Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.2003, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 2003 15
MYNDLIST
Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Gróf-
arhúsinu: Reykjavík í hers höndum:
Ljósmyndasýning. Til 2.2.
Galleri@hlemmur.is: Þuríður Sigurð-
ardóttir. Til 2.2.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Smáverk
36 listamanna. Til 9.2.
Gallerí Skuggi: Ásgeir Jón Ásgeirsson.
Kjallari: Hans Alan Tómasson. Til 26.1.
Gallerí Sævars Karls: Arnar Herberts-
son. Til 30.1.
Gerðarsafn: Hallgrímur Helgason, Hú-
bert Nói og Bjargey Ólafsdóttir. Til 2.2.
Gerðuberg: Ljósmyndasýning frá Bau-
haus. Til 23.2.
Hafnarborg: Joan Backes. Átta fær-
eyskir listamenn. Til 27.1.
Hallgrímskirkja: Aðalheiður Valgeirs-
dóttir. Til 1.3.
Hús málaranna, Eiðistorgi: Samsýning
sjö málara. Til 2.3.
i8, Klapparstíg 33: Haraldur Jónsson.
Undir stiganum: Jón Sæmundur Auð-
arson. Til 8.3.
Listasafn Akureyrar: Aftökur og út-
rýmingar. Til 9.3.
Listasafn ASÍ: Þóroddur Bjarnason og
Ívar Valgarðsson. Til 26.1.
Listasafn Borgarness: Sigurður Freyr
Guðbrandsson. Til 29.1.
Listasafn Einars Jónssonar: Safnið er
lokað í janúar.
Listasafn Reykjavíkur – Ásmund-
arsafn: Sýningaröðin Kúlan – Tumi
Magnússon. Til 16.2.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús:
Diane Neumaier og Christos Chrisso-
poulos. Til 16.3.
Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir:
Miðrými: Odd Nerdrum. Til 31.1. then-
.hluti 4 – minni form. Til 2.3.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: And-
litsmyndir og afstraktsjónir. Opið e.
samkomulagi í janúar. Til 30.3.
Mokkakaffi: Friðrik Tryggvason. Til
15.2.
Norræna húsið: BókList. Finnska
listakonan Senja Vellonen. Til 9.2. Ung-
ir norrænir hönnuðir. Til 2.3.
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B : Hlynur
Hallsson, Finnur Arnar Arnarson og
Jessica Jackson Hutchins. Til 23.2.
Reykjavíkur Akademían: Ingólfur Júl-
íusson. Til 31.1.
Slunkaríki, Ísafirði: Erla Þórarins-
dóttir. Til 2.2.
Þjóðmenningarhús: Íslandsmynd í
mótun – áfangar í kortagerð. Til 8.8.
Handritin. Landafundir. Skáld mán-
aðarins: Þórarinn Eldjárn.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Ráðhús Reykjavíkur: Kvennakór
Reykjavíkur. Kl. 15.
Sunnudagur
Hafnarborg: Nýárstónleikar Tríós
Reykjavíkur með Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttur og Bergþóri Pálssyni. Kl. 20.
Kirkja Óháða safnaðarins: Kristín
Mjöll Jakobsdóttir, fagott, og Jón Sig-
urðsson, píanó. Kl. 17.
Norræna húsið: Guido Baeumer og
Aladár Rácz. Kl. 17.
Salurinn, Kópavogi: Caput og sögu-
mennirnir Felix Bergsson og Hafliði
Hallgrímsson. Kl. 20.
Mánudagur
Hafnarborg: Nýárstónleikar. Sjá laug-
ard. Kl. 20.
Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals-
staðir: Mozart-tónleikar. Kl. 20.
Þriðjudagur
Hafnarborg: Nýárstónleikar. Sjá laug-
ardag. Kl. 20.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Með fullri reisn, lau.,
fös. Jón Oddur og Jón Bjarni, sun. Með
fulla vasa af grjóti, sun. Halti Billi, fim.
