Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKU unglingalandsliðin í körfuknattleik standa sig vel á Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð þessa dagana. Þar er keppt í tveimur aldursflokkum beggja kynja, 16 ára og yngri og 18 ára og yngri. Í gær var leikið við Dani og unnu þrjú íslensku liðanna en eldra lið stúlkna tapaði stórt. Yngri stúlkurnar unnu 91:45 þar sem Helena Sverrisdóttir var gríð- arlega sterk og gerði 29 stig. Eldri stúlkurnar töpuðu hins vegar illa, 67:29, gerðu jafn mörg stig og Hel- ena ein í yngra liðinu. Eldri strákarnir unnu sinn leik 74:66 og þar var Jóhann Árni Ólafs- son stigahæstur með 24 stig og Pa- vel Ermolinskí gerði 14 og tók 14 fráköst. Yngri strákarnir unnu 75:66 og þar gerðu Emil Jóhannsson og Hörður A. Vilhjálmsson 16 stig hvor. Í fyrrakvöld var leikið við Svía og þá var dálítið annað uppi á ten- ingnum því það voru aðeins yngri piltarnir sem sigruðu, lögðu gest- gjafana 77:59. Hjörtur Einarsson var stigahæst- ur með 20 stig, Emil Jóhannsson og Hörður A. Vilhjálmsson voru með 17 stig hvor og Brynjar Björnsson gerði 16 stig. Yngra kvennaliðið tapaði 74:84 fyrir Svíum í leik þar sem úrslitin hefði alveg eins getað verið á hinn veginn. Helena Sverrisdóttir var stigahæst með 27 stig. Eldri stúlkurnar töpuðu einnig, 40:65, og í þeim leik var Petrúnella Skúladóttir stigahæst í íslenska lið- inu með 16 stig. Jóhann Á. Ólafsson var stigahæst- ur í eldra liði karla, U-18 ára, þegar hann gerði 24 stig í leiknum sem Sví- ar unnu, 83:73. Í dag verður leikið við Finna og Norðmenn á laugardaginn en á sunnudaginn verður leikið um sæti þannig að tvö efstu liðin leika um sigur og næstu tvö um þriðja sætið. Danir lagðir í þrígang á NM Keflavík 3:1 KR Leikskipulag: 4-3-2-1 Landsbankadeild karla, 2. umferð Keflavíkurvöllur Fimmtudaginn 20. maí 2004 Aðstæður: Stinningskaldi, skýjað og 7 stiga hiti. Völlurinn háll og nokkuð ósléttur. Áhorfendur: 1.420 Dómari: Erlendur Eiríksson, Fram, 3 Aðstoðardómarar: Ingvar Guðfinnsson, Einar Sigurðsson Skot á mark: 9(6) - 5(2) Hornspyrnur: 5 - 3 Rangstöður: 6 - 0 Leikskipulag: 4-5-1 Ólafur Gottskálksson M Guðjón Árni Antoníusson M Haraldur F. Guðmundsson M Sreten Djurovic M Ólafur Ívar Jónsson M Zoran Daníel Ljubicic M Stefán Gíslason MM Jónas Guðni Sævarsson M Scott Ramsay M Hólmar Örn Rúnarsson M (Þórarinn B. Kristjánsson 88.) Hörður Sveinsson M Kristján Finnbogason Kristinn Hafliðason M Kristján Örn Sigurðsson M Gunnar Einarsson Bjarni Þorsteinsson Sölvi Davíðsson Ágúst Þór Gylfason Kristinn Magnússon (Jökull I. Elísabetarson 84.) Guðmundur Benediktsson (Arnar Jón Sigurgeirsson 65.) Kjartan Henry Finnbogason Arnar B. Gunnlaugsson M (Henning Eyþór Jónasson 84.) 0:1 (3.) Eftir fyrirgjöf Sölva Davíðssonar frá hægri barst boltinn fyrir fætur Arn- ars Gunnlaugssonar sem skoraði með viðstöðulausu skoti efst í markhornið 1:1 (24.) Scott Ramsay tók hornspyrnu frá hægri. KR-ingar björguðu á marklínu skalla frá Herði Sveinssyni en Stefán Gíslason náði frákastinu og skoraði af öryggi. 2:1 (59.) Keflavíkingar fengu aukaspyrnu um 25 metra frá marki KR-inga. Har- aldur Freyr Guðmundsson renndi knettinum á Scott Ramsay sem skoraði með firnaföstu skoti neðst í markhornið. 