Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● HAGVÖXTUR á fyrsta fjórðungi ársins var 4,9%, samkvæmt áætlun Hagstofunnar, og hefur ekki verið meiri frá fyrsta fjórðungi árið 2001. Hagvöxturinn nú einkenndist af mik- illi aukningu einkaneyslu og fjárfest- ingar. Hagvöxturinn allt árið í fyrra er talinn hafa verið 4,0% og 4,6% á fyrsta fjórðungi þess árs. Í Hagtíðindum Hagstofunnar kemur fram að einkaneyslan sé tal- in hafa aukist meira á fyrsta fjórð- ungi þessa árs, um 8%, en að með- altali í fyrra þegar hún er talin hafa aukist um rúmlega 6%. Sem fyrr megi rekja meginhluta vaxtarins til kaupa á innfluttri neysluvöru og til útgjalda erlendis. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að svo virðist sem heimilin fjár- magni vöxtinn með lántöku. Lántak- an sé hins vegar ekki nema að litlu leyti í gegnum bankana eða lífeyr- issjóðina heldur hafi útlánaaukning til heimilanna verið mest hjá Íbúða- lánasjóði og eignaleigufyrirtækjum. Fjárfesting er talin hafa vaxið um 17% á fyrsta fjórðungi frá sama tímabili fyrra árs, en þá er hún sögð hafa verið fremur lítil miðað við það sem hafi orðið síðar á árinu. Hægari vöxtur samneyslu Fyrstu vísbendingar um þróun samneyslunnar á árinu 2004 eru sagðar benda til hægari vaxtar hennar en verið hefur. Nú sé talið að samneyslan hafi vaxið um 1,9% á fyrsta fjórðungi en vöxturinn á fyrri hluta liðins árs hafi verið um og yfir 3%. Þjóðarútgjöld eru talin hafa vaxið um 8,6% milli ára vegna mikils vaxt- ar einkaneyslu og fjárfestingar, en þjóðarútgöld eru samsett úr þess- um tveimur stærðum. Mikill vöxtur innflutnings, 14,2%, og hægur vöxt- ur útflutnings, 4,3%, olli því hins vegar að hagvöxtur, þ.e. aukning landsframleiðslunnar, var minni en þjóðarútgjöldin, eða 4,9% eins og áður sagði. Mesti hagvöxtur í 3 ár                   ● ATVINNULEYSI minnkaði úr 3,5% í apríl í 3,3% í maí, samkvæmt taln- ingu Vinnumálastofnunar á skráðum atvinnulausum og áætlun efnahags- skrifstofu fjármálaráðuneytisins um mannafla á vinnumarkaði. Atvinnu- leysi í maí í fyrra var 3,6% og hefur því minnað um 0,3 prósentustig milli ára. Fjöldi skráðra atvinnulausra var svipaður í apríl og maí á þessu ári en atvinnulausir í maí voru 7,5% færri í ár en í fyrra. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæð- inu er 3,7%, en 2,6% á landsbyggð- inni. Atvinnuleysi á landsbyggðinni er mest á Suðurnesjum, 3,7%, en minnst á Norðurlandi vestra og Aust- urlandi, 1,8%. Í skýrslu Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi í maí segir að gera megi ráð fyrir að atvinnuleysið minnki í þessum mánuði og geti orðið á bilinu 2,9%-3,2%. Atvinnuleysi minnkar HAGNAÐUR Baugs Group hf. á árinu 2003 var rúmir 9,5 milljarðar króna eftir skatta. Eigið fé félags- ins er 27,9 milljarðar króna og eig- infjárhlutfall 50%. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu frá Baugi í framhaldi af aðalfundi félagsins í gær. Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs Group, segir að árang- ur félagsins á síðasta ári sé ánægju- legur. „Við erum ánægð með að þessi árangur skuli nást þrátt fyrir það mótlæti sem félagið stendur í,“ segir hann. 2,2 milljarðar afskrifaðir Í tilkynningunni segir að í upp- gjöri Baugs Group sé hlutur félags- ins í Bonus Stores í Bandaríkjunum afskrifaður að fullu, en afskrifa hafi þurft meira en 2,2 milljarða króna hjá félaginu vegna gjaldþrots Bon- us Stores. Þá segir jafnframt að í uppgjörinu hafi verið tekið tillit til hugsanlegra skattbreytinga vegna frumskýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins, sem sé í andmælafresti hjá félaginu til 25. júní næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu Baugs Group að góður hagnaður félagsins á síðasta ári sé að meginstofni til af óinnleystum hagnaði af fjárfesting- um Baugs í Bretlandi, einkum vegna eignar félagsins á ríflega 22% hlut í Big Food Group plc. Aðrar fjárfestingar þar í landi hafi einnig skilað góðri ávöxtun. Á árinu 2003 fjárfesti Baugur í Hamleys leikfangabúðunum, Oasis tískuvörukeðjunni, Julian Graves heilsuvörukeðjunni og LxB fast- eignafélagi. Baugur Group er nú kjölfestufjárfestir í alls níu félögum hér á landi og erlendis og jafngildir velta þessara félaga um 130 millj- örðum króna á ári. Hjá þessum fé- lögum starfa samtals um 9.500 manns. Segir í tilkynningunni að miklar vonir séu bundnar við að verðmæti hluta félagsins í þessum fyrirtækj- um eigi eftir að aukast enda hafi þau öll verið að eflast. Gildir það jafnt um skráðu félögin og hin óskráðu. Í því sambandi er bent á að EBITDA hagnaður Oasis á síð- astliðnu ári jafngildi um 4,5 millj- örðum króna, en Baugur Group á 57% í því félagi. Frá því hefur verið greint áður að Baugur Group stefnir að því að auka umsvif sín og fjárfestingar er- lendis og draga úr vægi starfsemi sinnar á Íslandi. Í tilkynningu fé- lagsins segir: „Baugur Group hf. hefur myndað sterk viðskiptatengsl við margar af virtustu fjármála- stofnunum Bretlands og mun í sam- starfi við þær og aðra fjárfesta freista þess að nýta margvísleg fjárfestingartækifæri þar í landi, einkum á sviði verslunar og fast- eignareksturs. Félagið mætir mik- illi velvild erlendis og meðal al- mennings á Íslandi þar sem félagið og tengd fyrirtæki eins og Hagkaup og Bónus eru ár eftir ár í hópi vin- sælustu fyrirtækja landsins, ef marka má skoðanakannanir. Fyr- irtækið mun því áfram treysta stoð- ir kjarnastarfsemi sinnar á Íslandi, einkum í verslunar- og fasteign- arekstri tengdra fyrirtækja, en draga úr öðrum umsvifum. Í sam- ræmi við þessa stefnumörkun hafa Baugur Group hf. og tengd félög selt eignir fyrir um 13 milljarða króna á undanförnum vikum, en innleystur hagnaður af þessari eignasölu er um 5 milljarðar króna hjá viðkomandi fyrirtækjum.“ Jón Ásgeir segir að engar áætl- anir liggi fyrir um frekari sölu Baugs Group í félögum hér á landi. Félagið vanti ekki fé. Mörg tæki- færi erlendis séu hins vegar í skoð- un hjá Baugi Group. Baugur Group hagnast um rúma 9,5 milljarða Morgunblaðið/ÞÖK Erlendar fjárfestingar Jón Ásgeir Jóhannesson segir mörg fjárfest- ingartækifæri erlendis í skoðun. BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson tekur nú sæti í stjórn BTC en hann hefur verið einn helsti forsvarsmaður fjárfestanna. Björgólfur Thor á meiri- hluta í fjárfestingarfélaginu Carrera sem fjármagnar fjórðung hlutarins í BTC en aðrir íslenskir fjárfestar í Carrera eru m.a. Straumur, Síminn og Burðarás. Björgólfur Thor sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nýir eigendur að búlgarska símanum hefðu í gær fengið hlutabréf sín í hendurnar og greitt 280 milljónir evra fyrir. Fimmt- ungur fjárhæðarinnar gengur þó ekki til ríkisstjórnarinnar fyrr en niður- stöður allra áreiðanleikakannana liggja fyrir innan tólf mánaða. Hann segir næsta mál á dagskrá að kalla saman aðalfund hjá BTC í endaðan júní. „Þá verður kosin ný stjórn sem við förum með. Við erum reyndar komnir í stjórn nú þegar en munum setja nýja stjórn saman á aðalfund- inum. Auk þess höfum við ráðið nýja stjórnendur sem teknir eru við.