Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 18
Glókollurinn heldur áfram að breiðast út Morgunblaðið/Ómar Stykkishólmur | Glókollur (Regulus regul- us) er minnsti fugl Evrópu. Hann heldur aðallega til í greniskógum, blandskógum og stórum trjágörðum með grenitrjám, þar sem hann étur grenilýs, önnur lítil skordýr og áttfætlumaura af barrinu. Glókollur er einn af nýlegum landnemum á Íslandi. Lengi vel var hann einungis flækingsfugl en haustið 1995 hröktust óvenjulega marg- ir einstaklingar til landsins og talið er að tegundin hafi orpið árlega á Íslandi síðan. Náttúrustofa Vesturlands í Stykkis- hólmi rannsakaði í vor útbreiðslu glókolls á Vesturlandi eins og vorið á undan. Í apríl og maí heimsótti starfsmaður Náttúrustof- unnar alla helstu greniskóga og grenireiti í landshlutanum og fundust glókollar nú á meira en helmingi svæðanna eða 25 af 45. Samtals eru glókollar nú komnir á 15 af 21 svæði í Borgarfjarðarsýslu, 7 af 13 í Mýra- sýslu, tvö af 8 í Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu og eitt svæði af þremur í Dala- sýslu. Glókollur fannst nú í fyrsta skipti að vorlagi á 8 þessara svæða og hefur út- breiðslan aukist nokkuð á síðastliðnu ári. Mjög líklegt er að útbreiðsla glókolla á Íslandi haldi áfram á næstu árum og hyggst Náttúrustofa Vesturlands fylgjast grannt með henni. Starfsmenn Náttúru- stofunnar þiggja með þökkum allar frekari upplýsingar um glókolla á Vesturlandi. Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is Skálar • Föt • Diskar • Gjafir Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu SKAGAFJÖRÐUR EFTIR BJÖRN BJÖRNSSON FRÉTTARITARA Undirbúningur Landsmóts UMFÍ sem verður á Sauðárkróki í sumar gengur vel, að sögn Ómars Braga Stefánssonar fram- kvæmdastjóra, og eini þátturinn sem óvissu veldur, er að ekki hefur, frá þar til bærum stofnunum, fengist afdráttarlaust vilyrði fyrir veðurblíðu mótsdagana. Gert er ráð fyrir um 2 þúsund keppendum og um 12 til 15 þúsund gestum. Sagði Ómar að allir skólar á staðum yrðu nýttir vegna mótsins og gert hefði verið samkomulag við þjón- ustuaðila um lengdan opnunartíma versl- ana og rekstur á veitingatjaldi sem rúmar um 450 manns í sæti.    Árleg fjölskylduhátíð verður haldin á Hofsósi um Jónsmessuna, og ætla má að burtfluttir Hofsósingar fjölmenni og taki þátt í gleðinni. Á föstudagskvöldi þann 25. júní verður gengið í Þórðarhöfða undir leið- sögn. Á Neistavelli verður stórleikur, en þar etja kappi við heimamenn, gamlir bar- áttujaxlar frá árum áður úr KS en eftir þetta geta allir hist í Höfðaborg og fengið sér kjötsúpu, enda þá þörf á góðri máltíð. Á laugardeginum verður Kvennareið og fara þar fyrir félagskonur í hestamannafél. Svaða, og hægt verður að fá hesta leigða. Óvissuferð verður með krakka, og á Neista- velli verður knattspyrna fyrir „fullorðna“ karlmenn. Samgönguminjasafn verður formlega opnað að Stóragerði. Grillað verð- ur við Höfðaborg með skemmtiatriðum en um kvöldið verður kvöldvaka með ótal skemmtiatriðum og dansleikur.    Fornleifarannsóknir eru hafnar á Hóla- stað, þriðja sumarið í röð. Þær annast Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræð- ingur ásamt hópi vísindafólks en rannsókn- irnar eru styrktar af Kristnihátíðarsjóði. Ragnheiður sagði starfið hafa hafist í byrj- un júní með námskeiði fyrir 15 íslenska nema í fornleifafræði, og var námskeiðið í samvinnu Hólaskóla og Háskóla Íslands. Að námskeiði loknu fóru nemendur og kennarar á vettvang og hófu gröft. Alls er við störf á Hólum um 25 manna hópur inn- lendra og erlendra vísindamanna. Sagði Ragnheiður að verið yrði á Hólum til 13. ágúst, en síðla í júlí mundi hafist handa í Kolkuósi. Síðustu forvöð eru að rannsaka það svæði, ma. vegna ágangs sjávar. Kaffihátíð er haldin íReykjanesbæ umhelgina. Menning- ar-, íþrótta- og tóm- stundasvið Reykjanes- bæjar stendur að kaffihátíðinni og hefur verið unnið að undirbún- ingi í samstarfi við mið- bæjarsamtökin Betri bæ, Kaffitár og fleiri aðila. Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á kaffi- menningunni. Ýmis tilboð á kaffi og kaffivörum verða á veit- ingastöðum og í versl- unum bæjarins og boðið upp á kaffidrykki og rétti. Flestar búðir eru opnar til kl. 16. Opið hús er allan daginn hjá Kaffitári í Njarðvík. Á sýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus- húsum er sérstakt kaffi- horn með ýmsum munum sem tengjast kaffidrykkju. Á morgun verður kaffi- húsamessa í Kirkjulundi í Keflavík kl. 15. Kaffihátíð Búðardalur | Lyfja hefur tekið við rekstri lyfsöl- unnar í Búðardal. Af- greiðslan hefur jafnframt verið stækkuð og auð- veldar það aðgengi að lausasölu lyfja og öðrum smávarningi. Starfsmenn heilsugæslunnar tóku vel á móti gestum og gang- andi daginn sem opnað var og buðu upp á veit- ingar í tilefni dagsins. Í lyfsölunni voru meðal annarra lyfjafræðingar frá Lyfju, Díana Ósk Heiðarsdóttir af- greiðslumaður og Sig- urður Gunnarsson heilsu- gæslulæknir. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Lyfja opnuð í Búðardal Svar barst frá RúnariKristjánssyni áSkagaströnd sama dag og hann fékk kveðju frá undirrituðum. Það var stílað á „Signor Pétur Blöndal“ og er svohljóð- andi: Hagyrðingar hugarveru hefja létt á daglegt flug. Vísnasmiðir Íslands eru alls staðar í sóknarhug! Gott er slíka grósku að líta, gullið spinna margir enn. Alltaf megi eyjan hvíta eiga góða kvæðamenn! Ef í norður leið þín liggur, líttu við á Skagaströnd. Ekki verð ég við þig styggur, vermi glaður þína hönd! Kveðskap má þá reyna að ræða, ríma ljóð í fullri sátt. Þroskamynstur þeirra fræða þjóðlegt er og gildishátt! Ýmsu í spjalli er unnt að flíka, alltaf sértu velkominn. Og kannski á borðið komi líka kaffisopi – Pétur minn! Heitt á könnunni pebl@mbl.is Sauðárkrókur | Þúsundþjala- smiðurinn Björn Sverrisson á Sauðárkróki sendi nú í vikunni frá sér enn einn eðalvagninn, Lincoln árgerð 1930, sem hann hefur verið að gera upp fyrir Þröst Harðarson í Reykjavík, eiganda bílsins. Björn fékk Lincolninn í september síðastliðinn, og endurnýjaði nánast allt tré- verk í yfirbyggingu ásamt því að vinna bílinn allan undir sprautun og að lokum að sprauta vagninn, sem er eins og sjá má á myndinni hinn mesti glæsigripur og viðgerð- armaðurinn stendur hjá, ánægður með unnið verk. Framundan sagði Björn vera, ef ekkert kæmi upp á, að gera nú upp Chevrolet-hertrukk ár- gerð 1942, en sá bíl var sá fyrsti sem hann eignaðist og fann Björn flakið af honum austur á landi fyrir fáum ár- um. Morgunblaðið/Björn Björnsson Lincolninn sendur suður Fornbílar BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur hefur samþykkt með atkvæðum fulltrúa meiri- hlutans að ráða Kristínu Ósk Jónasdóttur, náms- og starfsráðgjafa á Ísafirði, sem skólastjóra Grunnskóla Bolungarvíkur, eins og fræðslumálaráð bæjarins hafði lagt til. Minnihlutinn greiddi atkvæði á móti, fannst vanta rökstuðning fyrir að því af hverjur reyndir skólastjórnendur urðu ekki fyrir valinu. Átta sóttu um stöðuna. Nýr skólastjóri í Bolungarvík ♦♦♦ Upplýsingar í síma 552 2028 og 552 2607 www.graennkostur.is Sendum grænmetisrétti til fyrirtækja í hádeginu • Magnafsláttur Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.