Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 2003 9 heldur áfram með skemmdarverkum á eigum annarra getur það orðið til þess að það gangi af „graffiti“ verkunum dauðum.“ Hér hafa orðið merkileg endaskipti: leyfislaust graff er farið að ógna leyfilegum listaverkum. Hvað hæft sé í þessu skal ósagt látið, en ætlunin með listvæð- ingunni var vitaskuld þveröfug: „listaverkin“ áttu að ganga af „skemmdarverkunum“ dauð- um, graffið smám saman að einskorðast við leyfilega fleti. Þannig er graffítí ýmist afmáð eða lofsungið. Graffíti er annars vegar óhreinindi og glæpur, hins vegar listaverk. Sem listaverk lýtur það lögmálum menningarstofnunarinnar, m.a. hvað varðar miðil, og hverfur eins og önnur opinber list inn í hringiðu markaðskerfisins, þar sem listaverk ganga kaupum og sölum. Annars vegar er graffítí sem sagt afskrifað (í bókstaflegri merkingu), hins vegar er það innlimað. Í þessu er þó engin mótsögn fólgin. Hreinsun og list- væðing eru hvort um sig tilraunir til að láta graffið passa inn í form ríkjandi menningar og eignafyrirkomulags, eða m.ö.o. að koma hlut- unum fyrir á „réttum“ stað. Póst-graffítí Eins og fram kom í Morgunblaðsgreininni frá 1996 sem vísað er til að ofan gripu borgaryf- irvöld í Osló til þess ráðs nokkru fyrr en Reykja- víkurborg að taka frá ákveðna veggi þar sem graffarar gátu „úðað að vild“. Það kemur tæp- lega á óvart, þar sem í hlut á hnattvædd hvers- dagsmenning graffsins, að herferð yfirvalda gegn henni er líka alþjóðleg, svo og þau úrræði sem þau beita. Borgarstjórnir hvarvetna eru fljótar að tileinka sér tæknilegar nýjungar á borð við veggefni sem hrinda frá sér tússi og málningu graffara. Sums staðar knýja borgar- stjórnir fram þyngri refsingar fyrir skemmd- arverk með spreybrúsum. Annars staðar, einkum undir stjórn frjáls- lyndra borgaryfirvalda – eins og þeirra sem stýrt hafa herferðinni í Reykjavík undanfarin 9 ár – er farið að gera greinarmun á veggjakroti og veggjalist, og veitt leyfi fyrir hið síðarnefnda á tilteknum flötum. Raunar má rekja listvæð- inguna sem stjórntæki allt aftur til þess tíma er hipp-hopp hreyfingarinnar tók verulega að gæta í Bandaríkjunum, undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og í upphafi þess níunda. Í New York var gerð tilraun til þess á fyrri hluta ní- unda áratugarins að innlima graffítí í opinbera menningu með því að fá graffara til að skreyta striga sem síðan var hengdur til sýnis í virðuleg gallerí í Soho og seldur á morðfjár. Þannig var gröffurum gefið færi á að græða á listinni og nokkrir voru poppaðir upp í stórstjörnur um skamma hríð, þ.á m. Keith Haring og Jean-Michel Basquiat. Listfræðingar gáfu þessu innrammaða graffi nafnið „póst-graffítí“ (eða „eftir-graffítí“), en sú nafngift segir meira en mörg orð um þá ósk sem bjó að baki listvæð- ingunni, að veggjalist kæmi í stað veggjakrots. Þess utan er „póst-graffítí“ auðvitað enn einn „pósturinn“ í menningarumræðu nýliðinnar ald- ar og er vissulega skylt öðrum póstum. Veggja- list sem nýtur opinberrar viðurkenningar er tví- mælalaust póstmódern menningarform og ber mörg helstu einkenni sem tengd hafa verið því hugtaki. Þannig ber hún þess öll merki að að- greining lista og hversdagsleika hefur riðlast svo um munar. Hún byggist á nokkurs konar leik að táknum sem eru