“ Björgólfur segir að nú verði farið á fullt í uppbyggingu á símkerfi BTC enda þurfi að koma því á stafrænt form innan fjögurra ára. „Búlgarski síminn hefur skuldbundið sig gagn- vart Evrópska efnahagssvæðinu til að komast á sama stig og þar ríkir árið 2007 þegar áætlað er að Búlgaría gangi inn í Evrópska efnahagssvæð- ið.“ Hann sér fram á að það markmið náist á tilsettum tíma. „Við höfum lagt mikla vinnu í að skipuleggja það þrátt fyrir að við tökum við fyrirtæk- inu fyrst núna.“ Ekki mikil farsímanotkun Enn fremur segir hann að allt kapp verði lagt á að koma upp farsímakerfi eins fljótt og hægt er. Hann segir erf- itt að segja til um hversu langan tíma þaðmuni taka. „Það eru tvö farsíma- fyrirtæki nú þegar á markaðnum, annað með 75% hlutdeild og hitt, sem er í eigu gríska landsímans, er með 25% markaðarins. Við erum að byrja síðastir þannig að við þurfum að bretta vel upp ermar og reyna að gera þetta eins fljótt og hægt er. Ég mundi skjóta á að það tæki 12–18 mánuði.“ Björgólfur segir fyrirtækin tvö sem fyrir eru á farsímamarkaðnum mjög arðbær og góður markaður fyrir þriðja fyrirtækið að fara inn á. „Við munum auðvitað taka af þeim en notkun á farsímum er ekki mikil í Búlgaríu. Hún á eftir að aukast gíf- urlega og við höfum það fram yfir hina að geta boðið upp á sameiginleg- an pakka fyrir heimaþjónustu og far- síma. Við munum aðallega reyna að ná í gegnum sölunet okkar nýjum við- skiptavinum sem eru ekki nú þegar með farsíma. Auk þess erum við með fjöldann allan af búðum um allt land og munum nýta okkur það.“ Hann segir BTC að auki stærsta söluaðilinn á símatækjum í Búlgaríu og stefnt sé að því að auka sölu á far- símum. Hann bindur vonir við að af- koma BTC verði góð á árinu og jafn- vel betri en í fyrra en það ár nam hagnaður fyrirtækisins um 120 millj- ónum evra, eða ríflega 10 millörðum íslenskra króna. BTC er með einokunarstöðu á fast- línukerfinu og segir Björgólfur að með tíð og tíma muni vitanlega opnast fyrir samkeppni á því sviði. „En við óttumst það lítið enda komnir með gífurlegt forskot.“ Hann játar því að hluturinn í BTC hafi fengist á nokkuð góðu verði. „Að- stæðurnar sem gerðu það að verkum að við fengum þetta á góðu verði voru að það var búið að vera að einkavæða lengi. Einkavæðingin hafði ekki geng- ið í fyrra skiptið og búinn að vera þvælingur með málið. Við komum að því þannig og svo er búið að eyða hátt í tveimur árum í að ganga frá þessu. Það hefur því farið gífurlegur tími og orka í það hjá öllum að reyna að loka þessu, bæði vegna málaferla og póli- tískra þrætumála eins og er alltaf þeg- ar símafyrirtækin eru seld. Þetta er vinsæll biti. Þannig að þótt verðið sé ágætt þá hefur þetta verið mikil óvissa og gífurleg vinna sem hefur farið í þetta.“ Um hlutverk sitt í BTC segir Björgólf- ur Thor: „Ég sit í stjórninni og mun, ásamt mínu fólki koma að kortlagn- ingu á stefnu og markmiðum fyrir- tækisins og útfærslu á þeim.“ Aðra ís- lenskra aðila segir hann verða fyrst og fremst í hlutverki fjárfesta. „En við munum njóta góðs af að geta ráð- fært okkur við fagfólk, t.d. hjá Lands- síma Íslands. Við erum ekki með formlegan samning við þá en við meg- um hlera þá í tæknimálum, sem er ákaflega gott.