Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 33 ætti ýmsum mikilvægum spurningum, sem vörðunin hlaut að vekja. Er þetta bagalegt gna þess að ákvörðunin á sér engin fordæmi, ngur gegn langri og óslitinni stjórnskip- arvenju og felur í sér beitingu ákvæðis, sem iptar skoðanir eru um hvernig beri að túlka. Af yfirlýsingunni má ráða, að Ólafur Ragnar ggi á því að fjölmiðlar gegni svo mikilvægu utverki í samfélaginu að um löggjöf um þá verði ríkja víðtæk sátt. Slík sátt sé ekki fyrir hendi m þau lög sem Alþingi hafi samþykkt og því sé tt að útkljá málið með þjóðaratkvæðagreiðslu. ýrt kemur fram, að hann byggi ekki á því að fi sé um hvort lögin standist stjórnarskrá eða þjóðlega samninga heldur sé það verkefni dóm- óla að skera úr um réttmæti slíkra fullyrðinga. eð þessu kemur auðvitað fram verulegur veik- ki í yfirlýsingunni, enda grundvallaðist mál- tningur þeirra sem börðust gegn frumvarpinu eðan það var til umfjöllunar á Alþingi einkum á ssum stjórnskipulegu spurningum og á þeirri rsendu var rekinn linnulaus áróður gegn mál- inu í fjölmiðlum vikum saman. Andstaðan var með öðrum orðum mögnuð upp á þeim forsendum, sem Ólafur Ragnar bendir réttilega á, að forseti eigi ekki að skera úr um heldur dómstólar, en svo synjar hann staðfestingar með þeim rökum að um málið sé ekki nægilega víðtæk sátt. Forvitnilegt væri að heyra nánari skýringar hans á þessari mótsögn. Þá væri einnig áhugavert að fá nánari skýringar á því á hvaða forsendum Ólafur Ragnar byggir þá fullyrðingu að varanleg gjá hafi myndast milli þing- vilja og þjóðarvilja. Athyglisvert er að hann vísar í því sambandi hvorki til kennitölusöfnunar á Int- ernetinu né skoðanakannana. Markast það vænt- anlega af því, að bæði hann og forveri hans, Vigdís Finnbogadóttir, hafa áður hafnað kröfum um að synja lagafrumvörpum staðfestingar þegar vísað var til undirskriftasafnana og skoðanakannana. Þá hefur honum væntanlega verið ljóst, að margt í framkvæmd kennitölusöfnunarinnar myndi tæp- lega standast skoðun og að skoðanakannanir, sem gerðar eru á meðan hitamál eru til meðferðar, geta almennt ekki talist traustur grunnur til að byggja á staðhæfingar um varanlega gjá milli þings og þjóð- ar. En fyrst þetta voru ekki forsendurnar, hverjar voru þær þá? Byggði Ólafur Ragnar á því að stjórn- arandstaðan á þingi beitti sér hart í málinu? Byggði hann á því að fjölmiðlafyrirtæki sem hagsmuna áttu að gæta beittu afli sínu gegn frumvarpinu? Byggði hann á einhverjum nýjum og áður óþekktum að- ferðum til að meta þjóðarviljann? Eðlilegt er að hann skýri þetta nánar þannig að bæði þing og þjóð átti sig betur á því við hvaða aðstæður gera megi ráð fyrir því að þessu umdeilda synjunarvaldi verði beitt. álefnalegar ástæður Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Óhætt er að fullyrða að eðli mbættisins var breytt á fgerandi hátt með einni firlýsingu á blaðamanna- undi, án þess að á undan æru eðlilegar og málefna- egur umræður um hlutverk orseta og valdmörk hans agnvart öðrum handhöfum kisvalds í landinu.‘ BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra vill gerast forystumaður fyrir því að skerða þann rétt sem almenningi er fenginn í stjórnarskrá Íslands. Hann vill binda það í lög að þá og því aðeins taki Alþingi mark á þjóðinni að 75% atkvæðisbærra manna taki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Skrif hans undanfarna daga, m.a. í Mbl. í gær, verða ekki skilin á annan veg. Svo hlálega vill til að Björn nefnir mig sí- fellt til sögunnar sem leiðtoga sinn í þessu máli og vísar til atkvæðagreiðslunnar um flugvöllinn. Þar hafi verið gerður áskilnaður um 75% þátttöku til að atkvæðagreiðslan teldist bindandi og nærtækt sé að taka mið af þeirri framkvæmd. Í þráhyggju sinni yf- irsést Birni það grundvallaratriði að lögum samkvæmt eru allsherjaratkvæðagreiðslur um tiltekin mál, sem sveitarstjórnir efna til, ráðgefandi. Sveitarstjórnin er að leita leiðsagnar íbú- anna í aðdraganda ákvörðunar. Með því að kveða yfirleitt á um bindingu var Borg- arstjórn Reykjavíkur að auka rétt íbúanna og takmarka sitt eigið svigrúm. Þessu er al- gerlega öfugt farið þegar kemur að þjóð- aratkvæðagreiðslu sem fer fram samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár. Í