Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.2004, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.2004, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsi Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Spider-Man 2  (SV) Háskólabíó Shrek 2  (SV) Divine Intervention  (HL) The Chronicles of Riddick  (SV) The Ladykillers  (HJ) Harry Potter & The Pris- oner…  (HL) Mors Elling  (SV) Around the World in 80 Days  (HJ) Metallica  (HJ) Laugarásbíó Godsend  (HJ) Shrek 2  (SV) Regnboginn Spider-Man 2  (SV) Eternal Sunshine …  (HL) The Day After Tomorrow  (SV) Sambíóin Reykjavík, Kefla- vík, Akureyri Around The World in 80 Days  (HJ) The Chronicles of Riddick  (SV) Harry Potter & The Pris- oner…  (HL) Mean Girls  (HL) Smárabíó Walking Tall  (SV) Suddenly 30  (HL) The Punisher  (SV) Eternal Sunshine  (HL) The Day After Tomorrow  (SV) Pétur Pan  (HL) Gallerí Sævars Karls: Sig- ríður Bachman Egilsson. Til 22. júlí. Gerðarsafn: Ný aðföng. Til 8. ágúst. Hafnarborg: Samtímalist frá Japan. Höggmyndaverk- ið „Bið“. Til 2. ágúst. Hallgrímskirkja: Steinunn Þórarinsdóttir. Til 1. sept. Handverk og hönnun, Að- alstræti 12: Sumarsýningin. Til 5. sept. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Kynjaverur, ný leirlist frá Noregi. Til 1. ágúst. i8, Klapparstíg 33: Jeanine Cohen. Til 21. ágúst. Íslensk grafík, Hafnarhúsi: Frank Hammershøj. Til 18. júlí. Kling og Bang gallerí, Laugavegi: Paul McCarthy og Jason Rhoades. Til 29. ágúst. Klink & Bank, Brautarholti 1: Þrjár sýningar; Sýnd & hljóð, Afleidd/Afleitt og Myndlist 101 gallery, Hverfisgötu 18: Hulda Hákon. Til 31. júlí. Árbæjarsafn: Þjóðbúningar og nærfatnaður kvenna frá fyrri hluta 20. aldar. Til 31. ágúst. Sonic Pictures. Einnig er sýning nemenda úr LHÍ. Til 18. júlí. Listasafn ASÍ: Hafsteinn Austmann. Til 15. ágúst. Listasafnið á Akureyri: Hagvirkni. Til 22. ágúst. Listasafn Árnesinga: Bók- verk–Bókalist. Samsýning íslenskra myndlistarmanna: Sumardagur. Til 8. ágúst. Listasafn Ísafjarðar: Spessi. Til 1. ágúst. Listasafn Íslands: Umhverfi og náttúra – Íslensk mynd- list á 20. öld. Til 29. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánu- daga, kl. 14–17. Til 15. sept. Listasafn Reykjavíkur – Ás- mundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Þorvaldur Þor- steinsson. Til 8. ágúst. Ný safnsýning á verkum Errós. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Francesco Clemente. Roni Horn. Til 22. ágúst. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Listaverk Sigurjóns í alfaraleið. Til 5. sept. Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Til 1. okt. Listasafn Reykjanesbæjar: Erró – Fólk og frásagnir. Til 29. ágúst. Ljósmyndasafn Reykjavík- ur, Grófarhúsi: Finnsk sam- tímaljósmyndun. Til 29. ágúst. Norræna húsið: Samsýn- ingin 7 – Sýn úr norðri. Til 29. ágúst. Safnasafnið, Svalbarðs- strönd: 11 nýjar sýningar. Safn – Laugavegi 37: Opið mið.–sun. kl. 14–18. Sum- arsýning úr safnaeign. Leið- sögn alla laugardaga. