Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.2004, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.2004, Side 4
                                                               ! "" ""  !     #$ % & !     !  '             ( ) *  ) + ( )      ' ) ,   % & +  -     (         ) % &  (           '    !    ) .  -  *!     ) / ) ,  % & ) %0          -    1  )     )     % &  -   -   (     ) 2   -     "                 ) 3        !    (  (     -  (    ) % & +   04   -  ) #     -               '   '4    '    (5 ,   '"   (           ) 6  ) % & 7 (      0     (      ) - % &  7        (      (     (        (    ) ,  % & ) 8'     0          - (  9   ) 1  ) # % & + 3  1     -        ! '   % &  9  ) 1 ) :4 + 4 : ')                       ljós. Kannski er hvort tveggja, efnið og nafnið, upprunnið meðal bandarískra þræla á baðmullarekrum, en eitt er víst, hvort tveggja getur ekki verið annað en bandarískt. Efnið er þannig að það er ofið úr tvennskonar þráðum, annar er dimmblár – í fyrstu var liturinn unninn úr vissu ertublómi – en hinn hvítur. En það var ekki efnið heldur naglinn sem gerði gæfu- muninn fyrir fátæklinga og framleiðandann, vegna þess að eftir að Levi fékk einkaleyfið myndu Lee og Boss hafa lent í fangelsi hefðu þeir ætlað að líkja eftir naglanum. Aftur á móti máttu þeir nota málmskjöld á vasana, en flestir kaupendur hristu hausinn yf- ir slíku. Menn skiptust samt í tvo andstæða hópa. Annar var með- mæltur nagla, hinn trúði á skjöld, svo strákar slógust í hörðum deilum vegna þessa á böllum til að ganga í augun á stelpum sem máttu enn sem komið er ekki láta sjá sig í buxum, en lifðu sig þeim mun betur inn í buxur á strákum. Í kreppunni miklu kringum 1930 urðu buxur Levi’s að einslags þjóðbúningi bandarískra öreiga, og bændur með slitna hatta hrökkluðust í þeim af jörðum sínum, teknir í framan og kinn- fiskasognir af sól og hungri. Besta sönnun um þetta eru ljós- myndir Dorotheu Lange. Á þeim bera aðeins buxurnar vitni bandarískum styrk, einkum verkamanna við að þrauka í þeim án þess að gera miklar kröfur og sýna þannig staðfestu í lúterskri trú. Um svipað leyti hættu stúlkur að sætta sig við hróplegt órétt- læti í því hver mætti ganga í Levi’s-buxum. Í kreppunni miðri voru margar komnar í þær og við lok hennar varð þetta hálfgerð tíska. Til marks um það eru auglýsingamyndir af stúlkum af næstum góðum bandarískum ættum oft með kúrekahatta aftan á hnakka, sumar í köflóttum vinnuskyrtum. En buxurnar skiptu meira máli en skyrtan. Til að sýna ágæti þeirra og það að kvenleg dýrð sést betur í þrengslum en víðum kjólum sneru stúlkurnar rassinum í ljósmyndarann, stundum öllum, stundum hálfum eða fjórðungi. Allt voru þetta grannir rassar sem áttu að sanna að Levi’s-buxur, níðþröngar, héldu fitunni í skefjum. Besta ráð til að grennast var þess vegna að stefna að því að „koma mjöðmunum fyrir í 501“, eins og það var kallað að ganga í buxum framleiddum af fyrirtæki Levi Strauss. Sjálfur var hann ekki lengur til nema sem vörumerki. Snemma hafði Levi gert sér grein fyrir því sama og Lenín löngu síðar, að kvikmyndir eru góðar til áróðurs í fram- leiðsluskyni, einkum ef þær fjalla um göfuga fátæklinga eða æv- intýri um klóka og grimma en undir niðri hjartahreina ræningja. Auðvitað þarf saklaus og helst munaðarlaus munnfríð stúlka að vera þar einhversstaðar í miklum vanda. Fyrir bragðið gaf Levi talsverðan lager af buxum á alla karlmenn í fyrstu kúrekamynd- inni sem kvikmynduð var árið 1904 og hét The great train robb- ery. Fram að þessum stóratburði í sögu kvikmyndalistarinnar hafði varla nokkur sál fyrir utan