Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 36
MENNING 36 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 1. júlí kl. 12.00: Hjörleifur Valsson, fiðla og Jónas Þórir, orgel 3. júlí kl. 12.00: Thierry Mechler, orgel 4. júlí kl. 20.00: Thierry Mechler frá Frakklandi leikur verk eftir Liszt, Bach og Reubke auk spuna. 1 . F o r s ý n i n g M i ð 0 7 . 0 7 2 0 : 0 0 U P P S E L T 2 . F o r s ý n i n g F i m 0 8 . 0 7 2 0 : 0 0 U P P S E L T F r u m s ý n i n g F ö s 0 9 . 0 7 2 0 : 0 0 U P P S E L T 2 . s ý n . L a u 1 0 . 0 7 2 0 : 0 0 U P P S E L T 3 . s ý n . F i m . 1 5 . 0 7 2 0 : 0 0 Ö R F Á S Æ T I L A U S 4 . s ý n . F ö s . 1 6 . 0 7 2 0 : 0 0 L A U S S Æ T I 5 . s ý n . L a u . 1 7 . 0 7 2 0 : 0 0 Viðskiptavinir KB BANKA fá 30% afslátt af fyrstu 8 sýningum á Hárinu Forsala miða er hafin á mbl.is, miðasalan hefst í dag, í Austurbæ, í síma 551 4700 Árshátíð Baggalúts fór framsíðasta laugardag og varþetta jafnframt kosn- ingavaka. Baggalútur er skemmti- legt fyrirbæri í menningarflóru landsins og hefur látið að sér kveða í útvarpi með daglegum innslögum í dægurmálaútvarpi Rásar 2, auk þess að vera á netinu. Fyrir þá sem ekki vita er land Baggalúts ekki eins og önnur lönd og þar gilda eig- in lögmál. Árshátíðin var jafnframt kosningavaka en Baggalýt- ingar studdu Vigdísi Finnbogadóttur. Það er ekki á öllum árshátíðum að boðið sé m.a. uppá glóðarsteikta selshreifa í ostrusósu, heilsteikta maríneraða risaskötu með styrju- hrognum og kokkteilsósu og súkku- laðihjúpað ígulker með romm- og rúsínuís. Fyrir fólk eins og mig sem ekki skráði sig í kvöldverðinn var boðið upp á bjór, saltstangir og áka- víti. Þessi uppákoma var haldin að til- stuðlan virkra gesta í gestabók Baggalúts. Þarna var því sam- ankomið að stórum hluta fólk sem hafði ekki hist áður, a.m.k. í raun- heimum. Fólksins biðu nafnspjöld með þeim nöfnum sem það notar í netheimum enda þekkist það ekki undir eigin nafni. Svo voru líka nokkrir eins og ég sem fengu bara að líta inn og fylgjast með skemmti- legheitunum. Nú styttist í stórtónleika Metall-ica í Egilshöll, sem haldnir verða næsta sunnudag. Til að hita upp fyrir tónleikana er hægt að fara að sjá heimildarmyndina Metallica: Some Kind of Monster, sem verið er að sýna í Háskólabíói. Þessi mynd leikstjóranna Joe Berlinger og Bruce Sinofsky er vel heppnuð og sýnir hljómsveitina í nýju ljósi. Með- limir Metallica leyfa þeim að komast nálægt sér og við sjáum hljómsveit- ina ganga í gegnum tilvistarkreppu. „Við ákváðum snemma að nota þennan titil en eftir að við tókum meira og meira efni þá tókum við eftir að margir vísuðu til Metallica sem einhvers konar skrímslis,“ sagði Bruce í spjalli. „Á margan hátt er Metallica skrímsli, risi í tón- listarbransanum. Það voru líka mörg skrímsli innra með þeim sem þeir þurftu að takast á við,“ sagði Joe, félagi hans. Íslendingar eiga gott í vændum. „Ég hef séð margar hljómsveitir en það er ekkert eins spennandi og að sjá Metallica,“ sagði Bruce enn- fremur en hann hefur séð sveitina margoft á sviði síðustu ár. „Hvert einasta skipti er kraftmikið. Þetta er svo þétt og hæfileikarík hljóm- sveit.“ Baggalútur og Metallica ’Fyrir þá sem ekki vitaer land Baggalúts ekki eins og önnur lönd og þar gilda eigin lögmál.‘ AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is MYNDLISTARSÝNINGIN Where Do We Go From Here? (Hvert liggur leið okkar héðan?) verður opnuð í Tanya Bonakdar-galleríinu í Chelsea- hverfi New York-borgar í dag, en sýningin er sérstaklega tileinkuð ís- lenskum myndlist- armönnum. Listamenn- irnir sem taka þátt í sýningunni eru Gabríela Friðriksdóttir, Hjördís Árnadóttir, Hreinn Frið- finnsson, Ragnar Kjart- ansson, auk Gjörn- ingaklúbbsins sem þær Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir starfrækja. Sýningarstjórn er í hönd- um Ragnars Þórissonar og Hjördísar Árnadóttur. Að sögn Ethan Sklar, rekstrarstjóra gallerísins og aðstoðarmanns Tanyu Bonakdar sem á og rekur galleríið, er það stefna þeirra að bjóða utanað- komandi sýningarstjórum að setja saman samsýn- ingu fyrir galleríið í það minnsta einu sinni til tvisvar á ári. „Við erum með í kringum fimmtán listamenn á okkar snær- um og sýnum verk þeirra reglulega hér í galleríinu. Okkur finnst hins vegar afar mikilvægt að fá reglulega nýja listamenn til að sýna hér í galleríinu í því skyni að fá meiri breidd í