Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SADDAM TIL ÍRAKA Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, og 11 aðrir háttsettir menn úr forystuliði Íraks í stjórn- artíð hans verða í dag færðir form- lega úr vörslu Bandaríkjamanna í hendur embættismanna nýju bráða- birgðastjórnarinnar í Írak. Saddam verður leiddur fyrir íraskan dómara til að hlýða á ákæru. Barroso útnefndur Jose Manuel Barroso, forsætis- ráðherra Portúgals, var í gær form- lega útnefndur forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins og tekur hann við af Romano Prodi frá Ítalíu, er lætur af embættinu í októ- ber. Krónprinsinn af landi brott Norsku krónprinshjónin, Hákon og Mette-Marit, heimsóttu Síld- arminjasafnið á Siglufirði í gær, auk þess sem Hákon krónprins opnaði norska hönnunarsýningu í Garðabæ, svo fátt eitt sé nefnt. Heimsókn þeirra hjóna til Íslands lauk í gær. Tíu sinnum meiri losun Losun koltvísýrings á Íslandi er tíu sinnum meiri en heimsmeðaltal segir til um og útblástur gróð- urhúsalofttegunda er um það bil 0,04% af losun á heimsvísu, að því er fram kom á morgunverðarfundi um vistvænt eldsneyti. 20% eru of þung Tæp 20 prósent níu og fimmtán ára barna eru of feit eða þung sam- kvæmt frumniðurstöðum rannsókn- arinnar Lífstíll 2003. Y f i r l i t Kynningar – Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu í dag til áskrifenda. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                 ! " #            $         %&' ( )***                   +   Í dag Sigmund 8 Forystugrein 22 Viðskipti 12 Viðhorf 24 Höfuðborgin 15 Minningar 25/29 Akureyri 16 Dagbók 32/34 Suðurnes 16 Listir 35/37 Landið 17 Fólk 38/41 Erlent 18/20 Bíó 39/41 Daglegt líf 18/19 Ljósvakamiðlar 42 Umræðan 20 Staksteinar 43 Bréf 21 Veður 43 * * * RANNSÓKNASTÖÐ Hjartaverndar hefur í samvinnu við Johns Hopkins-læknaháskólann í Bandaríkjunum sett á fót rannsókn á erfðamengi mannsins sem miðast að því að kanna hvað ræð- ur tjáningu og stjórnun á genum mannslíkamans. Tilgangurinn er að leita vísbendinga sem gætu sagt fyrir um margvíslega sjúkdóma í framtíð- inni. Frá þessu er greint í bandarískum fjölmiðlum í gær og fyrradag. Dr. Vilhjálmur Guðnason, forstöðulæknir Rannsóknastöðvar Hjartaverndar, segir verkefn- ið vera næsta skrefið í rannsóknum á erfðamengi mannsins, nú þegar búið sé að raðgreina erfða- mengið sjálft. „Þá þarf að skoða hvað það er sem ræður tján- ingu og stjórnun á genunum,“ segir Vilmundur, og bendir á að horft verði til tiltekinna breytinga á erfðaefninu. „Þetta er nýtt samstarf sem er hluti af því að við hjá Hjartavernd erum að vinna að nýjum nálgunum í erfðafræði, bæði á þessum nótum sem þarna eru og á öðrum nótum sem við erum að vinna að hjá okkur sjálfum. […]Við teljum að þetta sé einn nauðsynlegur þáttur til þess að skilja tjáningu og hegðun gena, og aðferðafræði okkar lýtur að því að finna áhrif sem eru ekki auðfinnanleg með hefðbundnum að- ferðum,“ segir Vilmundur. Samstarf Hjartaverndar og Johns Hopkins hófst fyrr á þessu ári og er til fimm ára. „Þetta þýðir að við fáum peninga til að standa undir úrvinnslu hér á Íslandi og vísindarann- sóknum, þannig að þetta hefur heilmikinn beinan stuðning við það sem við erum að gera.“ Að sögn Vilmundar er rannsóknin unnin sam- hliða öldrunarrannsókn Hjartaverndar og öðrum rannsóknum sem stofnunin hefur unnið að und- anfarin ár. Hjartavernd og Johns Hopkins-læknaháskólinn rannsaka erfðamengi Kanna hvað ráði af hverju gen manna stjórnast FÁSKRÚÐSFJARÐARGÖNG eru nú orðin meira en fimm kílómetra löng og kemur fram á vef Aust- urbyggðar að í gær hafi lengdin Fá- skrúðsfjarðarmegin verið orðin 2.535 metrar og 2.484 metrar Reyðarfjarð- armegin og lengdin því samtals 5.019 metrar. Það er um 88,1% af heild- arlengd ganganna. Aðstæður hafa verið góðar beggja megin undanfarið og sprengingar gengið vel. Björgvin Guðjónsson, framleiðslu- stjóri hjá Ístak við Fáskrúðsfjarð- argöng, sagði í samtali við Morg- unblaðið að nú væri reiknað með að komast í gegn um miðjan september. „Verkið er heldur á undan áætlun,“ segir Björgvin. „Bergið var frekar slæmt framan af í Reyðarfirði, en svo hefur kannski bætt aðeins í, með meiri mannskap og við höfum farið lengra í Fáskrúðsfirði en við ætl- uðum okkur. Við ætluðum ekki nema upp á hábunguna, en erum núna farnir að keyra niður eftir til Reyð- arfjarðar. Við tökum fimm hundruð metrum lengra en var á áætlun.“ Björgvin segir vegalögnum og öll- um frágangi við göngin eiga að vera lokið í októberbyrjun á næsta ári. „Það er töluverð vinna að innrétta göng sem þessi. Þau þarf að styrkja, fara í lokafyllingar og klæða fyrir vatn. Svo eru lagnir í gólfum og raf- lagnir, lýsing, merkingar, malbik og fleira. Þetta tekur allt tíma.