Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 35
MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 35 Söluturn í eigin húsnæði Höfum í einkasölu mjög góðan söluturn í eigin húsnæði. Staðsetning misvæðis í Reykjavík. Grill, lottó, eigin sam- lokugerð. Opunartími 8.00-19.00. Góð velta. Upplýsingar einungis á skrifstofunni. KRINGLUNNI • SMÁRALIND 40-70% afsláttur hefst á morgun LOKAÐ Í DAG ÚTSALAN RÉTTINDASTOFA Eddu út- gáfu hefur selt útgáfurétt á tveimur skáldsögum Arnaldar Indriðasonar til St. Martins Press í Bandaríkjunum. Bæk- urnar eru Mýrin og Graf- arþögn sem nú þegar eru orðn- ar meðal helstu metsölubóka á meginlandi Evrópu, hafa t.a.m. selst í 300 þúsund eintökum í Þýskalandi. „St. Martins Press er eitt af stærstu forlögunum í Banda- ríkjunum en það gefur út um 700 titla á ári undir átta for- lagsmerkjum,“ segir Dröfn Þórisdóttir hjá Eddu útgáfu. „Ég er mjög ánægður með að það skuli hafa tekist að finna útgefanda að bókunum mínum í Bandaríkjunum,“ sagði Arnaldur Indriðason í samtali við Morgunblaðið. „Það eru Réttindastofa Eddu og út- gefandinn minn í Bretlandi, Harvey Press, sem hafa unnið að þessu og ég er hæstánægð- ur með bandaríska útgefand- ann,“ sagði Arnaldur. „Það sætir tíðindum að hafa vakið áhuga bandarískra forleggj- ara á verkum Arnaldar því löngum hefur þótt erfitt að koma þýðingum á framfæri þar í landi, ekki síst þýddum glæpasögum,“ segir Dröfn. Bandaríkjamarkaður hefur ætíð þótt eftirsóknarverður að komast inn á en að sama skapi erfiður þar sem innlendir höf- undar eru margir og ekki síst á sviði glæpasagna sem löng hefð er fyrir. Mýrin og Grafarþögn munu koma út undir merki Thomas Dunne Books sem gefur út verk eftir marga af helstu glæpasagna- höfundum samtímans eins og Dan Brown höfund Da Vinci lykilsins, Frederick Forsyth sem þekkt- astur er fyrir Dag sjakalans og Wilbur Smith sem er höfundur geysivinsælla spennusagna sem gerast í Suður-Afríku. „Það er reynsla okkar af samningum við erlenda útgefendur sem keypt hafa útgáfuréttinn á Grafarþögn og Mýrinni að hinar bækurnar um félagana Erlend og Sigurð Óla og Elínu fylgja í kjölfarið, “ segir Dröfn. Undir þetta tekur Arn- aldur og segir að úr því að St. Martins Press hafi keypt rétt- inn að tveimur bókanna megi gera ráð fyrir að áhugi sé fyrir bókaröðinni um Erlend og fé- laga. „Mýrin kemur væntanlega út næsta vor og síðan fylgir Grafarþögn í kjölfarið,“ segir Arnaldur. Bækur Arnaldur hafa átt mikilli velgengni að fagna hér á landi og um alla Evrópu, sér í lagi í Þýskalandi. Grafarþögn, sem kom út í Þýskalandi í mars á þessu ári, fór strax á met- sölulista þar í landi og var um tíma í sjöunda sæti sem er ein- stæður árangur fyrir íslenska skáldsögu. Nú þegar hafa selst yfir þrjú hundruð þúsund ein- tök af bókum Arnaldar í Þýska- landi. Hér heima á Íslandi hafa bækurnar selst í ríflega eitt hundrað þúsund eintökum. Bækur Arnaldar hafa verið seldar til 19 landa og fimm heimsálfa núna þegar Norður- Ameríka hefur bæst við. Arn- aldur leggur nú lokahönd á átt- undu skáldsögu sína, sem kem- ur út fyrir jólin hjá Vöku-Helgafelli, og ber hún vinnu- heitið Kleifarvatn og eru þau Er- lendur, Sigurður Óli og Elínborg í aðalhlutverkum í þeirri bók. Að- spurður hvort raunverulegir at- burðir fyrr á árum, þegar fundust dularfull rafeindatæki við Kleif- arvatn með rússneskum merk- ingum, tengist sögunni segir Arn- aldur að það komi allt í ljós. „Kleifarvatn og umhverfi þess er sveipað dulúð,“ segir hann og heit- ir því að dulúðinni verði svipt af væntanlegri bók 1. nóvember næstkomandi. Bókmenntir|Mýrin og Grafarþögn seldar til Bandaríkjanna Samningur sem sætir tíðindum Arnaldur Indriðason leggur nú lokahönd á nýja bók sem kemur út í haust. Morgunblaðið/Einar Falur NÝ kvikmynd Maríu Sólrúnar Sig- urðardóttur Jargo hefur verið til- nefnd til norsku Amöndu-kvik- myndaverðlaunanna. Myndin er tilnefnd í flokki nor- rænna mynda sem eru fyrstu verk viðkomandi kvikmyndagerð- armanna. Aðrar myndir sem til- nefndar eru í sama flokki eru Bagl- and frá Danmörku, Producing Adults frá Finnlandi, Uno frá Nor- egi og Hip Hip Hora! frá Svíþjóð. Jargo er lýst sem unglingamynd og var frumsýnd á Berlínarhátíðinni fyrr á þessu ári við góðar und- irtektir. Myndin var gerð í Þýska- landi og er á þýsku og arabísku. Handritið er eftir Maríu Sólrúnu en klipping var í höndum Birgit Guð- jónsdóttur. María Sólrún er kvikmyndagerð- armaður og kvikmyndafræðingur. Hún hefur verið búsett í Berlín um langa hríð og á að baki bæði stutt- myndir og heimildarmyndir sem hlotið hafa viðurkenningar. Meðal mynda hennar eru Tvær stelpur og stríð sem vann til verðlauna á stutt- myndahátíð í Reykjavík og Und- irdjúp Íslands sem hún framleiddi í samvinnu við finnska kvikmynda- gerðarmenn. Jargo er hennar fyrsta leikna kvikmynd í fullri lengd. Þrjár myndir eru tilnefndar sem bestu norsku myndirnar; Bázo eftir Lars Göran Pettersson, Beautiful Country eftir Hans Petter Moland og Buddy eftir Morten Tyldum. Kvikmyndir| Am- anda-verðlaunin María Sól- rún tilnefnd Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.