Morgunblaðið - 25.05.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 25.05.2004, Qupperneq 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 27 HVER einstaklingur getur tekið ákvarðanir um að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert. Slíkar gerðir geta verið löglegar eða ólöglegar. Það er því engin spurning að forseti geti synjað að undirrita lög. Spurningin er hvort það er löglegt. Ef hann skrifar ekki undir lög, hvað þá? Við- brögð við slíku geta að- eins orðið ein, þ.e. að bera málið undir þjóð- ina. Ákvæðið er þannig virkt. Alþingi á ekki völd Það sem gleymist í um- ræðunni er að Alþingi á engin völd. Ekki heldur ríkisstjórn, jafnvel ekki Hæstiréttur. Völdin eru hjá þjóðinni. Það er grundvöllur lýðræðis og á því byggist allt hitt. Við búum við fulltrúa- lýðræði þ.e. við felum völdin okkar í hendur fulltrúum okkar til fjögurra ára í senn. Þeir hafa oft betri yfirsýn yfir mál en almenningur og því geta þeir tekið aðra afstöðu til einstakra mála en hann. Að jafnaði ætti þó bilið milli vilja Alþingis og þjóðarinnar ekki að vera meira en það að þjóðin myndi taka sömu afstöðu ef hún hefði sömu upplýsingar. Lög eiga þannig að endurspegla vilja almenn- ings. Aðeins við sérstakar aðstæður Ég held að öllum sé ljóst að forseti getur ekki synjað um að undirrita lög nema undir alveg sérstökum kringumstæðum. Það byggist á því að afleiðingar þess að hann gerir það eru afdrifaríkar. Forseti getur þannig í mesta lagi aðeins beitt ákvæðinu ef hann telur að Alþingi hafi beinlínis farið út fyrir umboð sitt frá íslensku þjóðinni. Við- urkennum við vald hans hlýtur matið að vera hans. Stjórnarskrá Ís- lands er um margt loðin. Hún hefur líka orðið til við samruna tveggja kerfa þar sem annað stafar frá heimspekingum og holdgerðist í frönsku stjórnarbyltingunni. Þar er átt við þrí- greiningu ríkisvalds- ins og völdin hjá al- menningi. Þingræðið er það að ríkisstjórn verður að styðjast eða líðast af meiri hluta þings. Fer svo- lítið á snið við þrí- greiningarkenning- arnar þar sem um nokkurn samruna framkvæmda- valds og löggjafarvalds er að ræða. Meiningarlaus ákvæði í stjórnarskrá Fræðimenn tala um að ákvæði í stjórnarskrá þýði alls ekki það sem þau segja. Slíkar kenningar eru sprottnar frá mótun þingræðis fyrir baráttu konungs og þings aðallega á Englandi. Vald konungs varð smátt og smátt á yfir 700 ára tímabili táknrænt og honum var óheimilt samkvæmt þingræðisreglunni að framkvæma það. Ríkisstjórn fer þá með það vald sem konungur hafði áður. Þannig er túlkað synjunar- ákvæði þjóðhöfðingja í dönsku stjórnarskránni. Túlkun íslenska ákvæðisins Það sem stutt gæti aðra túlkun á ákvæðinu í íslenskri stjórnarskrá er þetta. 1. Ákvæðinu var breytt. Núverandi ákvæði var þannig sett miðað við að þjóðhöfðinginn væri þjóðkjör- inn. 2. Ákvæðið var sett af íslensku þjóð- inni í almennri atkvæðagreiðslu. 