Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. VIÐBRAGÐSHÓPUR Þjóðarhreyfingar- innar segir í skýrslu sem hann kynnti í gær að það sé bæði ólögmætt og ólýðræðislegt „að lögfesta nú kosningahöft eins og þátt- tökulágmark og aukinn meirihluta atkvæða í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu sam- kvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar“, að því er segir í niðurstöðu skýrslunnar. Þjóðar- hreyfingin vill að afl atkvæða ráði úrslitum. Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor og formaður hópsins, segir að það þurfi ekki hátt þátttökulágmark til þess að skekkja jafnvægi milli kjósendahópa. „Aðstaða þess hóps, sem hefur lýst sig andvígan fjölmiðla- lögunum svokölluðu, verður því verri sem þátttökulágmark er hærra,“ útskýrir hann. Skilyrði um þátttökulágmark sé því m.a. brot á stjórnarskrá, brot á mannréttinda- sáttmála Evrópuráðsins og brot á alþjóða- samningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Vilja ekki lög- festa þátt- tökulágmark  Ólögmætt/6 TÍVOLÍ við Smáralind í Kópavogi hefur verið opnað og stendur fram til 8. ágúst. Fjöldi leiktækja verður í boði, þar á meðal 30 metra hátt parísarhjól. Útsýni úr hjól- inu mun vera gott og mikið, en þetta er stærsta parísarhjólið sem komið hefur til landsins. Meðal annarra tækja eru draugahús og klessubílar auk fjölbreyttra skotbakka. Morgunblaðið/ÞÖK Parísarhjól komið upp við Smáralind. Tívolí við Smáralind BYGGINGAVERKAMENN, sem voru að brjóta upp steypu í gam- alli blokk í Hjallalundi á Ak- ureyri, urðu hissa þegar þeir rák- ust á tóbakspípu sem hafði greinilega verið steypt inn í vegg- inn. Magnús Smári Smárason verk- stjóri segir uppákomuna hafa ver- ið bæði fyndna og forvitnilega. „Við vorum að vinna við að brjóta kassa utan af blokk og þá kallaði einn strákurinn í mig,“ segir Magnús Smári. „Hann benti á eitthvert svart plast sem við brut- um varlega frá og þá kom mjög heilleg pípa í ljós, eiginlega alveg heil. Það var tóbak í henni og allt saman. Það var meira að segja enn tóbakslykt af pípunni, þannig að það hefur geymst mjög vel.“ Leit hafin að eiganda pípunnar Mikil forvitni vaknaði við fund- inn, því piltarnir þekkja bygg- ingaverktakann sem byggði húsið árið 1979. „Það var mikið æv- intýri þegar verið var að byggja húsið, því suðurgaflinn fauk þá af því og liggur nú eins og hann leggur sig undir grasi við hlið hússins,“ segir Magnús. Málið hefur farið eins og eldur í sinu milli byggingaverktaka á Ak- ureyri og er nú leit hafin að eig- anda pípunnar. „Við höfum nokkra grunaða, en engan fast- an,“ segir Magnús. „Það var mik- ið um það á þessum tíma að menn reyktu pípu. Það er einkenni á þessari pípu að það er eins konar blá hosa á henni, en þetta er mjög falleg pípa.“ Ýmsar skýringar uppi Magnús segir drengina hafa sínar eigin kenningar um það hvernig pípan komst á þennan undarlega stað. „Okkur datt nú í hug að gæinn hefði verið að reykja þarna uppi í stillansinum og hóstað ansi hressilega og ákveðið þá og þegar að hætta og múrað hana inn í vegginn. Henni hefur allavega greinilega verið stungið inn.“ Fundu pípu í steypunni Ljósmynd/Matthías Egilsson Magnús og Jón Ásgeir, félagi hans, með pípuna sem nú hefur aftur litið dagsins ljós. Ljósmynd/Magnús Smári Smárason Pípan er tignarleg ásýndum. TÖKUR á nýrri kvikmynd Ágústs Guðmunds- sonar, Í takt við tímann, hófust af fullum krafti á Ingólfstorgi í gær og er áformað að þær standi yfir í sumar. Myndin er sjálfstætt framhald myndarinnar Með allt á hreinu sem frumsýnd var árið 1982 og skartaði Stuðmönnum í aðalhlutverkum en Stuð- menn verða einnig í aðalhlutverkum í þessari mynd. Atriðið sem tekið var upp í gær gerist við pylsuvagn þar sem Harpa Sjöfn Hermundardóttir