Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.2004, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.2004, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 17. júlí 2004 Ívikunni barst frétt um að Stev-en Spielberg væri með enneina stríðsmyndina í burð-arliðnum og að sjálft stór- mennið Clint Eastwood væri orðað við leikstjórnina. Í þetta sinnið er það bardaginn um Iwo Jima sem er um- fjöllunarefnið en þá hildi háðu Japanir og Bandamenn í síðari heimsstyrjöld- inni, í febrúar og mars árið 1945. Í huga almennings er Iwo Jima þó fyrst og síðast tengd einni fræg- ustu fréttaljósmynd síðustu aldar sem sýnir sex bandaríska hermenn reisa við þjóðfána sinn á toppi fjallsins Suribachi. Það er orðið nánast fyrirsjáanlegt að Spielberg ráðist í verkefni af þessum toga. Stríðsmyndaverkefni leikstjórans sem snúist hafa um síðari heimsstyrjöldina eru t.d. Saving Private Ryan, þáttaröðin Band of Brothers og Schindlers List. Þá er hann með í vinnslu 10 þátta röð, í sama stíl og Band of Brothers, sem fjallar um Kyrrahafs- stríðið, þ.e. baráttu Japana og Bandaríkjamanna í síðari heimsstyrjöldinni. Svo virðist sem Spielberg sé með seinni heims- styrjöldina á heilanum. Sem er gott og blessað ef ekki væri fyrir þá skekktu sýn sem allar þessar myndir lúta. Felur hún í sér einhliða söguskoðun og dulinn pólítískan áróður. Því leynt og ljóst – þó meira leynt – eru þessar myndir upphafning á hernaði og þá sérstaklega hinni gríð- arlegu fórnarlund og hugrekki sem bandarískir hermenn virðast einir búa yfir. Mikið hefur verið talað um hversu raunsæir Band of Brothers þættirnir séu en því fer víðsfjarri að svo sé. Hermennirnir allir hvítir, allir með fyrirsætuútlit og afskaplega gervilegir allir saman. Hver þáttur byrjaði á yfirdrifinni væmni, þar sem gamlir fyrrverandi hermenn vældu framan í skjáinn um hversu hrikalegt þetta allt hefði verið. Sem það var al- veg örugglega og fyrir vikið verður skrumskæling og „Hollywood“- sering Spielbergs á þessum atburð- um enn gagnrýnisverðari. Spielberg er auðvitað ekki einn um þetta. Það er t.d. stórfurðulegt að rasískar myndir eins og Black Hawk Down (’01), eftir Ridley Scott, rúlli inn í kvik- myndamenninguna og taki sér bólfestu þar nánast gagnrýnislaust. Í þeirri mynd er öll áhersla á hetju- lega björgun nokkurra Bandaríkjamanna úr klóm sómalskra hermanna. Sómalarnir eru þar líkt og villidýr og þegar „kredit“-listinn rúllar í gegn í enda myndarinnar er tekið fram, með smáu letri, að tala látinna Sómala hafi hlaupið á þúsundum! En það skiptir auðvitað engu máli af því að þeir eru svo „vondir“. Spielberg er enn fremur með kvikmynd í bígerð sem fjallar um rán palestínskra hryðjuverkamanna á ísraelskum íþróttamönnum á Ólympíuleikunum í München árið 1972. Ellefu Ísraelsmenn létu lífið í þeim harmleik. Hér er önnur hugmynd handa Spielberg. Kvikmynd um þær hörmungar sem Pal- estínumenn hafa mátt þola frá hendi Ísraelsmanna. Af nógu er að taka. Er ég einn um það að halda að dræmt yrði tekið í þá hugmynd? Það er líkt og Spielberg sé á launum hjá núver- andi Bandaríkjastjórn við þessi verkefni. Bush ósk- ar þess ábyggilega heitt að hann klári nú nýjustu „hetjumyndina“ fyrir kosningarnar í haust. Spiel- berg ætti hins vegar að hafa vit á því að halda sig við ævintýramyndirnar og vísindaskáldsögurnar þar sem hann er á heimavelli. Óraunveruleikablær- inn sem einkennir þær myndir hefur nefnilega fylgt „sannsögulegum“ myndum Spielberg frá fyrstu tíð, þessum ágæta kvikmyndagerðarmanni til algers vansa. Tindátaleikur Sjónarhorn Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Tom Hanks í hlutverki sínu í Saving Private Ryan (’98). ’Því leynt og ljóst, þómeira leynt, eru þessar myndir upphafning á hernaði og þá sérstaklega hinni gríðarlegu fórnar- lund og hugrekki sem bandarískir hermenn virð- ast einir búa yfir.