Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ul- rike G kemur í dag. Lys-Cris og Mánafoss fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hár- snyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16,30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 13–16 vefnaður og frjálst að spila í sal. Kl. 13–17 handavinnusýning. Sími 535 2760. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9, aðstoð við böðun, smíðar og útskurður. Kl. 14, messa, prestur sr. Ólafur Jóhannsson, Furugerðiskórinn syngur, allir velkomn- ir. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa kl. 9–16.30, gönguhópur kl. 9.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 opið hús, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Opið í Garðabergi kl. 13–17. Fótsnyrtistofa Hrafn- hildar, sími 899 4223. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Fastir liðir í félagsheimilinu falla niður vegna hand- verkssýningar. Rúta frá félagsheimilinu kl. 19 á leiksýninguna „Þetta er allt að koma“. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 gönguferð, frá há- degi spilasalur opinn, kóræfinig fellur niður vegna ferðalags. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin alla virka daga frá kl. 9–17. Alltaf heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, út- skurður, baðþjónusta, fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 bingó. Miðvikudaginn 26. maí verður Strandarkirkja heimsótt og skoðuð undir leiðsögn séra Baldurs Kristjáns- sonar. Súpa, brauð og kaffi í Hafinu bláa við Ölfusárósa. Drauga- safnið á Stokkseyri heimsótt. Leið- sögumaður Pálína Jónsdóttir. Brottför kl. 10 frá Hraunbæ 105. Skráning á skrifstofu eða í síma 587 2888. Hvassaleiti 58–60. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrting þriðju- til föstudags. Norðurbrún 1. Kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl.10–11 kántrý dans. Kl.13.30 sungið við flygilinn við undirleik Lóu Guðjóns- dóttur, Viðar Jónsson hljóðfæraleikari syng- ur og leikur fyrir dansi í kaffitímanum. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir, kl. 13.30 bingó. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 10–14. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Minningarkort Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skóg- um fást á eftirtöldum stöðum: Í Byggðasafn- inu hjá Þórði Tóm- assyni, s. 487 8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487 1299, í Reykjavík hjá Frímerkjahúsinu, Laufásvegi 2, s. 551 1814 og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í s. 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Í dag er föstudagur 21. maí, 141. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir og styrkir. Allt sé hjá yður í kærleika gjört. Náðin Drottins Jesú sé með yður. (1. Kor. 16, 13–14.23.)     Bergsteinn Sigurðssonkemur með skemmtilega – en kannski ögn kvikind- islega – lausn á tveimur málum sem hvíla á herð- um menntamálaráð- herra í pistli sínum á vefritinu Sellunni.     Nefnir Bergsteinnfyrst málefni Rík- isútvarpsins, sem marg- ir telji að sinni illa menningar- og fræðslu- hlutverki sínu. Seinna málið snýr að Þjóð- minjasafninu. „Um ára- bil hafa pottar og pönn- ur landnámsmannanna þurft að dúsa á lager í Kópavogi vegna við- gerða á Þjóðminjasafn- inu. Þessar viðgerðir hafa dregist framúr svo miklu hófi, að það er orðin hin mesta þjóð- arhneisa. Það eru þó blikur á lofti um að safnið verði opnað í haust, en slíkar fram- kvæmdir hafa átt til að frestast. Hvað sem því líður kostar stórfé að reka batteríið og því þarf að tryggja aðsókn.     