og Kristinn Styrkársson Proppé hitta hvort ann- að í fyrsta sinn í mörg ár. Morgunblaðið/Eggert Harpa Sjöfn við pylsuvagninn TÆP 20% níu og fimmtán ára barna á Íslandi eru of feit eða of þung að því er frumniðurstöður rannsóknar- innar Lífsstíls 2003 leiða í ljós. Dr. Þórarinn Sveinsson, dósent við Há- skóla Íslands, kynnti rannsóknina á opnunarviðburði Evrópuársins, sem fram fór í Grasagarðinum í Laug- ardal í gær. Rannsóknin er þverfaglegt sam- starfsverkefni fræðimanna frá Kennaraháskóla Ís- lands, Háskóla Íslands og Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Úrtak rannsóknarinnar var 1.323 níu og fimmtán ára gömul börn í átján grunnskólum á Ís- landi. Gáfu 939 forráðamenn samþykki fyrir þátttöku barna sina og þátttökuhlutfallið var því 71%. Niður- stöður rannsóknarinnar benda jafnframt til þess að þykkt húðfellinga íslenskra barna sé 20–30% meiri en í nágrannalöndum okkar. Aftur á móti er þrek íslensku barnanna 5–15% meira og mataræði níu og fimmtán ára barna virðist að mörgu leyti hafa færst nær ráðleggingum um mataræði en var árin 1992–1993. Að sögn Þórarins er tilgangur rannsóknarinnar sá að skoða ástæð- ur þessarar auknu líkamsþyngdar. Þeir þættir sem helst voru til athug- unar í rannsókninni voru þrek, fé- lagslegir þættir og mataræði. Eng- inn einn þáttur virðist stuðla að aukinni þyngd öðrum fremur heldur er það samspil þessara þátta sem virðist gera það að verkum að börn verða of þung. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, opnaði Evrópuárið á Íslandi með formlegum hætti en meginmarkmið þessa Evrópuárs er að vekja almenning í Evrópu til vitundar um mikilvægi íþrótta innan menntunar ásamt því að auka mikilvægi lík- amlegra athafna í námskrám skóla. 28 Evrópuþjóðir taka þátt í þessu Evrópuári. Tæp 20 prósent 9 og 15 ára barna of þung Brúin yfir Ólafsfjörð varin fyrir skjálftum BRÚIN yfir Ólafsfjarðarós, sem byggð var í tengslum við fyrirhug- aðan þjóðveg milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, er sérstaklega einangr- uð fyrir jarðskjálftum með svoköll- uðum blýgúmmílegum. Frá þessu er greint í Gangverki, fréttabréfi Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen, sem hannaði brúna. Að sögn Jóns Rögnvaldssonar vegamálastjóra sönnuðu blýgúmmí- legur ágæti sitt þegar þær björguðu Þjórsárbrúnni í Suðurlandsskjálft- anum 2000, en brúin var einangruð með slíkum legum árið 1991. „Gamla Þjórsárbrúin varð fyrir mikilli áraun en það kom nánast ekk- ert fyrir hana og það er örugglega meðvirkandi að þakka þessum leg- um,“ segir Jón. Hann segir að metið sé í hverju tilviki fyrir sig hvort ein- angra þurfi brýr fyrir jarðskjálftum. Í grein eftir Eggert V. Valmunds- son verkfræðing kemur fram að blýgúmmílegur voru upphaflega þróaðar á Nýja-Sjálandi á áttunda áratugnum. Í jarðskjálfta hreyfast undirstöður mannvirkja með skjálft- anum og sé mannvirkið fullkomlega stíft sveiflast efri hluti þess með. Ef mannvirki er fullkomlega eftirgefan- legt sveiflast undirstaðan en megin- hluti mannvirkisins stendur kyrr. Með því að einangra Ólafsfjarðar- brúna á þennan hátt var heildarálag á brúarstöpla minnkað um 60%, að því er fram kemur í greininni. VERKEFNI tvítugs nemanda í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, Hrafns Þorra Þórissonar, hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni ungra vísindamanna sem haldin var á veg- um Háskóla Íslands og verður sent í heimskeppni ungra vísindamanna í Dyflinni. Í verkefninu smíðaði Hrafn sýndarheim með sýndarskordýrum og sýnir hann fram á að til að komast af og fjölga sér þurfa sýndarskor- dýrin að beita sköpunargáfu. Hannaði heim með gervi- skordýrum  Sköpunargáfa/10 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.