Kaliforníu séð þennan klæðnað. En þegar myndin hafði verið sýnd um öll Bandaríkin og hlotið hvar- vetna athygli langaði alla raunverulega kúreka á sléttunum miklu að ganga í Levi’s-buxum. Aðrar myndir sem reynt var að gera með kúrekum í annars konar buxum, til dæmis úr nankin- eða kakíefni, snarféllu. Hér með varð til sérstakur fegurðarsmekkur í tengslum við kynörvandi ljótleika ræningjalýðs. Stíll kynörvandi ljótleika fólst venjulega í kinnfiskasognum, skítugum karlmönnum, en með tíð og tíma og breyttum þjóðfélagsháttum og smekk fengu kúrek- arnir hraustlegt útlit, en það var alltaf í tengslum við hörku, freð- ið augnaráð og fingur sem leituðu í buxnavasa eftir byssu. Bux- urnar urðu tákn manna sem eru sífellt að skjóta aðra hrausta menn eða temja baldna fola. Smám saman urðu þær líka tákn fyr- ir konur sem vildu líkjast karlmönnum, þær köstuðu feitum rassi og mjöðmum fyrir róða og kenndu sig við megrunarkúra, kven- réttindi og karlmannabuxur. Innan stjörnuheimsins í Hollywood urðu harðar deilur um bux- urnar. Að klæðast þeim eða kjólum í kvikmyndum var merki um skiptingu innan listarinnar í hámenningu og lágmenningu. Á meðan var dreift ljósmynd sem átti að sanna bandarískt lýðræði og sýna hvað samfélagið gæti verið laust við stéttaríg og kyn- þáttafordóma ef það velur sér réttar buxur. Þetta var gömul mynd af amerískum indíána í Levi’s-buxum og hann ætlar eflaust að veiða vísunda og heldur þess vegna á boga og ör. En þetta nægði ekki til að samræma skoðanir allra, leikararnir vissu að til dæmis voru kvenmannsgálur í kvikmyndum ekki látnar klæðast kjólum heldur samskonar gallabuxum og kúrekarnir. Lélegustu leikkonurnar höfðu ekkert út á það að setja. Aftur á móti hefði hin kvenlega og kisulega Betty Grable aldrei fengist til að láta sjá sig þannig í kvikmynd. Að hennar áliti var ósmekklegt að fela granna fótleggi í þröngum skálmum og ólíkt því að sýna kálfana að aftan og mjaðmirnar þar fyrir ofan í mátulega síðum sundbol. Þrátt fyrir harðan aðgang kvikmyndakónga að dansaranum Fred Astaire neitaði hann stöðugt að steppa í þannig buxum. Ginger Rogers var glöð að heyra hann standa fast á því að dansa í engu öðru en léttum klæðskerasaumuðum eða tilbúnum buxum. Sjálfri fannst henni kvenlegt og þóttist vita að mestu kyntöfrar fælust í því að sveifla í kringum sig víðum kjól úr hrásilki, svo kálfarnir sæjust hæfilega mikið og aðeins andartak upp með lær- unum þegar hún flaug í fangið á Fred. Hún hefði heldur látið drepa sig en dansa í buxum og skipti ekki um skoðun, þótt henni væri leitt fyrir sjónir að hún bæri sama ættarnafn og vinsælasti karlleikari heimsins sem fór ekki úr kúrekabuxunum nema þegar hann brá sér í rúmið. Þetta var enginn annar en Roy Rogers, hetja kúrekamynda fyrir alla fjölskylduna, enda fjölluðu þær um goðsögulega vináttu og gagnkvæman skilning manns og reið- skjóta. Roy lýsti því auðvitað yfir í frægu viðtali að hann „elskaði“ Levi’s. Ginger Rogers skipti samt ekki um skoðun í viðtali við Heddu Hoppers, helstu slúðurblaðakonuna í Hollywood, og sagði þessa frægu setningu: Nafni minn, Rogers, má láta hestinn Trigger prjóna með lapp- irnar í blue jeans, það er hans mál, en ég ætla ekki að dansa í bux- um undir græna torfu. Ginger stóð við orð sín og fór í hundana og hallaði sér að flösk- unni þegar hún var, sökum þrjósku, sett út af sakramenti dans- og söngvamyndanna. Ginger Rogers neitaði meira að segja að dansa í slacks eða slepju eins og þannig buxur voru kallaðar á Suðurnesjum á mestu kanaárunum. Lætin kringum buxurnar spruttu ekki bara af hégómleika eða þörf fyrir að geta sýnt