Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 33
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 33 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár OPIÐ HÚS MIÐVIKUDAGINN 30/06 Vallarás 4 - lyftuhús Góð 3ja herb. 86 fm íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Hol með flísum og fata- skáp. Eldhús með hvítri innrétt- ingu, flísum á gólfi og borðkrók við glugga. Dúklagt baðherbergi með baðkari og tengt f. þvottavél. Rúm- góð stofa með útg. á vestursvalir. Sjónvarpshol. Tvö svefnherbergi með dúk á gólfi og skápum. Sam- eiginlegt þvottahús er á 1. hæð ásamt sérgeymslu og hjóla/vagna- geymslu. Húsið er steniklætt og því viðhaldslítið. Þetta er góð eign á góðum stað. Áhv. er 5,8 millj. Verð 12,9 millj. Hrafn og Hildur taka vel á móti ykkur í dag á milli kl. 17.00 og 19.00. Úrval af glæsilegum fatnaði fyrir konur á öllum aldri Stærðir 36-52 Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 lau. kl. 11-14 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Útsala Sumarútsalan hefst 1. júlí Komdu og gerðu dúndur kaup 30-70% afsláttur Góðar vörur á ótrúlegu verði Heilsudrekinn Kínversk heilsulind Ármúla 17a Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.isKung Fu Skeifunni 3J Næstu helgi verður haldin mikil hátíð íGömlu Borg í Grímsnesi og verðamargar skemmtilegar uppákomur.Lísa Thomsen er ein þeirra sem stendur að þessari hátíð. Þetta er ansi merkilegur staður er það ekki? „Jú, þetta hús á sér langa og merkilega sögu. Það var Ungmennafélgið Hvöt sem hafði veg og vanda af að byggja það árið 1929. Þessi bygging reyndist ungmennafélaginu ofviða og yfirtók hreppurinn hana fljótlega. Þarna var þinghús hreppsins og ungmennafélagið setti upp leikrit á litla sviðinu. Árið 1942 hófst tími dansleikjanna og gekk þá húsið undir nafninu Minni-Borg og voru Minni-Borgar böllin vinsæl um allt Suður- land. Árið 1966 var nýtt félagsheimili og þá var Gamla Borg tekin undir bílaverkstæði og kemur þá nafnið Gamla Borg til sögunnar. Bílaverk- stæði var rekið hér í 30 ár eða til ársins 1995.“ Hvenær var hafist handa við að endurreisa Gömlu Borg og hvernig tókst það til? „Það var snemma árs 1996. Ég hafði lengi horft á þetta fallega hús og fannst miður að sjá það í niðurníðslu. Ég fékk til liðs við mig nokkr- ar konur úr sveitinni og stofnuðum við áhuga- félag um endurbyggingu hússins. Það gekk eftir og að loknu miklu sjálfboðaliðsstarfi og að- keyptri vinnu var húsið endurvígt 2. júlí 1999, þá var húsið 70 ára gamalt. Það var mikil vinna við endurbygginguna en afar ánægjuleg og er það álit manna sem skoða húsið að vel hafi til tekist. Við fáum marga gesti sem hafa sögur að segja frá árum áður, þegar það var hér á böll- um, margir kynntust lífsförunaut sínum hér, þar á meðal ég.“ Hvaða starfsemi fer fram í Gömlu Borg? „Í dag rekum við hér kaffihús og krá með allskyns uppákomum. Við bjóðum upp á heima- bakaðar kökur í anda hinnar íslensku húsmóður, auk ljúffengrar súpu. Það er draumur okkar að húsið nái að dafna, iða af lífi, söng, gleði og sögu. Það er ákaflega gaman að sjá kynslóðirnar mætast hér, dansa og skemmta sér saman og hér leika ýmsir fyrir dansi. Um næstu helgi eru liðin 5 ár frá því að við opnuðum húsið eftir end- urbygginguna. Því ætlum við að fagna og halda hátíð, Ingrid Hlíðberg opnar listsýningu sína, spurningakeppni verður kl. 20 á laugardag í samstarfi við Rolf Johanson á léttum nótum þar sem allir geta verið með og eru spurningarnar um sveitina og nágrennið til fróðleiks og skemmtunar fyrir sumarbústaðafólkið og aðra. Loks dunar dansinn fram eftir nóttu. Staðsetn- ing Gömlu Borgar er góð enda í alfaraleið, verslun nálægt, einnig tjaldstæði og hestagerði. Gamla Borg er því tilvalinn staður fyrir óvissu- ferðir, brúðkaup, afmæli o.fl.