‘ Leikstjórinn McG hefur sagtstarfi sínu lausu sem leikstjóri kvikmyndarinnar Superman. Í til- kynningu sem leikstjórinn sendi frá sér af þessu til- efni segir að „listrænn ágreiningur“ milli hans og framleiðslufyrir- tækisins Warn- er Bros hafi ver- ið orsök uppsagnarinnar. Að sögn Guardian er ósættið aðallega talið stafa ann- arsvegar af fjárhagsvanda og hins vegar ágreiningi um tökustaði myndarinnar. Ákveðið hafði verið að Superman yrði að mestu tekin upp í Ástralíu en McG er á því að hún verði frekar gerð í New York, þar sem sagan gerist. „Mér finnst ekki viðeigandi að reyna að fanga bandaríska stemmn- ingu í annarri heimsálfu,“ sagði leikstjórinn af þessu tilefni. Warner Bros hafa í langan tíma unnið að gerð myndarinnar um of- urhetjuna fljúgandi. Leikstjórarnir Tim Burton og Brett Ratner hafa báðir verið orðaðir við verkið. Hlut- verk Supermans hefur svo ýmist verið talið eiga að vera í höndum Nicolas Cage, Jude Law eða Josh Hartnett. Það er þó leikarinn Jake Gyllenhal sem nú hefur verið ráðinn til að leika hetjuna.    Nú eru í vinnslu tvö kvikmynda-verk um Adolf Hitler sem bæði eru eftir þýska leikstjóra. Ákveðin bannhelgi hefur verið á því að fjalla um ein- ræðisherrann fyrrverandi í þýskri kvik- myndagerð og hefur sjaldan verið lögð mikil áhersla á hans persónu í vinnslu efnis um seinni heimsstyrjöld- ina. Í hinum væntanlegu verkum verður aðal- áherslan nú lögð á Hitler sjálfan. Leikstjórinn Bernd Eichinger vinnur að kvikmyndinni The Down- fall en hún segir frá síðustu dögum nasistastjórnarinnar. The Deviĺs Architecht er þriggja þátta heimildamyndaflokkur eftir Heinrich Breloer. Það verður sviðs- ljósinu aðallega beint að sam- skiptum Hitlers við samstarfsmenn sína og þá sérstaklega Albert Speer, sem var arkitekt í þjónustu Hitlers auk þess að vera sérlegur ráðgjafi hans um hergögn. Breloer hefur kynnt sér ævistarf Speers í þaula en hann eyddi 20 árum ævi sinnar í fangelsi þar sem hann rit- aði æviminningar sínar. Breoler hitti Speer ári áður en sá síð- arnefndi lést, árið 1980, og tók jafn- framt viðtal við tugi fólks sem þekkti hann, meðal annars börnin hans þrjú. Það er leikarinn Tobias Moretti sem fer með hlutverk Hitlers í þátt- unum. Undirbúningur hans fyrir hlutverkið fólst meðal annars í því að hlusta á upptökur með Hitler, sem fundust fyrir nokkrum árum. Þeir Eichinger og Breloer eru báðir virtir kvikmyndagerðarmenn í heimalandi sínu.    Leikstjórinn Baz Luhrmann hef-ur vísað því að bug að hætt hafi verið við gerð myndar hans um Alexander mikla. The Daily Telegraph greindi upp- haflega frá því að Luhrmann hefði hætt við verk- efnið til að geta eytt meiri tíma með fjölskyldu sinni. Maria Farmer, tals- maður Luhr- manns segir þetta flugufregn og að leikstjórinn sé að leggja lokahönd á handritið þessa dagana. Erlendar kvikmyndir McG Adolf Hitler Baz Luhrmann K ermit froskur sagði eitt sinn að það væri síður en svo auðvelt að vera grænn. Þar gat hann hæglega ver- ið að vísa til þess hversu brösug- lega honum hafði gengið að hasla sér völl á hvíta tjaldinu. Annað grænlitað fyrirbæri, ofurmennið Hulk, hefur átt viðlíka erfitt með að fóta sig á tjaldinu hvíta og mætti af því halda að þessir tveir litir, grænn og hvítur, fari hreinlega ekki saman. En því fer þó fjarri, víðsfjarri. Það hefur Skrekk- ur sannað. Þetta skapfúla fenjatröll er með annarri kvikmynd sinni orðin vinsælasta teiknimyndafígúra kvikmyndasögunnar og samt er Skrekkur eins grænn og þær gerast. Það er auðvelt að vera grænn – þegar maður er Skrekkur. Þegar kvikmyndin Shrek sló í gegn árið 2001 þá mætti segja að aðalframleiðandi myndarinnar Jeffrey Katzenberg hafi hlegið upp í opið