Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.2004, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.2004, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 17. júlí 2004 H BR: Einhvers staðar heyrði ég því fleygt að þú hefðir alltaf ætlað þér að verða málari. Annað hefði ekki komið til greina? JÓ: Jú það er rétt, til þess var kúrsinn tekinn á Myndlista- og handíðaskólann, en það kom babb á bátinn eftir skólann. Ég varð fyrir miklum áhrif- um af túlípönunum – Íslendingunum í Amst- erdam, bræðrunum Sigurði og Kristjáni Guð- mundssonum, Hreini Friðfinnssyni og Ólafi Lárussyni og gerði mikið af ljósmyndum á ár- unum 1975 til 1980 sem voru lítið annað en replikkur af því sem einkenndi verk þeirra, og listamanna sem tengdust Suðurgötu 7, sem frændurnir Bjarni H. Þórarinsson og Friðrik Þór ráku. HBR: Friðrik Þór var þó varla samferða þér í skólanum? JÓ: Við Friðrik Þór vorum saman í Menntó – í Tjörninni – en hann var aldrei í Myndlista- og handíðaskól- anum. Hann og Árni Páll héldu einmitt saman stóra sýningu á Kjarvalsstöðum sem hafði tölu- verð áhrif á mig. Þeir voru á kafi í konseptinu og voru með mjög sérstæða hluti eins og Fegurð- arsamkeppni Íslands, þar sem ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýsla var hreint ógleymanlegur miðpunktur. Svona list hafði töluverð áhrif á mig á þessum árum og ég hélt áfram að gera ljós- myndaverk vel fram á 9. áratuginn; jafnvel eftir að ég var kominn til New York vann ég eingöngu ljósmyndir til að byrja með. Að vísu urðu þessar ljósmyndir alltaf malerískari og malerískari eftir því sem á leið. Það endaði með því að ég var farinn að mála módelin sem ég tók myndir af. HBR: Þetta voru risastórar ljósmyndir ef ég man rétt? JÓ: Já, það var eiginlega vendipunkturinn þeg- ar ég var farinn að mála fyrir ljósmyndavélina. Eftir það fann ég fyrir æ meiri þörf fyrir að mála milliliðalaust, beint á strigann. Að vísu hefur ljós- myndaáhuginn aldrei horfið, ég hef alltaf jafn- gaman af ljósmyndum, hvort heldur sem sjálf- stæðum miðli eða í tengslum við málverkið. HBR: En áður en við segjum skilið við þennan tíma, hvenær varstu í Myndlista- og handíðaskól- anum? JÓ: Ég var bara þrjú ár í skólanum, frá 1974 til 1977. Tvö ár fóru í forskólann og svo var ég eitt ár í grafíkdeild. Ég var jafnframt þessu farinn að vinna í umbroti hjá gamla Vísi og þótti það mun meira spennandi vettvangur. Þar með flosnaði ég smám saman upp úr skólanum. Síðustu önnina gerði ég varla nokkurn skapaðan hlut; eina mynd, það var allt of sumt. HBR: Var eitthvað farið að bóla á nýja mál- verkinu á þessum tíma? JÓ: Nei. Það var yfir höfuð ekkert málað á þessum tíma. Mig minnir að það hafi bara verið tveir nemendur í málaradeild síðasta árið sem ég var í skólanum, Guðrún Tryggvadóttir og Guð- bergur Auðunsson. Nýlistadeildin var hins vegar með stærri deildum og kennaradeildin sömuleið- is, en við vorum varla fleiri en tvö til þrjú í graf- íkdeildinni. HBR: Hvernig var andinn í Myndlista- og handíðaskólanum á þessum tíma: Var gaman þar? JÓ: Nei, ég missti áhugann og fann mig engan veginn innan veggja hans. Mér leiddist og fannst skólinn ekki skemmtilegur. Ég fann mig einhvern veginn milli vita. Í kringum mann var fullt af nemendum sem komu í skólann beint eftir gagn- fræðapróf og voru þar af leiðandi aðeins yngri. Við sem vorum með stúdentspróf sluppum við bóklegu fögin sem þeir þurftu að bæta á sig sér- staklega. Þar af leiðandi var miklu minni viðveru- skylda hjá okkur, en við fengum ekkert í staðinn. Á þessum árum er maður mjög móttækilegur fyrir hvers kyns lærdómi og nýjungum, en þeirri þörf var einfaldlega ekki fullnægt. HBR: Þú hefur þó væntanlega kynnst ein- hverju góðu fólki á þessum árum: Hverjir voru samferða þér í skólanum? JÓ: Það var fullt af skemmtilegu fólki í mínum árgangi, sem ég kunni vel við, en ég sótti hins vegar meira í að vera í kringum nýstofnaða deild, sem var kölluð Deild í mótun og varð seinna Ný- listadeildin. Þar stúderuðu m.a. Bjarni H. Þór- arinsson, Sverrir Ólafsson og Birgir Andrésson, og voru langflottastir. HBR: En þú segir að áhuginn á listinni hafi dal- að á þessum tíma. Hvað kom til að hann vaknaði aftur og hvenær gerðist það? JÓ: Ég fór að vinna á Vísi og þar kynntist ég meðal annarra Árna Þórarinssyni, bróður Stein- unnar myndhöggvara, hann er nú orðinn þjóð- kunnur glæpasagnahöfundur með meiru. Hann fékk mig til liðs við sig þegar hann gerðist rit- stjóri nýstofnaðs Helgarpósts ásamt Birni Vigni Sigurpálssyni. Árni og Björn Vignir ýttu mér út í það að myndskreyta greinar í blaðinu meðfram umbrotinu. Ég held að það hafi verið samskiptin við þá og fleiri á blaðinu, svo sem Guðlaug Berg- mundsson, sem þá var