Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 18
DAGLEGT LÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Esjan brosir blítt, sólinkyssir hafflötinn ogklettar standa í túni áBarðastöðum þar sem Guðbjartur Þorleifsson býr ásamt Guðrúnu Bjarnadóttur konu sinni. Bílskúrnum hafa þau breytt í vinnu- stofu og þar situr gullsmiðurinn við störf sín. Hann hefur varið mörgum stundum á langri ævi með þjöl í hendi við að sverfa skart sem hann skapar. Hann var innan við sextán ára þegar hann byrjaði að læra gullsmíði hjá mági sínum Guð- mundi Eiríkssyni gullsmið. „Ég hætti eftir þrjú ár og þvældist til sjós og vann við hitt og þetta í nokk- ur ár. En ég tók svo seinna aftur til við gullsmíð- ina og kláraði námið hjá Guðmundi og hef unnið við þetta síðan,“ segir Guðbjartur sem er óhræddur við að tileinka sér nýjungar og steypir meðal annars víravirki á íslenskan þjóð- búning kvenna. Steypt víravirki er mun ódýrara en hið hefðbundna og að sögn Guðbjarts sjá að- eins gullsmiðir muninn á handunnu og steyptu víravirki. Handverkið týnist ekki niður Guðbjartur gerir sjálfur mótin að hverjum grip í settinu og segir það mikið verk. „Frum- mótið er lagt í gúmmí sem er hitað undir mikl- um þrýstingi og síðan er gripurinn fjarlægður með því að skera mótið í tvennt og þá er vaxi þrýst í mótið. Erfitt getur verið að ná vax- mótinu heilu, því víravirkið er fíngert. Ferlið við silfursteypu er flókið, þegar vaxvinnu og upp- setningu er lokið tekur heilan dag að steypa. Síðan tekur við mikil handavinna við að saga niður hvern hlut fyrir sig, sverfa, pússa og kokka í sýrum. Sumir vilja láta gylla silfrið og þá tekur ferlið enn lengri tíma,“ segir Guð- bjartur og bætir við að nauðsynlegt sé að kunna að gera víravirki á gamla mát- ann til að geta búið til mótin. „Þess vegna tel ég ekki hættu á að gamla handverkið týnist niður. En ég held að fáir gullsmiðir séu eftir sem bauka við að handvinna víravirki.“ Hann segir steypt víravirki líka hafa þann kost fram yfir hið hand- unna að vera efnismeira og því sterkara. Guðbjartur segir alltaf þó nokkra eftirspurn eftir víravirki á íslenska þjóðbúninginn og hann er ekki frá því að áhuginn sé að aukast. „Enda er þessi klæðnaður sígildur og konur geta notað búninginn við nánast öll tækifæri og þurfa því ekki að fá sér nýjan kjól í hvert skipti sem hald- in er veisla,“ segir Guðbjartur og bendir á óvænta sparnaðarleið í fatakaupum íslenskra kvenna. Víravirkið á þjóðbúninginn var oft nefnt „kvensilfur“ og gengur í erfðir, sem gefur því tilfinningalegt gildi. En hreinsa þarf silfrið þegar fallið hefur á það og Guðbjartur tekur slíkt að sér. „Ég fæ stundum til mín konur með silfur af búningi frá langömmum sínum. Þá er efnið stundum lélegt því erfitt var fyrir gömlu gullsmiðina að fá silfur. Þá var notast við silfur- peninga sem sagaðir voru í e.k. gorm sem síðan var dreginn gegnum draglöð í heppilegan vír. Nú orðið er notað sterlingsilfur í víravirki.“ Hvalir, hundar og hús úr keramiki Á uppvaxtarárunum náði Guðbjartur í skottið á gamla tímanum og hann gekk í sauðskinns- skóm þegar hann var sendur í sveit átta ára gamall. „Ég vil gjarnan halda því gamla í heiðri og er því á þjóðlegu nótunum í því sem ég bý til. Ég hef t.d. um árabil séð um eftirgerðir á forn- um gripum í Þjóðminjasafni Íslands. Þetta eru gripir sem hafa flestir fundist við uppgröft.