3:1 (87.) Hörður Sveinsson skoraði af öryggi eftir að hafa fengið sendingu inn fyrir vörn KR frá Magnúsi Sverri Þorsteinssyni. Gul spjöld: Kjartan Henry Finnbogason, KR (33.) fyrir brot  Kristján Örn Sigurðsson, KR (39.) fyrir brot  Gunnar Einarsson, KR (39.) fyrir mótmæli  Stefán Gísla- son, Keflavík (62.) Rauð spjöld: Engin NÝLIÐAR Fjölnis veittu Íslands- meisturum KR óvænta mótspyrnu þegar liðin mættust á KR-velli í fyrstu umferð úrvalsdeildar kvenna. Vesturbæjarstúlkur unnu 3:1 eftir að jafnt var, 1:1 í leikhléi. „Það er dálítið furðulegt að vera svekktur yfir að tapa 3:1 á móti KR, en þetta var mun betra en við áttum í rauninni von á. Við rennum dálítið blint í sjóinn þar sem við höfum ekkert leikið gegn liðum í efstu deild í vor,“ sagði Andrés Ellert Ólafsson, þjálfari Fjölnis, eftir leik- inn. KR komst yfir með marki Hólm- fríðar Magnúsdóttur en Elísa Páls- dóttir jafnaði fyrir Fjölni. „Við ákváðum að bæta bara í sóknina í síðari hálfleik en það gekk ekki upp,“ sagði þjálfarinn. KR gerði tvö mörk seint í leiknum og tryggði sér sigur. Sólveig Þórarinsdóttir og Edda Garðarsdóttir, úr vítaspyrnu, voru þar að verki. Í Garðabæ krækti Þór/KA/KS sér í eitt stig með því að gera 1:1 jafntefli við Stjörnuna. Heimastúlk- ur komust yfir á 12. mínútu með marki Guðrúnar Höllu Finnsdóttur úr vítaspyrnu og gestirnir misstu mann útaf. Þóra Pétursdóttir jafn- aði metin fyrir norðanliðið. „Stelp- urnar bættu bara í við þetta mótlæti og Stjörnustúlkur voru ekki nógu hættulegar fram á við þannig að ég held þetta hafi verið sanngjarnt og við erum mjög ánægð með stigið,“ sagði Jónas Leifur Sigursteinsson, þjálfari norðanliðsins, eftir leikinn. Fjölnir veitti KR óvænta mótspyrnu í Frostaskjóli ÚRSLIT Þess var minnst fyrir leikinn íKeflavík í gær að 40 ár eru liðin frá fyrsta Íslandsmeistaratitli Kefl- víkinga og hetjurnar, sem voru í liðinu 1964, voru heiðurs- gestir á leiknum gegn KR. Það mátt sjá bros af andlitum þeirra í stúkunni enda fengu þeir að sjá afar sprækt og vel spilandi Keflavíkurlið leggja stór- lið KR að velli á mjög sannfærandi hátt og hver veit nema að nýtt gull- aldarlið sé að verða til í bítlabænum. KR-ingar, sem endurheimtu Arnar Gunnlaugsson og Ágúst Gylfason og tefldu Guðmundi Benediktssyni fram í byrjunarlið sitt í fyrsta sinn síðan í ágústmánuði 2002, fengu óskabyrjun þegar Arnar afgreiddi boltann efst í markhornið eins og honum er einum lagið. KR-ingar fögnuðu vel og inni- lega en markið gaf þeim einfaldlega falskt öryggi því eftir markið tóku Keflvíkingar leikinn í sínar hendur og höfðu KR-inga undir það sem eftir lifði leiksins. Með Stefán Gíslason í broddi fylkingar náðu Keflvíkingar öllum völdum á miðsvæðinu og KR- ingar komust hvorki lönd né strönd á meðan heimamenn léku oft boltanum mjög skemmtilega á milli sín og sköp- uðu hættu með hraða sínum og leikni. Jöfnunarmark Stefáns kom engum á óvart og KR-ingar máttu í raun þakka fyrir að halda jöfnu áður en hálfleikurinn var allur. Gunnar Einarsson, varnarmaður KR-inga, hefði með réttu átt að vera sendur af velli á 48. mín. þegar hann braut gróflega á Herði Sveinssyni en Gunnar hafði áður fengið að líta gula spjaldið. Arnar Gunnlaugsson átti skömmu síðar lúmska aukaspyrnu sem Keflvíkingar björguðu af mark- línu en þar með sögðu Suðurnesja- menn hingað og ekki lenga. Scott Ramsay kom þeim yfir með glæsi- legu skoti og Skotinn var klaufi að bæta ekki við öðru marki þegar hann slapp innfyrir vörn KR-inga en skot hans lak framhjá markstönginni. Keflvíkingar sundurspiluðu KR-inga á köflum og áttu af og til skæðar og vel útfærðum skyndisóknum. Úr einni slíkri rak Hörður Sveinsson síð- asta naglann í líkkistu meistaranna þegar hann skoraði af öryggi eftir góðan undirbúning Magnúsar Sverr- is Þorsteinssonar. Keflvíkingar eiga lof skilið fyrir frábæra frammistöðu og gaman verð- ur að fylgjast með framgöngu þessa skemmtilega liðs í sumar. Liðið var afar samhent, baráttan til fyrirmynd- ar og hraði og leikni flestra leik- manna