Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 39 FYRIR nokkrum árum vakti Pitch Black, lítill og ódýr geimhrollur, um- talsverða athygli sem hefur aukist í költfylgi með árunum. Hann kostaði sáralítið fé og auðsætt að hvert sent var nýtt til hins ýtrasta. Nú, fjórum árum síðar, er framhaldið komið fram á sjónarsviðið og er það sjálf- sagt að þakka vinsældum aðalleik- arans, Vins Diesel. Þrátt fyrir að viðbótin sé ein af dýrustu brellumyndum sumarsins bætir Riddick engu við frummynd- ina og sannar rétt eina ferðina að mikil fjárráð geta allt eins tryggt bruðl frekar en gæði. Vígamaðurinn og ofurhetjan Riddick (Diesel) er á flótta undan leitarmönnum sem kemba útgeiminn því mikið fé hefur verið lagt til höf- uðs manninum. Svo fer að hann er gómaður og fluttur til ókræsilegrar fangaplánetu sem nefnist Eldvíti. Þar er hitinn 700° við sólarupprás. Diesel er óaðlaðandi kuggur með rödd sem gæti komið úr barka Lees Marvins handan grafar. Hann hefur leikið í nokkrum ofbeldismyndum og í sjálfu sér ætti Riddick ekki að valda aðdáendum slíkrar skemmtunar um- talsverðum vonbrigðum en aðrir fylgjast örugglega með klukkunni. Myndin er yfirfull af flottum brell- um, ábúðarmiklum leikmyndum og vígalegum töffurum af báðum kynj- um en áhorfendur þurfa miklu betri og vitsmunalegri söguþráð til að halda athyglinni vakandi. Átök milli stríðandi fylkinga í muskulegri framtíð eru ámóta spennandi og nýstárleg og persónu- legt uppgjör söguhetjunnar, sem eins vel gæti verið vélmenni. Riddick er lengst af í hlekkjum en áhorfend- ur skynja að slíkum görpum halda engin bönd. KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Leikstjóri: David Twohy. Aðalleikendur: Vin Diesel, Thandie Newton, Karl Urban, Colm Feore, Linus Roache, Judi Dench. 115 mínútur. Bandaríkin. 2004. RIDDICK / THE CHRONICLES OF RIDDICK  Sæbjörn Valdimarsson FRAMVEGIS verður stjörnu- gjöf fyrir kvikmyndir, jafnt innlendar sem erlendar, með þeim hætti að gefnar verða heilar stjörnur á skalanum ein upp í fimm. Hálfar stjörnur falla þar með niður.  = Meistaraverk  = Ómissandi  = Ágæt  = Tímasóun  = Botninn Breytt stjörnugjöf LEIKARINN Tobey Maguire seg- ist hafa mikinn áhuga á því að heyra og sjá viðbrögð fólks við framhaldi kvik- myndarinnar um kóngulóarmann- inn, en kvik- myndin verður tekin til al- mennra sýninga í Bandaríkjunum á næstu dögum. Hann segist vilja bregða sér í dulargervi og halda í kvikmyndahús og fylgjast með áhorfendum á sýningum kvikmynd- arinnar. „Ég er mjög spenntur. Ég ætla að laumast í bíó einhvern tíma, sérstaklega þegar aðsóknin er mik- il,“ segir leikarinn. Hann kveðst hafa gert slíka hluti áður. „Ég hef horft á 15 mínútur af lengd kvikmyndanna í nokkrum kvik- myndahúsum til þess að sjá og heyra í áhorfendum,“ segir Mag- uire, en hann hefur engar áhyggjur af því hvort einhver kannist við hann. „Það verður í lagi með mig. Ég ætla meðal annars að nota hatt og fara inn í salinn þegar búið er að slökkva ljósin, standa þar í 10 mín- útur eða svo og fara svo.“ …    MÓÐIR Victoriu Beckham, sem er eiginkona David Beckham, segir að hjónaband þeirra sé traust. Þá vís- ar móðir Victoriu því á bug að hjón- in hafi oft rifist á meðan EM í knattspyrnu í Portúgal stóð yf- ir. Jackie Adams, móðir Victoriu, hringdi í útvarpsstöðina LBC þar sem hún lýsti því yfir að David og Victoria væru ham- ingjusamlega gift. Adams segir að gaman sé að fylgjast með hjón- unum, sem geisli af hamingju. „Það er hreinlega ekkert sem amar að sambandi þeirra. Þau eru eins hamingjusöm og hugsast getur og fólk ætti ekki að taka mark á því sem fram kemur í dagblöðum,“ seg- ir Jackie Adams. Þá vísar hún því á bug að hún ræði vart við tengdason sinn í kjölfar frétta um meint framhjáhald Davids Beckham. „Ég og David erum mjög náin. Hvers vegna ætti ég ekki að tala við hann? Hann hefur ekkert gert sem verð- skuldar slíkt.