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Skaftfell, Seyðisfirði: Að- alheiður S. Eysteinsdóttir. Til 8. ágúst. Hanna Christel Sigurkarlsdóttir. Til 21. júlí. Skálholt: Staðarlistamenn eru Þórður Hall og Þorbjörg Þórðardóttir. Til 31. sept. Þjóðmenningarhúsið: Hand- ritin. Heimastjórn 1904. Þjóðminjasafnið – svona var það. Eddukvæði. Til 1. sept. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn: Hand- band á Íslandi 1584–2004. Kvennahreyfingar – inn- blástur, íhlutun, irringar. Söguleg útgáfa Guð- brandsbiblíu 1584 til vorra daga. Til 31. ágúst. Þrastarlundur: Myndlist- arsýning Auðar Ingu Ingv- arsdóttur. Til 7. ágúst. Leiklist Vetrargarðurinn, Smára- lind: Fame, lau., fim. fös. „Dansar þeirra Björnsdætra eru flottir og vel leystir af leikhópnum.“ Þ.T. Austurbær: Hárið, lau., fim., fös. HEILDARSKRÁ Þjóðlagahátíðar lét nægja að flokka viðfangsefni dansk- sænska dúósins Esk [< askur] sem „Söngvar frá miðöldum“. En 500–1500 e. Kr. er langt tímabil, og varla að efa að aukið hefði aðdráttarafl tónleikanna, hefði nánar verið tiltekin hugkviða („fantasía“) þess um tónlist víkingatím- ans. Um hana, og einkum hljóðfærin, héldu þau Høxbro & Andersén bráð- skemmtilegt erindi fyrr um daginn. Hlustendum til fróðleiks sem misst höfðu af því fékkst hins vegar óvænt greinargóð tónleikaskrá í miðasölu. Víkingahátíðir deilast nú æ víðar um Vesturlönd við vaxandi aðstreymi ferða- langa, enda oft vandað til áhalda og búninga. Verr hefur tekizt til með tón- listina, enda ekki óalgengt að bjóða upp á írska pöbbamúsík (!), m.a.s. við bumbuslátt sem engar heimildir eru um á Norðurlöndum fyrir þangaðkomu suð- rænna leikara á 12. öld. Hér mátti aftur á móti heyra árangur vel ígrundaðrar könnunar á því litla sem ráða má úr möguleikum fornra hljóðfæra og leifum af flutningshefð þeirra svo langt sem hún nær. Meðal helztu heimildarrita voru að sögn bók Mortens Levy tón- sagnfræðings um arfleifð Rammaslags Bósa sögu í Noregi (1973) – og Íslenzk þjóðlög sr. Bjarna Þorsteinssonar. Táknrænir fyrir vísbendingagildi hljóðfæra voru upphafstónarnir úr kýr- hornum – trompetum með 3–4 fingra- götum sem sænskir smalar hafa iðkað fram á síðustu öld við 15 alda órofna hefð (elzta kunna hjóðfærið mun frá 6. öld e. Kr.) Þótt tónsvið þess væri tak- markað, eða áþekkt íslenzkra rímna- laga, var hljómurinn – einhvers staðar milli klassísks trompets og valdhorns – engu líkur, og niður aldanna næsta áþreifanlegur í furðugóðri „barr- skógaheyrð“ Bátahússins á þétt setinni bryggju milli áttræðra aflafleyja. Meðal þess sem heyra mátti ofan af feysknu bátsþili var dróttkvæð Hús- drápa Úlfs Uggasonar (983), Darraðar- ljóð Njálu (aðeins degi eftir úttekt Agn- ethe Christensens á sama blóði drifna nornasöng), Grógaldur Eddukvæða og ýmis fornstef frá Norðurlöndum, Eist- landi og Bretaskaga. Á einum stað fór Høxbro með kostulega fornsögn úr lat- nesku Sóreyjarkrónikunni (á dönsku) af Snjó konungi er lézt úr lúsabitum; raun- ar ágætt dæmi um splunkunýjasta trendið landsyðra er Núdanir ku ekki veigra sér við að nefna storytelling. Gammblístru-, reyr- og hornpípu- leikur