slitin úr sínu eðlilega samhengi og blandað saman eftir geðþótta eða smekk, þannig að segja má að fagurfræði hafi tekið stað merkingar. Loks felur listvæðingin einnig í sér markaðsvæðingu, eins og ljóst má vera af dæminu um innrammaða veggjalist til sölu í galleríum í Soho, en auðvitað á þetta ekki síður við um veggskreytingar á unglingagangi Kringlunnar og graff eftir pöntun fyrir ýmis fyr- irtæki í Reykjavík (sem sumir graffarar kalla „verkamannagraff“). Á alþjóðamarkaði hefur graffítí auk þess víða verið tekið til handar- gagns, þ.á m. í heimi tísku, hönnunar, auglýs- inga, útgáfu og í leikfangaframleiðslu. Sumir fræðimenn hafa talið að í póstmódern menningarformum séu fólgnir ákveðnir mögu- leikar til að halda uppi andófi gegn ríkjandi ástandi í vestrænum samfélögum. Af listvæð- ingu graffsins í Reykjavík og í borgum Evrópu og Bandaríkjanna má sjá að póstmódernismi í listum er ekki síður heppilegur sem stjórntæki yfirvalda til að grafa undan hreyfingum sem trufla röð og reglu og til þess að koma hlutunum aftur á sinn „rétta“ stað. því að afmá leyfislausar merkingar á röngum stöðum, hins vegar með því að endurskilgreina suma veggi sem rétta staði fyrir graff. Þannig henda borgaryfirvöld reiður á óreiðunni og koma aftur reglu á hlutina. Í liststimplinum felst sem sé viðurkenning á gildi þeirra veggmerk- inga sem lúta reglunum. Ef horft er til listageirans almennt verður ekki annað séð en að opinber viðurkenning hafi að ýmsu leyti mótandi áhrif. Til marks um þetta skal aðeins nefnt að enginn sem fylgist með fjöl- miðlaumfjöllun um menningarmál hefur komist hjá því undanfarið að heyra barlóm íslenskra myndlistarmanna sem keppast hver um annan þveran við að óska eftir „menningarstefnu“ að ofan. Vissulega má gera því skóna að þetta sé fyrst og fremst fínt orð yfir meiri peninga, en þó með þeim formerkjum að með þessum fjármun- um eigi að móta listalíf í landinu og færa það í einn farveg öðrum fremur. Sá grunur læðist reyndar að manni að list- væðing graffsins – þar sem listin er fólgin í leyf- inu – varpi nokkru ljósi á listhugtakið almennt. Þrátt fyrir allan fagurgala og fyrirheit virðist listin nefnilega aldrei breyta samfélaginu. Með hliðsjón af því sem hér hefur verið sagt má spyrja hvort ástæðan sé ekki einmitt sú að hún er skilgreind sem list? Er sjálft listhugtakið m.ö.o. tæki til að skilja í sundur tjáningu manna og raunverulegar aðstæður þeirra, til að taka tjáninguna utan sviga? Hvað sem þessu líður er „listvæðing“ graffítís gott dæmi um innlimun óstofnanabundinnar hversdagsmenningar í opinbera menningu, stofnanir hennar, flokkunarkerfi og miðla. Vart er hægt að hugsa sér meiri erkidæmi um menn- ingarstofnunina á Íslandi heldur en Mál og menningu og Menningarnótt, sem hvort í sínu lagi er í senn vettvangur opinberrar menningar og sverð hennar, skjöldur og sómi. Graffið er beislað með því að innlima það í stofnanabundna menningu og skilgreina sem list til sýnis á viss- um veggjum. Því er beint í ákveðinn farveg þar sem það passar inn í kerfið og fer að endur- spegla óskir þeirra sem ráða og þeirra sem greiða fyrir verkin. Árið 1999 var þannig „vegglistamaður“ ráðinn til að „skreyta“ súlur á svokölluðum unglinga- gangi í Kringlunni. Sama ár skreyttu þrír „lista- menn“ Fannarvegginn sem stendur á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Síðan þá hafa dæmin margfaldast og verslanir og fyr- irtæki panta gjarnan graff eftir ákveðnum mál- um og fyrirmælum á tiltekna veggi í umsjón þeirra. Þá hefur graffið töluvert verið notað í auglýsingaskyni, þ.