Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 31 BIRGIR Guðjónsson, yfirlæknir, skrifar grein í Morgunblaðið 10. júní um fréttaflutning Ríkisútvarpsins. Hann gerir nokkrar at- hugasemdir við um- fjöllun Ríkisútvarpsins helgina 5. – 6. júní um hátíðahöld vegna þess að 60 ár voru liðin frá innrásinni í Normandí. Hann segir einnig að Ríkisútvarpið hafi ekki sagt frá láti Ronalds Reagans, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í fréttum kl. 22:00 sama kvöld og Reagan lést. Ríkisútvarpið er í þjóðareign og starfs- menn þess fagna þeg- ar eigendur hafa sam- band, sem gerist æ oftar. Margir gera at- hugasemdir við verk okkar, aðrir lýsa ánægju sinni. Stund- um eiga athugasemd- irnar rétt á sér, stund- um er þær byggðar á misskilningi. Hvort of mikið eða of lítið er fjallað um tiltekna viðburði er matsatriði og menn eru æði oft ósammála um fréttamat. Fréttastofa Útvarps sagði frá hátíðahöldunum í Normandí og Evrópuferð George Bush, Bandaríkjaforseta, í öllum fréttatímum laugardagsins frá kl. 10:00, í hádegisfréttum, fréttum klukkan 16 og loks var ítarlegur pistill um Normandí-hátíðahöldin í fréttum klukkan 18:00. Vera kann að Birgi þyki ekki hafa verið nóg sagt frá hátíða- höldunum og er það þá hans mat. Fyrstu fréttaskeyti Reuters af andláti Reagans bárust kl. 20:51. Birgir segir orð- rétt í grein sinni: ,,Það var ekki eitt orð um lát hans í útvarpsfréttum RÚV kl. 10 á laug- ardagskvöldi.“ Þetta er ekki rétt. Þetta var fyrsta frétt fréttatíma Útvarpsins klukkan 22:00. Þeir sem vilja kynna sér fréttaflutning Rík- isútvarpsins þessa helgi geta hlustað og horft á fréttirnar á heimasíðu Ríkisútvarpsins, www.ruv.is, þar sem fréttir eru geymdar í viku frá út- sendingu. D-dagur, Reagan og RÚV Bogi Ágústsson svarar Birgi Guðjónssyni Bogi Ágústsson ’Hvort of mikiðeða of lítið er fjallað um til- tekna viðburði er matsat- riði…‘ Höfundur er forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins. MIKLAR geðshræringar eru nú í Stjórnarráði Íslands. Tilefnið þekkir þjóðin. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, undirrit- aði ekki umdeild fjölmiðlalög. Menn geta haft sínar skoðanir á þeirri ákvörðun. Hitt er skýrt að sam- kvæmt stjórnarskrá lýðveldisins ber að skjóta málinu til úr- skurðar þjóðarinnar í allsherjaratkvæða- greiðslu. Ákvæði stjórnarskrárinnar um þetta efni eru mjög skýr. Í 26. gr. segir: „Ef Alþingi hefur samþykkt laga- frumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýð- veldisins til staðfest- ingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir stað- festingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður laga- gildi. en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í land- inu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Hvað þarf að ákveða? Um hvað þarf nauðsynlega að taka ákvörðun nú? Í fyrsta lagi þarf að ákveða hvenær kosningin skuli fara fram. Í öðru lagi þarf að ákveða hvernig orða skuli spurninguna í fyrirhuguðum kosningum. Í þriðja lagi þarf að ákveða hvaða gögn eigi að senda út til kjósenda. Síðan eru ýmis framkvæmdaatriði við kosn- inguna, sem skipta máli, svo sem varðandi utankjörstaðaatkvæða- greiðslu. Ekki er fyllilega ljóst hvort yfirleitt þarf að setja lög til að hrinda þessu í framkvæmd. Höf- uðmáli skiptir að skapa samstöðu um framkvæmdina, sem í sjálfu sér ætti ekki að þurfa að vefjast fyrir mönnum ef vilji væri fyrir hendi. Í fróðlegri grein eftir Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfæði við Háskóla Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu 9. júní, rekur hann þær þjóðaratkvæðagreiðslur sem hér hafa verið haldnar. Hann segir: „Niðurstaða þessarar könnunar er sú að lítil leiðsögn verði sótt í lög- gjöf okkar um framkvæmd þjóð- aratkvæðagreiðslu. Aftur á móti sýnir hún að það er hægt að fram- kvæma slíka atkvæðagreiðslu án sérstakrar löggjafar. Líklega er sannleikurinn sá að það sé einfalt verk að halda þjóðaratkvæða- greiðslu í samfélagi sem þekkir reglur lýð- ræðislegra kosninga, ef maður vill ekkert annað en spyrja þjóð- ina í fullri einlægni og undirhyggjulaust. Fyrst þegar farið er að hugsa um að spila á þjóðina kemur upp þörf á að setja laga- skilyrði.