Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 1
Nafnlausar plötur Frændsystkinin Tanya Lind og Úlf- ur Pollock í Anonymous | Menning Íþróttir og Bílar í dag Í́þróttir | Fyrsta tap Fylkis í Landsbankadeildinni  Víkingar lögðu ÍA á Skipaskaga Bílar | BMW 3 með kaupauka  Aprilia Tuono – ítölsk gæðafæða LEIÐTOGAR Evrópusambandsríkjanna 25 komu saman í Brussel í gær og út- nefndu Jose Manuel Barroso formlega í embætti forseta fram- kvæmdastjórnar sam- bandsins. Barroso, sem er forsætisráðherra Portúgals, mun taka við af Ítalanum Rom- ano Prodi, sem lætur af embættinu í október. Þar með lauk form- lega harðri deilu ESB- ríkjanna um hver yrði næsti forseti fram- kvæmdastjórnarinnar, en deilan hefur endurspeglað mismunandi afstöðu ríkjanna til Íraksstríðsins. Tugir manna höfðu verið tilnefndir, en öllum var hafnað, þar til í síðustu viku, að samstaða náðist um Barroso. Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði í gær að flestar ef ekki allar stjórnir ESB- ríkjanna hefðu helst viljað mann á borð við Barroso í embætti forseta framkvæmda- stjórnarinnar. Tók Chirac fram, að eitt af því sem Frakkar teldu mikinn kost á Bar- roso væri frönskukunnátta hans, en hann er ennfremur altalandi á ensku og spænsku. Barroso formlega útnefndur Brussel, Lissabon. AP, AFP. Barroso HÁKON krónprins Noregs vígði í gær nýjasta hluta Síldarminjasafnsins á Siglufirði, Báta- húsið sem svo er kallað. Krónprinsinn flaug norður eftir hádegið ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Siv Friðleifs- dóttur, samstarfsráðherra Norðurlanda. Siv er einmitt siglfirsk í föðurætt og á norska móður. Á torginu í miðbænum beið fjöldi Sigl- firðinga og ferðamanna hinna tignu gesta í sól og blíðviðri og gaf krónprinsinn sér góðan tíma til að spjalla. Síldarsöltun var sýnd á planinu framan við Síldarminjasafnið og Ólaf- ur Ragnar bendir hér prinsinum á tvær sölt- unardömurnar sem brugðið hafa á leik og þykjast vera að staupa sig við vinnuna. /4 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vígði bátahús Síldarminjasafnsins ÞYRLA á vegum Sameinuðu þjóðanna fórst í Sierra Leone í gær og með henni all- ir um borð, 24 friðargæsluliðar, hjálpar- starfsmenn og fleiri, auk áhafnarinnar, sem var rússnesk. Engar fregnir höfðu borist síðdegis í gær af mögulegum orsökum slyssins. Þyrlan var rússnesk, af gerðinni Mi-8. Hún fór í loftið frá Freetown, höfuðborg Sierra Leone, með þriggja manna áhöfn og 21 farþega, og nokkrum mínútum síðar rofnaði samband við hana. Sameinuðu þjóðirnar hafa á sínum snærum um 11.800 friðargæsluliða í Sierra Leone, en borgarastríð geisaði þar frá 1991–2002. 24 farast með þyrlu frá SÞ Freetown. AP. NÆSTA bók um galdrastrákinn Harry Potter mun heita Harry Potter og hálfi prinsinn (Harry Potter and the Half Blood Prince), að því er höfundur bókarað- arinnar, J.K. Rowling, hefur greint frá á heimasíðu sinni og fréttavefur breska rík- isútvarpsins, BBC, upplýsir. Þetta verður sjötta bókin um Harry og vini hans, en Rowling lætur ekkert uppi um það hvenær aðdáendur þeirra megi eiga von á að bókin komi út. Það eina sem Rowling segir um söguþráð nýju bók- arinnar er að „hálfi prinsinn“ sé hvorki Harry sjálfur né hinn illi Voldemort. Harry Potter og hálfi prinsinn J.K. Rowling maður verkefnisins sem var stofn- að til í janúar sl. og hefur það hlut- verk að vera ráðgjafi ríkisstjórn- arinnar um stefnu í eldsneytis- málum. Ágúst fór m.a. yfir hvað er mögu- legt að gera núna til þess að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti en hins vegar yfir verkefni sem þurfa LOSUN koltvísýrings