Rakstur, lau., mið. Karíus og Baktus,
sun. Veislan, fim.
Borgarleikhúsið: Sól og Máni, lau., fös.
Sölumaður deyr, sun., fim. Honk! sun.
Jón og Hólmfríður, lau., fös. Kvetch,
sun., fös. Píkusögur á færeysku, lau.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Grettissaga,
fim.
Iðnó: Beyglur, fös. Hin smyrjandi
jómfrú, sun.
Loftkastalinn: Benedikt búálfur, sun.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi:
Dýrlingagengið, lau.
Nasa: Sellofon, lau., fös.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
ÁRIÐ 1937 stóð nasistaflokkurinn í Þýska-
landi fyrir sýningu í Haus der Deutschen
Kunst í München sem nefndist „Die Grosse
Deutscher Kunstaustellung“ (Hin mikla þýska
myndlistarsýning) og var andsvar nasista við
módernískri list. Í ræðu sinni við opnun sýn-
ingarinnar viðraði Adolf Hitler skoðanir sínar
á framúrstefnulistinni sem hann kallaði „Ent-
artete Kunst“ (úrkynjaða list). Rétt er að geta
þess að sem ungur maður sótti Hitler tvívegis
um inngöngu í listakademíuna í Vín og var
synjað í bæði skiptin. Í ræðunni hélt Hitler því
m.a. fram að módernísk list, kúbismi, fútúr-
ismi, dadaismi o.s.frv., væri gerð af mönnum
sem ekki væru gæddir listrænum hæfileikum
en kynnu að blekkja listunnendur með hug-
myndafræðilegu bulli. Hét Hitler því að losa
þýsku þjóðina við þessi erlendu áhrif og lauk
svo ræðunni með því að segja; „héðan í frá
hefjum við stríð sem hreinsar slík óhreinindi
úr menningu okkar“.
Þótt Hitler hafi verið að tala um myndlist
má vel skoða þessi lokaorð í víðara samhengi,
enda voru drög að „hreinsunaraðgerðum“ nas-
ista á því sem þeir álitu óæskilegt í hinum
þýska kynstofni þegar hafin. Eitt af því var
samkynhneigð og voru hommar settir í fanga-
búðir og teknir af lífi.
Hommar og hakakross
Í Listasafninu á Akureyri standa nú yfir
þrjár sýningar. Sú umfangsmesta er sam-
starfsverkefni myndlistarmannanna David
McDermott og Peter McGough sem nefnist
„Hitler og hommarnir“. Sýningin er margþætt
en umfangsmesti hluti hennar eru myndraðir
af Adolf Hitler sem málaðar eru upp eftir op-
inberum portrettmyndum af kanslaranum í
hlutverki „ofurmannsins“. Listamennirnir
„skemma“ síðan portrettmyndirnar með því að
skrifa nöfn og dagsetningar á samkynhneigð-
um mönnum sem voru teknir af lífi í Sachsen-
hausen-fangabúðunum. Samspilið er sterkt,
ekki síst þar sem rithöndin sem þeir nota þótti
ósæmandi hinum „æðri“ kynstofni sem tileink-
aði sér frekar gotneskt letur. Auk þess hafa
verið uppi hugmyndir um að Hitler hafi sjálfur
verið samkynhneigður og alla vega tvíkyn-
hneigður.
Listamennirnir sýna einnig málverkaseríu
með útskúfunartákni nasismans, þ.e. stjarnan,
sem er trúarlegt tákn sem hlaut aðra merk-
ingu hjá nasismanum líkt og hið margra alda
gamla sólartákn, swastika (hakakross), sem nú
hefur fest sig í hugum manna sem tákn for-
dóma og mannhaturs. Þýski listamaðurinn
Blinky Palermo gerði áhugaverða tilraun árið
1970 til að umbreyta ógnvekjandi merkingu
hakakrossins yfir í geometríska fagurfræði
þegar hann sýndi teikningu af hakakrossi og
kallaði hana „Fjórir opnir ferningar“. Austur-
ríkismaðurinn Helmut Federle lék sams konar
leik árið 1985 í málverki þar sem SS- merkið
myndaðist á milli fjögurra ferninga. Tvíeykið,
David og Peter, eru þó ekki að snúa upp á
merkingu táknanna líkt og Palermo og Fed-
erle gerðu, en þeir nota geometrískt myndmál
og mála stjörnurnar á röndóttan flöt, svartan
og hvítan eins og fangabúningar, og skapa átök
á milli geometrísku fagurfræðinnar og umfjöll-
unarefnisins eða merkingu táknanna.
