Morgunblaðið - 25.05.2004, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.05.2004, Qupperneq 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Eru blindir punktar í þínu útsýni? Áætlanagerð fyrirtækja hugbúnaðarhús Skeifunni 8 108 Reykjavík www.ax.is ax@ax.is frumkvæði / áreiðanleiki / samvinna betri yfirsýn, bætt stjórnun og betri vinnuferlar Hvað þurfa stjórnendur fyrirtækja að hafa til að geta tekið markvissar ákvarðanir sem skila árangri í rekstri? Svarið er einfalt: Yfirsýn. Cognos hugbúnaðurinn veitir stjórnendum nútímans skýlausa yfirsýn. Gríptu tækifærið og kynntu þér kosti Cognos á ráðstefnunni. Skráning á www.ax.is og í síma 545 1000 Ráðstefna Nordica Hótel 27. maí 2004 FÉLAG í eigu KB banka og fyrrverandi stjórn- enda hjá T&S-verslununum, sem heitir Lancelot, lagði í gær fram 60 milljóna punda (tæplega 7,9 milljarða króna) tilboð í bresku hverfisverslana- keðjuna Londis og er það jafnhátt tilboði írsku Musgrave-keðjunnar sem stjórn Londis hefur mælt með við hluthafa. Með tilboði Lancelot fengi hver hluthafi í Lond- is 31 þúsund pund í sinn hlut (um 4 m.kr.) en tilboð Musgrave-keðjunnar hljóðar einnig upp á 60 millj- ónir punda eða 31.266 punda (um 4,1 m.kr.) greiðslu til hvers hluthafa. Munurinn á tilboðunum felst í því að Musgrave eignast öll hlutabréf í Londis en með tilboði Lancelot er gert ráð fyrir að hluthafarnir fái greitt bæði í peningum og hluta- bréfum. Þeir muni þannig áfram vera meirihluta- eigendur í félaginu, eiga u.þ.b. 60% hlutafjár. Formlegt tilboð frá Musgrave í vikunni KPMG sér um söluna á Londis og hefur þegar hafnað tilboðinu og stjórn Londis hefur þegar mælt með því, fyrir mánuði, við hluthafana að þeir taki tilboði Musgrave-keðjunnar en gengið verður til atkvæða um tilboð þeirra í lok næsta mánaðar. Tilboðið þarf 75% atkvæða til að verða samþykkt. Formlegt tilboð með nánari útfærslum þess hefur hins vegar ekki enn borist hluthöfum en reiknað er með að það verði í lok vikunnar. Hópur óánægðra hluthafa í félaginu skoraði hins vegar á aðra hlut- hafa fyrr í mánuðinum að hafna þessu tilboði írsku keðjunnar. Það eru fyrrverandi stjórnendur hjá hverfis- verslanakeðjunni T&S, sem Tesco keypti árið 2002, sem standa með aðstoð KB banka að tilboð- inu sem lagt var fram í gær. Í því er lagt til að þeir taki við stjórnun fyrirtækisins, reki Londis-versl- anirnar sem eru 2.200 talsins, og hafi umsjón með fjárfestingaráætlun félagsins. Fjórir yfirstjórn- endur hjá Londis sögðu nefnilega upp störfum ný- lega, þar á meðal forstjórinn, eftir að hluthafar höfnuðu fyrra tilboði Musgrave-keðjunnar sem var 20 milljónum punda (2,6 milljörðum króna) lægra. Hver hluthafi hefði samkvæmt því tilboði fengið 10.139 pund (um 1,3 m.kr.) í sinn hlut en stjórnendurnir fjórir hefðu fengið 21 milljón punda (2,75 milljarða). Það tilboð féll ekki í góðan jarðveg né heldur hversu fast stjórnendurnir sóttu að því yrði tekið. Gerðir voru um 2 milljóna punda (262 m.kr.) starfslokasamningar við þá. Lagt er til að Geoff Purdy, sem áður var inn- kaupa- og markaðsstjóri hjá T&S, verði forstjóri Londis. Reuters hefur eftir honum að þrátt fyrir að KPMG hafi hafnað tilboði þeirra, og mæli með sölu á fyrirtækinu í heild sinni, þá vilji þeir að hluthafar í Londis viti að þeir eigi annarra kosta völ. Purdy segist ekki einu sinni hafa fengið stjórnina til viðræðna um að hleypa honum og félögum hans inn í slaginn. Og í vefriti Financial Times segir hann að með því að eiga áfram meirihluta hlutafjár í Londis geti núverandi hluthafar hagnast af því þegar rekstri félagsins verður breytt til batnaðar. Fleiri aðilar enn áhugasamir Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að fyrri hluthafar eigi áfram 60% hluta- fjár og Lancelot, sem er að hluta í eigu KB banka, muni eiga 40%. Morg- unblaðið fékk ekki uppgefið hversu stór hlutur KB banka væri í Lancelot, einungis að bankinn