“ Mörg tækifæri í Búlgaríu Hvað varðar tækifæri til fjárfest- ingar í öðrum ríkisreknum símafyr- irtækjum segir Björgólfur Thor að BTC muni leita að tækifærum í nær- liggjandi löndum. „Það er hægt að byggja upp samlegðaráhrif í kringum það. Við höfum þó ekki verið að vinna mikið í slíku, höfum einbeitt okkur að því að klára þetta. En eitt af því fyrsta sem við munum gera er að kortleggja svæðið í kring. Sjá hvað hægt er að gera. Það er ekki mikið af einkavæð- ingu í gangi en við erum að hlera þetta, “segir Björgólfur og vill ekki tjá sig frekar um þau mál. Hvað varðar fjárfestingar hans sjálfs í Búlgaríu segist Björgólfur Thor enn sjá tækifæri þar. „Búlgaría hefur verið að rétta vel úr kútnum. Landið í heild er alltaf að fá betri ein- kunnir frá lánsmatsfyrirtækjum. Efnahagurinn er að taka við sér og mér líst vel á það sem ég sé hérna. Hér eru mörg tækifæri, ekki bara fyr- ir mig heldur fyrir fjárfesta almennt.“ Björgólfur Thor Björgólfsson sest í stjórn BTC Tækifæra verður leitað í nærliggjandi löndum Morgunblaðið/Sverrir Vaxtarmöguleikar Björgólfur Thor Björgólfsson seg- ir að farsímanotkun muni aukast mikið í Búlgaríu. GENGIÐ var frá lokasamningi í gær um kaup á 65% kjölfestuhlut í búlgarska símanum Bulgarian Telecommunications Company (BTC) enda hafði seljandinn, búlg- arska ríkið, uppfyllt skilyrði um rekstraruppgjör og fjarskiptaleyfi vegna reksturs á farsímakerfi. Meðal kaupenda, með Björgólf Thor Björgólfsson í fararbroddi, eru Síminn, Straumur og Burðarás en kaupin eru gerð í nafni Viva Ventures. Samningur um sölu á 65% af eignarhlut ríkisins í BTC til Viva Ventures var undirritaður í febr- úar sl. en lokafrágangur samnings- ins hefur dregist. Fyrst og fremst var það vegna deilna í Búlgaríu um hvort þriðja farsímaleyfið sem gef- ið er út í landinu skyldi fylgja söl- unni til Viva Ventures, eða hvort efna ætti til útboðs um leyfið. BTC fékk farsímaleyfið afhent á fimmtu- dag, en ef ákveðið hefði verið að fara í útboð er hætt við að Viva Ventures hefði hætt við kaupin. Leyfið kostaði 2,5 milljarða Umsamin greiðsla fyrir farsíma- leyfið fór fram í vikunni, og nemur hún rúmum 54 milljónum leva, eða nærri 2,5 milljörðum króna. Leyfið er til tuttugu ára og skilyrði eru um að farsímanetið nái til 20% íbúa í landinu eftir eitt ár og til 40% íbúa eftir tvö ár. Kaupverð 65% hlutarins í BTC er samtals 280 milljónir evra, eða um 24 milljarðar íslenskra króna, eins og áður hefur komið fram, þar af eru 230 milljónir evra greiddar rík- inu en 50 milljónir evra fara í hluta- fjáraukningu hjá BTC. Í gær voru greidd 80% fjárhæðarinnar en af- gangurinn verður inntur af hendi innan 12 mánaða þegar nið- urstöður áreiðanleikakannana liggja fyrir. Velta BTC á síðasta ári nam 540 milljónum evra, eða sem nemur 47 milljörðum íslenskra króna, og hagnaður ársins var 123 milljónir evra, eða um 10,7 millj- arðar króna. Hjá BTC starfa nær 25 þús. manns. Meðal fjárfesta sem standa að baki Viva Ventures eru Carrera, sem er í meirihlutaeigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Advent Int- ernational, Þróunarbanki Evrópu, National Bank of Greece og Swiss Life ásamt fjórum öðrum. Kaupin á búlg- arska símanum BTC í höfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.