3. Það er sagt að breytingin hafi verið gerð af hræðslu við að for- seti beitti neitunarvaldi en samt var ákvæðið sett inn. Þetta virðist mér þýða að í stjórnarskrána hafi verið sett „ásættanlegt“ vald for- seta. 4. Ákvæðið samræmist mjög grund- vallarkenningum um lýðræðið þ.e. að völdin séu hjá fólkinu. Að þessu virtu tel ég að forseti Ís- lands hafi sjálfstætt vald til að synja um áritun á lög og senda þau þannig til úrskurðar þjóðarinnar. Hann þarf ekki að taka afstöðu til laganna sjálfra. Aðeins hvort hann telji að þau samræmist þjóðarvilja eða ekki. Þjóðin getur ákveðið að sam- þykkja lögin eða synja. Ef hún sam- þykkir getur Alþingi sett forseta af. Ef hún synjar samþykkis þá hefur Alþingi farið í bága við vilja þjóð- arinnar og hefur misst umboð sitt. Það er hins vegar engin leið til að knýja fram þingrof og nýjar kosn- ingar önnur en siðferðisvitund ráð- herra og virðist sumum þar á skorta nokkuð, a.m.k hjá sumum þeirra. Orðalag stjórnarskrár- innar og merking Jón Sigurgeirsson ritar um synjunarvald forseta Íslands ’Þjóðin geturákveðið að sam- þykkja lögin eða synja.‘ Jón Sigurgeirsson Höfundur er lögfræðingur og ritaði lokaritgerð um þingræðisregluna. VEGNA dóms Hæstaréttar í svokölluðu málverkafölsunarmáli þar sem ýmsir hafa tekið til máls, og sumir hverjir af lítilli skynsemi, langar mig til að koma eftirfarandi á framfæri. Í dómi meirihluta Hæstaréttar segir: „Að því virtu, sem að framan greinir, geta staðið eftir til sönn- unar um sakargiftir í málinu nið- urstöður áðurnefndra tækni- rannsókna, sem dr. Sigurður Jakobsson annaðist, að því leyti, sem þær gætu staðið óháðar rannsóknarstörfum Viktors Smára Sæmundssonar, auk álits- gerða tveggja þeirra listfræð- inga, sem áður er getið, og tveggja annarra listfræðinga, sem tjáðu sig fyrir dómi um ein- stök myndverk. Enn fremur rit- handarrannsókn, sem Haraldur Árnason þáverandi lögreglumað- ur annaðist á höfundarmerkingu nokkurra myndverka, og vitna- skýrslur ættingja tiltekinna lista- manna, sem verk í málinu hafa verið kennd við, og annarra manna, sem kunnugir voru störf- um þessara listamanna.“ Í sératkvæði minnihluta Hæstaréttar segir: „Litrófsgreiningar sem gerðar voru undir stjórn dr. Sigurðar Jakobssonar efnafræðings á sýn- unum sýndu að málningin í þeim hefði verið framleidd sem list- málunarlitir og alkýðbindiefnið, sem greindist í þeim, hefði verið blandað út í listmálunarliti þegar verkin voru árituð og sum þeirra yfirmáluð. Ekki hefði verið um tilbúna framleiðsluvöru að ræða. Það hafi fyrst verið 1967 sem al- menningur og listamenn gátu nálgast alkýðbindiefnið eitt og sér þótt það hafi verið fundið upp um 1924. Eftir 1967 hafi og fyrst verið farið að blanda alkýð sam- an við listmálunarliti svo verkið þornaði fyrr. Auk íslensku tækni- og vísindamannanna hef- ur Mads Christian Christensen forstöðumaður Þjóðminjasafns Dana komið fyrir héraðsdóm, en hjá safninu var myndverk, sem um er fjallað í ákærulið 28, rann- sakað með tveimur aðferðum eða með gasi samkvæmt svokallaðri GCMS og í öðru lagi FTIR, sem er sú aðferð sem íslenskir vís- indamenn beittu. Hann sagði að þeir noti venjulega þessar tvær aðferðir við rannsóknir sínar á olíumálverkum því þær fylli út í göt hvor fyrir annarri og gefi því betra öryggi. Hins vegar hefði í þeim tilvikum sem hér um ræðir ekki verið nauðsynlegt að nota báðar aðferðirnar til að komast að niðurstöðu, en það hefði veitt meira öryggi. Hann veitti sömu upplýsingar og íslensku vísinda- mennirnir um að málning sem framleidd væri fyrir listamenn væri dýrari og væntanlega með betri litarefnum og í