Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 23 sagði Margrét María. Ef af þessu verkefni verður munu samstarfs- aðilar Jafnréttisstofu verða Rann- sóknastofnun Háskólans á Ak- ureyri og félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, ásamt Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum í Háskóla Íslands. Tæp 20% fyrirtækja svöruðu Eitt þeirra verkefna sem nú eru í fullum gangi á vegum Jafnrétt- isstofu og félagsmálaráðuneytis er að leita eftir upplýsingum allra fyr- irtækja í landinu með fleiri en 25 starfsmenn um jafnréttisáætlun þeirra. Alls er um að ræða 775 fyr- irtæki og var óskað eftir því að fyr- irtækin sendu frá sér upplýsingar um jafnréttisáætlanir sínar nú fyrir sumarbyrjun, eða 1. júní síðastlið- inn. Aðeins um 15–20% fyrirtækja hafa svarað og segir Margrét María að nú verði ákveðið hvað gera skuli í kjölfarið. Opinberum stofnunum með fleiri en 25 starfs- menn hefur einnig verið sent bréf sama efnis, en þær eru um hundrað talsins. Í jafnréttislögum frá árinu 2000 er ákvæði þar sem segir að fyrirtæki og stofnanir þar sem eru 25 starfsmenn eða fleiri skuli setja sér jafnréttisáætlun eða kveða sér- staklega á um jafnrétti kvenna og karla í starfsmannastefnu sinni. Fram kemur að atvinnurekendur skuli markvisst vinna að því að jafna stöðu kynjanna og að greidd skuli jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf, einnig að laus störf eigi að standa jafnt körlum sem konum opin og að gera skuli ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni. Loks eru fyr- irtækin og stofnanirnar minnt á sérstakar tímabundnar aðgerðir sem ætlaðar eru til að bæta stöðu kvenna og karla til að koma á jafn- rétti og jafnri stöðu kynjanna. Flytja í Rannsóknahúsið Margrét María sagði að samstarf Jafnréttisstofu við félagsmálaráðu- neytið hefði gengið mjög vel og ráð- herra, Árni Magnússon, hefði sýnt málaflokknum mikinn áhuga. M.a. hefði hann lýst því yfir að hann vildi uppræta launamun kynjanna. Í haust flytur Jafnréttisstofa í nýtt og glæsilegt húsnæði í Rannsókna- húsi Háskólans á Akureyri, en þar verða til húsa ýmsar aðrar stofn- anir og kvaðst Margrét María binda miklar vonir við samstarf við þær. „Á Jafnréttisstofu starfar öfl- ugur hópur og ég hef miklar vænt- ingar til hans, það er gaman að vakna á morgnana og mæta í vinn- una og hitta samstarfsfólk sitt,“ sagði Margrét María. Margir bandamenn í baráttunni Hún sagðist eiga marga banda- menn í jafnréttisbaráttunni, „en það hefur komið mér skemmtilega á óvart að í röðum karla, 60 ára og eldri, hef ég eignast marga slíka. Ég hef velt því fyrir mér hvers vegna svo sé, þar sem jafnrétt- isumræðan hefur fyrst og fremst verið umræða sem konur hafa tekið þátt í. Ég held að það stafi af því að þessir menn þurfa ekki lengur að verja stöðu sína. Þeir eru oftast komnir á „toppinn“ í störfum sínum og það styttist í starfslokin. Á þess- um tíma eru þeir að skoða líf sitt og sjá það oft í nýju ljósi,“ sagði hún. Þeir vilji jafnrétti fyrir dætur sínar og afkomendur og sjá þá gjarnan einnig að starfsframinn var dýru verði keyptur, „margir sjá eftir þeim tíma sem þeir hefðu getað notað með fjölskyldum sínum í stað þess að vera alltaf í vinnunni“. rfsemin ðina af því en svo er rir landið . Hún dygði að símleiðis rfsfólk itta fólk bæri und- m fólki okkar m.a. réttismál, ega sem fólk n Jafn- rkefni of sstofa í kefni á ð bar yf- jörð og re and t um að raorlofs- andi, áni. Að- þessum ð ólíkum regi er þ.e. þeir r geta ar, en tæðan amselt til Spáni er nt. Þannig nur á ú að rlof en sem hafa aðinn þó annig er egi. g vel og ra fyrir m snýst na í in verður verður,“ ofu margt mundan lgrímsson fu, segist um og yfir nnanna. steinsson, g Margrét maggath@mbl.is 20.000 bandarískum hermönnum aukið svigrúm til að fást við sveitir Talibana og