Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra lagði áherslu á víðtækt samstarf ríkjanna við norðaustanvert Atlantshaf á opnun ársfundar OSPAR- samningsins um vernd Norðaustur-Atlants- hafsins. Fundurinn fer fram í Reykjavík og stendur til föstudags. Um 90 manns frá mörgum Evr- ópuríkjum sækja fund- inn, en á honum verða rædd mörg atriði sem tengjast vernd hafsins gegn mengun og annarri ógn sem að lífríki þess stafar. Benti umhverfisráðherra á, að 80% mengunar hafsins kæmi frá starfsemi á landi, og af þeim sökum væri mikilvægt að samstarfsvettvangur eins og OSPAR beitti sér fyrir víðtæku samráði ríkja og hagsmunaaðila. Þar sem sjávarútvegur skipti íslenskt hagkerfi gríðarlegu máli væri hér um mjög mikilvægan málaflokk að ræða fyrir Íslendinga. OSPAR hefði sett sér það markmið á ráðherrafundi ár- ið 1998 að koma ástandi hafsins í við- unandi horf hvað varðar hreinleika og sjálfbærni innan einnar kynslóðar. Síðan þá hefði verið unnið markvisst á þessu sviði, og sú stefnumótun væri nauðsynleg til árangurs í þessum efnum. Mikilvægur samráðs- vettvangur til framfara Siv Friðleifsdóttir MINNINGARSJÓÐUR hefur verið stofn- aður um Þórð Willardsson en hann féll fyrir eigin hendi 25. apríl sl. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur við Menntaskólann Hraðbraut en Þórður stundaði nám þar ásamt því að spila körfubolta með ÍR og vinna hlutastarf á Thorvaldsen bar. Auk þess mun sjóð- urinn styrkja önnur málefni eftir ákvörð- un stjórnar hans, t.d. forvarnir gegn sjálfsvígum. Í byrjun júní söfnuðu nemendur Hrað- brautar og fyrrum félagar Þórðar úr körfuknattleiksdeild ÍR áheitum og léku körfubolta í heilan sólarhring. Átakið gekk vel og fjöldi fólks lagði því lið. Enn er hægt að gerast stofnfélagi í minningarsjóðnum en reikningurinn er í Landsbanka Íslands. Reikningsnúmerið er 0117-296-001350 og kennitalan 700404-2180. Minningarsjóður um Þórð Willardsson SAMKEPPNISSTOFNUN hefur sent um 2.500 fyrirtækjum, félögum og ein- staklingum orðsendingu þar sem vakin er athygli á að upplýs- ingar á vefsvæðum þeirra séu ekki í sam- ræmi við lög, og þeim jafnframt bent á að koma upplýsingagjöf sinni í rétt horf, sam- kvæmt upplýsingum frá Samkeppn- isstofnun. Stofnunin rannsakaði um tíu þúsund íslensk vefsvæði til þess að athuga hvort þeir sem létu í té rafræna þjónustu upp- fylltu lögákveðna upplýsingaskyldu sína. Samkvæmt lögum um rafræna þjón- ustu ber þeim sem veitir þjónustuna skylda til að gefa staðlaðar lágmarks- upplýsingar um sig. Vekur Samkeppn- isstofnun athygli á að lögin um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu taki ekki einungis til fyrirtækja heldur einn- ig til einstaklinga sem birta auglýsingar á vefjum sínum, félagasamtaka sem þiggja styrki í formi auglýsinga á Netinu og sölu líknarfélaga á minningarkortum. Mikið skortir á að reglum um rafræna þjónustu sé framfylgt H rafn Þorri Þórisson, nemi í Ármúlaskóla, bjó til hermilíkan af heimi þar sem plöntur vaxa og dafna og skordýr með gervigreind reyna að komast af og aðlaga sig stöðugt breytilegum að- stæðum. Hrafn byggir kenningu sína á því að ef dýr myndu þróast í mjög einföldu umhverfi hefðu þau tilhneigingu til að vera mjög einföld sjálf því ekki þyrfti mikla hugsun til að lifa af. Í svo fjölbreyttu umhverfi sem jörðin er þurfi þróunin að sjá dýrunum fyrir einhvers konar búnaði til að spá fyrir um hvað sé að gerast í umhverfinu því flækjustigið sé orðið það hátt að ekki sé hægt að ganga að hlutum vís- um. Hrafn bjó til heilakerfi fyrir skordýrin sem er samsett úr sex stöðvum. Ein heilastöðin sér til dæmis um að gera áætlanir og önnur gegnir hlut- verki minnis. Skynfæri skordýranna er eingöngu sjónin og með þessum búnaði læra þau að lifa og komast af í sýndarveruleikanum. Rannsóknin snerist um það hvort flóknara