nýkominn úr námi frá Frakklandi, sem urðu til þess að mig fór að langa í framhaldsnám. Ég hafði alltaf unnið eitthvað heima að myndlist, en það var frekar stefnulaust. Nú fannst mér tími til kominn að halda áfram. HBR: Þetta var rétt um 1980, ekki satt? Varstu alltaf staðráðinn í að halda vestur um haf? JÓ: Nei, alls ekki. Það voru ýmsir staðir sem mér fannst koma til greina, svo sem London, Berlín og New York. Ég var fljótur að afgreiða London sem var fremur óspennandi á þessum ár- um. Berlín kom auðvitað vel til greina en þýskan var mér framandi og það hefði kostað mig heilt ár aukalega að ná tökum á málinu. Hins vegar var ég að spá í Pólland. Ég var hrifinn af pólskri hefð í plakatgerð og velti því alvarlega fyrir mér að sækja þar um skólavist. En pólska sendiráðinu leist ekkert á þessar vangaveltur og fékk mig of- an af þessu. HBR: Og þá var bara New York ein eftir? JÓ: Sennilega lá það alltaf í loftinu að ég færi til New York. Þar voru mínar fyrirmyndir í mynd- list og helstu hetjur rokksins. Flestir jafnaldrar mínir fóru til Hollands og myndlistarnemar á undan mér höfðu reyndar sótt þangað í heilan áratug. Mér fannst það vera að bera í bakkafullan lækinn að fara þangað. HBR: Var ekki erfitt að koma til New York? JÓ: Ekki fannst mér það. Ég var býsna fljótur að læra inn á borgina. Auðvitað var ég með fyr- irfram gefnar hugmyndir eins og allir. Á þessum árum var New York yfirleitt sögusviðið í amer- ískum glæpamyndum og það vildi gleymast hversu vinaleg hún getur verið. Reyndar er hún samsafn af fjölmörgum þorpum. Smám saman fer maður að læra á sitt eigið hverfi og rekast á sama fólkið aftur og aftur. Í okkar tilviki, mínu og fjölskyldunnar, var það East Village. Þar spruttu upp ný gallerí nær daglega. Sum eru starfandi enn þann dag í dag meðan önnur lifðu út vikuna. Gerjunin var ótrúleg; stórhugurinn mikill og um- hverfið gefandi. HBR: Varstu búinn að taka ákvörðun þarna um að gerast málari? JÓ: Já, þá var ég farinn að mála. Það var að minnsta kosti orðið aðalstarfið. HBR: Var New York gefandi að því leytinu til? JÓ: Ja..., þetta var veturinn sem Julian Schnabel var kynntur til sögunnar sem hin óskor- aða stjarna. Hann var orðinn þekktur áður en hann sýndi hjá Mary Boone. Bara það eitt að hún skyldi ætla að sýna hann tryggði honum braut- argengi. Leo Castelli heimtaði líka að fá að sýna hann þar sem Boone var fyrrverandi hægri hönd hans í bransanum. Nú síðan eru þeir að koma þarna fram hver á fætur öðrum, David Salle, Jean-Michel Basquiat og Keith Haring, sem þá var enn ekki orðinn þekktur utan borgarinnar og hélt sig mestmegnis neðanjarðar þar sem hann var að krota á auglýsingaskilti á lestarstöðv- unum. Vinsælasti klúbburinn á þessum árum var Mudd Club og á efri hæðinni rak Haring gallerí. HBR: Varðstu var við einhverja evrópska inn- rás sem olli skjálfta í listalífi New York-borgar á þessum árum? Ákveðin listtímarit, svo sem Art- forum voru stundum uppfull af slíkum fréttum. JÓ: Maður varð ekki var við neinn skjálfta en það voru ákveðin átök þegar Þjóðverjar á borð við Georg Baselitz og Jörg Immendorf, og Ítalir með Francesco Clemente í fararbroddi gerðu innrás á markaðinn í New York. Hvort um sam- antekin ráð meðal gallerista var að ræða eða ómeðvitað átak er erfitt að spá en þetta keyrði upp áhugann og margbreytnina í listaflóru borg- arinnar. Á því er enginn vafi. HBR: Þetta voru miklir átakatímar. Varðstu var við að menn skiptu sér í hópa með og á móti málverkinu? Afbygging átrún ’Það virðist alltaf vera eitthvað eitt í gangi á Íslandi í einu og þá kemst ekkert annað að. Einu sinni var það bara nýja málverótrúlega óintressant og leiðinlegt. Þegar þú kemur til annarra borga sérðu fjölbreytileikann. Allir miðlar og stefnur lifa þar góð Það er þetta sem mann dreymir um að fá meira af hér heima. Það væri til að mynda frábært ef hér í Reykjavík væru starfandi Eftir Halldór Björn Runólfsson hbr@simnet.is Jón Óskar myndlistarmaður ætlaði alltaf að verða málari en leiddist út í ljósmyndun sem hann einbeitti sér að uns hann var farinn að mála módelin sem hann var að mynda. Í þessu viðtali er stiklað á stóru í ferli listamannsins. Talað er um andann í Myndlista- og handíða- skólanum á ofanverðum áttunda áratugnum, framhaldsnám í New York á níunda áratugnum, um- ræðuna um málverkið, skort á samræðu í íslenskri myndlist og niðurbrot átrúnaðargoða í þágu neðanmálsins. Leitin að Ringó. Úr röð 100 teikninga. Blönduð tækni á pappír 2004. 48 x 44 hver mynd. Harlequin 1998. Olía á MDF. Stærð: 250 x 200 cm. Trúðurinn er ekki stöðuglyndur en hann getur sagt ráðamönnum þann sannleik sem þeir vildu helst ekki þurfa að heyra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.