stjórnarskránni sjálfri er réttur almenn- ings óskilyrtur og segir þar aðeins að leggja skuli frumvarp ,,undir atkvæði allra kosn- ingabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar í leynilegri atkvæðagreiðslu. Ef meirihlutinn á Alþingi ákveður, eftir að mál- ið er komið til þjóðarinnar, að skilyrða at- kvæðagreiðsluna t.d. við 75% þátttöku, þá er hann að takmarka þann rétt sem borgararn- ir eiga samkvæmt stjórnarskrá og auka sitt eigið svigrúm. Í þessu sambandi er ástæða til að hafa tvennt í huga. Í fyrsta lagi er það frumvarp stjórnarmeirihlutans á Alþingi sem verður borið undir þjóðina, þvert gegn vilja hans. Það hlýtur því að orka tvímælis, svo ekki sé meira sagt, að þessi sami meirihluti ætli nú eftir að málið er komið til þjóðarinnar að segja henni hvaða skilyrði hún þurfi að upp- fylla til að á hana verði hlustað. Hann ætli að þrengja kost hennar frá því sem stjórn- arskráin gerir ráð fyrir. Í öðru lagi er allt vald komið frá þjóðinni. Lýðræðið stendur ofar þingræðinu, þjóðvald- ið stendur ofar löggjafarvaldinu. Þingmenn hafa þegið vald sitt frá þjóðinni og sam- kvæmt minni lýðræðisvitund er verið að hafa endaskipti á hlutunum ef þingið ætlar að setja þjóðinni skilyrði. Þjóðin getur sjálf sett sér reglur um hvernig haga beri þjóðarat- kvæðagreiðslu og hvaða skilyrði slík at- kvæðagreiðsla þurfi að uppfylla en það gerir hún þá með lögformlega réttum hætti þ.e. með því að samþykkja að slík ákvæði verði sett í stjórnarskrá. Það er áhyggjuefni að lýðræðis- og rétt- arvitund dómsmálaráðherrans skuli vera svo frumstæð að hann gerist sérstakur baráttu- maður þess að löggjafinn takmarki verulega þann rétt sem þjóðin á samkvæmt stjórn- arskrá. Það er ekki góðs viti. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Dómsmálaráðherrann Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. „ÞETTA var gríðarmikil at- höfn og hátíðleg, innileg og eftirminnileg í alla staði,“ sagði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra um útförina, en hann var eini norræni ríkisstjórn- arleiðtoginn sem var við- staddur hana. Í samtali við Morgunblaðið eftir athöfnina sagði Davíð að sér hefði þótt sérstaklega eft- irtektarvert hvað Reagan er ennþá ljóslifandi fyrir Banda- ríkjamönnum. Það sé merki- legt þegar haft er í huga að það eru tíu ár síðan hann hvarf út úr þeirra daglega lífi, „þegar hann sigldi smám sam- an inn í sín veikindi“. Það sé áberandi hvað Reagan hafi ennþá sterk ítök í Bandaríkja- mönnum og hversu vel hann náði til þeirra. „Það var einnig athyglisvert að heyra hvernig menn minnt- ust hans; bæði frú Thatcher, sem þarna var á staðnum en hennar minningarorð voru flutt af myndbandi [á stóran skjá í kirkjunni]. Þau voru mjög áhrifamikil. Eins forset- arnir tveir, Bush-feðgarnir, sem töluðu og Mulroney, fyrr- verandi forsætisráðherra Kan- ada, sem hafði starfað vel með Reagan á sínum tíma. Það var samhljóða þráður í öllum þeirra orðum; að bjartsýni Reagans og skýru meginhug- myndir hefðu litað allt hans starf. Hann hafi verið maður mjög einlægur; hafi ekki verið neinn undirhyggjumaður. Hann hafi verið sjálfum sér samkvæmur, breyttist ekkert við að verða forseti Bandaríkj- anna, var sama persónan eftir sem áður. Og þó hann væri leikari var allur leikaragangur hvað embættið snerti honum fjarri,“ segir Davíð. Að hans sögn hafi líka verið merkilegt að finna hve margt af því sem jákvætt hefur gerzt síðar í heimsmyndinni megi rekja til forsetatíðar hans. „Þetta var mjög áhrifamikið allt saman.“ Innileg og áhrifa- mikil athöfn mikils manns sem smyndinni AP Bush Bandaríkjaforseti með Nancy, ekkju Ronalds Reagans, við útförina í aðaldómkirkju Washingtonborgar í gær. Reuters Fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, Míkaíl Gorbatsjev, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Marg- aret Thatcher og fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, Brian Mulroney, sátu saman í kirkjunni í gær. Reuters eiginmanns síns í hringhvelfingu þinghússins í Wash- tt til dómkirkjunnar. Reuters eru Davíð Oddsson og eiginkona hans, Ástríður Thorarensen. Í næstu röð eru m.a. Tony Blair, for- ona hans, Cherie, Gerald Schröder, kanslari Þýskalands, og Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.