Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 2003 3 N ÝLEGA féll hæstarétt- ardómur (nr. 328/2002) yfir Ingólfi Guðmunds- syni fyrir brot gegn 95. grein almennra hegn- ingarlaga þar sem seg- ir: „Hver, sem op- inberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráða- mann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sam- einuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Ingólfur hafði unnið það til saka að varpa bensínsprengju á aðsetur bandaríska sendi- herrans. Hann var dæmdur til að greiða 250.000 króna sekt en dúsa að öðrum kosti 34 daga í fangelsi. Mér þykir þetta svo sem ekkert of þungur dómur fyrir að kasta bensínsprengju í hús og raunar finnst mér að það ætti líka að dæma Ingólf og sam- verkamenn hans til að greiða viðgerðir á húsinu ef það hefur skemmst af þeirra völd- um. Hins vegar er undarlegt að hann skuli hafa verið dæmdur fyrir að smána erlent ríki. Hvernig dóm hefði hann hlotið ef hann hefði ekki kastað sprengjunni í sendiráð heldur í heimili einhvers Íslendings? Hvers vegna skyldu önnur lög ná yfir þá sem kasta sprengju í sendiráð en þá sem kasta sprengju í venjulegt íbúðarhús? Vissulega er mikilvægt að vernda sendi- menn erlendra ríkja gegn ofbeldi og tryggja friðhelgi þeirra. En Ingólfur var ekki dæmdur fyrir tilraun til árásar eða hótun um ofbeldi, heldur fyrir að smána er- lent ríki. Ef ákvæðið í 95. grein almennra hegning- arlaga, sem vitnað var til hér að ofan, þýðir að það geti út af fyrir sig verið saknæmt að tjá fyrirlitningu sína á erlendu ríki þá vant- ar nokkuð á að hér á landi sé fullt tjáning- arfrelsi. Þetta frelsi er raunar takmarkað af fleiri ákvæðum sömu laga, t.d. því sem segir í 233. grein þeirra: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Þetta felur t.d. í sér að það geti verið refsivert að hæðast að trúarbrögðum, eins og kannski spíritisma eða ásatrú. Fyrir nokkru dæmdi hæstiréttur (dómur nr. 461/2001) Hlyn Frey Vigfússon fyrir brot gegn þessu ákvæði. Sök hans var sú að hafa sagt í viðtali, sem birtist í DV hinn 17. feb. 2001: „Það þarf engan snilling eða erfðafræðivísindamann til að sýna fram á hver munurinn er á Afríkunegra með prik í hendinni eða Íslendingi. Vestrænar þjóðir vorkenna Afríkubúum mjög mikið en þeir búa þarna í gróðursælustu álfu heims og gætu framleitt sex sinnum meira af mat en þeir þurfa ef þeir nenntu því. Við búum hér á grjóthnullungi, höfum ekkert nema fisk- inn og klakann og höfum það bara stórfínt á meðan þeir nenna ekki að berja af sér flug- urnar.“ Hlynur var dæmdur til að greiða 100.000 krónur í sekt en sæta ella fangelsi í 20 daga. Hann var ekki dæmdur fyrir að bera lognar sakir á tiltekna einstaklinga og ekki heldur fyrir að ógna öryggi manna með villandi upplýsingum. Sök hans var sú ein að lýsa þeirri skoðun að Íslendingar hafi yf- irburði yfir sumar aðrar þjóðir. Hugsum okkur að erlent ríki geri eitt- hvað sem mér mislíkar stórlega (t.d. loft- árás á annað ríki) og mér hitni í hamsi yfir þessu og hafi uppi stóryrði á opinberum vettvangi (segi til dæmis að íbúar ríkisins séu fífl og trúarbrögð þeirra heimskuleg) og leggi áherslu á mál mitt með því að smána viðurkennt þjóðarmerki (kasti t.d. skemmd- um tómat í mynd af þjóðhöfðingja þess). Ef ég fer offari í þessum málflutningi verð ég mér til skammar. Kannski hættir einhver við að bjóða mér í afmælið sitt. Það þyrfti heldur ekki að vera neitt óeðlilegt þótt stuðningsmenn eða fulltrúar ríkisins svör- uðu mér fullum hálsi og reyndu jafnvel að gera mig hlægilegan. En af greinum númer 95 og 233 í almennum hegningarlögum má ráða að löggjafinn telur þetta ekki duga heldur heimtar að ég sæti sektum eða fang- elsi allt að 2 árum. Það er kannski eins gott fyrir mig að ég sagði ekkert verulega ljótt um kínverska kommúnista þegar for- sprakki þeirra kom hingað í heimsókn og falun gong-iðkendur voru stöðvaðir á Kefla- víkurflugvelli. Ætli ég hefði þá ekki bæði smánað erlent ríki og ráðist á trúarbrögð öldunganna í Beijing. Getur svona skerðing á málfrelsi sam- rýmst stjórnarskránni? Ákvæði hennar um þetta efni er í 73. grein þar sem segir: „Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorð- ur með lögum í þágu allsherjarreglu eða ör- yggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.“ Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er frem- ur máttlaust og útilokar ekki að tjáning- arfrelsi sé verulega skert. Í nafni allsherj- arreglu, heilsu og siðgæðis er t.d. hægt að banna æði margt. Erfitt er að spá um hvernig dómstólar túlka fyrirvarana um að skorður við málfrelsi verði að vera nauðsyn- legar og samræmast lýðræðishefðum. Texti stjórnarskrárinnar útilokar ekki að nánast hvaðeina sem meirihluti Alþingis telur mik- ilvægt sé í senn nauðsynlegt og í samræmi við lýðræðishefð. Hvað ef í ljós kemur að fréttir um eitthvað sem aflaga fer í veröld- inni hafi slæm áhrif á geðheilsu fólks? Sé 73. grein stjórnarskrárinnar tekin bókstaflega útilokar hún ekki að undir slíkum kring- umstæðum yrði bannað að flytja slæmar fréttir. Svo virðist sem Alþingi hafi nýtt sér heimild stjórnarskrárinnar til að skerða málfrelsi í þeim tilgangi að vernda heilsu manna þegar ný lög um tóbaksvarnir (nr. 6 frá 2002) voru samþykkt á síðasta vetri. Í 7. grein þeirra er m.a. lagt bann við hvers kon- ar umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar teg- undir tóbaks til annars en að vara sér- staklega við skaðsemi þeirra. Við umræðu um þessi lög virðist gildi tjáningarfrelsis ekki hafa verið ofarlega í huga þingmanna. Eftir því sem ég best veit lyfti enginn þeirra fingri til varnar réttindum manna til að tjá sig um tóbak eins og önnur efni. Hér á landi hefur tjáningarfrelsi fremur haft skjól af frjálslyndri réttarhefð og sann- færingu bestu manna um mikilvægi borg- aralegra réttinda en af ákvæðum stjórn- arskrár. Þessari hefð þarf sífellt að halda við og það þarf að minna á gildi málfrelsis, annars er hætt við að það fari halloka eins og mér virðist t.d. hafa gerst þegar Alþingi samþykkti 95. og 233. grein almennra hegn- ingarlaga og 7. grein laga um tóbaksvarnir. Tjáningarfrelsið og þar með rétturinn til að andæfa valdhöfum, innlendum sem út- lendum, aðferðum þeirra og stefnu (hvort sem hún fjallar um tóbaksvarnir, kynþátta- fordóma eða eitthvað annað) er einn af hornsteinum lýðræðis og mannúðlegra stjórnarhátta. Þess vegna eru dómarnir yfir Ingólfi og Hlyni áhyggjuefni. Sem betur fer hefur enn enginn verið dæmdur fyrir að tala um tóbak. Einhverjir álíta kannski að lítið geri til þótt skynsöm og góðviljuð yf- irvöld þaggi niður í mönnum sem af illum hug breiða út vondan boðskap. En séu nokkrir slíkir dæmdir verður komið for- dæmi sem erfitt mun að sneiða hjá ef ákæruvaldið stefnir einhverjum sem vert er að ljá eyra þegar hann áfellist t.d. erlent ríki eða trúarsöfnuð. Þetta er ein af ástæð- um þess að það eiga ekki að gilda nein lög sem banna mönnum að tjá hugsanir sínar. HVER SEM SMÁNAR ERLENT RÍKI … RABB A T L I H A R Ð A R S O N JÓHANN GUNNAR SIGURÐSSON ÓRÁÐ Vindurinn þýtur og veggina ber. Komdu til hennar Hervarar kveðju frá mér. Segðu henni Hervöru, að hún sé stúlkan mín, og biddu hana að geyma vel barnagullin sín. Segðu henni Hervöru, að ást mín lifi enn, en hjartað sé að þreytast og hætti víst senn. Segðu henni Hervöru, að hún hafi það átt og heyri í stunum þínum þess síðasta slátt. Og segðu henni Hervöru að signa mína gröf, það verði mér látnum sú þægasta gjöf. Ef Hervör mín var draumsjón og hún er ekki til, kastaðu þá kveðju minni í kolsvartan hyl. Vindurinn þýtur og veggina ber. – Bráðum fær hún Hervör mín boðin frá mér. Vindurinn þýtur og veggina ber. – Finnið þið ekki kuldann á fótunum á mér? Jóhann Gunnar Sigurðsson (1882–1906) orti ljóð í nýrómantískum anda. Flest ljóð hans komu fyrst út í Kvæðum og sögum (1909). FORSÍÐUMYNDIN er af verki eftir írönsku listakonuna Shirin Neshat, „Speechless“ (1997). Það er úr ljósmyndasyrpunni Konur Allah. Djásnið í eyranu virðist vera byssu- hlaup, en yfir andlitið eru ritaðar arabísku letri línur úr forboðnum persn- eskum kvennabókmenntum. Myndin er sett á $ 70.000 hjá uppboðshöld- urum. Shirin Neshat nefnist írönsk listakona sem vakið hefur geysilega eftirtekt. Halldór Björn Runólfs- son segir frá list hennar sem er gagnrýnin á íslamska menningarheiminn um leið og hún er að hluta sprottin úr þeim vestræna. Ármann Jakobsson ver doktorsritgerð um konungasöguna Morkinskinnu við Háskóla Íslands næst- komandi laugardag. Þröstur Helgason ræð- ir við Ármann um verkið sem hann skoðar sem heildstætt bókmenntaverk. Graffítí er hlutur á röngum stað. Sé það ekki á röngum stað eða þar sem það má ekki vera þá er það ekki lengur graffítí. Þetta segir Valdimar Tr. Haf- stein í grein um graff- ítí á Íslandi en til- raunir hafa einmitt verið gerðar til þess að finna því stað þar sem leyfilegt er að graffa. Bragi Ólafsson birtir frásögn úr vænt- anlegri bók þar sem seg- ir meðal annars: „Hinar og þessar minningar bæra á sér í huganum þegar ég geng upp tröppurnar í fyrsta sinn í tuttugu og fjögur ár, en þegar núverandi eig- andi íbúðarinnar opnar dyrnar og býður mér að koma inn bókstaflega vakna þessar minningar og spretta fram úr eins og um lifandi manneskju væri að ræða.“ LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 4 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.