Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ KEVIN Garnett hélt upp á 28 ára afmælið sitt með eftirminnilegum hætti í fyrrinótt. Hann gerði 32 stig, tók 21 frákast og varði fimm skot þegar Minnesota Timberwolv- es vann Sacramento Kings 83:80 í sjöunda leik liðanna í undan- úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-körfunni. Þar með komst Minnesota áfram og mætir LA Lakers í úrslitum deildarinnar. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síð- ustu sekúndubrotum leiksins. Chris Webber átti þriggja stiga skot um leið og flautan gall. Bolt- inn fór ofan í körfuna en snerist upp úr henni á ný þannig að Kings mistókst að jafna og varð að játa sig sigrað þriðja árið í röð í sjö- unda leik í úrslitakeppninni. „Ég var viss um að boltinn væri í – og hann var það en einhvern veg- inn snerist hann upp úr körfunni. Ég trúði ekki mínum eigin aug- um,“ sagði Webber eftir leikinn. Garnett varði skot Brad Miller undir körfunni skömmu áður en boltinn barst til Webbers sem tók síðasta skotið, vandlega gætt af Garnett. „Ég vildi ekki brjóta á honum og passaði mig að gera það ekki. Sem betur fer hitti hann ekki. Það var frábært að vinna og komast áfram, sérstaklega á afmælisdaginn sinn,“ sagði Garnett. Doug Christie gerði 21 stig fyrir Kings en Sam Cassell virðist komin í stuð á ný og gerði kappinn 23 stig. Minnesota í úrslit Vestur- deildar gegn LA Lakers „ÉG er mjög sáttur við jafn- tefli hér í Eyjum,“ sagði Ingv- ar Þór Ólason, fyrirliði Fram, eftir leikinn í Eyjum. „Fyrri hálfleikur var lélegur hjá okk- ur, þeir voru sprækir og í raun vorum við alltaf skrefinu á eft- ir. Við töluðum saman í hálf- leik og ákváðum að reyna að ná í þetta stig sem við komum með hingað og það tókst. Seinni hálfleikur var miklu betri hjá okkur.“ Fram situr nú á toppi deildarinnar með fjögur stig og er Ingvar sáttur við byrjun Fram. „Við höfum nú oft verið með fjögur stig eftir fyrri umferðina þannig að við erum sáttir.“ Héldum í stigið  ÞORVALDUR Makan Sigbjörns- son skoraði 100. markið sem Fram gerir gegn ÍBV á Íslandsmótinu í knattspyrnu þegar hann jafnaði, 1:1, á Hásteinsvellinum í gær. Þetta var 63. viðureign liðanna frá árinu 1926 þegar þau áttust við fyrst og hafa Framarar unnið 25 leiki, Eyjamenn 21, en 17 hafa endað með jafntefli.  ÞORVALDUR Makan kann greini- lega vel við sig gegn ÍBV. Hann skor- aði mark KA í báðum leikjunum við Eyjamenn sumarið 2002, en báðir enduðu 1:1, alveg eins og leikur Fram og ÍBV í gær.  GUNNAR Heiðar Þorvaldsson var Frömurum erfiður sem fyrr. Hann skoraði sitt fimmta mark gegn þeim á þremur árum í úrvalsdeildinni.  DAVID Beckham segist ætla að verða áfram hjá spænska liðinu Real Madrid, en hann hefur verið orðaður við ýmis lið á Bretlandi að undan- förnu. Í yfirlýsingu hans segir að fjöl- skyldan sé að flytja til Spánar. „Ég hef langtíma skuldbindingar gagn- vart Real og lífi mínu á Spáni. Ég hef verið hér í eitt keppnistímabil og mér finnst ég ekki hafa lokið ætlunar- verki mínu,“ segir Beckham.  EVERTON hefur slegist í hóp þeirra liða sem vilja fá Alan Smith, leikmann Leeds í sínar raðir. David Moyes, stjóri Everton, staðfesti í gær að félagið hefði sent Leeds tilboð í pilt.  