geðið á gömlu vinnuveitendum sínum, Michael Eisner og þeim hjá Disney-risaveldinu. Katzenberg hafði hálf- partinn verið bolað þaðan út eftir illa lyktandi valdatafl milli stór- laxa fyrirtækisins, jafnvel þótt það væri alkunna að Katzenberg hafi átt stærstan þátt í endurreisn þess á öndverð- um tíunda áratug síðustu aldar. Það var nefnilega undir stjórn hans sem teiknimyndadeild Disney fór þá að dæla frá sér hverjum smellnum á fætur öðr- um, myndum á borð við Litlu hafmeyjuna, Fríðu og Dýrið, Aladdín, Konung ljónanna og myndum Pix- ar-tölvufyrirtækisins Leikfangasögu og Pöddulífi. Eftir brotthvarfið var Katzenbergekki lengi að svara fyrir sig, slóst í lið með Steven Spielberg og tónlistarmógúlnum David Geffen og saman stofn- uðu þeir DreamWorks SKG árið 1994. Eftir svolítið brösuga byrjun, hinar þokkalega farsælu teiknimyndir Egypski prinsinn og Leiðin til El Dorado, þá fullkomnaði Katzenberg hefndina á Disney með Shrek – fyrstu tölvuteiknimyndinni sem DreamWorks framleiddi, póstmódernísku æv- intýri sem byggðist á barnabók eftir William Steig og fjallaði um græna tröllið Skrekk, asna sem heitir Asni og Fíónu prinsessu. Margir litu svo á að stór hluti húmorsins í myndinni, sem náði ekki síður til fullorðinna en barna, væri að á kostnað Disney- hefðarinnar. Að Katzenberg hefði gerst svo bíræf- inn að gera gys að þeim gömlu gildum sem malað höfðu Mikka mús og samstarfsfélögum hans hjá Disney gull í gegnum árin og áratugina. Katzen- berg átti bágt með að staðfesta það fullum fetum við blaðamann Morgunblaðsins er þeir ræddust við árið 2001 en hann var heldur ekkert að hafa fyrir því að bera til baka slíkar kenningar – fékk klárlega lúmskt kikk út úr þeim í ofanálag. Það var í Cannes sem umrætt samtal átti sér stað, þar sem Shrek var í keppninni um Gull- pálmann, þá fyrsta teiknimyndin í áratugi sem hlotnast hafði sá heiður. Ekki varð heiðurinn minni er Shrek 2 varð fyrsta framhaldsmyndin til að fá inni í aðalkeppninni sem gerðist í ár, mörgum að óvörum. Og enn var Katzenberg mættur og nú ásamt öllum helstu stjörnum myndarinnar; þeim Mike Myers, Eddie Murphy og Cameron Diaz sem töluðu fyrir Skrekk, Asna og Fíónu prinsessu í báð- um myndunum við góðan orðstír og með þeim í för voru nýju raddirnar Antonio Banderas, Jennifer Saunders og Julie Andrews sem tala fyrir nýjar og vel heppnaðar persónur í Shrek 2, Stígvélaða kött- inn, Álfadísina og móður Fíónu, drottninguna í Óra- fjarlægðníu. Gamli Monty Python-risinn John Cleese var ekki á staðnum en hann talar af sinni al- kunnu snilld fyrir föður Fiónu í myndinni nýju, sjálfan konunginn. Í íslensku útgáfunni tala sem fyrr fyrir Skrekk, Asna og Fíónu þau Hjálmar Hjálmarsson, Laddi og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Það kemur ekki á óvart að þráðurinn skuli tekinn upp þegar hveitibrauðsdagar þeirra Skrekks og Fíónu standa yfir. En þau eru ekki fyrr snúin aftur heim í fenin en kall kemur frá foreldrum Fíónu um að þau vilji endilega fá að hitta nýja tengdasoninn. Þetta reynist hin versta martröð fyrir Skrekk því tengdaforeldrarnir eiga vitanlega von á alvöru prinsi, einhverjum eins og Drauma Prins, sem Ru- pert Everett talar fyrir í ensku útgáfunni, og er hreint óþolandi slepjuleg útgáfa af hinum fullkomna prinsi á hvíta hestinum. „Það sem vakti fyrir okkur er við ákváðum að hægt yrði að gera framhaldsmynd var að spila áfram með og snúa út úr þessum hefðbundnu æv- intýraminnum,“ segir Katzenberg í Cannes. „Við vorum búin að klára pakkann með þessa dæmi- gerðu prins-hittir-prinsessu-prins-bjargar- prinsessu-frá-drekanum-og-prins-giftist-prinsessu- og-þau-lifðu-hamingju-söm-til-æviloka-sögu. En við fundum þann flöt á málinu að kanna hvort prins og prinsessa lifðu í raun og veru hamingjusöm til ævi- loka. Gleymist ekki alltaf í þessum ævintýrum að prinsinn er ekki bara að giftast prinsessunni, held- ur allri fjölskyldu hennar. Þá klípu þekkjum við allir og okkur fannst gaman að blanda henni inn í æv- intýraheiminn.