Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÝNINGIN „Innreið nútímans“ í Tækniminjasafni Austurlands var opnuð í gær, en þar eru tækni og samfélag í anda heimstjórnartím- ans í öndvegi. Sýningin er sett upp í tilefni 100 ára afmælis heimastjórnar á Íslandi. Rannveig Rist, stjórnarformað- ur Símans, opnaði sýninguna að viðstöddum forsetahjónunum, Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff, ráðherrum og fleiri góðum gestum. Í kjölfarið var haldið málþing um Símamálið og heimastjórnina og þar vísað til heiftúðugra mót- mæla vegna stofnunar og lagningu Landssímastrengsins, þar sem Hannes Hafstein og Einar Bene- diktsson tókust í upphafi tutt- ugustu aldar á um hvort væri mik- ilvægara, loftskeytasamband eða símasamband, til að tengja landið samfélagi þjóðanna. „Tenging Íslands við umheim- inn, fyrst með loftskeytum og síð- an sæsímastreng, er talin hafa eflt stórhug þjóðarinnar og átt sinn þátt í sjálfstæðisbaráttunni. Það er af sem áður var, þegar sunn- lenskir bændur mótmæltu síman- um vegna hollustu við Einar Ben. Sæsímastrengur kom til Seyð- isfjarðar árið 1906 og staðurinn hefur því löngum verið nefndur vagga símans,“ sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, á málþinginu, en hann var einn framsögumanna. Goðmennið Hannes Hafstein Ólafur Ragnar Grímsson flutti ávarp í uppafi ráðstefnunnar. Hann ritaði doktorsritgerð um heimastjórnartímabilið og rakti í erindi sínu tildrög heimastjórnar og deildi með málþingsgestum sögu um kynni hans af ævistarfi Hannesar Hafstein. „Þetta var veturinn sem ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og við áttum að velja okkur eina bók sem út kom um jólin til að skrifa um ritgerð,“ sagði Ólafur Ragnar. „Ég valdi fyrsta bindi ævisögu Hannesar Hafstein, sem Kristján Albertsson hafði gefið út. Þótt ég vissi ekki mikið um sögu þessa tímabils þá, fannst mér þetta vera mikil lof- gjörð og kannski ekki alveg í takt við hina réttu sagnfræði. Í ritgerð minni skrifaði ég alls staðar að höfundurinn, Kristján Albertsson, hefði fjallað mjög lofsamlega um goðmennið Hannes Hafstein. Minn ágæti kennari, Magnús Indr- iðason, sem var mikill aðdáandi Hannesar og fylgjandi heima- stjórnarflokksins, skilaði mér rit- gerðinni til baka í janúar og gaf mér 9,0 fyrir. Ég var nægilega hress og ánægður með sjálfan mig til að spyrja hann af hverju ég hefði ekki fengið meira. Hann svaraði því til að frágangur hefði verið lélegur. Ég varð hissa á því og skoðaði ritgerðina. Jú, það kom í ljós að Magnús hafði alls staðar sett kommu yfir o-ið í goðmennið, svo úr varð góðmennið Hannes Hafstein.“ Ólafur Ragnar sagði Hannes hafa haft þann sess í huga Íslend- inga og vel við hæfi að minnast hans á þessum tímamótum heima- stjórnar eins og gert hefði verið. „Við eigum ekki heldur að gleyma þeirri fjölmennu og merku kynslóð, sem í meira en hálfa öld hafði staðið í þessari baráttu, náð miklum áföngum og skilaði þjóð- inni á þann veg að við fögnum á okkar tímum einhverju mesta framfaraskeiði sem nokkur þjóð hefur lifað. Kannski var ástæðan sú, að hér eystra, á Seyðisfirði, á Austfjörðum, Ísafirði, Akureyri og auðvitað í Reykjavík og nágranna- byggðum, var öflug forystusveit bæði í atvinnulífi og þjóðmálum, sem skildi að ef ekki færu saman tæknilegar framfarir, umbætur í atvinnulífi og stjórnarfarsleg rétt- indi, myndi Íslendingum