al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna í suður- og austurhluta lands- ins. Ýmsir talsmenn mannréttindasamtaka hafa reyndar nú þegar gagnrýnt þessa samþykkt sem alls ónóga. Jon Sifton hjá Human Rights Watch sagði, að færu kosningarnar ekki fram eða mis- tækjust að einhverju leyti, gætu Afganir kennt NATO um það. Bosníu hafnað vegna samstarfsleysis Serba Af öðrum málum má nefna ástandið í Bosníu en friðargæslu NATO-ríkjanna þar lýkur um næstu áramót þegar Evrópusambandið tekur við henni. Höfðu yfirvöld í Bosníu vonast til, að á Istanbúl- fundinum yrði þeim boðin aðild að friðarsamstarfi L eiðtogafundi NATO-ríkjanna í Istan- búl í Tyrklandi lauk í gær og þrátt fyrir margvíslegan ágreining, eink- um um Íraksmálin, má segja, að hann hafi einkennst af samhug og samstöðu. Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst, að bandalagið skipti æ minna máli eftir að kalda stríðinu lauk, en stækkun þess í austur og aukin þátttaka þess í friðargæslu, einkum á Balkan- skaga og í Afganistan, hafa átt sinn þátt í að end- urnýja það og gefa því nýjan tilgang. Á leiðtogafundinum voru valdaskiptin í Írak mál málanna og var þessum sögulega áfanga vel fagnað. Samþykktu leiðtogarnir, að NATO skyldi taka að sér þjálfun íraska hersins þótt ekkert væri um það sagt hvernig að henni skyldi staðið. Raunar lýsti Jacques Chirac, forseti Frakklands, yfir því, þrátt fyrir samþykktina, að hann sæi ekki, að NATO hefði neinu hlutverki að gegna í Írak. Eftir sem áður er búist við, að Frakkar muni taka þátt í að þjálfa íraska hermenn, en þá í Frakklandi, ekki í Írak. Þeir og Þjóðverjar hafa lagt á það áherslu, að þeir muni ekki senda her- menn til landsins. Hvað sem þessum áherslumun líður var sam- þykktin verulegur sigur fyrir þá George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands. Þeir höfðu líka sérstaka ástæðu til að fagna valdaskiptunum í Írak, ekki síst vegna stöðu þeirra heimafyrir, þótt það eigi eftir að koma í ljós hvort þau voru annað og meira en innihaldslaust formsatriði. Kosningar í Afganistan í raun á ábyrgð NATO Hitt meginmálið var Afganistan. Margir líta svo á, að þar en ekki í Írak sé trúverðugleiki NATO í húfi. Hamid Karzai, forseti Afganistans, ávarpaði leiðtogafundinn og skoraði á hann í til- finningaþrunginni ræðu að standa við gefin fyr- irheit um að fjölga í friðargæsluliði NATO í land- inu. Sagði hann, að það væri nauðsynlegt til að vernda landsmenn fyrir hryðjuverkamönnum, einkaherjum stríðsherranna og eiturlyfjaflokkun- um. Þá væri það ein af meginforsendunum fyrir því að kosningarnar í september gætu farið fram. Lagði hann áherslu á, að þetta þyldi enga bið. NATO hét því í október síðastliðnum að fjölga í friðargæsluliðinu en hingað til hafa aðildarríkin verið ófáanleg til að senda fleiri hermenn. Á fund- inum í Istanbúl var hins vegar samþykkt að fjölga í liðinu úr 6.500 manns í 10.000 og gefa þá um leið NATO-ríkjanna, sem líta má á sem áfanga að fullri aðild, en því var hafnað. Var ástæðan nefnd lítil samvinna Serba í hinum serbneska hluta Bosníu við að hafa uppi á stríðsglæpamönnum. Þótt nokkur ágreiningur sé enn innan NATO má segja, að fundinum í Istanbúl hafi lokið að mestu í sátt og samlyndi. Það eina, sem út af bar, var sá titringur, sem Bush olli er hann lýsti yfir, að Tyrkir væru komnir vel á veg með að uppfylla skilyrðin fyrir aðild að Evrópusambandinu og því ætti „að gefa inngöngunni ákveðna dagsetningu“. Brást Chirac Frakklandsforseti reiður við yfirlýs- ingunni og sakaði Bush um afskipti af evrópskum innanríkismálum. Kvaðst hann aldrei mundu segja Bandaríkjamönnum hvernig þeir ættu að haga málum sínum gagnvart Mexíkó. Þrátt fyrir þetta ítrekaði Bush ummæli sín á fundi með há- skólastúdentum í Istanbúl í gær. Aukinn samhugur þrátt fyrir nokkurn ágreining Að