Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og10. FRÁ HANDRITSHÖFUNDI PANIC ROOM BYGGÐ Á SÖGU STEPHEN KING Magnaður spennutryllir sem fær hárin til að rísa! Sýnd kl. 6. B.i. 16.  Ó.H.T Rás2 Frá meistara spennunnar Luc Besson kemur Taxi 3. Meiri hraði. Meiri spenna. Bílahasarinn nær hámarki. Sú æsilegasta til þessa. i i i. i i . íl i i. il il . Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 16. Að breyta fortíðinni getur haft óhugnalegar afleiðingar fyrir framtíðina. Svakalegur spennutryllir sem fór beint á toppinn í USA. HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.00 Sýnd kl. 3.40. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 16. kl. 5.10, 8 og 10.50. B.i. 16. Sýnd kl. 3.40 og 5.50. Með íslensku tali EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 6, 8 og 10. Blóðbaðið nær hámarki. „Gargandi snilld“ ÞÞ FBL „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL  „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV HP Kvikmyndir.com  Skonrokk Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. ELLA Í ÁLÖGUM Frumsýningi Æðisleg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna með Anne Hathaway úr Princess Diaries! Frá meistara spennunnar Luc Besson kemur Taxi 3. Meiri hraði. Meiri spenna. Bílahasarinn nær hámarki. Sú æsilegasta til þessa. i i i. i i . íl i i. il il . UTANDYRA er bjart og hlýtt, það er komið langt fram í maí, enn eina ferðina eru „sumarmyndir“ kvikmyndaiðnaðarins farnar að hell- ast yfir okkur. Af augljósum ástæð- um leggja framleiðendur meira upp úr hreinræktuðu skemmtanagildi þeirra en afþreyingarmyndir ann- arra árstíðna. Trója (Troy), með sinn sögulega og klassíska bakgrunn í heimsbókmenntunum er engin und- antekning. Hún er sumarmynd en reynir að taka sig alvarlega, jafnvel fullhátíðlega á köflum, einkum með mikilúðlegu orðagjálfri. Afrakstur- inn svipmikil hasarmynd, hlaðin þekktum leikaranöfnum, frábærum sviðsmyndum og búningum og vafa- laust fær James Horner óskarstil- nefningu fyrir kraftmikla tónlist sem lyftir Tróju og gerir mikið til þess að myndin er, þegar á heildina er litið, góð og reisuleg sumarskemmtun. Hollywood ber yfirleitt takmark- aða virðingu fyrir sögunni, þar er hin 200 milljóna dala Trója, engin undantekning. Höfundarnir leggja fyrst og fremst Ilíonskviðu Hómers til grundvallar, en fara frjálslega með atburði og persónur. (T.d. tekur umsátrið um Tróju nokkur augna- blik í samanburði við áratuginn í sögunni.) París (Orlando Bloom), prins af Tróju, og Helena hin fagra (Diane Kruger), drottning Spart- verja og eiginkona hins herskáa Menelás (Brendan Gleeson), verða yfir sig ástfangin og nemur París konuna á brott með sér. Það er upp- hafið að falli Tróju því Menelás kall- ar á hinn herskáa Agamemnon kon- ung (Brian Cox), sér til hjálpar að koma fram hefndum á Trójumönn- um. Agamemnon samþykkir, en for- sendur hans eru byggðar á valda- græðgi. Í liði Agamemnons er Akkiles (Brad Pitt), hin óstýriláta og ósigr- andi hetja, hvers nærvera blæs mönnum eldmóði í brjóst. Í hinni óvinnandi Trójuborg bíður Príamos konungur (Peter O’Toole) ásamt syni sínum, garpinum Hektor (Eric Bana), hins öfluga hefndarflota