“ …    BRESKI söngvarinn George Mich- ael er fluttur til Dallas í Bandaríkj- unum, en Dallas er heimaborg Kenny Goss, unnusta söngvarans. Þeir hafa fundið sér heimili í borg- inni, en það er metið á 650 millj- ónir. Söngvarinn átti áður heimili í Los Angeles. Nýja heimilið býr meðal annars yf- ir knattborðs- stofu og sund- laug. Foreldrar Goss búa í Cole- man, nærri Dall- as. „George er hrif- inn af Dallas, en þeir eru báðir ánægðir að hafa fundið sér heimili í borginni,“ er haft eftir vini George í breska götublaðinu The Mirror. Þá segir blaðið athyglisvert að söngv- arinn vilji yfirhöfuð búa í Banda- ríkjunum í ljósi þess hversu hart hann hefur gagnrýnt George W. Bush, forseta landsins. “ …    SÖNGKONAN Christina Aguilera opnaði sumarútsölu Harrods- verslunarinnar í London með pomp og prakt á dögunum. Hún setti jafnframt gott fordæmi fyrir þá sem hyggjast eyða ófáum skildingnum á útsölunum og versl- aði fyrir litla milljón íslenskra króna. Meirihluti fjárhæðarinnar fór í nærfatnað en Aguilera viðurkenndi að nærklæði væru hennar veikleiki og hún ætti erfitt með að standast þau í hillum verslana. Fólk folk@mbl.is Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Fjölskylda hans var myrt og hefnd hans er miskunnarlaus! Frá framleiðanda Spider-Man Sýnd kl. 8 og 10. www.laugarasbio.is ÞEGAR KRAFTAVERK VERÐUR AÐ MARTRÖÐ ER EKKI AFTUR SNÚIÐ Spennutryllir í anda The Sixth Sense og What Lies Beneath Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www .regnboginn.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Spennutryllir í anda The Sixth Sense og What Lies Beneath Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. 1/2 HL Mbl  Ó.H.T Rás2  SV MBL  SKONROKK Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. ETERNAL SUNSHINE Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Jenna fékk ósk sína uppfyllta... og er allt í einu þrítug! Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri. ÞEGAR KRAFTAVERK VERÐUR AÐ MARTRÖÐ ER EKKI AFTUR SNÚIÐ ÓHT Rás2 Forsa la ha f in Fimmtudaginn 1. júlí kl. 10.15 Tryggðu þér miða í tíma – MIðasala opnar kl. 16.30 í dag. JENNA Rink berst í bökkum sem unglingur. Besti vinur hennar er nörd og hana langar helst að tilheyra að- alstelpugenginu, en þær eru ömurleg- ar við hana. Þá óskar hún þess að hún sé orðin stór – alveg þrítug. Og viti menn! Á þrettán ára afmælisdaginn rætist sú ósk, og Jenna vaknar upp daginn eftir sem þrítugur ritstjóri á einu aðaltískublaðinu í New York. Þetta er svolítið skrítin mynd. Eig- inlega bæði góð og slæm. Jennifer Garner er mjög skemmtileg í sínu hlutverki, þar sem hún þarf að vera 13 ára í þrítugum líkama. Er bæði fyndin og svo innileg að maður getur ekki annað en hrifist með og vonað hið besta fyrir hennar hönd. Aðrir leikarar í myndinni eru einn- ig frábærir. Toppmaður í hverju hlut- verki, og skemmtilegast er að sjá Mark Ruffolo sem Matt æskuvin Jennu. Samt var ég hálfhissa, hélt hann bara leika í „svölum“ myndum. Kvikmyndatökumaðurinn Don Burg- ess hefur kvikmyndað hvert snilldar- verkið á fætur öðru undanfarin ár og handritshöfundarnir eru heldur ekki af verri endanum. Þau skrifa bæði The King of Queens, þá skemmtilegu gamanþáttaröð, og skrifuðu einnig handritið að What Women Want. Enda er þessi mynd oft á tíðum mjög fyndin, og aðstæðurnar sem Jenna lendir í hrikalega pínlegar. En myndin er líka mjög fyrirsjáan- leg og frekar klisjukennd. Og verra er að ég skildi ekki alveg hverju var ver- ið að reyna að koma á framfæri. Jenna vinnur hjarta allra með hversu barnslega einlæg hún er, en samt virðist vera algjör hryllingur að vera unglingur. Svo hélt ég að væri verið að segja að maður ætti ekki að sjá eft- ir vondum ákvarðanatökum í lífinu, maður læri af þeim að taka þær réttu. En nei, það gekk ekki heldur upp. Eiginlega skildi ég ekkert í þessari mynd, nema brandarana. Og svo góð er hún að mati sumra, að það var klappað í lok myndar. Það gerist nú ekki oft. KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri Leikstjórn: Gary Winick. Handritshöf- undar: Josh Goldsmith og Cathy Yuspa. Aðalhlutverk: Jennifer Garner, Mark Ruff- alo, Judy Greer, Christa B. Allen, Andy Serkis og Kathy Baker. 98 mín. BNA. Col- umbia Tristar 2004. SUDDENLY 30/ ÞRÍTUG ÞRUSUGELLA  Hildur Loftsdóttir 1. Ást - Ragnheiður Gröndal 2. Einhvers staðar einhvern tímann aftur Nylon 3. Fallegur dagur - Bubbi og Bang Gang 4. Hunted - Dido 5. Lög unga fólsins - Nylon 6. Silence is Easy - Starsailor 7. Vísur Vatnsenda-Rósu - Ragnheiður Gröndal 8. Hollywood - Bubbi Morthens 9. Ég vek þig upp - Jón Ólafs- son 10. Þú fullkomnar mig - Sálin hans Jóns míns Vinsælustu lög á Tónlist.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.