straumlínuvöxt, það að maður, en einkum konur væru í þannig holdum að jafnvel erfiðustu línur líkamans þyldu þrengslin. Í framhaldi af látunum hófst brennandi ákafi einkum mennta- manna við að safna „fornbuxum“, eins og það var kallað. En þrátt fyrir ákafa fornleifaleit eru núna aðeins til einar buxur, svo sann- að verði, frá árinu 1890. Góðu heilli halda þær sínum bláa lit óskertum og efnið ekki mikið slitið nema sitt hvorum megin við rasssauminn, þar sem það er rimpað saman, en saumurinn held- ur. Til að kóróna allt virðist sá sem átti safngripinn ekki hafa átt nógan þráð, og þess vegna eru til hliðar á báðum kinnum svolítil göt, en ekki á milli þeirra, eins og eðlilegt er hjá fólki. Eftir þess- um fornbuxum hefur þráfaldlega verið líkt í gallabuxnatísku síð- ari ára. Jafnt í götóttum flíkum sem öðru vill hver heilvita maður vera frumlegastur, en hið frumlega á að vera hófleg eftirlíking. Þess vegna eru framleiddar núna fagurlegar rifur ekki bara á rassi heldur líka á hnjám, og þeir sem eru með óvenjumikinn sköpunarkraft rífa sjálfir aukagöt út um allar buxur. Síðari heimsstyrjöldin setti meinlegt strik í reikning Levi’s- buxnanna með kakiefni. Stór hluti bandarískra karlmanna úr stétt erfiðismanna gegndi herþjónustu, ekki í þeim einkennisbún- ingi sem átti eftir að verða meginták fyrir æskuna heldur öðrum sem máir út einkenni og gerir alla eins, minnsta kosti buxnalega séð. Það var því talsvert áfall fyrir buxur Levi’s þegar bandaríksi herinn ákvað að halda í sitt eigið buxnaefni og snið við gerð ein- kennisbúningsins og um leið fór gaberdínið í sigurför hjá þeim sem fóru ekki í stríðið. Gallabuxur, eins og blástakksbuxur eru ranglega kallaðar hér á landi, náðu sér ekki aftur á strik fyrr en kringum 1953 sem ein- kennisbúningur æskunnar. Og þá með vörumerkinu Lee. Því var haldið óspart að frjálsu æskunni á eftirstríðs- og kaldastríðs- árunum með auglýsingum í bland við leðurjakka, vissa tegund af tónlist og mikinn hártopp hjá strákum. Það prýðilega Levi’s-strik sem konur komust á kringum 1930 slitnaði líka að mestu í seinni heimsstyrjöldinni þegar síðbuxur á þær, venjulega slacks, voru líka saumaðar úr gaberdíni. Svo fór sem jafnan að karlar og konur vildu ganga í því sama yst sem innst. Gaberdínið var sveigjanlegt „efni með slætti“ og þannig var því hampað. Slátturinn í efninu (slack merkir slakleiki), einkum ef það var notað í karlmannafrakka, átti að leggja áherslu á kæru- leysi sem var mikið í tísku vegna alvöru stríðsins og afleiðingar þess – hermenn áttu að sýna hirðuleysi gagnvart lífinu og tóm- leika gagnvart dauðanum – en hjá konum á göngu undirstrikuðu eiginleikar efnisins slakleikann, það sem þótti mest um vert, að vera slök við að borða og losna við matarlyst og hold með megr- andi coolsígarettum með köldu mentolbragði. Laun reykinganna voru visin læri og talsverð hvilft á milli þeirra við nárann. Leebuxur með hátt uppbrettar skálmar í staðinn fyrir sígilt brot urðu tákn á tveimur helstu goðum bandarískrar æsku kring- um 1953, James Dean með the neurotic look, taugaveiklaða svip- inn, og Marlon Brando með djörfu móturhjólaþörfina. Efnið den- im (það náði sér aftur á strik) varð tákn fyrir uppreisn hinna taugaveikluðu á bíldruslum og reiðhjólum. Uppreisnin var hættu- Gallabuxur ’Þannig urðu buxurnar að einkennisbúningi getulausra, skoðanalausra, fólks með takmarkalausa þörf fyrir að láta bera á sér í heimi þar sem enginn tekur eftir öðrum; allir keppast við að sýna allt sem býr ekki yfir neinu og sanna þannig að það er ekkert að fela.‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.