Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.2004, Síða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 2004
HOWARD French, sem fjallaði
um málefni Vestur-Afríku fyrir
New York Times á tíunda ára-
tugnum, sendi
nýlega frá sér
bókina A
Continent for
the Taking:
The Tragedy
and Hope of
Africa, sem
fjallar líkt og
heiti hennar
gefur til
kynna um
málefni álfunnar. Nær French
að mati gagnrýnanda Herald
Tribune að kalla fram sömu lif-
andi mynd af Afríku allri, kost-
um hennar og göllum, og finna
mátti í blaðagreinum hans fyrir
New York Times.
Kjarnakonan ungfrú Dobbs
SÖGUR Jacqueline Winspear af
kjarnakonunni og fyrrverandi
herhjúkrunarkonunni ungfrú
Dobbs, sem tekur til við leyni-
lögreglustörf með sálfræðileg-
um undirtónum á árunum í
kringum heimstyrjöldina fyrri,
eru að mati gagnrýnanda New
York Times heillandi lesning.
Lesendur kynntust fyrst ungfrú
Dobbs í bókinni Maisie Dobbs
sem vakti athygli sem einkar vel
gerð frumraun, og er nú komin
út ný saga um Dobbs, Birds of a
Feather. Að þessu sinni er það
efnaður athafnamaður sem ræð-
ur Dobbs til að leita uppi dóttur
hans, sem strokið hefur að heim-
an, án þess að gera sér grein fyr-
ir hve ítarleg rannsókn Dobbs á
ástæðunum að baki stroksins á
eftir að koma inn á hans eigin
skuggalegu fortíð.
Heimferðin
RITHÖFUNDURINN James
Kelman sem ekki er þekktur fyr-
ir að gera lesendum sínum lífið
auðvelt sendi nýlega frá sér bók-
ina You Have to be Careful in
the Land of the Free. En bókin
einkennist að mati gagnrýnanda
Guardian af einkar aðgengileg-
um frásagnarhætti og sé fyrir
vikið tækifæri þeirra sem hingað
til hafa gefist upp á Kelman til
að kynna sér verk hans. Bókin er
sögð frá sjónarhorni Jeremiah
Brown, Skota sem er á leið í
heimsókn á sínar gömlu heima-
slóðir eftir að hafa verið búsett-
ur í Bandaríkjunum í 12 ár. Þar
sem hann er ekki viss um hverj-
ar móttökurnar verða skreppur
hann á barinn til að fá sér smá
brjóstbirtu og er fyrr en varir
orðinn ofurölvi og farinn að
ræða við hvern sem er, en það er
í gegnum samræður Brown sem
lesandinn kynnist lífi hans, von-
brigðum og eftirsjá á þann sér-
staka og sársaukafulla hátt sem
einkennir skrif Kelmans.
Skákdrottningin
KYNJAFRÆÐINGURINN Mari-
lyn Yalom tekur uppruna skák-
arinnar fyrir í nýjustu bók sinni
Birth of the Chess Queen, eða
Fæðing skák-
drotting-
arinnar eins
og heiti henn-
ar gæti út-
lagst á ís-
lensku. Þar
leitast Yalom
við að finna skýringar á uppruna
skákarinnar, sem og mikilvæg-
asta skákmanninum – drottning-
unni. Yalom leitaði víða fanga í
Evrópu til að finna skýringar á
þróun leiksins sem hún tengir
auknum völdum og virðingu
kvenna í Evrópu á miðöldum.
ERLENDAR
BÆKUR
Heimsálfan
Afríka
Howard French
É
g heimsótti útibúið á Kirkjusandi,
fékk mér kaffi í anddyrinu, brjóst-
sykur hjá gjaldkeranum og sæti
hjá fjármálaenglinum mínum.
Hvert sem litið var blöstu við
myndir af dökkhærðri konu í
svartri dragt og bleikri skyrtu –
Halldóru Geirharðsdóttur leik-
konu. Ég hafði séð henni bregða fyrir í sjón-
varpsauglýsingum og alltaf klórað mér í kollinum
og nú gat ég ekki orða bundist. „Hvernig stendur
á því,“ spurði ég þjónustufulltrúann, „að bankinn
hefur valið Don Kíkóta starfsmann mánaðarins,
mánuð eftir mánuð? Eruð þið sátt við þetta?“
Hún svaraði engu en spurði á móti hvort það væri
rétt munað hjá sér að ég væri einn af þessum
bókabéusum.
