Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 25
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 25 Ný sending af Mac gallabuxum Fást í 5 lengdum Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnarnesi, 561 1680 Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgr. gjöld á ugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með/án bílstjóra. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshver , Danskfolkeferie orlofshver Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk GSM símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Við reynum að byggja matseð-ilinn okkar upp á hollu ogléttu fæði. Ég nota mikið af kryddum í tilveruna en lítið salt enda er saltneysla ekki talin fólki til framdráttar,“ segir Kristín Guð- mundsdóttir, matráðskona hjá Medcare Flögu, sem í hópi stærri fyrirtækja var valið fyrirtæki árs- ins í könnun, sem VR stóð fyrir. Að jafnaði fær Kristín um sextíu manns í mat í hverju hádegi, en hjá Medcare Flögu starfa 66 manns. Hún eldar allan mat í sjálfu mötu- neytinu, þar sem hún segir vel að sér búið, en forðast að kaupa unn- inn eða tilbúinn mat. „Ég set upp matseðil fyrir viku í senn og kaupi kjöt og fisk í kjötvinnslu og fisk- búð. Svo fylgir ávallt salatbar með tíu til tólf tegundum. Ungt og svangt fólk „Hér er mikið pælt í hollustunni og er fiskurinn langvinsælastur. Ég reyni því að hafa fiskmáltíðir tvisv- ar í viku og kjötrétti jafnoft. Starfsfólkinu finnst voða gott að fá heita pasta- og grænmetisrétti við og við og stundum ferðumst við um framandi slóðir í matargerðinni og ég býð upp á rétti með aust- urlensku ívafi. Það er allavega nokkuð ljóst að hér starfar bæði ungt fólk og svangt. Meðalaldur starfsmanna er aðeins 35 ár og eru þeir yfir höfuð mjög meðvitaðir um hreyfingu og íþróttaiðkun.“ Kristín hóf störf hjá Medcare Flögu í janúar sl. eftir að fyr- irtækið flutti sig úr Öskjuhlíðinni og yfir í ný húsakynni við Síðu- múla. Hún segist hafa verið viðloð- andi matarstúss alla sína tíð. Á sín- um yngri árum fór hún í Húsmæðraskólann að Löngumýri í Skagafirði og hefur síðan sótt fjöl- mörg námskeið í matargerð. Mest segist hún þó hafa lært af ömmu sinni heitinni sem hafi verið besti kokkur í heimi. Kristín segist hafa starfað víða og m.a. rekið veitinga- söluna í Skaftafelli í fimm sumur. Mannvænn vinnustaður „Medcare Flaga er mjög mann- vænn vinnustaður og hér ríkir bæði starfsgleði og hjálpsemi. Það er óhætt að segja að sérstakur andi svífi hér yfir vötnum og þegar lok- að er á leikskólum eða í skólum vegna starfsdaga kennara eða af öðrum orsökum, koma menn bara með börnin með sér í vinnuna því hér hefur verið gert ráð fyrir því að starfsmenn eigi börn og útbúið hefur verið myndarlegt leik- herbergi,“ segir Kristín, sem miðl- ar hér með tveimur fiskupp- skriftum til áhugasamra. Lúðuréttur annars vegar og salt- fiskréttur hinsvegar verða fyrir valinu. Lúða með sósu (fyrir fjóra) 1 kg stórlúða, flökuð, skorin í stykki og raðað í eldfast mót. Krydd: blandaður pipar, oregano, basilika, steinselja graslaukur, Limesafi kreistur yfir Bakað í ofni við 200° í 10-15 mín- útur. Köld sósa ¼ lítri léttmjólk 1 dós sýrður rjómi hvítlauksduft laukduft steinselja, limesafi condimix (ef vill) Hrært vel saman. Fiskurinn ásamt sósu borinn fram með soðn- um kartöflum. Saltfiskréttur (fyrir fjóra) 1 kg saltfiskur, vel útvatnaður og léttsoðinn 1 dós marðir niðursoðnir tómatar 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 laukar Paprikur og laukar látið malla í ólífuolíu þar til laukurinn er orðinn glær. Tómötunum blandað saman við og þessu hellt yfir fiskinn. Vel af svörtum pipar stráð yfir ásamt ferskum basillaufum. Gott er að bera réttinn fram með soðnum kartöflum eða kartöflumús.  