henni væru engin fylliefni eins og í húsa- málningu. Sagði hann að ekki væri unnt að útiloka að lista- menn notuðu málningu sem ekki væri beinlínis ætluð til listmál- unar en með FTIR-aðferðinni mætti sjá þessi fylliefni eða með röntgengeislum á mismunandi tegundum. Verður að fallast á það með ákæruvaldinu að um einhvern misskilning geti verið að ræða hjá héraðsdómi í fram- angreindri ályktun og að yfir- gnæfandi líkur séu fyrir því að olíuverkunum, sem í ákæru greini, hafi ýmist sjálfum verið breytt eða áritun þeirra þegar alkýðbindiefni hefur verið bland- að út í litinn.“ Dómarar Hæstaréttar (allir fimm) eru sammála um að þær rannsóknir sem gerðar voru á Raunvísindastofnun Háskólans séu sannar og réttar. Garðar Gíslason og Hrafn Bragason telja að þessar rannsóknir ásamt öðrum sönnunargögnum nægi til sakfellingar. Markús Sigur- björnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Pétur Kr. Hafstein eru því hins vegar ósammála. Eftir stendur, og um það er ekki ágreiningur, að niðurstöður þær sem Raunvísindastofnun lagði fram eru óvéfengjanlegar. Sigurður Jakobsson Rannsóknir á málverkum Höfundur starfar hjá Raunvís- indastofnun Háskólans. SAMKVÆMT skoðanakönnun er mikill meirihluti þjóðarinnar and- vígur fjölmiðlafrumvarpinu eða tæplega 81%. Í samræmi við þessa niðurstöðu má leiða að því líkur að átta af hverjum tíu vilji fá að ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál- ið. Ástæða er til að minna á að í mörg ár hef ég ásamt nokkrum þingmönnum Samfylkingarinnar flutt frumvarp um að auka rétt fólks til að fara fram á þjóð- aratkvæðagreiðslu. Þannig er um að ræða sjálfstæðan rétt fólksins, sem ekki er bundinn neitunarvaldi forseta þjóðarinnar á því að synja um staðfestingu á lagafrumvarpi. Stjórnarflokkarnir hafa aldrei ljáð máls á framgangi þessa máls á Al- þingi. Framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu Með frumvarpinu er kveðið á um að fimmtungur kosningabærra manna í landinu geti krafist þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um lagafrumvarp sem Alþingi hef- ur samþykkt. Krafan þarf að vera studd undirskriftum fimmtungs kosningabærra manna eða um 40 þúsund manns 18 ára og eldri og hafa borist forseta eigi síðar en 30 dögum eftir samþykkt lagafrum- varps á Alþingi. Efna á til þjóð- aratkvæðagreiðslu eigi síðar en 45 dögum eftir að úrskurðað hefur verið um lögmæti kröfunnar. Samkvæmt frumvarpinu er lagt til að úrslit þjóð- aratkvæðagreiðslunnar séu bindandi ef helm- ingur þeirra sem þátt taka greiða atkvæði gegn lögunum, þó þannig að ávallt greiði fimmtungur kosn- ingabærra manna at- kvæði gegn gildi lag- anna. Þannig þarf alltaf helmingur þeirra sem þátt taka í at- kvæðagreiðslu að vera á móti lög- unum, en ef þátttaka er undir 40% dugar ekki helmingur heldur kem- ur þá til kasta fimmtungsregl- unnar, þannig að a.m.k. 20% kosn- ingabærra manna þurfi að vera andvígir lögunum. Staðan hér og erlendis Víða í grannlöndum okkar hefur verið farin sú leið að heimila þjóð- aratkvæðagreiðslu og auka þannig lýðræðislegan rétt fólksins. Bæði í dönsku og sænsku stjórnarskránni er að finna ákvæði um að þriðj- ungur þingmanna geti krafist þjóð- aratkvæðagreiðslu um samþykkt frumvarpa. Með því er verið að auka