Ég vissi uppá mig skömmina. Skynjun manna
af minni tegund er svolítið brengluð. Við sjáum
aldrei það sem blasir við augum; dropann á gler-
inu, roða á skýjum, smáfugl á grein. Nei, okkur
hættir ósjálfrátt til að lesa veröldina eins og hún
væri úthugsað skáldverk, með torræðum táknum
og margræðum vísunum. Of langt eða náið sam-
band við bókmenntirnar gera mann svo til ófær-
an um að sjá neitt annað í þau skipti sem maður
lítur upp úr skruddunum og framan í heiminn.
Þetta eru sömu áhrif og það hefur að horfa of
lengi í sólina og líta síðan undan: Gullskjöldurinn
brennir sitt svarta mark í sjónhimnuna.
Viðbrögð mín við nýjustu auglýsingaherferð
Íslandsbanka eru bara eitt dæmi af mörgum. Síð-
ustu vikur hefur raunveruleikasjónvarpið haldið
sína árlegu uppskeruhátíð. Lukkulegir stranda-
glópar, piparmeyjar, poppstjörnur og ofurhugar
hafa hrósað sigri í margþættri keppni vetrarins.
Ég horfði stundum á þessa þætti í vetur með ung-
lingunum á heimilinu, eftir að ég var búinn að
svæfa, og furðaði mig jafnan á því hve uppskriftin
að baki þessu sjónvarpsefni er einföld. Ég gat
ekki betur séð en að sérhver þáttaröð byggðist á
einhverri þeirra barnabóka sem ég var nýbúinn
að lesa fyrir þriggja ára dótturina inni í barna-
herberginu.
Strandaglópsþátturinn Survivor virðast vera
endurgerð á sögu sem hét Tíu litlir negrastrákar
þegar ég var strákur en gerist núorðið yfirleitt í
dýraríkinu. Hver þáttaröð hefst á því að hópar
fólks af ólíkum kynþáttum og kynjum hefja bar-
áttu um að lifa af í villtri náttúru. En einstakling-
arnir keppa líka innbyrðis um að verða ekki
skildir eftir útundan innan síns hóps. Eftir því
sem þáttunum fjölgar týna þátttakendur tölunni
en það kemur samt í hlut þeirra þrautseigari að
gera í lokaþættinum upp á milli þeirra tveggja
sem eftir standa. Sama ferli er lýst í bókinni Tíu
ungir ökuþórar, sem þýdd var af Kristjáni frá
Djúpalæk: „Tveir aka ökuþórar, / áfram greitt
sitt skeið. / Þá bilar hjól hjá hundinum / en hinn
kemst alla leið. // Þessi eini ökuþór / er orðinn
hress að nýju. / Við mikinn fögnuð mas og glaum /
þar mætast allir tíu.“ Munurinn er að vísu sá að
fögnuðurinn er beiskju blandinn í Survivor, enda
eru níu af hverjum tíu þátttakendum fórnarlömb
eins konar eineltis.
Stefnumótaþátturinn Bachelor hefur svipað
frásagnarform og Survivor en fyrirmyndin er þó
líklega sótt í sígilt ævintýri þar sem prinsinn
kannar hvaða kona í kóngsríkinu passi í glerskó
sem hann hefur undir höndum. Böndin berast
smám saman að þremur systrum. Draumaprins-
inn í Bachelor fer eins að. Hann byrjar á því að
fækka valkostunum. Síðan býður hann geðþekk-
ustu stúlkunum með sér í heitan nuddpott, eða
annan á viðlíka vettvang, að því er virðist til að
kanna hvort tungur stúlknanna passi upp í munn-
holið á honum. Nú í lok vetrardagskrár stóð bara
ein Öskubuska með pálmann í höndunum, stjúp-
systur hennar sátu eftir með sárt ennið og blóð-
bragð á vörum. Svona má áfram telja. Hryllings-
þátturinn Fear Factor er til dæmis innblásinn af
sögunni um strákinn sem kunni ekki að hræðast.
Mergur málsins er sá að allar hafa form-
úlurnar í raunveruleikasjónvarpinu verið þraut-
prófaðar; helsta nýsköpunin á þessum vettvangi
felst í því að blanda þeim saman. Í Survivor-þátt-
um vetrarins þurftu keppendur til dæmis að
leysa þraut sem var innblásin af sögu H.C. And-
ersen, „Litlu stúlkan með eldspýturnar“. Við
annað tækifæri var ættingjum keppenda boðið í
heimsókn í óbyggðirnar og látnir keppa í áti á
ógeðslegum mat, þar á meðal lifandi skordýrum.