Þriðja málverkaserían í „Hitler og homm-
arnir“ eru fínlega málaðar myndir sem sýna
hakakrossinn renna saman við skrautleg hús-
gögn, svo sem ruggustól, píanó og ljósakrónu.
Verkin má túlka sem ábendingu á að áróður
nasismans hafi leynst alls staðar. Undirförull
áróður er auðvitað alls staðar í gangi enn í dag.
Þegar bandarískir fjölmiðlar titla Yasser Ara-
fat sem „hryðjuverkaleiðtoga“ þá er það áróð-
ur sem réttlætir aðgerðir Ísraela í hugum
margra. Við verðum einnig vitni að slíkum
áróðri gegn Írak og vafalaust er sams konar
áróður notaður í Írak gegn Vesturlöndum og
Bandaríkjunum. Sýningin Hitler og hommarn-
ir er því ekki bara um Hitler og homma. Hún
bendir okkur á þann hrotta sem fordómar geta
leitt af sér í dag jafnt sem fyrir 60 árum.
Herbergi dauðans
Eitt sem vekur athygli mína varðandi sýn-
ingarnar þrjár er ólík nálgun listamannanna
við pólitísk málefni. David McDermott og Pet-
er McGough taka skýra afstöðu í „Hitler og
hommarnir“, en það gera þær Lucinda Devlin
og Barbara Caveng aftur á móti ekki í umfjöll-
unum sínum um dauðadóma og aftökur í
Bandaríkjunum. Þær sýna blákaldar stað-
reyndir og láta áhorfandann um að taka afstöð-
una.
Bandaríkin eru eina vestræna ríkið sem enn
viðheldur þeirri miðaldastefnu að heimila af-
tökur og sýnir Lucinda Devlin ljósmyndaröð af
aftökuherbergjum þar í landi. Flestar sýna
myndirnar rafmagnsstóla og banasprautu-
bekki, sem eru algengustu aðferðirnar sem
notaðar eru við aftökur sökum þess að þær
þykja „mannúðlegri“ en gálginn, gasið og af-
tökusveitin, sem einnig er leyft í nokkrum ríkj-
unum. „Dauðasería“ Andy Warhol kemur mér
í huga við skoðun mynda Lucindu Devlin, en
hann gerði m.a. myndröð af rafmagnsstól.
Myndir Warhol eru aftur á móti dökkar og
drungalegar en myndir Devlin eru dauðhreins-
aðar eins og spítala- og tilraunastofur. Köld
flúorlýsing yfir myndunum ýtir undir slíka til-
finningu og nærvera dauðans er til staðar í
myndunum líkt og þegar maður sér lík og
skynjar að andinn hafi yfirgefið líkamann.
Þannig eru aftökuherbergin, andlaus og köld.
Matur og morð
Innsetning svissnesku listakonunnar Bar-
böru Caveng nefnist „Hinstu máltíðir“. Sýn-
ingarrýmið er málað í sama lit og er á veggjum
dauðadeildarinnar í Arizona-ríki. Lýsingin í
rýminu er dauf og á veggnum eru ljósmyndir
sýndar í ljósboxum og sýna þær uppstillingar
af síðustu máltíðum dauðadæmdra fanga í rík-
inu. Ekki get ég ímyndað mér að menn séu sér-
staklega lystugir skömmu áður en þeir eru
teknir af lífi. Og það má sjá á sumum mynd-
anna þar sem einn fanginn hefur valið eitt
djúsglas og annar eina jógúrtskál. Aðrir hafa
þó greinilega íhugað það vel hvað þeir ætluðu
að borða áður en þeir dæju og jafnvel end-
urskapað einhverja minningu með matnum.
