EFTIR ERFIÐAN VINNUDAG AF HVERJU ER SVONA MIKIÐ VESEN Á SVONA MÖRGUM? ÉG GET EKKI ÉTIÐ ER HANN AÐ SOFA? HANN HEFUR FENGIÐ NÓG! Svínið mitt AFHVERJU ERTU AÐ GRÁTA © DARGAUD SJÁÐU, RÚNAR KOM TIL AÐ SÆKJA ÞIG BÖÖ! ÉG ER AÐ GRÁTA VEGNA ÞESS AÐ KENNARINN REFSAÐI OKKUR JÁ, HÚN ER EKKI GÓÐ GROÍNK REFSAÐI FYRIR HVAÐ? SNIFF! VIÐ ÁTTUM AÐ BEYGJA SÖGNINA AÐ HALDA Í ÖLLUM TÍÐUM... SNIFF OG HÚN REFSAÐI OKKUR JÁ SÖGNINA AÐ HALDA? GÁTU ÞIÐ ÞAÐ EKKI? JÚ AUÐVITA GÁTUM VIÐ ÞAÐ ÉG SKAL TALA VIÐ KENNARANN ÉG VISSI AÐ ÞÚ MYNDIR KOMA ÉG SKAL SÝNA ÞÉR FLEIRI VERKEFNI NAUÐA LÍK REYNDAR ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ SÓL. ÉG HELD AÐ ÞAÐ FARI AÐ RIGNA. ÉG HELD AÐ VINDURINN BLÁSI. ÉG HELD AÐ ÞAÐ KOMI STORMUR GRÉTAR BÆTIR VIÐ ÉG HELD AÐ ÉG SÉ MEÐ KVEF GERÐU ÞAU ÞETTA EKKI RÉTT EÐA HVAÐ? ÓH JÚ!! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík L50098 Sími 569 1100 L50098 Símbréf 569 1329 L50098 Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í MBL. 30. apríl var viðtal við und- irritaðan vegna umsóknar Skotveiði- félags Íslands í Veiðikortasjóð. SKOTVÍS hefur sótt um styrk til þess að ráða erlendan fuglafræðing til að fara yfir rjúpnarannsóknir Náttúrufræðistofnunar Íslands og túlkun rannsóknargagna. Eins og fram kemur í viðtali við undirritaðan er gríðarleg óánægja með ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar um 5 ára veiðibann á rjúpu. Á það jafnt við um lærða sem leika. Þetta er ekki ný hugmynd, ? svipaðar hugmyndir hafa komið upp áður m.a. í grein hér í Mbl. fyrir skömmu eftir Birki Jón Jónsson, alþingismann. Í Mbl. 2. maí sl. er viðtal við Snorra Baldursson, núverandi for- stjóra Náttúrufræðistofnunar. Í við- talinu kemur m.a. fram að Náttúru- fræðistofnun fagni óháðri úttekt á rjúpnarannsóknum. Jafnframt segir, í viðtalinu við Snorra, að stofnunin treysti ekki SKOTVÍS til að gera hlutlausa úttekt. Einnig segir í við- talinu að Náttúrufræðistofnun telji að Umhverfisstofnun eigi frekar að standa að slíkri úttekt. SKOTVÍS vill nota tækifærið og lýsa ánægju sinni yfir því að Nátt- úrufræðistofnun fagnar óháðri út- tekt á rjúpnarannsóknum stofn- unarinnar. Þá segir Snorri: ,,For- maðurinn hefur haldið uppi mjög harðri gagnrýni á Náttúru- fræðistofnun Íslands og að okkar mati oft mjög ómaklegri og ómál- efnalegri.? Ég vil vekja athygli lesenda á því að forstjórinn segir ,,oft mjög ómak- legri og ómálefnalegri?. Forstjórinn er með þessum orðum raunverulega að segja að eitthvað í gagnrýni Skot- veiðifélagsins sé rétt. Skotveiðifélag Íslands játar fúslega að gagnrýni fé- lagsins á Náttúrufræðistofnun sé hörð en hafnar því að hún sé ómál- efnaleg. Hvað varðar þá fullyrðingu SKOTVÍS, sem kom fram í frétta- tilkynningu frá félaginu sl. sumar, að Náttúrufræðistofnun hafi hagrætt rannsóknargögnum til að auðvelda umhverfisráðherra að taka ákvörðun um að