Á tungumáli bandarískra sjónvarpsþáttafram-
leiðanda kallast slíkt skammhlaup: Survivor
meets Fear Factor. Þáttaröðinni lauk loks á því
að tveir þrautseigustu keppendurnir felldu hugi
saman, eins og kórónað var með bónorði í loka-
þættinum. Ökustrákur hittir Öskubusku, gæti
maður freistast til álykta en því má ekki gleyma
að sögunni um negrastrákana tíu lauk á því að
þessi eini sem eftir var fann sér lífsförunaut og
fyrr en varði voru negrastrákarnir „aftur orðnir
tíu“.
Nú er bara að bíða og sjá hvort íslensku sjón-
varpsstöðvarnar geti notfært sér þessar form-
úlur með sjálfstæðum og þjóðlegum hætti.
Kannski er þess að vænta að Stöð 2 bjóði áhorf-
endum upp á raunveruleikasjónvarp strax í haust
sem byggt yrði á sögunni um djáknann á Myrká.
Þórhallur miðill þyrfti ekki að breyta Lífsauga
sínu mikið til að svo gæti orðið. Hann þyrfti að-
eins að gera þá kröfu til gesta sinna að þeir ættu í
tilhugalífi við fólk fyrir handan; „Það er hérna
maður, hann spyr ... langar að spyrja: Er einhver
Garún í salnum?“
FJÖLMIÐLAR
TÍU LITLIR STRANDAGLÓPAR
Kannski er þess að vænta að
Stöð 2 bjóði áhorfendum upp á
raunveruleikasjónvarp strax í
haust sem byggt yrði á sögunni
um djáknann á Myrká.
J Ó N K A R L H E L G A S O N
En að sýningu lokinni stóð ég á fætur með öðrum
áhorfendum og klappaði eins og berserkur með
tárin í augunum. Brynhildur Guðjónsdóttir hafði
þá í hlutverki Piaf rétt lokið við að syngja Non, je
ne regrette rien og ég segi það og skrifa hér og
nú að mér fannst ég hafa séð og heyrt ... ekki
Brynhildi…heldur Piaf sjálfa, þótt hún sé löngu
dauð. Það er hreint lygilegt, þó að ekki sé meira
sagt, hvernig Brynhildi tekst að sökkva inn í þetta
hlutverk og þótt vissulega hafi hún ýmsa eig-
inleika sem nýtast henni sérstaklega vel, s.s. svip-
að vaxtarlag, andlitslag, frábæra söngrödd og
sérlega góðan frönskuframburð, þá kemur fleira
til. Brynhildur leikur Piaf frá barnsaldri og fram á
miðjan aldur en þá var Piaf orðin illa farin á lík-
ama og sál og líkari gamalmenni en tæplega
fimmtugri konu. Henni tekst að vera jafnsannfær-
andi á öllum aldursstigum persónunnar og miðl-
ar um leið þessum rauða þræði í persónunni
Piaf, nefnilega því að þrátt fyrir að vera smá og
fíngerð, veik og brotin, er hún samt þetta ótrú-
lega hörkutól sem alla tíð neitaði að bugast og
söng opinberlega allt þar til tveimur mánuðum
áður en hún féll í dauðadá. Hún hafði sig upp úr
skelfilegri fátækt og eymd með því að nýta til
hins ýtrasta það eina sem hún kunni öðrum betur,
nefnilega að syngja eins og næturgalinn. [...]
Hún kunni þá list að flétta tilfinningunum utan um
sína sérkennilegu söngrödd og útkoman var
ógleymanleg. Það athyglisverða er, að nákvæm-
lega þetta kann Brynhildur Guðjónsdóttir líka.
Hún gerir tilfinningar Piaf að sínum og miðlar
þeim með söngröddinni af svo tærri snilld að
manni finnst Piaf standa sjálf á sviðinu…og
kannski bara gerði hún það (!) Ég var ekki hrifin
af því fyrirfram að íslenska suma textana, fannst
að lögin myndu missa svo mikils án frönskunnar,
en jafnvel þar tókst Brynhildi með sérkennilegum
áherslum og framburði að syngja svo að maður
tók varla eftir því hvort hún söng á íslensku eða
frönsku. Geri aðrir betur!