umhverfi orsakaði það að sköpunargáfa sýndarskordýranna yrð meiri og að þau nýttu meira af heilabúnaði sínum. „Almennt er talið að sköpunargáfa búi ein- ungis með listamönnum og ég rökstyð það í skýrslunni. Skordýrin sýna sköpunargleðina í fjölbreytni ráðagerða þeirra til þess að komast af í sýndarheiminum,“ segir Hrafn. Lærði forritun og stærðfræði samhliða rannsókninni Verkefni Hrafns var valið úr átta öðrum verk- efnum ungra íslenskra vísindamanna og fékk fyrstu verðlaun í landskeppni sem Háskóli Ís- lands hélt hér á landi í vor. Hrafn verður því fulltrúi Íslands á heimsmóti ungra vísindamanna í Dyflinni í september og segja kunnugir að möguleikar hans þar séu umtalsverðir. Hrafn naut tæknilegrar leiðsagnar bróður síns við framkvæmd hugmynda sinna, Kristins Þór- issonar, sem er þekktur fyrir rannsóknir sínar á gervigreind og starfaði um árabil hjá Lego, leik- fangaframleiðandanum danska. Þeir bræður eru synir Þóris Guðbergssonar, rithöfundar og fé- lagsmálafrömuðar og Rúnu Gísladóttur, mynd- listarkonu og kennara. Hrafn átti um nokkurt skeið við alvarleg veik- indi að stríða og var fjarlægt æxli við heila hans fyrir fáum misserum. Meðan á veikindunum stóð hafði hann nægan tíma til að íhuga og velta hlut- um fyrir sér og þá fæddist kenning hans um sköpunargáfuna og hvernig umhverfi getur átt þátt í að móta flókna heilastarfsemi lífvera. Hann hafði lítinn grunn í tölvufræðum en lærði sjálfur að forrita um leið og hann vann að verkefninu jafnframt því sem hann viðaði að sér þekkingu á sviði stærðfræði. „Mér gafst þarna mjög gott tækifæri því ég fékk alveg að ráða viðfangsefninu og hvernig ég nálgaðist það. Ég vann að þessu í frítímanum og tók mér síðan frí frá vinnu til þess að ljúka verk- efninu á réttum tíma. Það fóru um 350 vinnu- stundir í verkefnið,“ segir Hrafn. Sömu lögmál að baki sköpunargáfu í dýrum og mönnum Hermilíkanið er forrit með grafískri hlið. Í því eru gerviskordýr sem eiga að finna sér mat og læra að finna hann. Einnig eiga þau að læra að forðast mat sem er þeim skaðlegur. Skordýrin eru 100 í hverri kynslóð, öll af sömu tegund, og í upphafi kunna þau ekki neitt og eini skynbún- aðurinn er sjónin. Þau eignast afkvæmi og sam- tals eru í líkaninu 20 kynslóðir sem verða stöðugt færari um að beita gervigreind sinni til þess að gera ráðagerðir og komast af. Í rannsóknum af svipuðu tagi eru oft hafðar í kringum 1.000 kyn- slóðir en mig vantaði til þess öflugri tölvu. Apple IMC hefur samþykkt að styrkja mig til tölvu- kaupa fyrir frekari rannsóknir. Skordýrin eru höfð eins lík og þau gerast í náttúrunni og líkjast mest býflugum. Einu skynfæri þeirra eru augu og þau sjá form og liti. Ég held að sömu lögmál búi að baki sköp- unargáfu í mönnum og dýrum. Tilgátan er sú að sköpunargáfan sé svar þróunar við því ófyr- irséða. Þegar umhverfið er orðið það flókið, að ekki er hægt að gera ráð fyrir því að það sama gerist ávallt við vissar aðstæður, þurfa dýr að þróa með sér hæfileika til að spá fyrir um hvað gerist. Því flóknara sem umhverfið verður því betri þarf þessi búnaður að vera og því fjölbreytt- ara verður hegðunarmynstrið hjá dýrunum. Rannsóknin leiddi í ljós að í einföldustu gerð sýndarheimsins gera skordýrin eingöngu áætl- anir út frá skynfærunum en nota ekki minnið. En þegar heimurinn verður flóknari nota þau stöð- ugt meira af þeim búnaði sem er til staðar. Þetta bendir til þess að því flóknara sem umhverfið verður því fjölbreyttari hegðun kemur fram.