á hvern íbúa á Íslandi er tíu sinnum meiri en að meðaltali í heiminum og útblástur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er um það bil 0,04% af losun á heims- vísu. Þetta kom fram í máli Ágústs Valfells á morgunverðarfundi í gær þar sem kynnt var starfsemi um vistvænt eldsneyti. Ágúst er starfs- lengri tíma. „Núna þurfum við helst að breyta tollalögum og kannski sköttum til þess að það verði meiri hvatning fyrir fólk að vera á sparneytnari bílum eða tvinnbílum en þeir hafa bæði raf- magnsmótor og bensínmótor. Í dag er engin sérstök hvatning til þess og það er t.d. enginn mengunar- skattur á eldsneyti,“ sagði Ágúst. Árið 2003 voru flutt inn 770.000 tonn af olíuafurðum fyrir um 17 milljarða króna. Ágúst benti því á að til væru ýmsar leiðir til betri eldsneytisnotkunar, t.d. með hag- kvæmari akstri, sparneytnari vél- um og með notkun rafbíla eða tvinnbíla. Losun koltvísýrings á Íslandi tíu sinnum meiri en heimsmeðaltal EITT af stærstu bókaforlögum Bandaríkjanna, St. Martins Press, hefur keypt útgáfuréttinn að Mýr- inni og Graf- arþögn eftir Arn- ald Indriðason. „St. Martins Press er eitt af stærstu forlög- unum í Bandaríkj- unum en það gef- ur út um 700 titla á ári undir átta forlagsmerkjum,“ segir Dröfn Þór- isdóttir hjá Eddu útgáfu. Mýrin og Grafarþögn munu koma út undir merki Thomas Dunne Books. Arnaldur Indriðason segist mjög ánægður með að tekist skuli hafa að finna útgefanda að bókunum vestanhafs. Arnaldur á Bandaríkja- markað  Mýrin og Grafarþögn/35 SADDAM Hussein og ellefu aðrir háttsettir menn úr forystuliði Íraks í stjórnartíð hans verða í dag færðir formlega úr vörslu Bandaríkja- manna í hendur embættismanna nýju bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, að sögn Iyads Allawis for- sætisráðherra í Bagdad í gær. Saddam verður leiddur fyrir íraskan dómara til að hlýða á ákæru. Allawi sagði að síðan yrði fangans fyrst í stað gætt af Banda- ríkjamönnum eins og núna meðan beðið væri eftir því að írösk stjórn- völd kæmu upp traustum stað fyrir hann. „Fram að þeim degi mun alþjóð- lega herliðið gæta þessara fanga og fela þá síðan í hendur réttvísinni í Írak. Alþjóðlega herliðið hefur fall- ist á það,“ sagði ráðherrann. Allawi vildi ekki svara því hvort Saddam ætti dauðadóm yfir höfði sér en sagði að enn væri ekki búið að ræða til hlítar öll atriði málsins. Hann varaði almenning við óþolinmæði og sagði að liðið gætu nokkrir mán- uðir áður en réttarhöldin hæfust. Meðal ellefu-menninganna er Ali Hassan al-Majid, öðru nafni „Efna- vopna-Ali“, sem m.a. er sakaður um að hafa stjórnað efnavopnaárás á Kúrda 1988 og Tariq Aziz, fyrr- verandi aðstoðarforsætisráðherra. Nokkrir Írakar munu taka þátt í að gæta fanganna, að sögn Salem Chalabis, yfirmanns sérskipaðs dómstóls sem stofnaður var í des- ember sl. og ætlað er að rétta í mál- um fyrrverandi ráðamanna Íraks. Minnst sex manns létu lífið í gær í átökum á nokkrum stöðum í Írak í kjölfar valdaskiptanna er bráða- birgðastjórnin tók við völdum í fyrradag. Liðsmenn samtaka sem tengjast hryðjuverkaleiðtoganum Abu Musab al-Zarqawi létu í gær lausa þrjá tyrkneska gísla og sögðust gera það vegna þess að þeir væru „múslímskir bræður“ þeirra. Sjónvarpsstöðin al-Jazeera sagðist í gær hafa undir höndum upptöku með mynd af morði upp- reisnarhóps á bandaríska her- manninum Keith Maupin sem hvarf fyrir tveimur mánuðum. Bandaríski herinn sagði ekki stað- fest að um myndir af Maupin væri að ræða. Saddam Hussein í hendur Íraka Bagdad. AFP, AP. ♦♦♦ ♦♦♦ STOFNAÐ 1913 176. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.