FALLIÐ hefur verið frá ákæru á hendur þremur leikmönnum enska knattspyrnufélagsins Leicester vegna meintrar kynferðislegar árás- ar á þrjár konur á Spáni í mars. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá félaginu í gær. Leikmennirnir þrír, Paul Dick- ov, Frank Sinclair og Keith Gill- espie, sátu í gæsluvarðhaldi í viku á Spáni eftir að konurnar þrjár sögðu að hópur manna hefði ruðst inn í hót- elherbergi þeirra.  FRANSKI varnarmaðurinn Jonat- han Zebina, skrifaði í gær undir fimm ára samning við Juventus á Ítalíu, en kappinn hefur leikið með Roma, en var laus allra mála hjá fé- laginu.  FC KÖBENHAVN varð danskur bikarmeistari í knattspyrnu í gær með því að sigra AaB frá Álaborg, 1:0, í úrslitaleik á Parken. Það var Morten Bisgaard sem skoraði sigur- markið og tryggði Kaupmannahafn- arliðinu sinn þriðja bikarmeistaratitil en það var stofnað árið 1992 með sameiningu KB og B1903.  GOG varð danskur meistari í hand- knattleik í gær með því að gera jafn- tefli, 34:34, við Kolding á heimavelli. GOG hafði unnið fyrri leikinn á úti- velli, 43:36. Danskir landsliðsmenn voru í stórum hlutverkum en Klavs Bruun Jörgensen skoraði 6 mörk fyrir GOG og Christian Hjermind gerði 9 mörk fyrir Kolding. FÓLK Framan af leiknum réðu Eyja-menn gangi mála og áttu nokk- ur góð færi í byrjun. Það besta fékk þó Atli Jóhannsson á þrettándu mínútu þegar hann átti hörkuskot að marki en Gunnar Sigurðs- son markvörður Fram varði boltann glæsilega í slána og yfir. Tveimur mínútum síðar átti Gunnar Heiðar Þorvaldsson bakfallsspyrnu rétt yfir mark Fram eftir góða sendingu frá Ian Jeffs. Það voru liðnar rúmar tuttugu mínútur þegar Fram ógnaði Eyja- markinu að einhverju ráði en þá átti Andri Fannar Ottósson góðan sprett en fast skot hans var varið af Birki Kristinssyni. Það dró svo til tíðinda á 26. mínútu þegar Ian Jeffs fékk knöttinn rétt utan vítateigs gest- anna, tók boltann niður og renndi honum inn fyrir vörn Fram þar sem Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom að- vífandi og hamraði knöttinn í netið, óverjandi fyrir nafna hans í marki Fram. Eftir markið róaðist leikurinn að- eins en Eyjamenn voru þó mun sterkari aðilinn. Gestirnir mættu mun ákveðnari til leiks í síðari hálf- leik og strax á fjórðu mínútu átti Eggert Stefánsson hörkuskot langt utan af velli rétt framhjá Eyjamark- inu. Síðari hálfleikur var langt frá því að vera eins góð skemmtun og sá fyrri og lítið markvert gerðist fyrsta hálftímann. Magnús Már Lúðvíks- son komst í ágætis færi á þrítugustu mínútu en skaut framhjá. Aðeins tveimur mínútum síðar kom jöfnun- armark Fram. Ríkharður Daðason skallaði að marki ÍBV eftir horn- spyrnu og var mikil barátta í mark- teig Eyjamanna en að lokum fór knötturinn af Þorvaldi Makan og í netið. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu á síðustu mínútunum að komast aft- ur yfir en þrátt fyrir þunga pressu tókst þeim ekki að skapa sér nein umtalsverð færi. Tvö rauð spjöld litu dagsins ljós á lokamínútum leiksins, fyrst fékk Ómar Hákonarson sitt annað gula spjald eftir brot á Matt Garner en nokkrum sekúndum síðar fékk Ian Jeffs beint rautt spjald eftir glórulaust brot á Ragnari Árnasyni. Jafntefli niðurstaðan og bæði lið því enn taplaus í deildinni. Héldum ekki dampi Bjarnólfur Lárusson miðjumaður- inn sterki í liði ÍBV var langt frá því að vera sáttur í leikslok. „Það er alls ekki nógu gott að vera bara komnir með tvö stig eftir tvær umferðir, sér- staklega þar sem við höfum verið sterkari aðilinn í báðum leikjunum. Það koma kaflaskipti í leik okkar sem við þurfum að laga, það fór mik- ið púður í fyrri hálfleikinn hjá okkur og við virðumst ekki ná að halda dampi allan leikinn. Við spiluðum vel í sjötíu mínútur og getum verið sáttir við það en þurfum að klára leikina, ekki hleypa andstæðingnum inn í leikinn síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði Bjarnólfur. Ríkharður Daðason, sóknarmaður Fram, og Mark Schulte, bandaríski bakvörðurinn hjá ÍBV, heyja háloftabardaga í viðureign félaganna í Vestmannaeyjum í gær. Aftur jafntefli hjá Eyjamönnum ÍBV og Fram skildu jöfn í hörkuleik í Eyjum í gær. Lokastaðan var 1:1 og mega gestirnir teljast nokkuð heppnir að hafa náð í stig í leikn- um. Þeir voru líklega ekki búnir að gleyma útreiðinni sem þeir fengu á Hásteinsvelli í fyrra þegar Eyjamenn skoruðu fimm mörk gegn engu marki Fram. Þetta er annað jafntefli ÍBV í jafnmörgum leikjum því liðið gerði einnig 1:1 jafntefli í fyrstu umferðinni. Sigursveinn Þórðarson skrifar ÍBV 1:1 Fram Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 2. umferð Hásteinsvöllur Fimmtudaginn 20. maí 2004 Aðstæður: Smá gola og rigning á köflum. Völlur góður. Áhorfendur: 450 Dómari: Gísli H. Jóhannsson, Keflavík, 4 Aðstoðardómarar: Sigurður Óli Þórleifsson, Gunnar Gylfason Skot á mark: 15(5) - 13(3) Hornspyrnur: 8 - 2 Rangstöður: 2 - 1 Leikskipulag: 3-5-2 Birkir Kristinsson Mark Schulte M Tryggvi Bjarnason Einar Hlöðver Sigurðsson M Matt Garner Jón Skaftason (Hrafn Davíðsson 80.) Ian Jeffs M Bjarnólfur Lárusson M Atli Jóhannsson M Magnús Már Lúðvíksson Gunnar Heiðar Þorvaldsson M Gunnar Sigurðsson M Eggert Stefánsson M Andrés Jónsson Hans Fróði Hansen Ómar Hákonarson Þorvaldur Makan Sigbjörnsson M (Heiðar Geir Júlíusson 83.) Fróði Benjaminsen Ingvar Ólason M Ragnar Árnason Ríkharður Daðason M (Viðar Guðjónsson 87.) Andri Fannar Ottósson (Andri Steinn Birgisson 64.) 1:0 (26.) Ian Jeffs fékk langa sendingu fram völlinn, tók boltann niður og sendi hnitmiðaða sendingu inn fyrir vörn Fram þar sem Gunnar Heiðar Þor- valdsson kom aðvífandi og þrumaði knettinum í bláhornið. 1:1 (78.) Andri Steinn Birgisson tók hornspyrnu frá hægri, Ríkharður Daðason skallaði að marki og Þorvaldur Makan Sigbjörnsson kastaði sér fram við stöngina fjær og skallaði í netið, rétt áður en Matt Garner náði að hreinsa frá. Gul spjöld: Ómar Hákonarson, Fram (16.) fyrir brot.  Atli Jóhannsson, ÍBV (28.) fyrir brot.  Bjarnólfur Lárusson, ÍBV (47.) fyrir brot.  Eggert Stefánsson, Fram (74.) fyrir brot. Rauð spjöld: Ómar Hákonarson, Fram (89.) fyrir brot.  Ian Jeffs, ÍBV (90.) fyrir brot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.