aldrei takast að ná þeim árangri sem þjóðina hafði dreymt um,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Fjölmennt málþing á Seyðisfirði um Símamálið og heimastjórnina Tenging Íslands við umheim- inn efldi stórhug þjóðarinnar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur var einn af framsögumönnum á mál- þingi, sem haldið var á Seyðisfirði, um símamálið og heimastjórnartímann. Seyðisfirði. Morgunblaðið. Á MÁLÞINGI sem haldið var á Seyðisfirði í gær greindi Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, frá helstu þróunarverkefnum Símans um þessar mundir. Í máli hans kom m.a. fram að Síminn vinnur að nokkrum verkefnum sem miða að því að nýta þær flutningaleiðir sem til staðar eru og færa ljósleiðarann nær viðskiptavinunum. „Við erum t.d. að þróa tækni sem veitir há- hraðasambönd yfir koparlínur á milli götuskápa og heimila,“ sagði Brynjólfur. „Síminn hyggst bráðlega fara í tilraun með 200 heimilum á Reykjavíkursvæðinu, sem byggist á því að Sím- inn leggur ljósleiðara beint í hús og veitir við- skiptavinum sínum tal-, gagnaflutnings- og sjón- varpsþjónustu á ljósleiðaranetinu. Nú þegar hefur ljósleiðari verið lagður í kjallara fjölbýlis- húsa með um 14 þúsund heimilum. Ef tilraunin tekst vel verður hægt að veita þeim sams konar fjarskiptaþjónustu og tilraunaheimilunum.“ „Í Vesturbænum í Reykjavík er í gangi prófun á búnaði sem gerir okkur kleift að veita gagna- sambönd yfir sjónvarpskapal, sem hingað til hef- ur aðeins verið notaður fyrir sjónvarpsdreifingu. Þetta er mjög spennandi verkefni og býður upp á mikla möguleika til framtíðar, ef tekið er tillit til þess hversu útbreiddur sjónvarpskapallinn er. Þá eru töluverðar líkur á því að með svokallaðri háhraðatækni, eða ADSL, verði mögulegt að flytja stafrænt sjónvarpsefni yfir þetta ADSL- samband um gamla góða koparkerfið okkar. Síminn mun á næstunni hefja tilraunir í þá átt. Þetta þýðir gríðarlega útbreiðslu og miklar framfarir fyrir alla viðskiptavini okkar, þar sem koparinn er nú þegar lagður inn á hvert einasta heimili á landinu.“ Í máli Brynjólfs kom einnig fram að nú nær gsm-kerfið til 98% þjóðarinnar og farsímanot- endur eru 260 þúsund talsins. Brynjólfur segir Símann feta sig hægt en örugglega að þriðju kynslóð farsíma, GPRS- kerfinu. Í síðasta mán- uði urðu farsímanotendur í heiminum eitt þús- und milljónir talsins, þar af 400 milljónir not- enda í Evrópulöndum. Í samanburði við önnur lönd er fjöldi viðskiptavina í háhraðasam- böndum miðað við höfðatölu þriðji hæsti hér á landi. Aðeins Suður-Kórea og Hong Kong eru þar ofar á blaði. Sjónvarpsefni flutt um koparkerfið MARGIR Íslendingar sem voru launþegar í Danmörku á tíma- bilinu 1. september 1977 til 31. ágúst 1979 eiga inni skyldusparnað sem danska ríkið tók af þeim sam- kvæmt þágildandi lögum. Bréf frá sjóði sem tók á móti slíkum greiðslum, Lönmodtagernes Dyr- tidsfond, hefur þegar verið sent nokkrum Íslendingum og þeim til- kynnt að þeir eigi inni peninga hjá danska ríkinu. Eru upphæðirnar misháar eftir því hve tekjurnar voru á umræddu tímabili. Guðný Þórarinsdóttir vann í Danmörku á þessum tíma og fékk bréf sent frá þessum sjóði. Svo heppilega vildi til að bréfið rataði í hennar hendur þar sem hún gat nálgast það á því heimilisfangi sem hún skildi eftir í Danmörku. Telur hún að í mörgum tilfellum komist þessar upplýsingar ekki