Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN Eldjárn, forseti Íslands, á árunum 1968 til 1980, kappkostaði ávallt að halda sig til hlés í stjórn- málabaráttunni, segir Guðni Th. Jó- hannesson sagnfræðingur. „Kristján leit ekki á það sem sitt hlutverk að taka virkan þátt í stjórnmálum. Það þýðir samt ekki að hann hafi ekki gegnt neinu pólitísku hlutverki. Langt í frá. Þegar hann var forseti voru miklir átakatímar í stjórnmál- um; stjórnarskipti voru tíð og póli- tískt hlutverk forsetans var mest við stjórnarmyndanir.“ Guðni var meðal framsögumanna á fundi Sagnfræðingafélags Íslands og Félags stjórnmálafræðinga, á mið- vikudag, um pólitískt hlutverk forseta Íslands frá stofnun lýðveldisins til okkar daga. Guðni byggði erindi sitt á rannsóknum sínum á dagbókum og minnispunktum Kristjáns Eldjárns. Er Guðni að skrifa bók um það efni og er hennar að vænta fyrir árslok. „Í þessum heimildum sést glöggt hvað mikið mæddi á Kristjáni við stjórnarmyndunarviðræður og hvað hann lagði mikla áherslu á að hann yrði aldrei sakaður um íhlutun,“ út- skýrir Guðni í samtali við Morgun- blaðið. „Hann vildi alltaf gera öllum jafnhátt undir höfði. Hans megin- markmið voru að vera ekki sakaður um að grípa inn í og mismuna stjórn- málaflokkunum. Þetta tókst honum mjög vel að mínu mati.“ Guðni benti í erindi sínu á að Krist- ján hefði þó í tíð sinni þurft að taka umdeildar ákvarðanir. Til dæmis við þingrofið 1974 og þegar hann tók þá ákvörðun að veita Lúðvík Jósepssyni, formanni Alþýðubandalagsins, stjórnarmyndunarumboð sumarið 1978. „Fyrir utan þessi tvö stærstu atvik og kannski einhver önnur minni voru starfsaðferðir Kristjáns ekki umdeildar. Ég kemst að þeirri niður- stöðu að í bæði þessi skipti, þar sem hann var gagnrýndur, hafi hann kom- ist að réttri niðurstöðu.“ Guðni telur m.ö.o. að Kristján hafi valið í þessum tilvikum þann kost „sem var réttastur miðað við ábyrgð hans, hefð og sann- girni.“ Tóku virkan þátt í stjórnmálum Guðni segir að forverar Kristjáns, þeir Sveinn Björnsson og Ásgeir Ás- geirsson, á fyrri hluta síns valda- skeiðs, hafi hlutast miklu meira um stjórnmál. „Þeir tóku t.d. virkan þátt í stjórnarmyndunum og reyndu að fá fram þá niðurstöðu sem þeir helst kusu. Kristjáni kom slíkt aldrei til hugar. Hann vildi láta stjórnmálafor- ingjunum það eftir að koma saman ríkisstórnum. Kristján taldi að það væri sitt hlutverk að stýra stjórnar- myndunum en alls ekki að vinna að því að einn flokkur væri í stjórn frek- ar en annar. Það var fjarri hans skoð- unum.“ Guðni tekur fram að Ásgeir hafi haldið sig til hlés síðari hluta síns valdaskeiðs, en þá var Viðreisnar- stjórnin við völd. „Það reyndi því aldr- ei á forsetann við stjórnarmyndanir á þeim tíma. Viðreisnarstjórnin hélt bara áfram eftir kosningar.“ Guðni segir að Kristján hafi verið „ópólitíski valkosturinn“ eins og hann orðar það í forsetakosningunum 1968, en þá var einnig í framboði Gunnar Thoroddsen, sem lengi hafði verið frammámaður í Sjálfstæðisflokknum. Það hafi m.a. ráðið vali kjósenda að Kristján var ópólitískur. Í aðdrag- anda forsetakosninganna hafi Krist- ján verið kynntur sem frambjóðandi sem hefði ekki pólitíska fortíð. Að vísu hefði verið vitað að hann aðhylltist frekar skoðanir til vinstri en þó var lögð áhersla á að hann myndi ekki láta pólitískar skoðanir ráða för. „Þegar Ragnar í Smára var að hvetja Pétur Benediktsson, bróður Bjarna Benediktssonar, til að styðja Kristján spurði Pétur vegna vinstri skoðana Kristjáns: „Hvaða afstöðu tekur hann ef það er stjórnarkreppa?“ Þá svaraði Ragnar að bragði: „Kristján Eldjárn mun aldrei láta pólítík ráða ákvörðun sinni.