“ Nú eru aðeins 675 metrar eftir ósprengdir í gegn. Steypuvinnu þrifalags og undirstöðu fyrir veg- skála Fáskrúðsfjarðarmegin er nán- ast lokið. Vegagerð gengur vel og unnið er við ræsaniðurlögn, fylling- arvinnu, fláa og neðra burðarlag Fá- skrúðsfjarðarmegin. Um sjötíu manns starfa nú að gangagerðinni og segist Björgvin reikna með að sá fjöldi verði eitthvað svipaður við fráganginn. Fylgjast má með framgangi jarð- ganganna á vefnum austurbyggð.is. Göngum milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar miðar vel Mætast í fjallinu eftir 675 metra spotta Ljósmynd/K.M. 700 metra spotti óboraður: Ístaksmönnum gengur vel með Fáskrúðsfjarð- argöng og áætla að mætast í fjallinu um miðjan september. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað rúmlega sextugan mann af ákæru ríkislögreglustjóra fyrir að falsa fjölda reikninga og vottorða vegna sjúkrakostnaðar fyr- ir sig, konu sína og son á ferðalögum erlendis á árunum 1989–1991. Dóm- urinn setti ofan í við ákæruvaldið og lögreglu fyrir stefnulausan rekstur málsins. Að mati dómsins var dráttur máls- ins, fyrst hjá lögreglu og síðar fyrir dómi, andstæður lögum um meðferð opinberra mála og mannréttinda- sáttmála Evrópu og væri ámælis- verður. Kom það til meðferðar hjá fleiri dómurum en einum, en var út- hlutað núverandi dómara í fyrra. Málið lá óhreyft hjá lögreglunni í 7 ár, eða frá því í mars 1992, uns ákæra var gefin út í mars 1999. Segir í dómnum að engar fullnægjandi skýringar séu á drættinum, þar sem fyrir hafi legið að ákærði hafi játað sök að miklu leyti. Í dómnum segir að sök fyrnist á 10 árum, en frá rannsókn málsins hjá lögreglu og skýrslutöku af ákærða fyrir dómi í mars 1992 hafi verið liðin meira en 10 ár er eðlilegur rekstur málsins hófst að nýju í desember 2003. Samkvæmt því væri sök í mál- inu fyrnd og því bæri að sýkna ákærða. Af þeirri ástæðu var og vísað frá rúmlega 1,5 milljóna króna skaða- bótakröfu fjögurra tryggingafélaga sem maðurinn játaði meira og minna að hafa svikið með framvísun fals- aðra reikninga og vottorða. Allur sakarkostnaður var felldur á ríkissjóð, þar með talin 800 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda ákærða. Við ákvörðun málsvarnar- launa var tekið mið af umfangi máls- ins, stefnuleysi í rekstri þess fyrir dómi sem hafi haft í för með sér óheyrilegan fjölda þinghalda. Þau virtust a.m.k. 25 talsins. Málið dæmdi Guðjón St. Mar- teinsson héraðsdómari. Verjandi ákærða var Kristján Stefánsson hrl. og sækjandi Jón H. Snorrason sak- sóknari ríkislögreglustjóra. Sýknaður vegna seina- gangs ákæruvaldsins UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að úrskurður dóms- og kirkju- málaráðuneytisins frá því í mars á þessu ári, þar sem staðfestur var úrskurður sýslumanns síðan í janúar um að vísa frá kröfu manns um breytingu á meðlags- úrskurði sýslumannsins frá því í sama mánuði, hafi ekki verið reistur á réttum lagagrundvelli. Maðurinn kvartaði við umboðs- mann yfir úrskurði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Hann hafði farið fram á við sýslumann að sér yrði eingöngu gert að greiða barnsmóður sinni lágmarksmeðlag með syni þeirra. Beiðni mannsins var vísað frá þar eð barnsmóðir hans væri búsett í Bandaríkjunum og því ættu ís- lensk stjórnvöld ekki lögsögu í málinu. Manninum hafði, með úr- skurði sýslumanns frá árinu 2002, verið gert að greiða barnsmóður sinni tvöfalt lágmarksmeðlag með syni þeirra frá 1. október 2001 þar til hann yrði 18 ára. Beinir umboðsmaður Alþingis þeim tilmælum til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að það taki mál mannsins fyrir að nýju, komi fram ósk um það frá hon- um, og leysi þá úr því í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í áliti þessu. Umboðsmaður finnur að úrskurði DÓMARI við Héraðsdóm Reykja- víkur sektaði í gær verjanda í sakamáli um 40.000 krónur í rík- issjóð vegna hegðunar sinnar í dómsal við aðalmeðferð málsins. Í dómi sínum segir dómari, að verjandinn hafi brotið gegn lögum með framferði sínu og virt að vett- ugi ábendingar dómara um að gæta að reglum laganna við spurningar sínar til vitna. Hann hefði gripið ítrekað fram í fyrir vitnum og dómara, gert dómara upp skoðanir, truflað yfirheyrslur gagnaðila yfir vitnum og sýnt af sér ósæmilega framkomu í dómsal. Sekt fyrir ósæmilega hegðun í dómsal LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lagt hald á tvær loftskammbyssur ásamt skotum og jakka sem merktur var „dyravörður“ en hlutirnir fundust í bifreið í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn föstudag sem lögreglan hafði haft afskipti af. Leyfði umráðamaður bílsins lögreglu að leita í bílnum og hefur 15 ára gamall drengur játað að eiga loftskamm- byssurnar. Fimmtán ára með loftskammbyssur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.