Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 159. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Mörg járn í eldinum Gunnar Björn skrifar, leikstýrir og leikur í Konunglegu brosi | Fólk Lesbók og Börn í dag Lesbók | Lýðræði, hundgá, tveir blindir menn  Svífur yfir Esjunni  Með kveðju frá Bítlunum Börn | Góðar vinkonur í Garðabæ Frægasta öndin sjötíu áraEllefu ára íþróttaálfur „RONALD Reagan lést fyrir fáum dögum en við höfum saknað hans lengi,“ sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er hann minntist Reagans, 40. forseta Bandaríkjanna, við útför hans í Washington í gær. Útför Reagans var gerð frá að- aldómkirkjunni í Washington að við- stöddu miklu fjölmenni, mörgum fulltrúum erlendra ríkja, og var hans minnst fyrir alúðina, sem einkenndi allt hans fas, og þá ekki síst fyrir þann mikla þátt, sem hann átti í að binda enda á kalda stríðið. Bush sagði er hann minntist Reag- ans, að hann hefði trúað því, að frels- ið myndi dafna alls staðar þar sem það fengi að skjóta rótum og hann hefði ávallt brugðist því til varnar. Vegna ástar sinnar á landinu, hefði hann orðið að tákngervingi þess. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var við útför síns nána vinar en kveðja henn- ar var flutt af myndbandi þar sem hún treysti sér ekki til að flytja hana sjálf. „Hann kom með ferskleika og bjartsýni inn í stjórnmálin, hann vann kalda stríðið án þess að hleypa af skoti og hann vann það með því að gera fjandmenn að vinum,“ sagði Thatcher meðal annars. Míkhaíl Gorbatsjev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna og fulltrúi Rússlands við athöfnina, sagði, að þótt Reagan hefði litið á Sovétríkin sem hið illa heimsveldi, hefði hann verið maður til að slá striki yfir það og breyta með sögulegum hætti sam- skiptum ríkjanna. Eftirminnileg stund Davíð Oddsson forsætisráðherra, sem var viðstaddur útförina ásamt eiginkonu sinni, Ástríði Thor- arensen, sagði, að athöfnin hefði ver- ið mjög innileg og eftirminnileg. Hefðu menn minnst bjartsýni Reag- ans og einlægni, manns, sem hefði verið sjálfum sér samkvæmur og ekkert breyst við að verða forseti. „Þetta var mjög áhrifamikið allt sam- an,“ sagði Davíð. Að lokinni útförinni var kista Reagans flutt til Andrews-herflug- vallarins í Washington og þaðan til Kaliforníu þar sem Reagan var lagð- ur til hinstu hvílu. Reuters Heiðursvörður hermanna bar kistu Reagans úr kirkju að athöfninni lokinni. Til vinstri er Nancy, ekkja Reagans, með syni sínum, Ron, og dóttur, Patty Davis. Næstir kistunni á hinn veginn eru George W. Bush forseti og fjórir fyrrverandi forsetar, þeir George Bush eldri, Jimmy Carter, Gerald Ford og Bill Clinton ásamt eiginkonum sínum. Minnst fyrir alúð og þátt sinn í sögunni Reagan kvaddur við áhrifamikla athöfn í Washington  Minnst/32 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki hafa tekið neina ákvörðun um það að svo stöddu hvort stjórnvöld muni grípa til einhverra ráðstafana til að hamla gegn verðbólgu eftir að nýjar upp- lýsingar Hagstofunnar um þróun neysluvísitölunnar sýndu að verðlag hérlendis hækkaði í maímánuði um sem nemur 3,9% á ársgrundvelli. Davíð segist hins vegar í samtali við Morgunblaðið telja að hér sé að- eins „stundarskot“ á ferðinni sem eigi eftir að hjaðna skjótt. „Menn verða að átta sig á því að það eru tvö meginatriði á bak við þessar mælingar,“ segir Davíð, ann- ars vegar olíuverðshækkun sem að stórum hluta sé nú