Myndir Caveng líkjast helst mynd-matseðlum
eins og oft eru á skyndibitastöðum (Diner) og
þykir mér það öflug framsetning hjá listakon-
unni. Það er sérstakt áreiti að standa frammi
fyrir svo klisjulegum myndum og vita að þær
standa fyrir síðustu máltíð manneskju áður en
hún er tekin af lífi. Áreitið tekur svo á sig ann-
ars konar mynd þegar maður gengur næsta
skref gagnvart listaverkinu og dregur út
skúffu sem annars er lokuð inni í ljósboxinu. Í
skúffunni má sjá lögreglumynd af fanganum
ásamt skýrslu um afbrot hans og lýsingu á
matnum sem hann pantaði fyrir aftökuna. Um
leið og þær upplýsingar verða ljósar þá breyt-
ist verkið og „einhver“ manneskja sem var líf-
látin verður „einstök“ manneskja sem var líf-
látin.
Sýningargestir geta einnig sest niður og
hlustað á síðustu orð nokkurra fanga áður en
þeir voru teknir af lífi, en hefð er fyrir því að
bjóða þeim dæmda upp á lokaorð. Það er átak-
anlegt að hlusta á lokaorð manna sem vita að
þau séu hin síðustu. Sumir fara með bæn, aðrir
fyrirgefa eða óska eftir fyrirgefningu og flestir
þakka sínum nánustu og kveðja þá.
Yfir öllu
Sýningarnar þrjár vinna reglulega vel sam-
an í listasafninu. Þær eru þrúgandi og áleitnar
en jafnframt fallegar sem virkar sem mótsögn
við umfjöllunarefnið og rífa þannig í mann að
innanverðu.
Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Lista-
safnsins á Akureyri, hefur sannarlega náð að
skapa eftirtektarverða sýningarstefnu á síð-
astliðnum árum og gert ótrúlega hluti, ekki
síst ef miðað er við þau fjárlög sem hann hefur
úr að moða. Í þetta sinn býður safnið upp á
þrjár alþjóðlegar myndlistarsýningar sem
hafa vakið athygli og umtal erlendis, en jafn-
framt vekja þær upp spurningu um pólitíska
list á Íslandi, sem er afar sjaldséð og ég man
satt að segja ekki eftir neinum íslenskum sam-
tímalistamanni sem er markvisst að deila á for-
dóma gagnvart kynhneigð eða kynþáttum í
listsköpun sinni þótt það sé vandamál hér á
landi eins og annars staðar.
Fyrir sýninguna „Hitler og hommarnir“ hef-
ur forstöðumaðurinn látið setja lógó listasafns-
ins á nasistafána sem blaktir fyrir utan safnið.
Undir lógóinu eru svo rituð orðin „uber alles“
(yfir öllu) í gotnesku letri. Það á vel við því að
sýningin á Listasafninu á Akureyri er tvímæla-
laust „uber alles“ í þessari fyrstu sýningar-
bylgju safna og gallería á nýju ári.
Blákalt og pólitískt
MYNDLIST
Listasafnið á Akureyri
Safnið er opið frá 12–17. Lokað á mánudögum.
Sýningunum lýkur 9. mars.
ÝMSIR MIÐLAR
DAVID MCDERMOTT OG PETER MCGOUGH
LUCINDA DEVLIN
BARBARA CAVENG
Morgunblaðið/Kristján
Hitler sem „hvítur
riddari“ og Wilhelm
Schaper, samkyn-
hneigður, myrtur
14. apríl 1942.
Ein af ljósmyndum
Lucindu Devlin
af rafmagnstól.
Máltíð 999177
á sýningu
Barböru
Caveng.
Jón B. K. Ransu