Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það eru nú flestir á því að þessi klæðnaður sé ósköp hjákátlegur fyrir utanríkisþjónustuna. Félag kvenna í lögmennsku Konur ættu að hafa sömu möguleika Næstkomandi mánu-dag heldur hið ný-stofnaða Félag kvenna í lögmennsku (FKL) í samstarfi við Lög- mannafélag Íslands, morg- unverðarfund á Grand hót- eli. Á fundinum mun Elisabet Fura-Sandström, dómari við Mannréttinda- dómstól Evrópu, fyrrum formaður sænska lög- mannafélagsins og einn af eigendum Vinge, sem er ein af stærstu alþjóðlegu lögmannsstofum í Svíþjóð, flytja erindi, en hún er stödd hér á landi vegna þátttöku sinnar sem dóm- ari í Norrænu málflutn- ingskeppninni, sem haldin er hér á landi í dag og á morgun. Erindi hennar á morgunverðarfundinum ber yfir- skriftina „Different but equal – when will we get there? Women in the judiciary, sucess or failure, jo- int liability? Some thoughts about how to survive as a female profess- ional“, sem útleggst á íslensku sem „Ólík en jöfn – hvenær náum við þangað? Konur í dómarastétt- inni, árangur eða mistök, jöfn ábyrgð? Nokkrar pælingar um hvernig má lifa af sem kvenkyns fagmaður“. Að mati Elisabet Fura-Sand- ström eru konur í dómarastéttinni ekki einangraðar, heldur mynda þær hluta af samfélaginu. „Í jafn- ræðisþjóðfélagi ættu konur í dóm- arastétt að hafa sömu möguleika á að ná árangri og karlar,“ segir El- isabet í samtali við Morgunblaðið. „Það er því miður ekki alltaf raun- in. Einungis á lægri stöðum er jafnvægi, en stjórnendur hafa til- hneigingu til að vera karlkyns.“ – Er munur á stöðu kvenna í dómarastéttinni eftir löndum? „Ég held það. Á Norðurlöndun- um er hlutfall kvendómara á lægri stigum gott, mun stærra hlutfall en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. En þegar horft er til leiðtoga, svo sem réttarforseta, horfir öðruvísi við og hefðbundin mynstur eru enn til staðar, jafnvel í löndum okkar. – Hvernig má skýra þann mun og hvað er það sem stendur í vegi fyrir frama kvenna í dómarastétt- inni? „Fyrir þessu eru margar ástæð- ur, margar þeirra snúa að form- gerð. Í sumum löndum er æðri menntun ekki eins aðgengileg konum og körlum. Sem betur fer er það ekki lengur raunin á Norð- urlöndunum þar sem kvenkyns nemendur í lögfræði eru ekki lengur í minnihluta, þvert á móti. En goðsögnin um „hina frjálsu konu“ er enn til staðar, og við verðum sjálfar fórnarlömb þeirrar goðsagnar ef við trúum því að allt sé í lagi og ekkert eigi eftir að gera. Til að byrja með þarf hver að gera upp hug sinn um hvort jafnræði kynjanna sé mikilvægt. Sé svo, þarf að útbúa aðferðir til að ná fram breytingum. Réttlæti ætti að vera aðgengi- legt öllum, körlum sem konum, og það er mikilvægt að fólk trúi á dómskerfið til þess að framgangur þess virki vel og örugglega. Dóm- arar verða að leysa mál sín á sjálf- stæðan og fordómalausan hátt. En það er ekki nóg. Þeir verða líka að sjást gera það – ásýndin er mik- ilvæg. Þar er jafnvægi í kynjahlut- falli mikilvægt. Einnig vantar ungar konur fyr- irmyndir. Ein málamyndakona í karlmannsumhverfi er ekki nóg. Í versta falli verður hún blórabögg- ull fyrir allar þær sem ekki hafa áhuga á því að gera meira. Gamaldags og ógegnsæ upp- bygging hjálpar heldur ekki til ef markmiðið er að auka þátttöku kvenna til hagsbóta fyrir sam- félagið allt. Ef reglurnar og fram- kvæmdin um mat og upphefð til hærri staða eru skýrar, munu fleiri konur sækja um. Enginn hef- ur efni á að útiloka góða umsækj- endur vegna kynferðis, sem vill fá þann hæfasta til starfa.