gengin til baka og hins vegar hækkandi húsnæðisverð. Eftir eigi að sjá hvaða áhrif nýtt kerfi húsnæðislána eigi eftir að hafa á húsnæðismarkaðinn, en það taki gildi fljótlega. „Það má vel vera að það sé einhver spákaupmennska í gangi í þeim efn- um,“ segir forsætisráðherra. „Þessir tveir þættir hafa í raun ekki með það að gera hvernig efnahagslífinu er stjórnað hjá okkur, nema að sáralitlu leyti,“ segir hann. Olíuverðshækkunin sé „alheims- böl“ en þó hafi olíuverð farið nokkuð lækkandi að undanförnu og vonir standi til að sú þróun haldi áfram. Eins megi reikna með því að þegar líður á haustið muni húsnæðisverð hætta að hækka, jafnvel standa í stað í framhaldinu. Ekki ástæða til að hlaupa til Spurður hvort til greina komi að fresta gildistöku boðaðra breytinga á húsnæðislánakerfinu, þar sem há- markslánshlutfall íbúðarlána á að hækka í 90%, segir Davíð að engin slík ákvörðun hafi verið tekin og hann sjái ekki ástæðu til að „hlaupa neitt til“. „Þetta er svona skot sem á sér vel skýranlegar rætur,“ segir hann. „Þetta væri hættulegra ef menn gætu ekki áttað sig á því hvað byggi þarna á bak við. Ef það væri allt í einu komið eitthvert almennt verð- þensluupphlaup í efnahagslífið, væri þetta miklu lakara. En þegar er um að ræða svona tvo auðskýranlega þætti, sem ekki þarf að búast við að standi til lengdar, er það léttvægara, þá verður þetta bara [...] stundar- skot. Ég hef sannfæringu fyrir því að þetta muni hratt ganga til baka. En við munum fara yfir þetta núna á næstu vikum,“ segir Davíð Oddsson. „Stundarskot sem á eftir að hjaðna skjótt“  Álit ASÍ og SA/4 Davíð Oddsson forsætisráðherra um aukna verðbólgu undanfarið BOSNÍU-Serbar viðurkenndu í fyrsta sinn í gær, að herir þeirra hefðu drepið þúsundir múslíma í borginni Srebrenica 1995. Fylgdi það með, að reynt hefði verið að fela þessi mestu fjöldamorð í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Í skýrslu nefndar, sem ríkisstjórn- in í hinum serbneska hluta Bosníu skipaði, segir, að 10. til 19. júlí 1995 hefðu þúsundir múslíma verið tekn- ar af lífi. Með þeim glæpum hefði verið troðið á alþjóðalögum með sví- virðilegum hætti. „Þeir, sem glæpina frömdu, reyndu síðan að fela þá með því að grafa líkin annars staðar,“ segir í skýrslunni. Bosníu-Serbar hafa hingað til ekki viljað kannast við umfang morðverk- anna í Srebrenica þar sem um 7.000 manns voru drepin og margir hafa einfaldlega neitað, að þau hafi átt sér stað. Í skýrslunni er staðfest, að ódæðið hafi verið framið af her og lögreglu og af sérsveitum serbneska innan- ríkisráðuneytisins í Bosníu. Bosníu-Serbar gangast við ódæðinu í Srebrenica Sarajevo. AFP. ÞÓREY Edda Elísdóttir, stang- arstökkvari úr FH, sló í gærkvöld Íslands- og Norðurlandametið í stangarstökki þegar hún stökk yfir 4,54 metra á alþjóðlegu móti sem fram fór í Þýskalandi. Þórey hafnaði í öðru sæti á mótinu á eftir Stacy Dragillu frá Bandaríkj- unum. Gamla Ís- landsmetið átti Vala Flosadóttir, 4,50 metrar, sem hún setti á Ólymp- íuleikunum í Sydney fyrir fjórum árum og það dugði henni til að vinna til bronsverðlauna á leik- unum. „Ég er mjög glöð með þetta enda búin að stefna að því í nokkur ár að ná metinu. Ég fann mig sérlega vel og það gekk nánast allt upp hjá mér,“ sagði Þórey Edda í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Þórey Edda setti Norð- urlandamet  Þórey fór yfir/55 Þórey Edda Elísdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.