“ Þótt mest beri á Skrekki sjálfum verandi titil- persóna myndanna þá var senuþjófurinn í fyrstu myndinni samt sem áður Asni. Hreint óþolandi mál- glaður, uppáþrengjandi og afskiptasamt klaufdýr. Algjör asni, sem engir gátu mögulega talað fyrir aðrir en Eddie Murphy og Laddi. Þeirra fag er líka að stela senunni, í hvaða mynd sem þeir leika eða tala inn á og segir Murphy það vissulega hafa vakað fyrir sér er hann lét gamminn geisa, mikið til af fingrum fram. „Það er skrítið hvernig þessar mynd- ir hafa verið unnar, því ég er vanur því að vera sá eini á staðnum sem fær að leika lausum hala. En þegar teiknararnir eru komnir í samkeppni við mann um athyglina, þá fyrst erum við að tala um bullandi sköpun. Það er eitthvað verulega bogið við það að sjá sjálfan sig þarna uppi á tjaldinu í asnalíki, því ég segi það og skrifa, mér finnst þetta vera ég. Þeim hefur tekist á einhvern óskiljanlegan hátt að draga fram sláandi nákvæm einkenni, takta sem ég hélt að enginn hefði tekið eftir í fari mínu annar en ég sjálfur þegar ég geifla mig fyrir framan baðspeg- ilinn. Það sýnir hversu nákvæmlega teiknararnir hafa legið yfir röddunum og háttalagi okkar er við vorum að talsetja myndirnar.“ Það er ekki bara Skrekkur sem þarf að takast á við nýja áskorun í mynd númer tvö. Asni hefur fengið verðugan keppinaut þegar kemur að keppn- inni um hinn vafasama heiður að vera mest óþolandi sögupersóna teiknimyndanna. Stígvélaði kötturinn mætir nefnilega á svæðið í líki rómanska elskhug- ans, kattarkvikindis sem fyrst ætlar sér að koma Skrekki fyrir kattarnef en beitir svo – að sá Stígvél- aði telur sjálfur – persónutöfrum sínum og saklausu augnaráði óspart til að koma sér innundir hjá sögu- hetjunni. Að sögn leikstjóranna kom enginn annar til greina til að tala fyrir Stígvélaða köttinn en Ant- onio Banderas, enda holdgervingur hins rómanska elskhuga. „Ég sé hann sem „El Gato con Botas“, sögupersónu sem ég hef þekkt frá þriggja ára aldri,“ segir Banderas. „Með því að draga fram rómanskar hliðar á þeim Stígvélaða spratt fram minn gamli Zorró, og það í tíunda veldi. Ég naut þess út í ystu æsar að fíflast svolítið með þá miklu og ofurstoltu hetju. Markmiðið var að ganga í aug- un á öllum, vera svo smeðjulegur í röddinni að hreinlega alla langar til að klappa mér, nema þá kannski Asna – sem hatar mig. “ Shrek 2 var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíð- inni í Cannes 15. maí sl. Virðulegir gagnrýnendur alþjóðapressunnar, kenjóttir hátíðargestir og kröfuharðir Frakkar fögnuðu myndinni einum rómi sem þeirri allra skemmtilegustu sem boðið var upp á á hátíðinni. Heima fyrir hefur myndin slegið ræki- lega í gegn síðan sýningar hófust 19. maí og hefur hún nú þénað þar hvorki meira né minna en 410 milljónir dala, sem gerir hana langfarsælustu teiknimynd sem sýnd hefur verið í bandarískum bíóum síðan mælingar hófust, en fyrra metið átti Disney og Pixar með Leitin að Nemó með „aðeins“ 340 milljónir dala. Enn á eftir að koma í ljós hvernig Shrek 2 mun vegna utan Bandaríkjanna og hvort hún skipi sér á meðal farsælustu teiknimynda sög- unnar en sem stendur er Konungur ljónanna tekju- hæsta teiknimynd sem sýnd hefur verið í heim- inum. Auðvelt að vera grænn Síðast atti hann kappi við eldspúandi dreka en nú mætir hann langtum skæðari andstæðingum, tengdaforeldrunum. Skrekkur er mættur á svæðið – grænni en nokkru sinni fyrr, og þó. Tröll, köttur og asni. Formúlan að fullkomnu bíói. Hvern hefði grunað? Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.