kom KR-ingum hvað eftir annað í opna skjöldu. Í afar sterkri liðsheild stóð fyrirliðinn Stefán Gísla- son uppúr. Eskfirðingurinn var eins og kóngur í ríki sínu á miðjunni. Hann vann öll návígi og var maðurinn á bakvið margar góðar sóknir. Hólm- ar Örn Rúnarsson er athyglisverður leikmaður sem átti mjög góðan leik, Zoran Ljubicic og Scott Ramsay voru sniðugir og gerðu marga góða hluti og Hörður Sveinsson gerði usla í KR- vörninni með hraða sínum. Heildar- svipurinn var mjög góður hjá Kefl- víkingum og með sama áframhaldi hafa þeir burði til að berjast í efri helmingi deildarinnar. KR-ingar voru skömminni skárri í en í fyrsta leiknum gegn FH-ingum en ljóst er á öllu að ekki er allt með felldu í vesturbænum. Vissulega hafa meiðslin leikið leikmannahóp KR- inga grátt en KR-ingar geta ekki endalaust afsakað sig með því. KR- liðið náði ekki frekar en gegn FH upp neinum takti í sinn leik, sóknin var bitlítil, miðjan slök og vörnin opnaðist á köflum illa og þá er eins og eitthvað andleysi sé ríkjandi í liðinu. Kristján Örn Sigurðsson var yfirburðamaður í liði KR og þeir Kristinn Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson stóðu fyrir sínu en aðrir náðu sér ekki á strik. Pirringur er hlaupinn í suma stuðn- ingsmenn KR. Eins og frægt er end- uðu meistararnir mótið í fyrra á nið- urlægjandi hátt og tapið í Keflavík í gær var það 4. í röð hjá liðinu á Ís- landsmótinu þar sem markatalan er 13:1. Nýliðarnir léku meist- arana grátt NÝLIÐAR Keflvíkinga léku Íslandsmeistara KR-inga grátt í fyrsta heimaleik sínum í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Hið stórskemmtilega lið Suðurnesjamanna vann fyllilega sann- gjarnan 3:1 sigur og tyllti sér um leið í toppsæti deildarinnar en KR- ingar sitja á botninum án stiga eftir tvo leiki og mega heldur betur taka sig saman í andlitinu ef ekki á illa að fara hjá þeim. Guðmundur Hilmarsson skrifar KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Víkin: Víkingur – KA................................. 20 1. deild karla: Akureyrarv.: Þór – Þróttur R. ................. 20 Hlíðarendi: Valur – HK ............................ 20 Fjölnisvöllur: Fjölnir – Haukar ............... 20 Hofsstaðavöllur: Stjarnan – Njarðvík..... 20 Kópavogsv.: Breiðablik – Völsungur....... 20 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild ÍA – Grindavík ......................................... 0:0 ÍBV – Fram............................................... 1:1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 26. - Þorvaldur Makan Sigbjörnsson 78. Keflavík – KR........................................... 3:1 Stefán Gíslason 24., Scott Ramsay 59., Hörður Sveinsson 87. - Arnar Gunnlaugs- son 3. Staðan: Keflavík 2 2 0 0 5:2 6 Fram 2 1 1 0 4:1 4 FH 1 1 0 0 1:0 3 ÍBV 2 0 2 0 2:2 2 Grindavík 2 0 2 0 1:1 2 ÍA 2 0 2 0 1:1 2 Fylkir 1 0 1 0 1:1 1 KA 1 0 0 1 1:2 0 KR 2 0 0 2 1:4 0 Víkingur R. 1 0 0 1 0:3 0 Markaskorarar: Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Fram ..... 2 Alen Marcina, ÍA......................................... 1 Andri Fannar Ottósson, Fram................... 1 Arnar B. Gunnlaugsson, KR ...................... 1 Atli Viðar Björnsson, FH ........................... 1 Fróði Benjaminsen, Fram.......................... 1 Grétar Ó. Hjartarson, Grindavík ............... 1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 1 Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík.............. 1 Hreinn Hringsson, KA ............................... 1 Hörður Sveinsson, Keflavík ....................... 1 Jónas Guðni Sævarsson, Keflavík ............. 