sýningarhaldinu hjá okkur. Við bjóðum því með jöfnu millibili ut- anaðkomandi sýning- arstjórum að hafa umsjón með samsýningum á borð við þessa,“ segir Sklar, en þess má geta að meðal listamanna sem galleríið er umboðs- aðili fyrir eru Atelier van Lieshout, sem sýndi í galleríinu í síðasta mán- uði, Thomas Scheibitz, Teresa Hubb- ard og Alexander Birchler, Michael Elmgreen og Ingar Dragset, sem um þessar mundir sýna á Tate Modern- safninu í Lundúnum, og Carla Klein. Spurður hvers vegna forsvars- menn gallerísins hafi ákveðið að til- einka heila sýningu íslenskum lista- mönnum svarar Ethan Sklar að einn þeirra listamanna sem galleríið sé með á sínum snærum sé Ólafur Elías- son. „Það má vissulega segja að hann hafi átt sinn þátt í að kynna íslenska menningu og listalíf fyrir okkur hér, því fyrir hans tilstuðlan höfum við fengið nokkra innsýn í íslenska sam- tímalist.“ Ethan Sklar nefnir að hann hafi hrifist mjög af verkum Ragnars Kjartanssonar og Gjörningaklúbbs- ins sem hann sá nýverið á lista- kaupstefnunni Art Basel í Sviss. „Við vorum náttúrlega löngu búin að skipuleggja sýningu okkar hér, í sam- vinnu við sýningarstjórana, þegar við fórum til Basel og því var það afar skemmtileg tilviljun að hitta lista- mennina úti. Val okkar í tengslum við sýninguna hér hafði þannig í raun ekkert með það gera að þau voru líka að sýna í Basel.“ Gallerí í Chelsea-hverfinu eins og úrvalsdeildin Spurð um tilurð sýningarinnar segjast sýningarstjórarnir Ragnar Þórisson og Hjördís Árnadóttir hafa leitað til Tanya Bonakdar-gallerísins og kynnt þeim hugmynd sína um sýn- ingu með verkum íslenskra myndlist- armanna. „Við vorum svo heppin að þeim leist strax vel á hugmyndina, enda fannst þeim hún greinilega spennandi. Það hjálpaði vafalaust líka að Tanya Bonakdar, eigandi gallerís- ins, hafði komið til Íslands og þekkti því vel til íslensks listalífs,“ segja þau og taka fram að það sé ekki síður erf- itt fyrir sýningarstjóra en listamenn að komast að með sýningu í hinu virta Chelsea- sýningarhverfi New York- borgar. „Það má segja að gallerí í Chelsea-hverfinu sé eins og úrvaldsdeildin. Þannig getur samsýning á borð við þessa verið frábær leið til að kynna sig hér- lendis og virkað sem stökk- palllur inn í bandarískan listaheim. Hugsanlega gæti þessi sýning leitt af sér boð um einkasýningu í einhverju þeirra 250 gallería sem er að finna í Chelsea-hverfinu.“ Aðspurð segja Ragnar og Hjördís sýninguna nú vera frumraun þeirra sem sýn- ingarstjóra, en Hjördís hef- ur starfað sem myndlist- armaður í New York síðustu fimm árin og Ragnar, sem er með viðskiptabakgrunn, hef- ur síðasta árið verið í námi hjá uppboðshúsinu Christies til að læra um viðskipti með myndlist. Spurð hvernig þau hafi valið listamennina inn í sýninguna segjast Ragnar og Hjördís hafa hitt marga myndlistarmenn heima á Ís- landi og skoðað verk þeirra með það í huga hvað myndi passa saman á sýningu. „Það var í raun mjög erfitt að velja myndlistarmenn úr því úrvalið er svo mikið, enda ís- lenskt myndlistarlíf afar frjótt. Það hefði auðveldlega verið hægt að fylla þrjár ef ekki fjór- ar sýningar með mjög góðu efni. Og það er náttúrlega planið, því ef þessi sýning gengur vel og vekur eftirtekt þá opnast fleiri dyr og möguleiki á að gera aðrar sýningar með fleiri ís- lenskum listamönnum.“ Verkin á sýningunni nú eru öll unn- in á síðustu tveimur árum en tvö verkanna, ljósmyndasería eftir Hjör- dísi Árnadóttur og glerverk eftir Hrein Friðfinnsson, voru hins vegar sérstaklega unnin fyrir sýninguna. Meðal þess sem sjá má á sýningunni er ljósmyndasería Gjörningaklúbbs- ins sem nefnist Hvert liggur leið okk- ar héðan?, skúlptúr, myndbandsverk, teikningar og málverk eftir Gabríelu Friðriksdóttur, auk myndbandsverks eftir Ragnar Kjartansson sem nefnist Dauðinn og börnin og greinir frá kynnum nokkurra barna af dauð- anum. Fyrir áhugasama sem leið eiga um New York á næstunni má geta þess að sýningin stendur til 27. ágúst nk. og er galleríið á 521 West 21st Street. Myndlist | Íslenskir listamenn sýna í Tanya Bonakdar-galleríinu í New York Getur virkað sem stökkpallur Verk Hreins Friðfinnssonar er sérstaklega unnið fyrir sýninguna, sem opnuð verður í dag. Skúlptúr eftir Gabríelu Friðriksdóttur er meðal þess sem sjá má á sýningunni í Tanya Bonakdar-galleríinu. tanyabonakdargallery.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.