MATARKISTAN| Fiskurinn er lang vinsælastur en stundum eru grænmetisréttir á borðum Lúða og saltfiskur Morgunblaðið/Sverrir Hollusta: Mikið er hugsað um hollustuna hjá starfsmönnum Medcare Flögu. Morgunblaðið/Sverrir Matráðskonan: Fjölbreytni er ráðandi hjá henni Kristínu Guðmundsdóttur, sem hér býður upp á ljúffengan lúðurétt úr ofni. join@mbl.is NÝVERIÐ komu til landsins sænsku sérfræðingarnir Marie Ås- berg og Åke Nygren, prófessorar við Karolinska institutet í Stokk- hólmi. Þau hafa sérhæft sig í að skoða hvað veldur því að veikinda- fjarvistir hafa aukist til muna á undanförnum árum. Þau rannsök- uðu m.a. vinnutengda álagsþætti og hvaða áhrif þeir hafa á líf fólks. Þar kom fram að æ fleiri ein- staklingar, sem jafnan hafa verið við góða heilsu, greinast með dep- urð, kvíða, vefjagigt og jafnvel þunglyndi. Þegar fólk var spurt hvað það teldi valda þess- ari vanlíðan vildu mjög margir tengja það vinnu- umhverfi sínu. Þar sem of miklar kröfur væru gerðar til einstaklinga eða þeir sjálfir uppteknir af starfs- frama og sjálfsvirðingin væri metin eftir vinnu- framlagi, væri meiri hætta á langvarandi veikindum. Þegar vinnan situr í fyrirrúmi, og jafnvel námi bætt ofan á fulla vinnu, verða aðrir hlutir óhjákvæmilega út undan. Sá sem leyfir vinnunni að gleypa alla sína krafta einangrast meira og meira frá vinum og fjöl- skyldu. Í fyrstu hættir ein- staklingurinn að gefa sér tíma til að halda matarboð fyrir vinina eða mæta í boð. Leikhús- og bíóferð- um fækkar eða afleggjast. Lík- amsræktin skiptir ekki máli leng- ur. Samverustundum með maka fækkar. Börnin fá minni tíma sem aftur þýðir að þau fá ekki þann stuðning sem þau þurfa við nám og leik og eiga þannig á hættu vanlíðan sem getur leitt þau inn í heim fíknarinnar. Vaknað upp við vondan draum Allt í einu vaknar svo ein- staklingurinn upp við vondan draum. Hann eða hún hefur hvorki sinnt sér né sínum. Ein- kenni streitu gera vart við sig, hjartsláttur, svimi, vöðvabólga, depurð, svefnörðugleikar, vonleysi, hjónabandið í uppnámi, minni afköst í vinnu. Einstaklingurinn verður óöruggur með sig, gefst jafnvel upp og neyð- ist til að fara í veikindafrí eða er kannski sagt upp. Sumir missa fjölskyldu sína. Síðan er erfitt að koma sér af stað aftur og sumir þurfa endurhæfingar við til að koma lífi sínu aftur í lag. Hvað er til ráða? Við þessar aðstæður skiptir miklu máli að horfa á lífið í heild. Setja sér markmið í einkalífinu jafnt og í vinnunni. Lífið er eins konar vogarskál þar sem einka- sjálfið er á annarri voginni og vinnusjálfið á hinni. Við þurfum að rækta hvort tveggja. Fjölskyldan og vinir eru þeir sem styðja við bakið á okkur í blíðu og stríðu. Það eru þau sem við elskum að hlæja með eða gráta við öxlina á. Vinnan á hinn bóginn reynir á hæfileika okkar og veitir okkur fjárhagslegt öryggi, sem er for- senda þess að við getum leyft okk- ur ýmsa hluti. Vinnan má vera ögrandi og reyna á en vinnuálagið þarf að vera sanngjarnt. Yfirmenn þurfa að vera vakandi fyrir þeim starfsmannaauði sem þeir ráða yfir og nota á þann hátt að allir fái notið hæfileika sinna. Yfirmenn eiga að vera vakandi fyrir því að hrósa; þannig ná þeir enn frekar því besta fram hjá hverjum einstaklingi sem um leið verður ánægðari í vinnu og leggur sig betur fram. En fyrst og síðast er það samt einstaklingurinn sjálfur sem þarf að horfa í eigin barm og ber end- anlega ábyrgð á eigin heilsu. Fórnum við heilsunni fyrir vinnuna?  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU Leikhús- og bíó- ferðir leggjast af, líkamsræktin hættir að skipta máli og sam- verustundum með maka og börnum fækkar. TENGLAR ..................................................... www.thunglyndi. www.landlaeknir.is www.ged.is Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri Þjóðar gegn þunglyndi Landlæknisembættinu Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.