alfriða rjúpuna þá verður því, eins og áður hefur komið fram, svar- að af hálfu SKOTVÍS síðar og á öðr- um vettvangi. Hvað varðar þá skoðun Snorra Baldurssonar, að Náttúrufræði- stofnun treysti ekki SKOTVÍS til að gera hlutlausa úttekt, þá hlýtur hér að vera um einhvern misskilning að ræða. Skotveiðifélag Íslands er að sækja um styrk í Veiðikortasjóð vegna þess að íslenskir skotveiðimenn og ýmsir aðrir, t.d. margir alþingis- og vís- indamenn, eru ekki sammála fram- setningu Náttúrufræðistofnunar á niðurstöðum rjúpnarannsókna stofnunarinnar og nauðsyn þess að grípa til 5 ára veiðibanns á rjúpu eins og stofnunin lagði til. Á það skal bent, og undirstrikað, að veiðikortastjóður er myndaður af greiðslum veiðimanna fyrir veiði- kort. Veiðikortasjóður er því eign ís- lenskra skotveiðimanna en í vörslu og umsýslu Umhverfisstofnunar. Fé úr veiðikortasjóði hefur þó undan- farin ár runnið til Náttúrufræði- stofnunar gagnrýnilaust. Skotveiðifélag Íslands er afar ósátt við þessa afgreiðslu og kysi frekar að stofnanir og einstaklingar yrðu að sækja um fé úr Veiðikorta- sjóði. Í stuttu máli er það ekki mál Nátt- úrufræðistofnunar hvort Skotveiði- félag Íslands sækir um fé úr Veiði- kortasjóði, sjóði íslenskra skot- veiðimanna, eða hvernig því fé verður varið. Veiðikortasjóður er Náttúrufræðistofnun Íslands alls- endis óviðkomandi. SIGMAR B. HAUKSSON, formaður Skotveiðifélags Íslands. Athugasemd frá Skotveiðifélagi Íslands ? misskilningur Frá Sigmari B. Haukssyni: GOSI gamli dó á síðasta ári. Gosi var gosbrunnur sem gefinn var af sendi- herra Bandaríkjanna til þess að smella á Reykavíkurtjörn ? að sögn til þess að færa Reykjavík borgar- brag. (Þrátt fyrir að okkur þyki jafn- an nóg um afskipti Bandaríkja- manna í innríkismálum þjóðarinnar, neyðist við til þess að viðurkenna að þarna hittu Kanarnir naglann á höf- uðið.) Gosi færði Reykjavík ákveðinn borgarbrag sem hvarf vitanlega með sviplegu fráfalli hans. 11. september 2003 skrifuðum við bréf til borgarráðs, þar sem farið var fram á að kannað yrði hvort hægt væri að kaupa nýjan gosbrunn á Tjörnina. Átta mánuðum síðar höfð- um við ekkert heyrt frá borgarráði og ákváðum því að skrifa borgar- stjóra bréf sama efnis. Í dag, rúmum einum og hálfum mánuði síðar, hefur borgarstjóri ekki enn svarað. Við gerum okkur grein fyrir því að annir borgarstjóra og borgarráðs- manna eru miklar, en erum við að ætlast til of mikils þegar við viljum bara fá svar ? hvað svo sem það er? Við hvetjum borgarráðsmenn og borgarstjóra til þess að svara erind- um okkar sem fyrst. Og vissulega væri gaman ef hægt væri að svara okkur með jákvæðum hætti? Höfundar eru sérstakt áhugafólk um gosbrunna, búsett í Reykjavík. Þórólfur, hvar er Gosi? Frá Rakel Húnfjörð og Ómari R. Valdimarssyni: Rakel Húnfjörð Ómar R. Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.