Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Smáauglýsingar á Leitið og þér munið finna! ELDUR kom upp í rannsóknarhúsi Háskól- ans á Akureyri um níuleytið í gærkvöld, en húsið er í byggingu og fyrirhugað að taka það í notkun í haust. Að sögn Erlings Þórs Júlínussonar, slökkvi- liðsstjóra á Akureyri, hefði hæglega getað far- ið verr, en talsvert tjón varð að hans sögn á suðausturhorni hússins. Erlingur segist telja að eldsupptök megi rekja til þess að unnið var við að setja tjörupappa á þak nýbygging- arinnar fyrr um daginn, en hann var bræddur saman á samskeytum með gasloga. Mikinn kolsvartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn, en þeir höfðu náð tökum á eldinum um hálftíma eftir að til- kynning barst. Skemmdir urðu á þaki og stigagangi og að sögn Erlings urðu talsverðar skemmdir á tveimur hæðum en nokkrar rúður sprungu þegar eldtungurnar teygðu sig upp eftir hús- inu. Þá er hluti hússins töluvert sviðinn að ut- an. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eldur í rannsóknar- húsi HA TILLIT er tekið til hugsanlegra skattbreytinga í ársreikningi Baugs Group fyrir árið 2003, vegna frum- skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkis- ins, sem er í andmælafresti hjá félag- inu til 25. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Baugi Group, sem gefin var út í gær í kjölfar aðalfundar félagsins. „Við teljum sanngjarnt gagnvart okkar lánardrottnum að setja í bækur okkar það sem við höfum fengið að sjá,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group. „Við erum ekki að viðurkenna eitt eða neitt með þessu en munum andmæla frum- skýrslunni og skila henni inn.“ í Bandaríkjunum, auk þess sem gert er ráð fyrir áætlaðri skattkvöð. Engin brot að mati endurskoðenda Rannsókn á skattamálum Baugs Group hófst með húsleit hjá félaginu og haldlagningu gagna þann 17. nóv- ember 2003 og var frumskýrsla skatt- rannsóknarstjóra afhent félaginu 4. júní síðastliðinn. Í tilkynningu frá Baugi Group segir að í kjölfar þess að andmælafrestur rennur út megi bú- ast við að endanleg skýrsla skatt- rannsóknarstjóra verði send til rík- isskattstjóra til afgreiðslu síðar í sumar eða í haust. Í tilkynningu Baugs Group segir: „Skattrannsóknin er sprottin upp úr lögreglurannsókn embættis ríkislög- reglustjórans, en sú rannsókn hófst 28. ágúst 2002 í kjölfar ásakana Jóns Geralds Sullenberger í garð þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar for- stjóra og Tryggva Jónssonar, þáver- andi aðstoðarforstjóra. Báðir hafa staðfastlega haldið fram sakleysi sínu og ekkert hefur komið fram hjá félag- inu sem bendir til þess að stjórnendur hafi brotið á því að mati endurskoð- enda.“ Jón Ásgeir vill ekki gefa upp hve há fjárhæð er færð í bókhald Baugs Group til að mæta áætlaðri skattkvöð vegna hugsanlegra skattbreytinga. Hann segir að sögusagnir hafi verið í gangi um að um háar fjárhæðir sé að ræða, og því hafi stjórn félagsins þótt rétt að taka tillit til þeirrar fjárhæðar sem skattrannsóknarstjóri hafi sýnt í frumskýrslu sinni. Hagnaður Baugs Group á árinu 2003 var rúmir 9,5 milljarðar króna eftir skatta. Óinnleystur hagnaður af fjárfestingum félagsins í Bretlandi er meginuppistaðan í hagnaðinum. Fé- lagið afskrifaði meira en 2,2 milljarða króna vegna gjaldþrots Bonus Stores Hagnaður Baugs Group á árinu 2003 rúmir 9,5 milljarðar Tillit tekið til hugsan- legra skattbreytinga  Baugur/12 TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli kom í veg fyrir umfangsmikinn innflutning á e- töflum síðdegis á fimmtudag þegar 5.005 töflur fundust við hefðbundna leit í fórum barnshafandi konu á þrítugsaldri sem var að koma með flugi frá París. Með aðstoð full- komins gegnumlýsingarbúnaðar fundust töflurnar í fóðringu bakpoka konunnar, á annað kíló að þyngd. Miðað við söluverð e- taflna á markaðnum í dag er andvirði fíkni- efnanna nærri níu milljónir króna og er þetta eitthvert stærsta smygl á e-töflum sem tekist hefur að hindra á leiðinni til landsins. Konan, sem er frá Sierra Leone en með hollenskt flóttamannavegabréf, komin fimm mánuði á leið, var úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í gær, að kröfu lögreglunnar á Keflavíkurflug- velli, sem fer með rannsókn málsins. Þegar úrskurður var fenginn var konan flutt í ein- angrun í fangelsinu á Litla-Hrauni, sem er hið eina hér á landi sem hefur slíka aðstöðu. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að rannsóknin sé á frumstigi. „Mér finnst þetta mál sýna að fólki er ekkert heilagt og það svífst einskis við að koma þessu eitri til landsins,“ segir Jóhann, en konan, sem einnig á fjögurra ára barn í Amsterdam, var ein á ferð til lands- ins. Jóhann segir það vekja ýmsar spurningar um framhald málsins að færa þurfi barns- hafandi konu í einangrun á Litla-Hraun. Engin slík aðstaða sé t.d. í kvennafangelsinu í Kópavogi. Vanfær kona með 5.005 e-töflur Andvirði efnisins um níu milljónir – eitt- hvert mesta smygl á e-töflum um Leifsstöð E-töflunum var haganlega komið fyrir í fóðr- ingu bakpoka konunnar og fundust ekki fyrr en með gegnumlýsingu tollgæslunnar. Fimm litlir andarungar voru að taka fyrstu sundtökin á Tjörninni í Reykjavík er ljósmyndari átti þar leið um í gær. Að sjálfsögðu var móðirin ekki langt undan og gætti ungviðisins af samviskusemi. Gestir við Tjörnina, ekki síst þeir yngstu, njóta nú fjölskrúðugs fuglalífs í fallegu veðri. Morgunblaðið/RAX Fyrstu sundtökin á Tjörninni ÓBOÐINN gestur olli miklum usla og fjaðrafoki í austasta hverfi Ólafsvíkur um kl. 4 í fyrrinótt. Íbú- ar þessa hverfis eru reyndar ekki fólk, heldur mikill kríufjöldi sem hefur búið þar hreiður sín og nýtur þar undurfagurs útsýnis yfir hina miklu matarkistu, Breiðafjörðinn. Hinn óboðni gestur var hvít tófa í nýjum sumarbúningi. Hún lét sig engu varða þó kríurnar hefðu kall- að út alla sína herlögreglu, en reisti skottið sér til varnar fyrir loftárásunum og dundaði sér við að þefa uppi hreiðrin og éta upp úr þeim. Vaktmaður Öryggisþjónust- unnar var þá að aka eftir Klif- brautinni og sá, að þarna hafði hann verðugt verkefni. Hann greip því til þess ráðs að þeyta bílflaut- una. Tófan sá þá sitt óvænna og tók rækilega til sinna fráu fóta og stefndi til fjalls með gargandi kríu- herinn yfir sér. Fjaðrafok í kríuvarpi Ólafsvík. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.