“ – Hvaða ráð gefurðu konum sem vilja „lifa af sem kvenkyns fagmenn“, eins og þú orðar það, í dómarastéttinni eða á öðrum svið- um? „Veljið ykkar eigin orrustur! Ákveðið hvað er ykkur mikilvægt og hvað þið eruð tilbúnar að leggja á ykkur til að ná markmiði ykkar í starfi, og látið reyna á það! Ekki vera ykkur sjálfum of harðar ef þið vinnið ekki. Það er í lagi að gera mistök ef maður lærir af þeim og heldur áfram. Fáið ykkur lærimeistara, góðan yfirmann og ábyrgan samstarfsaðila. Og síðast en ekki síst; fagnið árangri ykkar og kvenkyns kollega ykkar! Nor- rænar konur geta lært margt í þessum efnum af bandarískum systr- um sínum. Í Bandaríkj- unum eru mörg verð- laun fyrir kvenkyns afreksfólk. Okkur hættir til að vera ekki eins montnar í þessum efnum, sem er leitt þar sem verðlaunaafhend- ing hefur að minnsta kosti einn frábæran ávinning; að hvetja aðr- ar til þess að reyna enn frekar að ná þeim stað sem þær eiga skilið!“ Morgunverðarfundurinn hefst í dag á Grand hóteli kl. 8.30 og stendur til kl. 10.00. Elisabet Fura-Sandström  Elisabet Fura-Sandström er fædd í Stokkhólmi árið 1954. Hún lauk prófi í lögfræði frá Há- skólanum í Stokkhólmi árið 1979. Elisabet varð meðlimur í sænska lögmannafélaginu árið 1985 og gegndi formannsemb- ætti þar á árunum 1999–2001. Árið 1988 varð hún einn af eig- endum lögmannsstofunnar Vinge, sem er ein stærsta al- þjóðlega lögmannsstofa Svíþjóð- ar. Frá því í fyrra hefur Elisabet Fura-Sandström gegnt stöðu dómara við Mannréttinda- dómstól Evrópu. Fagnið ár- angri ykkar og kvenkyns kollega ykkar! ANNAÐ árið í röð er metaðsókn í Kennaraháskóla Íslands en alls bár- ust 1.825 umsóknir um nám við skól- ann skólaárið 2004–2005. Einungis verður hægt að bjóða tæplega helm- ingi umsækjenda skólavist vegna fjárhagsramma skólans. Nemendur skólans eru nú rúmlega 2.300 og hef- ur þeim fjölgað verulega á síðustu ár- um. Í ár sóttu 1497 um nám í grunn- deild og verður um 660 boðin skóla- vist. Umsóknir um nám í framhalds- deild voru 334 og hefur 235 umsækjendum þegar verið boðin skólavist. Umsóknir um nám í grunndeild Kennaraháskólans skiptast þannig að 631 sótti um grunnskólakennaranám, 100 um íþróttafræðinám, 305 um kennsluréttindanám, 271 um leik- skólakennaranám, 43 um tómstunda- og félagsmálafræði, 120 um þroska- þjálfanám og 27 um viðbótarnám í kennarafræðum. Tæplega 18% um- sækjenda í grunndeild eru karlar en kynjahlutfallið er mjög misjafnt eftir brautum þar sem um 53% umsækj- enda á íþróttabraut eru karlar, 38% á kennsluréttindabraut, 26% á tóm- stundabraut, 19% á grunnskólabraut, 12% á þroskaþjálfabraut og 3% á leik- skólabraut. Elín Thorarensen, kynningar- fulltrúi Kennaraháskólans, segir að atvinnuöryggi kennara og bætt kjör þeirra kunni að skýra hina auknu að- sókn í skólann. „Þessi fjölgun skýrist að einhverju leyti af aðstæðum á vinnumarkaði. Einnig hefur verið aukin aðsókn í allt háskólanám. Fólki finnst þetta vera spennandi starfs- vettvangur og í einnig fylgir mikið at- vinnuöryggi í kjölfar þessa náms, en fólk horfir í