á m. fyrir endurkomu-tón- leika Utangarðsmanna árið 2001 og svo fyrir ýmsar uppákomur á skemmtistöðum, t.a.m. kvöldskemmtun á vegum Fókuss á skemmti- staðnum Astró í Austurstræti síðastliðið sumar. Auglýsingarnar eiga sameiginlegt að þær eru unnar í annan miðil en venjulegt graff: Þeim er ekki spreyjað á veggi, heldur á plast. Stofnanabindingin ljær semsé „vegglistinni“ gildi sitt en lætur þó ekki þar við sitja. Auk þess að afmarka myndfleti og breyta miðlinum, geng- ur þessi listvæðing skrefinu lengra með rót- tækri endurskilgreiningu á sköpunarferli graffsins. 25. júní 1999 hefur Morgunblaðið eftir verkefnisstjóra menningarsviðs Hins hússins að „svokallað tagg eða „veggjakrot“, sem stundað sé í óleyfi, hafi afar neikvæð áhrif á starf „graff- iti“ listamanna sem m.a. hafa unnið verk sín sums staðar á veggi í borginni með fullu sam- þykki og leyfi borgaryfirvalda.“ Svo rammt kveði að þessu að „ef uppgangur „taggsins“ þetta sjónarmið, enda hef ég sem þjóðfræðingur meiri áhuga á að skilja hlutina heldur en að dæma þá. Ástæða þess að ég vitna til þessarar aðgreiningar er hins vegar sú að hún er til merk- is um tilraun til að móta orðræðuna um graffítí og þau hugtök sem til þess vísa. Fagurfræðin verður hér að stjórntæki, aðferð til að koma böndum á graffara, með því að hlaða lofi á verk þeirra sem fara að óskum yfirvalda, en kveða fast að orði um viðvaningsbraginn á verkum annarra. Listvæðing graffsins Hér er tilefni til að staldra aðeins við. Sé „veggjakrot“ hlutur á röngum stað og þess vegna sóðaskapur sem brýna nauðsyn ber að afmá, þá má spyrja hvað greini „veggjalista- verk“ frá þeim. Af framangreindu er svarið aug- ljóst: Yfirvöld hafa skilgreint rétta staði fyrir hið síðarnefnda. List er leyfð; reyndar verður ekki betur séð en að listin sé fólgin í leyfinu. Þannig er farið að vísa til leyfilegs graffs sem listaverka, en óleyfilegt graff heitir áfram skemmdarverk. Einhvern tímann hefði sjálfsagt talist til tíðinda að borgarstjórn, með fulltingi hreinsunardeilar gatnamálastjóra, hefði tekið að sér að skilgreina list. Með þessu eru borg- aryfirvöld þó einfaldlega að beita öllum tiltæk- um ráðum til að ná stjórn á rými borgarinnar og koma þar á röð og reglu. Í því skyni geta þau beitt sér með tvennu móti: Annars vegar með verkefnisstjóra menningarsviðs Hins hússins. Hún bætir við merkilegri aðgreiningu sem vert er að huga vel að: „„Graffarar“ úða af listfengi og faglegum metnaði og þeim má ekki rugla saman við svokallaða „taggara“, sem eru yngri og tússa eða úða „lógóin“ sín, yfirleitt viðvan- ingslega, út um allt og valda oft miklum eigna- spjöllum.“ Það skal tekið fram að ég tek alls ekki undir RÖNGUM STAÐ Morgunblaðið/Jim Smart Hreinsunarherferð borgaryfirvalda í samvinnu við Hörpu-Sjöfn. Morgunblaðið/Kristinn gar á horni Laugavegar og Vegamótastígs. Höfundur er þjóðfræðingur. Morgunblaðið/Valdimar Tr. Hafstein Hlutur á röngum stað? Morgunblaðið/Birna Anna Fagurfræðilegt spursmál á vegg við Garðastræti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.