margra mati er Afganistan hinn raun- verulegi prófsteinn á trúverðugleika NATO Istanbúl. AP, AFP. AP Hamid Karzai, forseti Afganistans, á fréttamannafundi í Istanbul. Með honum er Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO. Karzai lagði áherslu á, að senda yrði fleiri friðargæsluliða til Afganistans, ekki síst til að tryggja, að kosningarnar í september næstkomandi geti farið fram. E rfiðlega hefur gengið að manna stöður í nýju sendiráði Banda- ríkjanna í Bagdad sem tekur formlega til starfa nú þegar Bandaríkjamenn hafa framselt völd sín í landinu í hendur stjórnar sem skipuð er Írök- um. Einnig hefur gengið erfiðlega að finna fé til reksturs sendiráðsins, auk þess sem öryggismál eru sér- stakt áhyggjuefni, enda líklegt að Bandaríkjamenn verði áfram skot- mörk hryðjuverkamanna og and- spyrnuhreyfinga í landinu. John Negroponte hefur tekið við embætti sendiherra Bandaríkjanna í Írak en hann hefur undanfarið ver- ið sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann kom til Íraks á mánudag. Sérstök umbun Negroponte mun stýra stærsta sendiráði Bandaríkjanna á erlendri grundu en alls er gert ráð fyrir því að um þúsund Bandaríkjamenn muni starfa þar, auk um sjö hundruð Íraka. Hafa embættismenn utanrík- isráðuneytisins bandaríska frá því í janúar unnið hörðum höndum að því að manna sendiráðið í Bagdad. Færa hefur þurft til fólk úr stöðum annars staðar á erlendri grundu en ekki hafa allir verið ginnkeyptir fyr- ir því að verða sendir til Bagdad. Þeim skilaboðum hefur því verið komið á framfæri við unga og metn- aðargjarna starfsmenn utanrík- isþjónustunnar að líkurnar á því að menn komist til metorða í utanrík- isþjónustunni muni aukast ef þeir lýsi sig reiðubúna til að þjóna eitt ár í sendiráðinu í Bagdad. Einnig liggur fyrir að þeim sem halda til starfa í Írak verður umbun- að fjárhagslega með sérstökum hætti. Eitt hundrað og þrjátíu þúsund bandarískir hermenn verða áfram í Írak þó að Bremer landstjóri hafi formlega afsalað sér völdum í land- inu og sé farinn heim til Bandaríkj- anna. Utanríkisráðuneytið tekur hins vegar við ýmsum verkefnum sem Bremer og hans aðstoðarmenn hafa sinnt í Írak frá því síðasta vor. Meðal annars á starfsfólk sendiráðs- ins að sjá um samskipti og samráð við nýja íraska ríkisstjórn, yfirstjórn uppbyggingarstarfs Bandaríkja- manna í landinu og svo framvegis. Þá verður sendiráðið með útibú í fjölda borga eins og Basra, Hilla, Mosul og Kirkuk auk þess sem 150 bandarískir ráðgjafar munu starfa í íröskum ráðuneytum sem fulltrúar sendiráðsins þar sem þeir munu fylgjast með því hvernig þeim 18,4 milljörðum dollara, sem Bandaríkja- stjórn áætlar að nota til uppbygg- ingar í Írak, verður varið. Erfiðar aðstæður Edward S. Walker, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Egyptalandi og núverandi forseti Mið-Austurlandastofnunarinnar, segir að það muni reynast starfs- mönnum sendiráðsins erfitt verk að sannfæra Íraka um að þeir séu ekki einfaldlega að halda áfram starfi bráðabirgðastjórnar Bremers. Lík- lega muni sendiráðsliðið mest halda sig innan girðinga „græna svæð- isins“ svokallaða í miðborg Bagdad, þar sem Bandaríkjaher sér um ör- yggismál, og tækifæri til að hitta venjulega Íraka verði fá vegna ör- yggisaðstæðna í landinu. „Jafnvel við góðar aðstæður er vandasamt verk að safna saman svo fjölmennu starfsliði sem þessu,“ segir Walker. „Það verður alger martröð í Bagdad þar sem aðstæð- urnar eru eins og þær eru.“ Miðstöð valdsins í Írak? Sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad er hið stærsta sinnar tegundar Reuters John Negroponte, sendiherra Bandaríkjanna í Bagdad, skoðar aðstæður á sendiráðslóðinni í gær. Gífurleg öryggisgæsla er um sendiráðið. Washington, Bagdad. Los Angeles Times, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.