1 Magnús Már Lúðvíksson, ÍBV................... 1 Scott Ramsay, Keflavík .............................. 1 Stefán Gíslason, Keflavík ........................... 1 Sævar Þór Gíslason, Fylkir ........................ 1 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild KR – Fjölnir.............................................. 3:1 Hólmfríður Magnúsdóttir, Sólveig Þórar- insdóttir, Edda Garðarsdóttir (víti). - Elísa Pálsdóttir. Stjarnan – Þór/KA/KS........................... 1:1 Guðrún Halla Finnsdóttir (víti) - Þóra Pét- ursdóttir. Staðan: ÍBV 1 1 0 0 8:1 3 KR 1 1 0 0 3:1 3 Stjarnan 1 0 1 0 1:1 1 Þór/KA/KS 1 0 1 0 1:1 1 FH 0 0 0 0 0:0 0 Valur 0 0 0 0 0:0 0 Fjölnir 1 0 0 1 1:3 0 Breiðablik 1 0 0 1 1:8 0 Bikarkeppni KSÍ VISA-bikar karla, 1. umferð: Reynir Á. – KS.......................................... 0:5  KS mætir Magna. Freyr – Tunglið ........................................ 1:0  Freyr mætir KFS. Fjarðabyggð – Einherji ........................... 3:1  Fjarðabyggð mætir Leikni F. Boltafél.Húsavíkur – Leiftur/Dalvík ...... 0:8  Leiftur/Dalvík mætir Völsungi. Huginn – Leiknir F. ................................. 1:2  Leiknir F. mætir Fjarðabyggð / Ein- herja. Tindastóll – Hvöt...................................... 8:2  Tindastóll mætir Neista H. England Undanúrslit um sæti í 1. deild, síðari leik- ur: Brighton – Swindon ................................. 1:2  Jafnt, 2:2, en Brighton sigraði í víta- spyrnukeppni og mætir Bristol City í úr- slitaleik. Undanúrslit um sæti í 2. deild, síðari leik- ur: Mansfield – Northampton ....................... 1:3  Jafnt, 3:3, en Mansfield sigraði í víta- spyrnukeppni og mætir Huddersfield í úr- slitaleik. Danmörk Bikarkeppnin, úrslitaleikur: FC Köbenhavn – AaB .............................. 1:0 Noregur Bodö/Glimt – Lyn..................................... 0:0 Ham-Kam – Fredrikstad......................... 3:2 Odd Grenland – Lilleström ..................... 3:2 Sogndal – Viking ...................................... 0:2 Tromsö – Molde........................................ 2:1 Stabæk – Brann........................................ 2:1 Staða efstu liða: Tromsö 7 5 1 1 15:6 16 Odd Grenland 7 4 3 0 15:7 15 Vålerenga 7 3 4 0 8:5 13 Ham-Kam 7 3 3 1 8:6 12 Bodö/Glimt 7 3 1 3 9:9 10 Lyn 7 2 3 2 5:4 9 Rosenborg 7 2 3 2 8:10 9 Molde 7 2 2 3 8:9 8 Viking 7 1 5 1 6:8 8 Svíþjóð Örgryte – Trelleborg ............................... 1:0 Sundsvall – Hammarby ........................... 2:0 Staða efstu liða: Halmstad 8 7 1 0 22:8 22 Hammarby 9 5 2 2 9:6 17 Gautaborg 8 4 2 2 9:5 14 Kalmar 8 4 2 2 11:8 14 Malmö 8 3 4 1 13:5 13 Sundsvall 9 2 4 3 9:10 10 Örgryte 8 2 4 2 8:10 10 Örebro 8 3 1 4 12:18 10 Austurríki Admira – Grazer AK ................................ 2:1 Austria Vín – Kärnten ............................. 2:0 Sturm Graz – Bregenz ............................. 4:1 Pasching – Mattersburg.......................... 4:0 Salzburg – Rapid Vín ............................... 2:0  Lokastaðan: Grazer AK 72 stig, Austria Vín 71, Pasching 63, Rapid Vín 57, Bregenz 45, Admira 42, Salzburg 38, Mattersburg 37, Sturm Graz 35, Kärnten 32.  Wacker Tirol sigraði í 1. deild og tekur sæti Kärnten. Afmælisleikur 100 ára afmælisleikur Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, í París: Frakkland – Brasilía ................................ 0:0 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Vesturdeild, undanúrslit: Minnesota – Sacramento ..................... 83:80  Minnesota sigraði, 4:3, og mætir LA Lakers í úrslitum Vesturdeildar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.