Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 21 BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG blaða stundum í Bréfum og rit- gerðum Stephans G. Stephanssonar og finn þá gjarnan einhvern sam- hljóm við nútímann. Nýlega las ég t.d. ræðu sem Stephan flutti á sam- komu lestrarfélags í sex ára gamalli og fámennri byggð Íslendinga vest- ur undir Klettafjöllum árið 1894; ræðan var birt skömmu síðar í blöð- um í Winnipeg („Um bóklestur“, sjá Bréf og ritgerðir IV:165–174). Stephan var rúmlega fertugur þegar hann flutti ræðuna og hafði búið í Vesturheimi í tvo áratugi. Þetta er ein af þessum ræðum eða ritgerðum sem maður slær sér á lær yfir og segir: „Ja, mikið assgoti er þetta nú snjallt.“ Mig langar til að deila með lesendum broti úr þessum texta. Stephan G. greip gjarnan til sam- líkinga úr náttúrunni enda var hann henni svo nátengdur. Hann sagði t.d. um menninguna í umræddri grein að hún forðaði mönnum frá því að líf þeirra „verði gróðurlaust og öllu frá- skilið, eins og bjarg sem oltið hefur fram á grassléttu og liggur þar hreyfingarlaust uns það sígur ofan í jörðina“. Mynd úr náttúrunni einkennir líka þann textabút Stephans G. sem er tilefni þessara skrifa: „Fyrir löngu síðan dró ég fisk á færi, heima við Ísland, fram með hafísjökum úti á Skagafirði. Mér þótti það undarlegt að hver fiskur, sem ég dró, hafði ský á öðru auganu og var auðsjáanlega blindur á því. Ég spurði manninn sem með mér var hvernig á því stæði. Hann sagði mér að það kæmi til af því að fisk- arnir hændust að ljósglampanum út frá jökunum, syntu í sífellu kringum þá og sneru því ávallt sama auganu að jakanum, uns þeir yrðu blindir, því birtuna út frá ísnum þyldu þeir ekki til lengdar, en kringum jakann syntu þeir samt eftir sem áður.“ Stephan sagði þessa sögu í tilefni af áhrifum tiltekins afls á umhverfi sitt; hann taldi þau áhrif reyndar ekki hafa verið menntandi; fylgj- endurnir hefðu orðið blindir á því auganu sem að aflinu sneri, en þeir syntu kringum það eftir sem áður. En það er engin ástæða til svart- sýni og bölmóðs núna. Ég tek undir með þeim sem hafa talað um vor í ís- lensku þjóðlífi. Það er eitthvað að gerjast, eitthvað að gerast. Sjálf- stæð hugsun eflist – og ísjakinn bráðnar smátt og smátt. BALDUR HAFSTAÐ, Snekkjuvogi 3, 104 Reykjavík. Ísjakinn Frá Baldri Hafstað: SÍBYLJA tröllríður mörgum út- varpsstöðvum og er innantómt blaður þáttastjórnenda mikil mengun. Svo andleg auðn skað- ar unglinga. Ég spurði starfsmann RÚV, af hverju kórsöng væri haldið til hlés. „Lítið áhorf og hlustun“ svaraði hann. Undarlegt miðað við að smæstu sveitir og þorp skarta einum eða fleiri kórum. Ég legg frægum manni þau orð í munn að „þar sem 10 Íslendingar koma saman er kór“ Útlendingar undrast hvað svo fámenn þjóð á marga snjalla lagasmiði, söngvara og alhliða tónlistarfólk. Þjóð vor skartar tónskáldum og útsetjurum á heims- vísu, eins og t.d. Jóni Ásgeirssyni. Kórstjórarnir Þorgerður Ingólfs- dóttir og Jón Stefánsson hafa sann- anlega gefið lífinu lit. Svo eru aðrir sem of lítið sjást og heyrast miðað við lög þeirra og flutning. Sigurður Bragason söngvari gerði fjölda tón- verka þau 13 ár sem hann stjórnaði Árnesingakórnum. Lag hans við ljóð Tómasar, Fagra veröld, er með því betra sem heyrist. Hinn snjalli laga- smiður og kórstjóri, Björgvin Þ. Valdimarsson, hefur með lögum sín- um gert ljóðin sýnilegri. „Smá vinir fagrir“, Jónasar Hallgrímssonar, varð sýnilegra við lag Jóns Nordals. Og það eru fleiri sem gera öllum gott með því að koma verkum sínum á framfæri. „Töfrar“ heitir geisladiskur Sólveigar Illugadóttur, sem meira gaman er að, sem oftar er hlustað. Orð eru til alls fyrst, jafnvel þegar þau eru ekkert annað, eins og hin öldnu loforð um byggingu tónlistar- húss. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Rvík. Enn er tónlistin húsnæðislaus Frá Alberti Jensen: Albert Jensen SUNNUDAGINN 6. júní 2004 stofnaði Bjarni Þór Þorvaldsson stjórnmálaflokkinn Orkuflokkinn, er hann hugsaður sem ný vídd í stjórn- málunum. Er hugsunin sú að bera skuli virð- ingu fyrir orkunni en álitið er að allt sé orka, hlutlæg og óhlutlæg, bera skal virðingu fyrir manninum sem er orka, og höfundur skilningsins á al- heiminum. Stefnumál flokksins í stuttu máli eru þessi: Endurvinna alla orku sem mað- urinn hefur tekið í nýtanlega orku. Viðurkenna skal alþýðuvísindi eins og grasalækningar sem stað- reynd. Viðurkenna skal óhefðbundin lækningalyf með skírskotun í að allt sé orka. Sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Beita sér fyrir Orkubandalagi sem væri alþjóðlegt með aðild við- urkenndra stjórnmálaflokka. Taka skal skattafyrirkomulagið til endurskoðunar. Er litið svo á að orkustreymi og flæði í öllu sem er beri að hlúa að, má þar benda á að maðurinn sem er orka þarf á hreyf- ingu og hollu, orkuríku fæði að halda til að halda heilbrigði sínu og stuðla að langlífi. Einnig vil flokkurinn benda á að hann telur að hægt sé að rækta upp fiskimiðin með því að dreifa á land- grunnið lífrænni orku sem mundi ganga í samband við lífríki sjávar, en þar er átt við að nota sorpbagga sem er lífræn orka. Margir menn mundu segja að þetta væri mengun en flokkurinn lít- ur ekki svo á það, en bendir í því sambandi á að Orkustofnun þyrfti að sinna ransóknum á fleiri orkusviðum en hún gerir. Flokkurinn mun beita sér fyrir orkumálaráðurneyti ef hann kemst til áhrifa. BJARNI ÞÓR ÞORVALDSSON, formaður Orkuflokksins, Hraunbæ 182, 110 Rvk. Orkuflokkurinn Frá Bjarna Þór Þorvaldssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.