Agamemnons, sem inniheldur 50 þúsund stríðsmenn. Höfundar handritsins leggja aðal- áhersluna á hetjudýrkun grískrar goðatrúar og þau pólitísku rök sem jafnan eru undirrót styrjalda. Þeir velta sér því ekki upp úr ástamálum Parísar heldur að herkænsku og undirróðri, turtildúfurnar eru í bak- grunninum, Akkiles, Agamemnon og Hektor eru mikilúðleg þungamiðja Tróju. Þannig hefur hinn raddsterki og svipmikli Brian Cox verið valinn í hlutverk herkonungsins mikla og vöðvabúntið Bana (Hulk), fenginn til að túlka járnkarlinn Hektor. Á sömu forsendum axlar fiðrildið Bloom hinn tvístígandi París, og þá er kom- ið að Brads þætti Pitts. Þrátt fyrir nokkrar efasemdir vinnur vörpulegt og óskammfeilið yfirbragðið með honum þegar upp er staðið. Akkiles er knúinn áfram af fítonskrafti sem kemur m.a. fram í ógnarlegum ban- anastökkum hæð sína í loft upp. Trixið virkar. „Bend it like Beck- ham“, hefur Wolfgang Petersen tuldrað í barminn en Trója er fjarri því að vera jafn steingeld brellu- mynd og The Perfect Storm, sem er kannski ekki neitt rausnarhól. Hann er enginn Ridley Scott, þaðan af síð- ur David Lean, en Þjóðverjinn skipuleggur fjöldasenur og bardaga- atriði af óumdeilanlegri leikni og fær það út úr leikurunum sem hann ætl- ar sér. Peter O’Toole er sér á báti í þessum hópi með sínum fyrirhafn- arlausa mikilfengleik, minning sem ber með sér tign og glæsileika geng- inna tíma ósvikinna Stórmynda. F.S.T., vel að merkja – Fyrir staf- ræna tækni. Hollywood- Hómer KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Leikstjóri: Wolfgang Petersen. Handrit: David Benioff, byggt að hluta til á Ilíons- kviðu Hómers. Kvikmyndataka: Roger Pratt. Tónlist:James Horner. Aðalleik- endur: Brad Pitt (Akkilles), Eric Bana (Hektor), Orlando Bloom (París), Diane Kruger (Helena), Brian Cox (Agamemn- on), Sean Bean (Odysseifur), Brendan Gleeson (Menelás), Peter O’Toole (Priamus), Garrett Hedlund (Patróklus), Rose Byrne (Brísei), Saffron Burrows (Andrómakka). 140 mínútur. Warner Brothers Pictures. Bandaríkin. 2004. Trója (Troy)  „Í liði Agamemnons er Akkiles (Brad Pitt), hin óstýriláta og ósigrandi hetja, hvers nærvera blæs mönnum eldmóði í brjóst.“ Sæbjörn Valdimarsson Van Helsing Klassískar hryllingdmyndapersónur fá endur- nýjaða lífdaga í ógnarlangri brellumynd sem á sína spretti. (S.V.) ½ Sambíóin, Háskólabíó. Bana Billa: Bindi 2 (Kill Bill: Volume 2) Eitthvað fyrir alla, konur og karla. Að öllum lík- indum besta skemmtun ársins. (H.L.) ½ Smárabíó, Regnboginn, Laugarás- bíó Snerting við tómið (Touching the Void) Nútímagoðsaga í veröld fjallaklifursmanna verður kvikmynd sem best er að hafa sem fæst orð um, sjón er sögu ríkari. (H.J.) ½ Háskólabíó Pétur Pan Það er nýr og betri Pétur Pan sem birtist í þessari mynd. (H.J.) Smárabíó, Regn- boginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri. Drekafjöll (La colina del dragón) Falleg saga, drekarnir skemmtilegir. Börnin skemmtu sér líka ágætlega og það skiptir öllu.(H.L.) ½Háskólabíó, Sambíóin. BÆJARINS BESTU Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Drekarnir í Drekafjöllum þykja skemmtilegir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.