“ Guðni segir að þetta hafi riðið baggamuninn hjá mörgum í kosn- ingabaráttunni 1968, þ.e. „að Kristján yrði ópólitískur í pólitísku embætti“. Tók réttar ákvarðanir Guðni fjallaði í erindi sínu nánar um þær umdeildu pólitísku ákvarðan- ir sem Kristján þurfti að taka í for- setatíð sinni. Hann greindi m.a. frá þingrofinu og rifjaði upp, í því sam- bandi, að Samtök frjálslyndra og vinstri manna hefðu myndað ríkis- stjórn með Framsóknarflokki og Al- þýðubandalagi eftir kosningarnar 1971 undir forsæti Ólafs Jóhannes- sonar, formanns Framsóknarflokks- ins. Samstarfið hafi hins vegar gengið illa og í byrjun maí 1974 voru þrír þingmenn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hættir að styðja stjórn- ina. Þar með hafði stjórnin ekki leng- ur meirihluta á þingi. Hin pólitísku átök, sagði Guðni, tóku að harðna og að kvöldi 7. maí var ljóst að lögð yrði fram vantrauststillaga á stjórnina. Guðni sagði að Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra hefði þá látið í það skína að hann myndi rjúfa þing áður en vantrauststillaga yrði tekin á dag- skrá. Úrslitastundin hefði runnið upp 8. maí. „Gylfi Þ. Gíslason, formaður Alþýðuflokksins, hringdi í Kristján og sagði að hann sjálfur, Geir Hallgríms- son og Hannibal Valdimarsson vildu mótmæla því að þing væri rofið áður en þeim væri gert kleift að kanna hvort þeir gætu myndað stjórn,“ seg- ir í erindi Guðna. „Kristján kvaðst mundu athuga þetta en svo kom Ólaf- ur Jóhannesson á hans fund og óskaði eftir umboði til þess að rjúfa Alþingi.“ Guðni sagði að þarna hefði loka- ákvörðunin um það hvernig endalok Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur um Kristján Eldjárn forseta Kappkostaði að halda sig til hlés í stjórnmálabaráttunni Morgunblaðið/ÞÖK Kristján Eldjárn, forseti Íslands, og Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, sumarið 1978. Guðni Th. Jóhannesson fjallaði m.a. um það í erindi sínu þegar Kristján veitti Lúðvík umboð til að mynda stjórn. Guðni Th. Jóhannesson HREINSUNARÁTAK Reykjavík- urborgar fer vel af stað, og hafa margir komið að því að fegra ásýnd borgarinnar undanfarna daga. Átak- inu lýkur á sunnudag og verður hald- ið áfram alla helgina að undirbúa borgina fyrir 17. júní. Útbúnir hafa verið sérstakir ruslapokar vegna hreinsunarátaks- ins sem verða aðgengilegir fólki næstu daga á bensínstöðvum, í Ráð- húsi Reykjavíkur, félagsmiðstöðvum Félagsþjónustunnar og í sundlaug- um. Börn hafa verið dugleg að taka þátt í átakinu, og var mikið líf og fjör við frístundamiðstöðina Tónabæ við Safamýri í vikunni þegar Þórólfur Árnason borgarstjóri kom í heim- sókn og afhenti börnum og starfs- mönnum á sumarnámskeiðum ÍTR plastpoka til að taka til hendinni. Borgarstjóri ræddi við börnin um mikilvægi þess að hugsa vel um um- hverfi sitt og síðan var brugðið á leik með söng og bylgjuhreyfingum. Börnin ætla að hreinsa rusl af götum og grænum svæðum og fagna síðan vel unnu verki með grillveislu í há- deginu næstkomandi mánudag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Ánægja með hreins- unarátak í Reykjavík Þórólfur Árnason borgarstjóri tek- ur til hendinni ásamt börnum úr Frístundamiðstöðinni Tónabæ. DR. Johan Galtung, prófessor um friðarrannsóknir, segir að það fari vel á því að forseti smáríkis á borð við Ísland hafi það á sinni stefnu- skrá að boða frið í heiminum. Galt- ung hélt erindi um hlutverk smáríkja í friðar- umleitunum í Háskóla Íslands í vikunni. Var hann hér á landi á vegum Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóð- anda. Galtung sagð- ist hafa fjallað um það í erindi sínu hvað forseti smáríkis eins og Ís- lands gæti gert til að stuðla að friði í heiminum. Hann sagðist m.a. hafa tekið dæmi af Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, og Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands. Þær hefðu í sínum mál- flutningi lagt áherslu á m.a. kven- réttindi og mannréttindi almennt. Fyrir það hefðu þær hlotið mikla athygli og aðdáun. Hann nefndi nokkur dæmi um það hvernig forseti Íslands gæti stuðlað að friði í heiminum. Til dæmis gæti hann haft frumkvæði að því að ræða við stríðandi fylk- ingar í deilum Ísraela og Palest- ínumanna og staðið að ráðstefnu í þeim heimshluta um öryggi og sam- vinnu. Þar gætu Íslendingar t.d. tekið sér fyrrverandi forseta Finn- lands, Urho Kekkonen, til fyrir- myndar, en hann hefði haldið ráð- stefnu um öryggi og samvinnu árið 1973 í Helsinki. Á þeirri ráðstefnu hefði verið lagður grunnur að enda- lokum kalda stríðsins. Forseti hafi frið á sinni stefnuskrá Dr. Johan Galtung „ÁHUGI ungra lækna á að fara í framhaldsnám í heimilislækningum hefur eflst gríðarlega, ekki síst eftir að það var gert skylt að taka þrjá mánuði á kandídatsári í heilsugæsl- unni. Það hefur orðið algjör kú- vending í rauninni,“ segir Katrín Fjeldsted, heimilislæknir og fulltrúi Félags íslenskra heimilislækna hjá Evrópusamtökum heimilislækna (UEMO). Undir það tekur Steinunn G. Jónsdóttir, heimilislæknir og for- maður sendinefndar Læknafélags Íslands hjá UEMO, en þær taka þátt í ráðstefnu UEMO sem er haldin er á Hótel Nordica. Ráðstefnan var sett í gær af Jóni Kristjánssyni, heilbrigðis- og trygg- inamálaráðherra, og lýkur henni í dag. Eru Svíar í forsvari fyrir sam- tökin núna og verða til ársins 2006. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að ræða málefni heimilislækna á svið- um sem varða símenntun og fram- haldsmenntun, og viðhald sér- fræðiþekkingar og sérfræði- viðurkenningar. Steinunn segir að þetta séu póli- tísk samtök sem um 20 Evrópulönd eiga hlut að. „Tilgangur þessara samtaka er nú kannski fyrst og fremst að stuðla að framþróun heimilislækninga og standa vörð um hagsmuni þessarar stéttar. Og eins að fylgjast með stöðu heim- ilislækna í heilbrigðiskerfum land- anna. Með því að hittast svona skiptumst við á skoðunum um mis- munandi kerfi í mismunandi lönd- um, og lærum þannig hvert af öðru. Svo koma náttúrlega upp í einstaka löndum vandamál í heilbrigðiskerf- unum þar sem við getum lagt á ráð- in um hvernig eigi að leysa t.d. framhaldsmenntunarmál og sí- menntunarmál,“ segir Steinunn. Hún nefnir einnig að rætt sé um önnur mikilvæg mál eins og kjara- mál. Steinunn og Katrín ræða mik- ilvægi þess að ungir læknanemar kynnist heimilislækningum og fái starfsreynslu á heilsugæslustöðvum og Steinunn segir að það hafi skipt sköpum að heimilislækningar urðu hluti af kandídatsári árið 1997, en frá árinu 1995 hefur verið byggð upp metnaðarfull framhaldsáætlun í heimilislækningum. „Það var Félagi íslenskra heim- ilslækna sem tókst að sannfæra heilbrigðisyfirvöld um mikilvægi þess að setja þetta inn sem skyldu á kandídatsári. Þetta unga fólk var alið upp algjörlega inni í sjúkrahús- umhverfinu, þó að kannski 90% af vinnunni fari fram utan sjúkrahúsa. Ég ætla ekki að draga úr mikilvægi starfs inni á sjúkrahúsunum en það er auðvitað algjör nauðsyn fyrir unga lækna og læknanema að það sé heimur fyrir utan spítalann. Þar eru sjúklingar sem þarf að sinna. Þetta er grundvöllurinn í heilbrigð- isþjónustu,“ segir Katrín. Morgunblaðið/Jim Smart Ráðstefnugestir: Steinunn G. Jónsdóttir, Christina Fabian, forseti UEMO, Sigurbjörn Sveinsson, formaður Lækna- félags Íslands, og Katrín Fjeldsted voru meðal fjölmargra fulltrúa sem sátu ráðstefnuna á Hótel Nordica. Aukinn áhugi á framhalds- námi í heimilislækningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.