“ Höldum okkur við stjórnarskrána Látum það liggja á milli hluta hvort nauðsynlegt er að setja lög um framkvæmd kosninganna. Ef það er talið nauðsynlegt er sjálfsagt mál að menn sameinist um slíkt. Öðru máli gegnir ef hugmyndin er að hafa framkvæmdina á annan veg en kveðið er á um í stjórnarskránni eins og virðist vaka fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins og ýmsum lagsmönnum hans. Að setja sérstök skilyrði fyrir því að niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslu verði bindandi er ný af nál- inni í almennri umræðu þótt fræði- menn hafi vissulega áður hreyft henni. Við undirbúning stjórn- arskrárvinnunnar voru menn með- vitaðir um ákvæði af þessu tagi og hefðu án efa fellt þau inn í stjórn- arskrána ef vilji hefði staðið til þess. Í þessu sambandi má nefna að Einar Olgeirsson bar fram tillögu um að forseti hefði meirihluta kjós- enda á bak við sig. Tillagan var felld en hún veitir innsýn í um- ræðuna um þetta málefni. Í kosningum vinnur sá sem fær flest atkvæði nema sérstakar reglur séu um annað. Þetta þekkja menn úr kosningalögum til þinga og sveit- arstjórna, í félagasamtökum og al- mennt þar sem kosningar fara fram. Í mikilvægum málum er vissulega oft gert ráð fyrir lág- marksþátttöku í kosningum og er hafður slíkur háttur á í þjóð- aratkvæðagreiðslum annarra ríkja. Vel kann að vera að hyggilegt sé að breyta okkar fyrirkomulagi en þá kallar það á breytingu á stjórn- arskránni sem aðeins verður gert á tveimur þingum. Það var síðast gert vegna kjördæmabreytingar. Þykir mér sjálfsagt mál að safna gögnum og hefja umræðu um hvort breytingar eru æskilegar á okkar stjórnarskrá hvað þetta varðar. Lög sem sett yrðu á hraðsuðuþingi í byrjun júlí geta ekki breytt stjórnarskrárreglu um að meirihluti kjósenda sem taka þátt í þjóð- aratkvæðagreiðslu ræður því hvort lögin halda gildi sínu. Fundurinn í Stjórnarráðinu Á margumtöluðum fundi fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna sl. þriðjudag með oddvitum rík- isstjórnarflokkanna var fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla á dagskrá. Fyrir stjórnarandstöðunni vakti það fyrst og fremst að tryggja breiða samstöðu um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Umræður hófust um málið, rætt um það hve- nær þing kæmi saman og hvort hægt væri að ná samkomulagi um hversu lengi það skyldi standa. Í framhaldinu var á það bent að það hlyti að vera háð því hvort menn hefðu komist að samkomulagi um efnisþætti málsins. Auðvitað myndi það kalla á mikla umræðu og deilur ef til stæði að þrengja ákvæði stjórnarskrárinnar umfram það sem margir teldu heimilt. Forsætis- ráðherra taldi að með þessu væru menn að setja skilyrði fyrir við- ræðum og sleit fundi. Nú mætti vel hugsa sér að menn reyndu að ná samkomulagi um alla þætti sem ekki stæðu deilur um, skilgreindu síðan hitt sem ágrein- ingur væri um og tækjust á um þau atriði þegar þing kæmi saman. Á þessu virtist enginn áhugi í Stjórn- arráðinu. Síðan kom náttúrulega í ljós að aldrei hafði staðið til að efna til samráðs því fáeinum mínútum eftir fundinn var sendur til fjöl- miðla listi með nöfnum lögfræðinga sem eiga að undirbúa laga- frumvarp, án þess að stjórnarand- stöðu sé gefinn kostur á því að til- nefna fulltrúa í þá nefnd. Viðfangsefni stjórnmálamanna eða verkefni sérfræðinga? En hvað eiga lögfræðingarnir að gera? Þeir eiga m.a. að fjalla um „hvaða skilyrði eigi að setja um þátttöku og afl atkvæða í atkvæða- greiðslunni.“ Þetta er ekki tímabær vinna nema menn ætli sér að hefja und- irbúning að breytingu á stjórn- arskránni – ef svo er væri er ein- boðið að fulltrúar allra flokka komi að því máli. Það er sjálfsagt að leita til lög- fræðinga um lögfræðileg álitamál en það er engu að síður staðreynd að stundum virðist svo vera gert til þess að sveipa mál dulúð, gefa þeim það yfirbragð að þau séu svo flókin að fólki finnist það ekki hafa næga þekkingu til að geta tekið þátt í um- ræðum um þau. Þetta sýnist mér vera að gerast nú. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta mál er sára- einfalt og ætti að vera hverju læsu barni skiljanlegt. Í rauninni er þetta stílbrot hjá Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Hann hefur t.d. í nýafstaðinni um- ræðu um fjölmiðlafrumvarpið og í tengslum við staðhæfingar um að það mál bryti í bág við stjórn- arskrá, sagt að menn ættu að reiða sig á eigin dómgreind og almennt væri það varasamt að flytja ákvörð- unarvaldið úr þingsal yfir til sér- fræðinga, í lagadeildirnar og síðan í dómsalina. Þetta er í samræmi við mín sjónarmið. Nú er hins vegar annað uppi á teningnum. Málið er sagt afar flókið, á því ýmsir fletir sem lögfræðingar þurfi að grand- skoða áður en aðrir geti leyft sér að hafa á því skoðun. Þessi vinnubrögð lofa ekki góðu. En eftir stendur eitt. Þeir sem stýra förinni virðast staðráðnir í því að gera allt sem þeir geta til þess að eyðileggja þessa fyrirhuguðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ábyrgðarhluti gagnvart þjóðinni og lýðræðinu í landinu. Að gera einfalda hluti flókna Ögmundur Jónasson skrifar um þjóðaratkvæðagreiðslu ’Þeir sem stýra förinnivirðast staðráðnir í því að gera allt sem þeir geta til þess að eyði- leggja þessa fyrirhug- uðu þjóðaratkvæða- greiðslu.‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er form. þingflokks VG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.