Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Blaðsíða 6
Þ
AÐ hefur varla farið framhjá
áhugamönnum um listir hve
landslagið í listheiminum er
gjörbreytt frá því sem áður var.
Til skamms tíma voru aðeins fá-
einar þjóðir sem deildu með sér
alþjóðlegum listviðburðum. Það
voru auk Bandaríkjamanna
helstu og ríkustu þjóðir Evrópu, svo sem Þjóð-
verjar, Ítalir, Bretar, Frakkar og Svisslend-
ingar. Fast á hæla þeirra komu Hollendingar,
Spánverjar, Austurríkismenn og Belgar, þjóð-
ir sem stóðu traustum fótum í hefðinni og
gerðu sér því góða grein fyrir þýðingu list-
menningar fyrir samfélagið. Þótt íbúar á
Norðurlöndum, Írlandi, Kanada og Portúgal
ættu menningarlega heima í þessum vestræna
klúbbi voru þeir álitnir vera of mikið á jaðr-
inum til að geta talist fullgildir meðlimir. Sókn
þeirra til háborga listanna varð því að vera
óbein. Þeir urðu að leita fulltingis annarra
þjóða en sinna eigin til að teljast gjaldgengir í
hópi alþjóðlegra listamanna.
Engu var til sparað til að koma sér fyrir er-
lendis svo menn mættu öðlast þegnrétt í hin-
um alþjóðlega listheimi. Þannig sótti Svavar
Guðnason til Kaupmannahafnar skömmu fyrir
stríð til að komast í námunda við hræringar
sem vonlaust var að hann fyndi heima á Ís-
landi. Hins vegar hélt hinn þekkti danski koll-
ega hans, Asger Jorn, til Parísar eftir stríð til
að komast einum nær heimslistinni en í Kaup-
mannahöfn. Og vissulega er það ennþá svo að
listamenn frá fjarlægum og illa staðsettum
löndum flykkjast til vestrænna stórborga til að
afla þar viðurkenningar í krafti hæfileika
sinna. Munurinn er þó sá að stór hluti þeirra
sem nú sækja heim þessar listmenningar-
miðjur til að setjast þar að, um lengri eða
skemmri tíma, eru listamenn frá öðrum menn-
ingarsvæðum en vestrænum.
Í útlegð
Í þeim hópi er Shirin Neshat, einkar athygl-
isverður ljósmyndari og myndbandslistamað-
ur frá Íran, sem hefur búið í Bandaríkjunum
frá árinu 1974. Hún er fædd árið 1957 í hinni
fornfrægu Qazvin, við rætur Elbrusfjalla, um
hundrað kílómetra norðvestur af Teheran.
Qazvin er gömul menningarborg í nágrenni
hinnar merkilegu og forðum fjölförnu silkileið-
ar sem tengdi Austurlönd fjær við Evrópu.
Borgin er prýdd fjölmörgum klassískum bygg-
ingum, svo sem undurfögrum moskum frá tíð
Seldsjúka, sem drottnuðu í Persíu á ofanverðri
12. öld. Eftir að Mongólar rændu hana á 13.
öld endurheimti hún sitt blómaskeið sem höf-
uðborg Persíu á 16. öld. Það má því staðhæfa
að rætur Shirin Neshat liggi djúpt í persneskri
hefð.
Það voru örlög hennar sem ungs listnema að
halda til Berkeley í Kaliforníu til að mennta
sig, þaðan sem hún útskrifaðist árið 1983, með
meistaragráðu í málaralist. Faðir hennar var
læknir og studdi Reza Pahlavi, keisara Írans,
sem þýddi að þegar Ayatolla Khomeini komst
til valda í Íran, árið 1979, var loku fyrir það
skotið að Shirin Neshat ætti afturkvæmt til
síns heima. Hún fluttist til New York þar sem
hún lagði brátt penslana á hilluna. Sem íransk-
ur útlagi í Bandaríkjunum var hún í of miklu
uppnámi til að geta lagt stund á list sína. Hún
veitti í staðinn forstöðu „Storefront for Art
and Architecture“, framsæknu og efnahags-
lega óháðu listhúsi í SoHo í eigu fyrrverandi
eiginmanns síns, kóreanska arkitektsins og
hugmyndlistamannsins Kyong Park.
Það var ekki fyrr en upp úr 1990 að Shirin
Neshat fékk aftur leyfi til að heimsækja Íran.
Henni var brugðið, svo vægt sé til orða tekið.
Hið fremur opna og umburðarlynda samfélag
sem hún yfirgaf árið 1974 var nú lokað og
hrjáð af pólitískum, félagslegum og trúarleg-
um deilum sem klauf írönsku þjóðina og út-
hýsti konum úr öllum áhrifastöðum. Opinbert
líf var einskorðað við karlpeninginn og klerka-
veldi hans, meðan konum var haldið heimavið.
Færu þær út á götu var þeim uppálagt að
íklæðast sjador, svörtum kufli sem huldi þær
frá toppi til táar svo aðeins sást í andlit, hend-
ur og fætur. Shirin Neshat lét það þó ekki
aftra sér frá því að heimsækja heimalandið oft-
ar en einu sinni, og 1993 tók hún aftur til við
listsköpun sína eftir áratugar hlé.
Margfaldur verðlaunahafi
Það var þó ekki málaralistin sem fangaði
hug hennar heldur ljósmyndunin og kvik-
myndalistin, sem síðan hafa haldið nafni henn-
ar á lofti. Velkist einhver í vafa um uppruna
Shirin Neshat, eða telji hana hafa skilið við
ræturnar þarf sá hinn sami ekki annað en
skoða verk hennar. Þau fjalla oftar en ekki um
vanda tengdan fósturjörðinni, svo sem kúgun
LISTAMAÐUR TVEGGJA
ÓLÍKRA MENNINGARHEIMA
Shirin Neshat er einkar athyglisverður ljósmyndari og
myndbandslistamaður frá Íran sem hefur búið í
Bandaríkjunum frá árinu 1974. Hér er fjallað um list
hennar sem endurspeglar íslamska menningu í öllu
sínu ríkidæmi út frá gagnrýnu sjónarhorni útlagans.
E F T I R H A L L D Ó R B J Ö R N R U N Ó L F S S O N
Í „Passage“, frá 2001, birtist nöturleg mynd af aðstæðum kvenna í Íran. Litla stúlkan í forgrunni er þó táknmynd vonar í sorginni. Shirin Neshat kom nöturleikinn í heimalandi sínu þannig fyrir sjónir
að persneskt samfélag hefði horfið aftur um eina öld og heyrði nú til 19. öldinni.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 2003