Þórey Friðbjörnsdóttir
Kistan
www.kistan.is
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
„Landið, sem heimsþjóð er ætlað að ala.“
BRYNHILDUR EÐA PIAF?
I Bandaríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut birtiharðyrta grein í In these Times 12. maí sl. Vonne-
gut er 81 árs og hefur enga trú á því að heimurinn
verði neitt betri en hann hefur verið frá upphafi
vega. Mannkyninu til málsbóta segir hann þó að
því sé áskapað að lifa á þessari jörð þar sem alls
konar furðulegir leikir fara fram sem geta gert
mann brjálaðan þótt maður sé það ekki endilega
fyrir. Sumir þessara leikja fjalla um ást og hatur,
segir Vonnegut, sumir um frjálslyndi og íhaldssemi,
bíla og kreditkort, golf og kvennakörfubolta. „En
það er jafnvel til klikkaðri leikur en golf,“ heldur
hann áfram, „sem eru amerísk stjórnmál þar sem,
þökk sé sjónvarpinu, við getum einungisverið ann-
aðhvort frjálslynd eða íhaldssöm.“
IIVonnegut segir að í sakleysi sínu hafi hann taliðþað mögulegt fyrir mörgum árum að Banda-
ríkjamenn gætu orðið sú mannlega og skynsama
þjóð sem margir af hans kynslóð dreymdi um að
hún yrði. „Okkur dreymdi um þá Ameríku í krepp-
unni miklu þegar enga vinnu var að fá. Og við
börðumst og dóum margir fyrir þennan draum í síð-
ari heimsstyrjöldinni þegar friður var af skornum
skammti. En núna veit ég að það er engin von til
þess að Ameríka verði mannleg og skynsöm vegna
þess að völdin spilla okkur, og algjör völd spilla al-
gjörlega. Manneskjur eru apar sem fara á valdafyll-
irí,“ segir Vonnegut og heldur því fram að leiðtogar
Bandaríkjanna séu apar á valdafylliríi sem noti
hermenn eins og leikföng sem spilltur krakki hefur
fengið í jólagjöf.
III Landa Vonneguts, Susan Sontag, birti greinum myndirnar úr Abu Ghraib í The Guardian
24. maí sl. Sontag heldur því fram að myndirnar
endurspegli hina nýju utanríkis- og innanrík-
isstefnu Bandaríkjastjórnar sem finni hljómgrunn í
sífellt ofbeldisfyllra bandarísku þjóðfélagi. „Merking
þessara mynda,“ segir Sontag, „er ekki aðeins sú að
þessir hlutir voru gerðir, heldur að gerendurnir
báru ekki skynbragð á að eitthvað bogið væri við
það sem myndirnar sýndu. Og í ljósi þess að mynd-
irnar áttu að koma fyrir allra augu er það jafnvel
enn ógeðfelldara að þeir virtust skemmta sér ágæt-
lega. Þess konar skemmtun er því miður í síaukn-
um mæli – og þvert á það sem Bush heldur fram –
hluti af „hinu sanna eðli og hjarta Ameríku“,“ segir
Sontag.
IV Vonnegut virðist á sama máli, en að hansmati hefur maðurinn bara alltaf verið vondur.
Hann nefnir krossfestingu Krists sem dæmi og spyr
hvort lesendur geti gert sér í hugarlund aðra eins
meðferð á manneskju. „Ekkert mál,“ heldur hann
áfram, „þetta er dægrastytting. Spyrjið bara hinn
sannkaþólska Mel Gibson sem hefur af tómri guð-
rækni grætt fúlgur fjár á bíómynd um það hvernig
Kristur var píndur. Við skulum ekki velta okkur of
mikið upp úr því hvað Kristur sagði.“ Vonnegut rifj-
ar það enn fremur upp að Hinrik áttundi, stofnandi
ensku kirkjunnar, hafi látið sjóða óvin sinn lifandi
fyrir allra augum. „Annað tækifæri fyrir skemmt-
anabransann. Næsta mynd Mel Gibsons ætti að
heita Óvinurinn. Hagnaðarmetið yrði slegið á ný,“
segir Vonnegut og bætir við: „Einn af fáum kostum
nútímans er þessi: Ef þú deyrð á hræðilegan hátt í
sjónvarpinu hefurðu ekki dáið til einskis, þú hefur
stytt okkur stundir.“
NEÐANMÁLS