lýðræðislegan rétt minni hluta þingmanna, þannig að þeir hafi þann kost að geta áfrýjað stórum og umdeildum málum til þjóðarinnar. Sam- kvæmt stjórnskipan okkar getur fólk ein- ungis haft áhrif með atkvæði sínu í kosn- ingum til Alþingis og sveitarstjórna, svo og við kjör forseta lýð- veldisins. Þótt oft hafi komið fram krafa um að auka rétt fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu hefur ekkert orðið úr því. Réttur fólks til að hafa áhrif á framgang einstakra mála er bundinn við at- kvæðagreiðslur um minniháttar mál, svo sem opnun á áfeng- isútsölum og hvort leyfa skuli hundahald í einstökum sveit- arfélögum. Veitir stjórnmála- flokkunum aðhald Athyglisvert er að í samantekt sem nefndasvið Alþingis vann fyrir nokkrum árum í tilefni frumvarps- ins um rétt fólks til þjóðaratkvæða- greiðslu var vitnað í álit Þórs Vil- hjálmssonar, fv. hæstaréttar- dómara, í Úlfljóti 1969 um hvað mæli með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar er m.a. sett fram sú skoðun að á kjörtímabilinu þurfi þeir fram- bjóðendur, sem náð hafa kosningu, að greiða atkvæði um mörg mál, sem alls ekki hafi verið rædd í kosningabaráttunni og umbjóð- endur þingmanna hafa því ekki átt kost á að taka tillit til, þegar þeir greiddu atkvæði. Ef um er að ræða algeng viðfangsefni stjórnmála- manna sé þó líklegt að afstaðan ráðist af sjónarmiðum, sem um var kunnug, þegar kosið var. Orðrétt segir Þór Vilhjálmsson síðan: „Sé hins vegar um mál að ræða, sem lítt eru skyld hinu daglega stjórn- málaamstri, getur afstaða þing- mannsins komið umbjóðendum hans í opna skjöldu. Af þessum sökum tel ég heppilegast, að þjóð- aratkvæðagreiðslur séu viðhafðar, þegar um slík mál er að tefla.“ Þessi rök með þjóðaratkvæða- greiðslu eiga ekki síður við í dag en fyrir 35 árum síðan, en iðulega á undanförnum árum hafa komið upp stór mál, sem miklu skipta um þjóðarhag, sem ekki hafa verið rædd í undangengnum kosningum. Heimild fólks til þjóðaratkvæða- greiðslu treystir lýðræðið í landinu og veitir stjórnmálaflokkum meira aðhald en þeir hafa nú. Sjálfsögð mannréttindi Ekki er vafi í mínum huga að hefði frumvarpið um rétt fólks til þjóð- aratkvæðagreiðslu, án atbeina for- seta Íslands, verið samþykkt á Al- þingi, þá hefði reynt á þetta ákvæði stjórnarskrárinnar gagnvart hinum illræmdu fjölmiðlalögum, sem yfir 80% þjóðarinnar hefur nú hafnað í skoðanakönnun. Í húfi er rétturinn til tjáningarfrelsis, eitt af grund- vallarundirstöðum lýðræðisríkis, auk þess sem líkur eru á að einnig séu brotin ákvæði stjórnarskrár- innar um atvinnufrelsi og eignarétt. Því til viðbótar er gengið gegn al- þjóðaskuldbindingum og ákvæðum samkeppnislaga. Það hlýtur að vera krafa fólksins að Alþingi samþykki hið fyrsta að færa fólkinu þau mannréttindi að það geti óskað eft- ir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi krafa verður enn brýnni, þegar stjórnarhættir á Íslandi minna orð- ið meira á tilskipanir einræðisherra en lýðræði. Þjóðaratkvæðagreiðsla Jóhanna Sigurðardóttir hvetur til þjóðaratkvæðis ’Krafan um þjóðar-atkvæðagreiðslu verður enn brýnni, þegar stjórnarhættir á Íslandi minna orðið meira á til- skipanir einræðisherra en lýðræði.‘ Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.