Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ  Ó.H.T Rás2  SV MBL  SKONROKK Sýnd kl. 5.40 og 10. 25.000 manns á 12 dögum!!! Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. PIERCE BROSNAN JULIANNE MOORE FRUMSÝNING Frábær ný gamanmynd frá höfundi Adaptation og Being John Malkovich Með stórleikurunum Jim Carrey og Kate Winslet. "stílhreint snilldarverk" HP Kvikmyndir.com Sýnd kl. 4 og 8. Sýnd kl. 3.50. ELLA Í ÁLÖGUM DV HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.00 ELLA Í ÁLÖGUM Sýnd kl. 1.50 og 3.50. Sýnd kl. 1.30 og 3.30. Með ísl. tali Sýnd kl. 2.40, 4, 5.20, 6.40, 8, 9.20 og 10.40.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS DV kl. 3, 5.50, 8.30 og 11.10. Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari.  Ó.H.T Rás2  SV MBL  Kvikmyndir.com  SKONROKK 28.000 manns á 16 dögum!!! FRUMSÝNING Frábær ný gamanmynd frá höfundi Adaptation og Being John Malkovich Með stórleikurunum Jim Carrey og Kate Winslet. "stílhreint snilldarverk" HP Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. HIN goðsagnakennda rokksveit Egó er vöknuð til lífsins á ný, sem fyrr með Bubba Morthens í fararbroddi. „Mig og Magga langaði að endur- stofna hljómsveitina, vekja hana aftur til lífsins og finna okkur meðspilara með áframhaldandi spilamennsku í huga og jafnvel plötuupptökur þegar fram líða stundir,“ segir Bubbi, en sveitin er þekkt fyrir kraftmikil rokklög á borð við „Fjöllin hafa vakað“. Nýja útgáfu Egó skipa Jakob Smári á bassa, Magnús Stefánsson á trommur, Hrafn Thorodd- sen úr Ensími á hljómborð, Einar kenndur við Dúndurfréttir er á gítar og Bubbi syngur. „Þetta er fimmta útgáfan af Egó,“ segir Bubbi. „Fyrstu tónleikarnir okkar verða á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Prógrammið samanstendur af sextán Egó-lögum, „best of“. Síðan eru lög af Ís- bjarnarblús, lög með Das Kapital, eins og „Blind- sker“, svo tökum við tvö, þrjú Utangarðsmanna- lög, „Jón Pönkari“ og „Hiroshíma“. „The Guns of Brixton“ með Clash er á prógramminu og sitt lítið af hverju,“ segir Bubbi og bætir við að æfingar hafi staðið yfir um nokkurn tíma. Verðum að vera betri en aðrir „Við lítum ekki á þetta sem „kombakk“ heldur erum við að byrja aftur. Þetta er ferlega skemmtilegt. Það er mjög gaman að vera að syngja öll þessi lög,“ segir hann. Bubbi segir að það setji ákveðna pressu að fyrstu tón- leikarnir verði á Þjóðhátíð. „Það þýðir það að við verðum að vera betri en allir aðrir. Við verðum að geta sýnt fram á það að við séum komnir til að vera. Ég óttast ekkert miðað við hvernig bandið er. Magnús er að mínu mati besti rokktrommuleikari sem við eigum og ég held að Jakob sé besti bassaleikarinn og hinir tveir eru heldur engir aukvisar,“ segir Bubbi, sem sjálfur er löngu orðinn landsþekktur. „Ég held að þetta verði ferlega flott.“ Búið er að ákveða að Egó verði með tónleika á Ak- ureyri um miðjan september og má búast við tónleikum í Reykjavík um svipað leyti. Fy rs tu t ó nl e ik ar ni r á Þ jó ð há tí ð í Ve st m an na e yj u m Egó anno 2004: Jakob Magnússon, Hrafn Thoroddsen, Bubbi Morthens, Magnús Stefánsson og Einar Þór Jóhannsson. Þessi nýja liðsskipan mun leika á tónleikum í sumar og haust og jafnvel keyra í plötu. ingarun@mbl.is Egó byrjar aftur Morgunblaðið/Sverrir Egó er ein af fáum sveitum Bubba sem Jakob hefur ekki leikið með áður, en Magnús var í gömlu Egó. HIN ástsæla sveitarokksveit Brimkló, með Björgvin Halldórsson í fararbroddi, leikur á stórdansleik í Valaskjálf á Egilsstöðum í kvöld. „Við lendum með þessari miklu at- vinnu- og mannlífssýningu sem hald- in verður núna um helgina,“ sagði Björgvin þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans síðdegis í gær. „Við höfum ekkert spilað á Egils- stöðum síðan í fyrra. Okkur langaði að koma þangað aftur því við erum á leiðinni í smá frí, þótt við spilum niðri í bæ 17. júní. Við erum í miðjum upptökum á nýrri plötu, sem kemur út seinna í sumar,“ segir hann. Er ekki gaman að spila þarna fyrir austan? „Jú, það er gaman að koma þang- að. Egilsstaðir eru náttúrulega höf- uðstaður Austurlands og Valaskjálf er rótgróið og frægt samkomuhús. Þar hafa nánast allir spilað sem á annað borð hafa lagt land undir fót í þessum bransa. Gömlu mennirnir, eins og Raggi Bjarna og Haukur Morthens, þeir spiluðu þarna í gamla daga. Við komum alls ekki nógu oft þangað, því það er stundum svolítið kostnaðarsamt og langt að fara, en við væntum þess að sjá sem flesta af svæðinu. Þessi sýning er auðvitað al- gjört þrekvirki hjá heimamönnum og aðsóknin á hana er mjög góð og vaxandi. Veðrið er búið að leika við hvern sinn fingur, þannig að þetta gæti ekki verið ákjósanlegra.“ Segðu mér þá aðeins frá plötunni. Eruð þið að klára hana núna? „Já, við erum eiginlega búnir með bróðurpartinn af henni, svona átta– níu lög. Það er svo gaman í hljóð- verinu að okkur langar að taka upp fleiri lög. Það ætlum við að gera í sumar. Þetta eru bæði lög eftir okk- ur strákana og svo erlend lög, senni- lega jafnt skipt. Þarna er meðal ann- ars að finna lag eftir Magnús Kjartansson, sem var í Brimkló á tímabili. Þetta er fyrsta platan sem við sendum frá okkur síðan 1986, en eftir okkur liggja einar fimm plötur. Þetta er kántrírokk sem fyrr og við leggjum mikið upp úr góðum text- um,“ segir Björgvin og vill að lokum að það komi fram að Ágúst Ágústs- son sjái um „road managing and handklæði“ og að Hafþór Karlsson sé höfuðmeistari. Stórdansleikur í Valaskjálf í kvöld „Glímt við þjóðveginn, þessa grýttu braut.“ Brimkló á Egilsstöðum í kvöld. Brimkló spilar á stöðum Egils
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.