hefði samþykkt að aðstoða T&S-stjórnendahópinn við að kaupa sig inn í Londis. Þá mun ekki hafa verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær bankinn fer út úr félaginu. Nokkrir aðrir hafa sýnt áhuga á því að eignast Londis-keðjuna. Þeirra á meðal er Co-operative Group (Co-op) sem nýverið var tilkynnt um að væri að hugleiða að bjóða í keðjuna 66 milljónir punda (8,6 milljarða króna). Þá hefur Big Food Group, sem er að fimmtungi í eigu Baugs Group, líka verið á höttunum eftir Londis-keðjunni og sagst mundu nálgast hluthafa Londis beint með tilboði, þrátt fyrir að stjórn Londis hafi þegar mælt með tilboði Musgrave. Morgunblaðið hefur hins vegar heimildir fyrir því að Baugur tengist ekki tilboði KB banka í Londis. Londis samanstendur af 1.919 kaupmönnum sem hver og einn keypti hlut í Londis fyrir 50 pund á sínum tíma. Þeir eiga 2.200 verslanir undir merkjum Londis og nota sameiginlegt innkaupa- og dreifingarkerfi. Verslanirnar sjálfar munu í báðum tilfellum verða áfram í þeirra höndum. KB banki með tilboð í Londis Lagt til að fyrrverandi stjórnendur hjá T&S, sem einnig standa að til- boðinu, taki við stjórn- artaumunum Vinsæl KB banki hefur blandað sér í slaginn um bresku hverfisverslanakeðjuna Londis. ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● GÓÐ sala tónlistar Noruh Jones og Coldplay jók við markaðshlutdeild út- gáfufyrirtækisins EMI, en salan dróst engu að síður saman á reikn- ingsárinu sem lauk 31. mars síð- astliðinn. Hagn- aður reiknings- ársins fyrir skatta nam 163 millj- ónum punda, 21 milljarði króna og lækkaði um 9% og var nærri lægstu spá greinenda. Velta fyrirtæk- isins var 2,1 milljarður punda, um 280 milljarðar króna, og dróst sam- an um 2,5%. Stjórnarformaður EMI segir að fyrirtækinu hafi gengið vel miðað við erfiðar markaðsaðstæður, en sjóræningjaframleiðsla á tónlist sé verulegt vandamál fyrir tónlistar- iðnaðinn. Þetta eigi bæði við um tón- list sem hlaðið sé niður af Netinu og geisladiska sem séu fjölfaldaðir. Samdráttur hjá EMI Norah Jones ● LAUNAVÍSITALAN hækkaði um 0,3% í apríl og hefur hækkað um 4% síðastliðna 12 mánuði, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands. Greining Íslandsbanka segir í Morg- unkorni sínu í gær að hækkunin í apríl sé vegna kjarasamninga, en að launaskrið virðist lítið. Þar segir enn- fremur að kaupmáttur launa hafi auk- ist um 1,8% síðastliðna 12 mánuði. Hann hafi dregist saman á síðustu mánuðum vegna þess annars vegar að kjarasamningsbundnar hækkanir komi inn síðar á þessu ári en í fyrra og hins vegar að verðbólgan sé hærri nú. Launavísitalan hækkar um 0,3% ● BANDARÍSKA álfyrirtækið Alcoa hefur í hyggju að byggja eins milljarðs dollara álver á Trinidad, eyríki í Kar- íbahafi norðaustur af Venesúela. Fé- lagið verður því með tvö álver sömu stærðar í byggingu á sama tíma, þ.e. álver á Reyðarfirði og á Trinidad. Álverin tvö verða þau fyrstu sem Al- coa byggir frá grunni á síðustu 20 ár- um. Alcoa rekur nú 28 álver víðs veg- ar um heiminn, 9 súrálvinnslur og tvær báxítnámur. Í athugun hjá fyr- irtækinu eru einnig verkefni í Kína, Brunei, Bahrain, Brasilíu og Kanada. Álverið á Trinidad mun framleiða 250.000 tonn af áli árlega og er að 60% í eigu Alcoa og 40% í eigu heimamanna. Heimsframleiðsla á áli hefur vaxið síðustu fimm ár í 30,4 milljónir tonna árið 2003, sem er 20% aukning ársframleiðslu frá 1999. Álverð hækkaði um 30% á síð- asta ári en búist er við að framboð minnki á þessu ári og því næsta. Alcoa byggir álver á Trinidad JUUKKA Ruuska, forstjóri HEX- hluta OMHEX-kauphallarinnar, seg- ir að kaup OMHEX á kauphöllinni í Litháen sé áfangi á leið þeirra að því að eignast allar kauphallir á Norður- löndum og í Eystrasaltsríkjunum. „Markmiðið er að halda áfram að sameina kauphallir á Norðurlöndun- um með því mögulega að kaupa kaup- hallir í Danmörku, Noregi og á Ís- landi,“ sagði Ruuska á fréttamanna- fundi, en OMHEX á nú kauphallir í fimm löndum, þ.e. Finnlandi, Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Þá sagði Ruuska að OMHEX fylgdist náið með einkavæðingaráformum kauphallarinnar í Varsjá í Póllandi með kaup í huga. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segist kunna vel að meta áhuga OMHEX á Kauphöll Íslands. „Við skiljum vel að þeir hafi áhuga á að kaupa því það hefur geng- ið vel hjá okkur og það hefur verið góður gangur í markaðnum,“ segir Þórður. Hann segir að Kauphöllin hafi hins vegar markað þá stefnu að vinna náið með hinum norrænu kaup- höllunum í hinu svokallaða NOREX- samstarfi, en vera áfram sjálfstæð og renna ekki saman við OMHEX. Kauphöll Íslands væri ekki til sölu. „Það veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Það skiptir máli hvernig markaðurinn þróast. Það hefur einnig verið stefna kauphallar- innar að samþættta norræna mark- aðinn eins rækilega og hægt er, þann- ig að gagnvart viðskiptavinum verði þetta einn sameiginlegur markaður. Hvað svo gerist í fyllingu tímans varðandi samstarfið er kannski ekki auðvelt að sjá fyrir.“ Þórður segir norsku kauphöllina hafa sömu sjón- armið, en innan dönsku kauphallar- innar séu raddir sem hafi meiri áhuga á samruna. „Við vitum ekkert hvað gerist eftir 2–3 ár, það er einfaldlega ekki forsenda til að segja mjög ákveð- ið um framhaldið.“ Hann segir það stefnu OMHEX að sameina kauphallir á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum en starf- rækja kauphallir á hverjum stað, í stað þess að sameina allar í eina stóra. Kauphallir á hverjum stað geti gegnt mikilvægu hlutverki í að þjóna minni fyrirtækjum sem séu að sækja fram og því geti verið óskynsamlegt að hafa öll viðskipti á einum stað. Markaðsvirði allra fyrirtækja í norrænu og baltnesku kauphöllunum samanlagt er einungis um 6–7% af markaðnum í Evrópu að sögn Þórðar. Hann segir að kauphallirnar í Lond- on, Þýskalandi, Ítalíu og á Spáni sem og Euronext, hin samevrópska kaup- höll, séu allar miklu stærri en allar þær norrænu og baltnesku lagðar saman. „Aðrar kauphallir í Evrópu eru síðan með minna en 1% af mark- aðnum og það má búast við að það verði samrunaþróun hjá litlu kaup- höllunum, annaðhvort eins og gerðist með OMHEX í Svíþjóð og Finnlandi eða þá með mjög öflugu samstarfs- formi eins og nú er hjá norrænu kauphöllunum sem hugsanlega leiðir til samruna í fyllingu tímans, þótt það sé ekki enn á dagskrá, að minnsta kosti ekki hjá kauphöllunum í Noregi og á Íslandi,“ segir Þórður Friðjóns- son. Á dögunum var tilkynnt um kaup hóps fjárfesta undir stjórn ungverska bankans HVB Hungary Rt. sem er í eigu austurrískra aðila, á kauphöll- inni í Búdapest í Ungverjalandi. Í kaupendahópnum er einnig kauphöll- in í Vín í Austurríki en kaupin eru sögð skref í átt að sameiningu kaup- hallanna tveggja. Talið er að mark- aðsvirði skráðra félaga í sameinaðri kauphöll yrði 100 milljarðar evra á næstu fjórum árum, að því er fram kemur í Budapest Business Journal. „Kauphöll Íslands er ekki til sölu“ OMHEX vill eignast Kauphöll Íslands og sameina kauphallir á Norðurlöndum Hádegisfundur um Evrópumál er haldinn í dag kl. 12 til 13 í Norræna húsinu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Evrópusamtak- anna. Fjallað verður um hvernig Evrópusambandið hefur, í samvinnu við fyrirtæki og opinbera aðila, að- stoðað við uppbyggingu sveitarfé- laga á Írlandi. Tilkynna þarf þátt- töku á evropa@evropa.is. Ráðstefna um markaðsmisnotk- un og innherjaviðskipti fer fram í dag kl. 13 til 17 í Háskólanum í Reykjavík en auk skólans standa Ís- landsbanki og Kauphöll Íslands að ráðstefnunni. Erindi halda Dr. Paul- ina Dejmek lögfræðingur hjá Eft- irlitsstofnun EFTA, Þórólfur Jóns- son lögfræðingur hjá KB banka, Páll Gunnar Pálsson forstjóri Fjármála- eftirlits og Óttar Pálsson hdl. Í DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.