auknum mæli til þess þeg- ar það velur sér nám. Þá höfum við orðið vör við það að eftir síðustu kjarasamninga jókst aðsókn í kenn- aranámið. Þó að kjörin séu ekki mjög góð þá hafa þau farið batnandi og það hefur sín áhrif,“ segir Elín. Í dag verður aðalbrautskráning Kennaraháskóla Íslands. Tæplega 500 kandídatar munu brautskrást að þessu sinni sem er langfjölmennasta brautskráning skólans til þessa. Brautskráning fer fram í Háskólabíói. Metaðsókn í Kennarahá- skólann annað árið í röð LAUNAKÖNNUN Kjararann- sóknanefndar á þróun launa frá fyrsta ársfjórðungi 2003 til fyrsta ársfjórðungs 2004 hefur leitt í ljós að regluleg laun hafa hækkað að með- altali um 1,5% á tímabilinu. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 2,1%, en samkvæmt því rýrnaði kaupmáttur launa að meðaltali um 0,6% á tímabilinu. Launahækkun starfsstétta var á bilinu 0,5% til 2,6%. Laun kvenna hækkuðu um 1,6% en karla um 1,5%. Laun á höf- uðborgarsvæðinu hækkuðu um 2% en á landsbyggðinni um 0,7%. Lítill hluti launamanna fékk launahækkun á tímabilinu, vegna þess að samningar runnu margir út um síðustu áramót. Meðallaun á fyrsta ársfjórðungi 2004 byggjast á upplýsingum um laun um 15 þúsund starfsmanna á vinnumarkaði. Að meðaltali fengu launamenn greiddar 198.000 kr. í regluleg laun. Meðaltal heildarlauna var 256.500 krónur og meðalvinnutími 45,4 stundir. Kjararannsóknanefnd Kaupmátt- ur rýrnað um 0,6% á einu ári KARL Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, hefur falið sr. Kristjáni Val Ingólfssyni prestsþjónustu í Þing- vallaprestakalli til loka ágúst- mánaðar. Mun hann meðal ann- ars sinna helgi- haldi á Þingvöll- um yfir sumarmánuðina sem verður með fjölbreyttum hætti. Auk guðsþjón- ustna í Þing- vallakirkju á sunnudögum verða kvöldbænir í tengslum við fimmtu- dagskvöldgöngur í sumar. Í júlí verður einnig efnt til hádegisbæna þrisvar í viku. Dagskrá helgihalds- ins hefur verið unnin í samráði við þjóðgarðsvörð á Þingvöllum og verður helgihald á íslensku, ensku og þýsku. Guðsþjónusta sunnudagsins er meginþáttur í helgihaldi kirkj- unnar á Þingvöllum. Messað verð- ur hvern sunnudag kl. 14.00 og auk guðsþjónustu 17. júní. Í júlí og ágúst verða nokkrar guðsþjón- ustur með öðru sniði þar sem sér- stök áhersla er lögð á börn og fjöl- skyldur. Kvöldbænir verða í kirkjunni að lokinni göngu öll fimmtudagskvöld í júní, júlí og ágúst kl. 22.00. Þær fara yfirleitt fram á íslensku en þýðingar á ensku og þýsku fylgja í litlum bæklingi. Í júlí verður gerð tilraun með að hafa hádegisbænir kl. 12. Í fyrstu verða bænirnar mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga. Tungumál samverunnar mun taka mið af þeim sem sækja hana. Kirkjan er opin alla daga frá kl. 9–19. Meðal annarra þátta sem í bígerð eru má nefna bænagöngur og samverur á laugardagskvöldum sniðnar að hæfi þeirra sem gista á Þingvöll- um. Helgihaldið verður kynnt á vef Þingvallakirkju www.kirkjan.is/ Thingvellir. Þær verður einnig að finna á vef þjóðgarðsins www.thingvellir.is. Sr. Kristján Valur Ingólfsson er verkefnisstjóri helgihalds- og kirkjutónlistarsviðs Biskupsstofu og lektor í helgisiðafræðum við guðfræðideild Háskóla Íslands. Fjölþætt helgihald á Þingvöllum í sumar Sr. Kristján Valur Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.