“ Undirstaðan er þróunarkenning Darwins Hrafn segir að undirstaðan í öllu hermilík- aninu sé í raun þróunarkenning Darwins. Sem dæmi má taka að gen þeirra skordýra sem aðhaf- ast ekkert, erfast ekki því skordýrin deyja úr vannæringu og geta því ekki fjölgað sér. Smám saman deyja lötu skordýrin því út en þau skordýr sem hallast að því að finna sér mat og þróa með sér góðar aðferðir til þess, fjölga sér. Hvert skyldi hagnýtt gildi þessarar rann- sóknar vera? Hrafn bendir á að tölvur hafi stjarn- fræðilega reiknigetu en þær hafi ekki það frum- kvæði sem mannshugurinn hefur. „Ef við getum náð að framkalla sköpunargáfu í tölvum höfum við búið til veru sem er mun rökvísari en mað- urinn og býr einnig yfir eiginleika til þess að „hugsa sjálfstætt“. Hægt er að yfirfæra sköp- unargáfuna yfir á öll svið. Það þarf sköpunargáfu til þess að finna upp nýja stærðfræðiformúlu eða semja tónlist og svo framvegis. Stöðugt flóknara umhverfi og skynfæri til þess að túlka það getur orsakað meiri sköpunargáfu. Þar með þarf lík- lega fjölbreyttari skynbúnað og stærra umhverfi fyrir þau gervigreindarforrit sem nú er verið að þróa. Mörg þeirra byggjast eingöngu upp á lykla- borði og spurningum sem slegnar eru inn með því.“ Verkefni Hrafns er þegar farið að spyrjast út og barst honum til dæmis nýlega boð frá Spáni um að halda fyrirlestur um kenningar sínar á al- þjóðlegu vísindaráðstefnunni ECCBR’04. „Í framhaldi af þessu ætla ég að setja saman áhuga- hóp um gervigreind, hóp sem hittist reglulega og vinnur saman að verkefnum. Gervigreind snertir svo mörg fræðisvið, t.d. líffræði, sálfræði, stærð- fræði, heimspeki, rafeindafræði og fleira. Mér finnst gervigreind afar mikilvæg fræði enda væru engin fræði til án greindar,“ segir Hrafn. Sköpunargáfa í sýndarveruleika Morgunblaðið/Árni Sæberg Hrafn Þorri Þórisson hefur vakið athygli á sér fyrir rannsókn sína. Hrafn Þorri Þórisson, tvítugur nemandi á fé- lagsfræðibraut í Fjölbrauta- skólanum við Ármúla, hefur vakið athygli í vísindasam- félaginu með rannsókn sinni á sköpunargáfu. Guðjón Guðmundsson ræddi við hann um sýndarskordýr í sýndarheimi. Hrafn gaf sýndarskordýrinu nafnið Jacky. Hér sjást heilastöðvarnar í kvikindinu í rissi eftir Hrafn. Skjámynd af sýndarheimi Hrafns. Sýndar- skordýrið sést neðarlega á myndinni vinstra megin. gugu@mbl.is „VERKEFNIÐ hjá Hrafni var afar athygl- isvert. Hann skoðaði hvernig umhverfið hefur áhrif á áætlanagerð og þar með lífsafkomu lirf- anna sem búa í umhverfinu. Hann bjó til líkan af því og fylgdist með lífshlaupi gervilífvera sem hann bjó til,“ segir Helga Waage, tækniþróun- arstjóri hjá Hex hugbúnaði ehf., sem dómnefnd Háskóla Íslands leitaði til eftir sérfræðiáliti. Hún segir að Hrafn sé upprennandi stjarna í vísindasamfélaginu. „Það kemur í ljós í þessu verk- efni að ef lífverur búa í einföldu umhverfi eiga þær erfitt með að skipta um skoðun, en lífverur sem búa í fjölbreyttu og margbreytilegu umhverfi búa til áætlanir til þess að lifa af en eru jafnframt mjög sveigj- anlegar í því hvernig hægt er að laga þær áætl- anir að breyttum aðstæðum.“ Helga segir að eftirtektarvert sé hvernig Hrafn blandi saman mismunandi aðferð- arfræðum saman, t.d. genetískum algóritmum og áætlanagerð. „Menn eru að byrja að skoða hluti af þessu tagi en Hrafn blandar þessu sam- an á mjög frumlegan hátt. Það sem er skemmtilegt við verkefni frá ungum vís- indamönnum er að þeir koma svo ferskir að viðfangsefnunum. Mér fannst verkefni Hrafns mjög skemmtilegt og fróðlegt. Miðað við þetta er hann upprennandi stjarna.“ Hrafn er upp- rennandi stjarna Helga Waage SAMTÖK atvinnulífsins og Vélstjóra- félag Íslands hafa undirritað samning vegna vélstjóra í frystihúsum og verk- smiðjum. Samningurinn kveður á um 3,25% upphafshækkun launa frá 17. maí. Þá eru kauptaxtar vélstjóra færðir nær greiddum launum. Í samningnum er einnig gert ráð fyrir stofnun starfs- menntasjóðs sem taki til starfa 1. októ- ber 2004. Samningurinn gildir til ársloka 2007, að því er fram kemur á vefsvæði Samtaka atvinnulífsins. Samið við vélstjóra í frystihúsum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.