til rétt- hafa peninganna og hvetur hún aðra til að kanna hvort þeir eigi inni greiðslur hjá danska ríkinu. Peningar sendir um hæl Uppfylli þeir viss skilyrði fái þeir senda upphæðina um hæl. Peningarnir hafa verið ávaxtaðir en standa verður skil af skatt- greiðslum til danskra stjórnvalda. Skilyrðin eru meðal annars þau að hafa búið á Íslandi í fimm ár eða taka eftirlauna sé hafin. Nán- ari upplýsingar fást með því að hringja í 0045-701-313-77 eða með því að skrifa tölvupóst til ld@atp.dk Fékk greiddan 25 ára gamlan skyldu- sparnað og lýkur í dag. Sjálf sýningin stendur þó yfir til ágústloka. Á sýningunni má sjá ýmsa muni sem tengjast íslensku kvennahreyf- ingunni allt frá þarsíðustu aldamót- um. Erla Hulda Halldórsdóttir, sér- fræðingur hjá Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum, segir að þar megi t.d. sjá hvað kvennasam- staðan hafi verið sterk þegar á KVENNASAMSTAÐA er megin- þema sýningar sem formlega var opnuð í Þjóðarbókhlöðunni í gær. Sýningin er sett saman í tengslum við norræna ráðstefnu kvennahreyf- inga sem nú stendur yfir í Reykja- vík. Tæplega 260 þátttakendur frá Norðurlöndum, Eystrasaltslöndun- um og Rússlandi eru skráðir á ráð- stefnuna. Ráðstefnan hófst 10. júní reyndi. Sigríður Bragadóttir, Emilía Sigmarsdóttir og Auður Styrkárs- dóttir höfðu veg og vanda af sýning- unni. Ráðstefnan er á vegum Rann- sóknastofu í kvenna- og kynjafræð- um við Háskóla Íslands, Kvenna- sögusafns Íslands og NIKK (Nordisk institutt for kvinne- og kjønnsforskning). Morgunblaðið/Sverrir Það var létt yfir gestum á opnun sýningarinnar í gær en hún stendur yfir til ágústloka. Kvennasamstaða í Þjóðarbókhlöðu DAVÍÐ Oddsson for- sætisráðherra tekur í dag, laugardag, við viðurkenningu banda- rísku félagasamtak- anna, Academy of Achievement, en mark- mið samtakanna er meðal annars að leiða saman annarsvegar há- skólanema frá fjöl- mörgum löndum og hins vegar stjórnmála- menn, kaupsýslumenn, listamenn, vísindamenn, íþrótta- fólk og fleiri á árlegum fundi, sem nú verður haldinn í Chicago. Þekkt fólk fær viður- kenningu samtakanna Að þessu sinni veita samtökin rúmlega 30 stjórnmálamönnum, listamönnum, vísindamönnum og fleiri viðurkenningu. Meðal þeirra má nefna Abdullah Jórd- aníukonung, Michael R. Bloomberg, borgar- stjóra New York, Rec- ep Tayyip Edrogan, forsætisráðherra Tyrk- lands, rithöfundana John Updike og Norm- an Mailer, Sally Ride, fyrstu bandaríska kvengeimfarann, leik- konuna Julie Andrews, söngkonuna Emmylou Harris, óperusöngvar- ann José Carreras og tónlistarmanninn B.B. King. Meðan á fundinum stendur mun forsætisráðherra taka þátt í hringborðsumræðu um orku- mál. Mánudaginn 14. júní flytur Davíð erindi í boði American Enterprise Institute í Wash- ington um íslensk efnahagsmál og um alþjóðamál og íslenska utanríkisstefnu, segir í frétt frá forsætisráðuneytinu. Fær viður- kenningu í Bandaríkjunum Davíð Oddsson LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði fimmtíu og þrjá ökumenn fyrir of hraðan akstur í gær. Flestir voru teknir eftir hálf fimm síðdegis, eða um fimmtíu ökumenn. Einn ökumaður var tekinn á 121 km hraða á klukkustund á Reykja- nesbraut við Bústaðaveg. Þá voru nokkrir ökumenn teknir á yfir 120 km hraða á klukkustund á Reykja- nesbraut og Vesturlandsvegi. Erilsamt í umferðinni ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.