Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 4
4 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 11|6|2004 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur Fyndinn! Leitin að fyndnasta manni Bandaríkjanna fer fram á Stöð 2 í kvöld kl. 22.10. Flavors Útgáfutónleikar Flavors kl. 20 í Loft- kastalanum. List Kvartett Ragnheiðar Gröndal ylj- ar gestum á Kaffi List. Jet Black Joe Jet Black Joe treður upp í Sjallanum á Ak- ureyri. Starsailor Tónleikar með Starsailor á NASA kl. 20, sem orðið er uppselt á. Húsið opnað aftur kl. 24 og spilar Buff fyrir dansi. Skál! Stuðmenn með fyrsta sveitaball sumarsins í Hreðavatnsskála á Borgfirðingahátíð og frumflytja nýja dag- skrá og nýtt lag – Skál! Evrópukeppnin Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu hefst í Portú- gal með setningarathöfn kl. 15.40 og leik Portúgals og Grikklands kl. 16.00. Í beinni í Sjónvarpinu. DJ Páll Óskar DJ Páll Óskar spilar í Sjallanum 16. júní ásamt stúlknabandinu Nylon. Gríman Íslensku leik- listarverðlaunin afhent kl. 22 á miðvikudag á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins og í beinni í Sjónvarpinu. Skrúð- göngur Skrúðganga frá Hlemmi niður Laugaveg að Ing- ólfstorgi kl. 13.40 og önnur frá Hagatorgi í Hljómskólagarð kl. 13.45, – auð- vitað báðar með lúðrablæstri. 3x5 Vikan 11. - 17. júní Laugardagur Frá sunnudegitil fimmtudags folkid@mbl.is Söngkeppni Stórdansleikur í Hvíta húsinu, Selfossi. Húsið opnað kl. 23 og fljótlega upp úr því hefst söng- keppni, þar sem hver keppandi flytur eitt lag við undirleik sveitarinnar Á móti sól. Atkvæði áhorf- enda gilda 50% á móti dómnefnd og eru verðlaun í boði. Kynnir er Bessi hressi. Hljómsveitin leikur síðan fyrir dansi ásamt Haltri hóru. Tónleikar Tónleikar á Arn- arhóli frá 20 til 24 með Mammút, Á móti sól, Írafári, Hljómum, Bang Gang, Love Gúrú, Bubba Morthens, Ensími og fleirum. Tónleikar á Búðum Andrea Gylfa og Eddi Lár spila á Hótel Búð- um um helgina og verða tónleikarnir teknir upp fyrir útgáfu. Fyrri hluti tónleikanna hefst kl. 19 fyrir matargesti og síðari hluti kl. 22 og er öllum opinn. Grand rokk Vinýl, Hoffman og Victory or Death spila á Grand rokk kl. 22. Börkur þekkir strákana vel og hefur gert önnur mynd- bönd fyrir þá, nú síðast „Angel in Disguise“ og „Rom- antic Exorcism“. Lögin eru öll af hinni stórgóðu breið- skífu Halldóri Laxness. Strákarnir, Bjarni gítarleikari, Bjössi trommari, Frosti gítarleikari, Þröstur bassaleikari og Krummi eru leður- og spandexklæddir. Bjössi er í þröngum teygjubuxum en strákarnir eru allir annars í leðri, nema hvað Bjarni er í gallabuxum undir leðurhlífum. Krummi er með glimmerklút um hálsinn, sami klúturinn var bundinn á hljóðnemastandinn við upphaf tónleikanna á Gaukn- um tveimur dögum áður. Þeir kunna vel við sig í föt- unum enda eru þau þeirra hugmynd. Ekki allir kæmust upp með þetta. Fötin hæfa þeim mjög vel og það er ekki eins og þeir séu í búning heldur eiga þeir vel heima í svona klæðnaði. Til áherslu er svört augn- málningin og líkamarnir olíubornir. Krummi er með ný húðflúr en það er hefð hjá honum að fá sér húðflúr fyrir tónleikaferðalög, systirin Svala er komin á brjóstið ásamt Johnny og 1979 á höndina. Þröstur, eða Johnny, er með samskonar húðflúr með ártalinu 1978, en þetta eru fæðingarár þeirra. VANTAR BJÓR OG BARNAOLÍU Það vantar bjór og það vantar barnaolíu á svæðið og nokkur símtöl fara fram til að redda þessu „geturðu keypt helst stóra flösku af beibíolíu,“ heyrist frá förð- unarmeistaranum. Búið er að byggja flott sett í stúdíói hjá Saga Film, sem framleiðir myndbandið, hringlaga herbergi fullt af gluggum. Sviðsmyndahönnuðurinn Hálfdán Pedersen er ábyrgur fyrir settinu en hann þykir sérlega fær í sínu fagi. Það er „peepshow“ í gangi en aukaleikarar, bæði konur og karlar mæta á staðinn til að fylgjast með Mín- us í gegnum gler. Ingvar E. Sigurðsson er á staðnum á meðan Fólkið fylgist með og ekki hægt að hafa allt eft- ir sem fram fer í klefanum hans. Brotnar gular flísar eru á veggjunum og appels- ínurauð málning sem er sumstaðar flögnuð af. Hæfi- legur suddi er uppskrift dagsins. Strákarnir líta vel út á sviði og leggja sig alla í þetta. Krummi engist um og syngur „I want the attention“. Strákarnir þurfa oft að spila stutta kafla í einu og leggja allt í það. Það er eins og það sé „kveikt á ein- hverri rokkmaskínu,“ eins og Börkur orðar það. FÆDDIR TIL AÐ ROKKA „Eruði til?“, segir Börkur og Bjössi svarar: „I was born ready.“ Sviðið snýst í hringi og mér líður eins og á „peeps- howi“ og fylgist með í laumi og læt fara lítið fyrir mér. Strákarnir gefa sig alla í þetta en það er búið að vera mikið að gera hjá þeim í stuttu fríi á Íslandi. Strax eftir helgina fóru þeir aftur út á túr í Evrópu. Vinna við svona myndband tekur langan tíma, nánar tiltekið frá átta um morguninn til þrjú um nóttina, en allir eru þolinmóðir og afslappaðir. Vita hvað þeir eru að gera enda valinn maður í hverju rúmi. Um tíu manns vinna við myndbandið en öllu fleiri ef eftirvinnslan er talin með. Börkur er með heildarsýnina í hausnum og stýrir af nákvæmni. Nokkrum vikum síðar er myndbandið tilbúið en það fór í spilun í vikunni. Ákveð að ræða við Börk leikstjóra til að heyra nánar af hugmyndavinnunni og ferlinu öllu. Þetta er umfangsmesta myndband sveitarinnar til þessa. Það er tekið upp á filmu sem gefur annað útlit en stafræna tæknin. INNBLÁSTUR FRÁ LEÐURHOMMUM „Strákarnir urðu fyrir innblæstri af kvikmynd sem heitir Cruising eftir William Friedkin,“ segir Börkur en myndin sú er frá árinu 1980 og skartar Al Pac- ino í hlutverki lögreglu sem fer í dulargervi í leð- urhommasenuna í New York til að elta uppi rað- morðingja. „Það er sena í þessari mynd þar sem Al Pac- ino gengur niður tröppur í eyðilegu iðnaðarhverfi í New York, svolítið eins og hann sé að stíga nið- ur til helvítis,“ segir Börkur en í þessari senu gengur Pacino inn í hommaklúbb. „Þeir vildu endurgera þessa senu í myndbandi. Mér fannst þetta æðisleg hugmynd en það var ekki möguleiki að endurskapa þetta hér,“ segir hann en engu að síður varð myndin innblástur að þeim fötum sem notuð voru í myndbandinu. AÐ HAFA EITTHVAÐ AÐ SEGJA Börkur segir að það sé mikilvægt að hafa eitthvað að segja í svona myndbandi, koma skilaboðum á fram- færi. „Mynd ur fær frels og stuttmyn ingar fyrir h spennandi BJÖSSI FITLAR VIÐ TROMMUKJUÐANA Á MEÐAN BEÐIÐ ER EFTIR NÆSTA SKOTI. Morgunblaðið/Árni Torfason HORFT INN Á SETTIÐ Í LAUMI Í GEGNUM EINN AF GLUGGUNUM Í HERBERGINU HRINGLAGA. STRÁKARNIR VORU MÁLAÐIR Fylgst með í laumi „Meiri greddu,“ segir leikstjór- inn Börkur Sigþórsson við Krumma söngvara. Það er verið að taka upp myndband við lagið „The Long Face“ á sunnudegi um miðjan maí og Fólkið er að fylgjast með. UPPTÖKUR Á MYNDBAND „THE LONG FACE“ MEÐ M Auglýsingar Sjónvarpsauglýs- ingar úr ýmsum áttum sýndar í þætti Simma og Jóa á Stöð 2 á sunnudag kl. 20.15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.