“ Og hann dregur fram hálsmen og nælur í fornum stíl sem hann hefur gert afsteypur og eftirlík- ingar af. Einnig býr hann til hluti úr keramiki og ber þar hæst eftirmyndir af gömlum sögu- frægum húsum, t.d. Hallgrímskirkju og Höfða. Nýjasta nýtt hjá Guðbjarti í keramikinu eru styttur af íslenska hundinum og hinum vinsælu skepnum hafsins, hvölum. „Ég geri út á ferða- mannamarkaðinn og hugsa þetta sem minja- gripi. Ferðamenn kaupa mikið af keramikhús- unum og eru líka spenntir fyrir hvölunum.“ Þau hjónin Guðbjartur og kona hans Guðrún eru samhent í fjölskyldufyrirtækinu og hann leggur áherslu á að hlutur hennar sé ekki síðri en hans. Þau tvö sjá sjálf um pökkun og dreif- ingu á öllu sem þau selja. Þau hafa komið upp sex börnum og listhneigðin virðist renna í blóð- inu því tvö barna þeirra eru lærðir gullsmiðir. Guðbjartur lætur ekki duga að smíða skart úr eðalmálmum, hann vinnur líka heilmikið í leir og sótti á sínum tíma námskeið hjá Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara. Einnig málar hann mikið af stórum málverkum og notar til þess ol- íuliti. Guðbjartur og Guðrún una hag sínum vel á Barðastöðum þar sem þau hafa búið sl. þrjú ár. Þau segja það mikils virði að búa í nokkurskon- ar sveit í borg þar sem útsýnið er víðfeðmt og Guðbjartur segir að honum eflist sköpunar- kraftur í nálægðinni við náttúruna.  HANDVERK Þúsund þjala gullsmiður Guðbjarti Þorleifssyni gullsmið er margt til lista lagt. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti hann á vinnustofuna þar sem hann horfir yfir hafið og upp til fjalla. khk@mbl.is Víravirki á íslenska þjóðbúninginn selur Guðbjartur á verkstæðinu að Barðastöðum 79. Sími: 557 4511 Alla aðra hluti Guðbjarts er að finna í ferðamannaverslunum. Armband með kristnitáknunum sjö: Hér sést í krossinn, dúfuna og fiskinn. Gullsmiðurinn með muni sína: F.v.: Silfur- armband, eitt húsanna og Þórshamars- hálsmen með drekahaus. Víravirki: Gripur úr setti af aldamótagerð. Morgunblaðið/Árni Torfason 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s www.fylkir.is Sumarhús á tilboði! Laugardaginn 3. júlí eigum við til nokkur sumarhús á leigu. Á niðursprengdu verði! Nánari upplýsingar í síma 456 3745 Stökktu til, því Danmörk kallar á þig! - til Danmerkur í fríið Hvalaskoðun með Moby Dick Sími: 421 7777 & 800 8777 Farsími 896 5598 - Fax 421 3361 Pósthólf 92, 230 Kefl avík www.dolphin.is - moby.dick@dolphin.is Daglega frá Kefl avíkurhöfn frá apríl til október. Sjóstangveiði - Skemmtisiglingar. 10 ára 1994 - 2004 25 % afsl. Þessa viku er 25% afsláttur af öllum PURITY HERBS vörum í verslunum LYFJU www.purityherbs.is • info@purityherbs.is GOSH kynnir áhrifaríkan nýjan mascara, fullan af næringu. Með einni stroku verða augnhárin lengri og þéttari... og þú verður ánægðari með útlit þitt. Reykjavík v/ Ægisgarð • S. 555 3565 • www.elding.is Hvalaskoðun Þrjár ferðir daglega – fróðleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Ferðir alla þriðjudaga kl. 18:00 og laugardaga kl. 13:30. Einnig sérferðir fyrir hópa, tímar eftir samkomulagi. Sjóstangaveiði á sjó Ævintýri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.