“ Hátíð| 5 ár liðin frá enduropnun Gömlu Borgar Sagan svífur yfir vötnum  Lísa Thomsen er fædd 17. júlí 1944. Hún ólst upp í Reykjavík og útskrifaðist úr Versl- unarskóla Íslands árið 1963. Árið 1963 fluttist Lísa austur í Grímsnes og hefur búið þar síðan. Hún útskrifaðist úr Fjölbrautaskóla Suður- lands 1992. Lísa er gift Böðvari Pálssyni, fyrr- verandi bónda og oddvita, og eiga þau hjón fimm uppkomin börn, Sigurð, Laufeyju, Bryn- dísi Ástu, Önnu Ýri og Láru. Hún starfar sem hjúkrunarritari á Heilbrigðisstofnuninni á Sel- fossi. Gaman í Húsdýragarðinum VIÐ SKEMMTUM okkur kon- unglega í Húsdýragarðinum á Jónsmessuhátíð. Í boði var vönduð og skemmtileg dagskrá og starfs- fólk Húsdýragarðsins á heiður skil- inn því það lagði sig mikið fram við að skemmta gestum og gangandi. Helga og Apríl. Hugdetta ÞAÐ er fátt sem gleður augu og eyru hvað fjölmiðla varðar þessa dagana. Fótbolti og fótbolti og ekk- ert annað. Nú eru forsetakosningar að baki og sem betur fer var meirihluti þjóðarinnar viss um hvað hún vildi og óska ég Ólafi Ragnari allra heilla, nú sem endranær. Hann er og verður farsæll í starfi. Einn stjórnmálaflokkur er þó með armæðu og ergelsi yfir úrslit- unum. Hann í anda allra sinna manna, var búinn, að mínu mati, að ákveða aðra útkomu. Sýndi þó kjark til þess að fara á kjörstað en gleymdi líklega skriffærum heima. Davíð heldur opinni gjánni en er hún ekki einhvers staðar svo mjó að hann í fararbroddi geti ekki sýnt hugrekki og stokkið fyrst yfir? Þá munu hans menn allir á eftir fara og jörðin hætta að hristast svo þeir megi allir samgleðjast forseta Ís- lands og stutt hann til góðra verka fyrir land og þjóð. Ég held að þessu nuddi megi fara að linna en því miður held ég að það verði sama útkoman þegar at- kvæðagreiðslan um fjölmiðla- frumvarpið verður. Ég held við megum búast við sama nuddinu. Kristjana Vagnsdóttir. Dagur, Ljóska og Lubbi ÉG SAKNA teiknimyndadálkanna um Dag og Ljósku og hundinn Lubba. Gaman væri að sjá þær aft- ur í blaðinu. Þá mættu Víkverji og Velvakandi vera meira áberandi. Guðrún Magnúsdóttir. Íþróttaskór tapaðist SVARTUR Reebok íþróttaskór féll úr bíl á Laugaveginum á móts við verslun Skífunnar. Óhappið átti sér stað sl. föstudag. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 899 4575. Ullarteppi fannst HANDPRJÓNAÐ ullarbarnateppi fannst hinn 17. júní sl. í Hljóm- skálagarðinum. Upplýsingar í síma 568 7215. Gleraugu fundust GLERAUGU fundust fyrir skömmu á grindverkinu sem skilur að Skúlagötu 64 og gangstíginn. Upplýsingar gefur Steingrímur í síma 551 5900. Loki er týndur LOKI týndist frá heimili sínu á Suðurgötu í Rvík, föstudaginn 11. júní sl. Hann er Balinese síams- köttur, ljósdrappaður að lit og dökkbrúnn kringum andlit og fæt- ur. Hann er með bláa hálsól og merktur með heimilisfangi og síma- númeri. Þeir sem hafa orðið varir við ferðir Loka eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Mar- gréti í síma 664 9919. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is BANDARÍSKUR drengjakór frá Minnesota er gestur Unglingakórs Grafarvogskirkju um þessar mundir og halda kórarnir sameiginlega tón- leika í Grafarvogskirkju kl. 20 í kvöld. „Kórinn kom hingað í fyrrasumar og hélt tónleika í Grafarvogskirkju,“ seg- ir Oddný Jóna Þorsteinsdóttir, stjórn- andi Unglingakórs Grafarvogskirkju. „Sú hugmynd kom hjá okkur að end- urgjalda heimsóknina og tóku þeir mjög vel í það. Þeir sögðust þá enn ætla í tónleikaferð um Evrópu og langaði að koma við hér og halda tón- leika hjá okkur aftur. Stjórnandi kórsins frá árinu 1997 er Francis Stockwell sem starfaði áður um tíma með Vínardrengjakórnum og þeir hittu þann kór á tónleikaferðalagi sínu í Austurríki.“ Kórinn er hluti af hinum stóra Land of Lakes Choirboys. Honum er skipt í fjóra hluta eftir aldursstigum og reynslu, alls um 100 kórfélagar. Drengirnir sem hingað koma eru um 30 talsins á aldrinum 10–14 ára. Þeir flytja allar tegundir tónlistar en í kvöld syngja þeir kirkjuleg verk og þjóðlög. Unglingakór Grafarvogskirkju hef- ur komið víða fram hér heima og einnig haldið tónleika bæði í Svíþjóð, Danmörku og nú síðast í St. Gilés Dómkirkjunni í Edinborg í mars á síðasta ári. Kórinn er að jafnaði skip- aður 30 stúlkum en á tónleikunum eru þær 26. Kórarnir syngja hvor í sínu lagi og sameinast svo í lok tón- leikanna. Meðleikari er Hörður Bragason, organisti Grafarvogskirkju. Land of Lakes Choirboys syngja í Skálholtskirkju á fimmtudag. Drengjakórinn frá Minnesota, Land of lakes Choirboys. Frá Minnesota til Grafarvogs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.