Og hvernig tengjastþessi mál svo? Jú, hér er á ferð stórgott tækifæri til að hagræða og efla hvora stofnun fyrir sig. Og hvernig þá? Nú, með því að sam- eina RÚV og Þjóðminja- safnið í eina og sömu stofnunina. Ríkis- útvarpið hefur mikið menningarsögulegt gildi og býr auk þess yfir safngripum sem myndu draga að sér heilu torf- urnar af þýskum túr- istum. Þeir myndu ef- laust flykkjast að til að bera augum rykfallna steingervinginn, sem hefur veitt stofnuninni forstöðu undanfarin ár.     Tveir fréttamenn RÚVhafa líka sögulegt gildi, þar sem þeir störf- uðu báðir á fréttastof- unni í þá daga þegar ekkert var lita- sjónvarpið. Ég myndi borga dágóðan skilding fyrir að skoða Ólaf Sig- urðsson í glerbúri. Verðmætasti safngrip- urinn væri vitaskuld út- varpsráð, leif frá tímum fyrirgreiðslupólitíkur, þegar ríkisstofnanir voru nýttar sem valda- tæki stjórnmálamanna og til að útdeila bitling- um meðal dyggra vinnu- maura flokkanna. Mér skilst að svoleiðis bákn séu nánast útdauð í þró- uðum siðmenningum.     En nú er lag að slátvær flugur í einu höggi; að veita RÚV hina þjóðmenningarlegu réttlætingu sem stofn- unina svo sárlega vant- ar sem og skapa öflugan rekstargrundvöll fyrir Þjóðminjasafnið með því að skaffa því safngripi sem laða að sér ógrynni túrista. Og það þarf ekki einu sinni að taka Sex and the City af dag- skrá,“ segir Bergsteinn Sigurðsson á Sellunni. STAKSTEINAR RÚV og þjóðmenningin Hlýtt viðmót MIG langar að vekja at- hygli á hlýju viðmóti starfs- fólks Landspítalans við Hringbraut. Þannig er að við unnusta mín vorum að eignast okk- ar fyrsta barn hinn tíunda maí síðastliðinn. Hvar sem við komum, hvort sem var á meðgöngunni eða barn- eigninni sjálfri, mætti okk- ur hlýtt viðmót og mjög fært starfsfólk. Mig langaði að koma þessu að mitt í umræðunni um sparnað á Landspítal- anum og þá neikvæðu um- ræðu sem honum fylgir. Þetta er frábært starfsfólk sem að mínum dómi fær ekki að njóta sín til fulls vegna aðgerða misviturra ráðamanna. Enn og aftur þakka ég þessu fólki fyrir alla hlýjuna og hjálpina í von um að smá jákvæð grein efli það í annars nei- kvæðri umræðu. Það er allt of oft sem það neikvæða heyrist fram yfir það já- kvæða. Hallgrímur Jónsson. Vantar Heima er best EGGERT, sem er að binda inn tímaritið Heima er best, vantar árganginn 1994, 1996–2001. Þeir sem gætu liðsinnt honum eru beðnir að hafa samband í síma 588 9969. Meira um bréf Greenpeace MÉR varð á í messunni í pistli til Velvakanda sl. sunnudag þegar ég vitnaði í fjöldaframleidd bréf sem okkur hjónum ásamt fjöl- mörgum öðrum bárust frá Greenpeace. Í bréfinu stendur m.a.: „Nafn þitt og heimilisfang var á lista sem fenginn var hjá Þjóðskrá Íslands“, en ekki Hagstofu Íslands, sem ég misritaði. Ég bið Hagstofumenn afsökunar á þessu. Eftirlaunakall. Tapað/fundið Armband í óskilum ARMBAND fannst í jakka sem keyptur var í Hag- kaupum í Skeifunni fyrir síðustu jól. Hringt var í Hagkaup og látið vita en enginn hefur spurt um armbandið. Ef einhver kannast við að hafa týnt armbandi í Hagkaupum fyrir síðustu jól þá vinsam- lega hafið samband í síma 692-3578. Lyklar týndust í Hraunbænum LYKLAR týndust í Hraun- bænum sl. mánudagsmorg- un. Skilvís finnandi hafi samband í síma 693 2919. Dýrahald Kettlingar fást gefins TVEIR 8 vikna kettlingar fást gefins, þeir eru kassa- vanir og tilbúnir að fara að heiman. Nánari upplýsing- ar í síma 893 3912. Kettlingar fást gefins FIMM yndislegir kettling- ar af skógarkattarkyni fást gefins. Upplýsingar í síma 565 7084, 865 1618 og 845 7084. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 ánægð, 4 dý, 7 ber, 8 skríll, 9 nugga, 11 stela, 13 brumhnappur, 14 streyma, 15 harðfrosið snjókorn, 17 hlykk, 20 elska, 22 þuklar, 23 á ný, 24 magrar, 25 hreinar. LÓÐRÉTT 1 styggir, 2 ánægja, 3 galdrakvendi, 4 ata út, 5 kyrrt vatn, 6 ræktuð lönd, 10 þyngdarein- ingin, 12 kraftur, 13 hryggur, 15 matgráð- ugur maður, 16 spakur, 18 skrifar, 19 söngflokk- ar, 20 ránfuglar, 21 boli. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 rembihnút, 8 undur, 9 arfur, 10 iðn, 11 dýrið, 13 aumum, 15 dalla, 18 slota, 21 fet, 22 lokka, 23 ærast, 24 hrossatað. Lóðrétt: 2 eldur, 3 berið, 4 hrana, 5 úlfum, 6 mund, 7 hrum, 12 ill, 14 ull, 15 dóla, 16 lýkur, 17 afans, 18 stæka, 19 okana, 20 atti. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... Víkverji fór að veiða í Þingvalla-vatni með vinum sínum eitt kvöldið í vikunni. Ekki urðu afla- brögðin nú neitt til að hrópa húrra fyrir; nákvæmlega ekkert veiddist og veiðimennirnir urðu ekki einu sinni varir. Tveir fiskar létu á sér kræla, en þeir voru ekki að fara að skoða fluguna hjá Víkverja. Engu að síður var þetta hin bezta skemmtun; heil- brigð útivera í ákaflega fögru um- hverfi og sólsetrið fallegt. x x x Það sem fór hins vegar mjög svo ítaugarnar á Víkverja og veiði- félögum hans var draslið við vatnið. Þar voru plastpokar, safafernur og alls konar annað drasl; sumt sjálfsagt aðfokið en annað augljóslega eftir aðra gesti þjóðgarðsins, sem hafa lík- ast til komið til að njóta náttúrufeg- urðarinnar eins og Víkverji og vinir hans. Reyndar voru tveir þjóðgarðs- starfsmenn allt kvöldið á næstu grös- um við Víkverja að tína rusl, sem er út af fyrir sig til fyrirmyndar. Vík- verja finnst þó hálfsorglegt að það þurfi að hafa fólk í fullri vinnu við það að tína upp rusl eftir aðra úti í nátt- úrunni. Honum liði alltént ekki vel með að stuðla að sköpun nýrra starfa með því að henda rusli á víðavangi, allra sízt á þessum helgasta stað þjóðarinnar. x x x Ekki hafði umgengni annarra veiði-manna við vatnið heldur verið til fyrirmyndar. Víkverji og félagar hans tíndu upp fullan plastpoka af girnisflækjum af vatnsbökkunum og nokkrir glænýir sígarettu- og vind- ilstúfar fylgdu með. Víkverji botnar bara ekkert í því hvernig fólk, sem hlýtur að skynja fegurðina á Þing- völlum rétt eins og hann sjálfur, fær sig til að útbía þessa fögru náttúru með svona sóðaskap. Það tekur aldr- ei meira en hálfa mínútu að taka til eftir sig og hafa ruslið með sér í bíl- inn. x x x Eitt leyfir Víkverji sér að setja út áhjá Þingvallaþjóðgarði. Það er að ekki skuli vera hægt að kaupa veiði- leyfi nema til klukkan fimm á daginn í þjónustumiðstöðinni. Þeir, sem vilja skjótast eftir vinnu til að veiða í Þing- vallavatni, eiga litla möguleika á að ná austur fyrir lokun og ekki vilja menn veiða í leyfisleysi. Nú mun þess reyndar vera skammt að bíða að af- greiðslutími þjónustumiðstöðvar- innar verði lengdur til kl. 19. Morgunblaðið/GolliKvöldveiði í Þingvallavatni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.