Høxbros (stundum við írsk skellirif) vakti mikla hrifningu, og ekki síður íðiltær söngur Miriam Andersén við eigin harpslátt á „gúslí“, endurgerða 11. aldar messingstrengda lýru frá Hólmgarði (Novgorod), nýlendu víkinga á austurleið til Garðaríkis. Allt í innlif- aðri, vandaðri og furðusannfærandi túlkun. Heillandi fóður tónsneyddri söguþjóð til umhugsunar og innblásturs. TÓNLIST Þjóðlagahátíð á Siglufirði Dúóið Esk (Poul Høxbro blásturshljóðfæri/ slagverk/frásögn og Miriam Andersén söngur/ gúslí/kýrhorn/kúabjalla). Bátahúsið, föstudag- inn 9. júlí kl. 21:30. MIÐALDATÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson MARGIR lögðu leið sína í Listasafn Sig- urjóns Ólafssonar í góða veðrinu á þriðju- dagskvöldið til að hlýða á söng Ragnheiðar Árnadóttur og píanóleik Peters Nilsson. Undirritaður hefur löngum verið hrifinn af tónleikahaldi á listasöfnum, þar sem hægt er að njóta þess sem eyrað nemur samtímis sem augun hvarfla á milli hinna ýmsu lista- verka og flytjenda tónlistarinnar og tón- leikagestir njóta listarinnar í víðara sam- hengi en ella. Þau Ragnheiður og Peter komu víða við í efnisvali, allt frá barokk til nútíma. Byrjuðu á hugljúfum Purcell, fóru þaðan yfir í gáska- fullan Mozart og fluttu alla mótettuna Exultate, jubilate. Mótettan var öll í mjög góðum hraða og vel flutt af miklu öryggi með fallegum kóleratúr. Eftir ameríska tón- skáldið Dominick Argento fluttu þau laga- flokkinn Elizabethan Songs sem sam- anstendur af sex söngvum. Gleðin og gáskinn í 5. laginu var vel túlkaður bæði í söng og píanói. Ljóðasöngur virðist falla rödd Ragnheiðar einkar vel eins og kom fram í sönglögum Stenhammars og Petersons-Berger sem voru síðust á efnisskránni sem og í íslensku sönglögunum sem sungin voru sem aukalög. Þarna naut Ragnheiður sín einkar vel, bæði í söng og tjáningu og ekki skemmdi píanó- leikur Peters fyrir. Vandvirkni og góður tónlistarflutningur beggja einkenndi þessa tónleika. TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Ragnheiður Árnadóttir sópran og Peter Nilsson píanóleikari. Þriðjudagurinn 13. júlí 2004 kl. 20.30. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson Í HELSTA uppákomusal í Klink og Bank, Rússlandi, stendur yfir sýningin Afleidd/Afleit sem skartar verkum fjögurra ungra lista- kvenna, Jóhönnu Þorkelsdóttur, Kolbrár Bragadóttur, Tinnu Kvaran og Þuríðar Krist- jánsdóttur. Taka listakonurnar fyrir þemað ósýnilega konan og hinn ósýnilegi kvenheimur innan karlheimsins, eins og segir í stuttri kynningu um sýninguna. Jóhanna Þorkelsdóttir tekur þemað nokkuð bókstaflega. Sýnir portrettmyndir málaðar með lit sem dofnar við visst hitastig og geta sýningargestir gert konurnar á myndunum ósýnilegar með hárþurrkum sem hanga til hlið- ar við málverkin. Konurnar á myndunum eru afrekskonur liðins tíma sem höfðu gleymst í sögunni og kvenréttindakonur síðari tíma hafa grafið upp. Þetta er vel útfært verk hjá lista- konunni. Málverkin kannski ekki ýkja merki- leg, en framkvæmdin metnaðarfull og skemmtilega hugsuð. Þuríður Kristjánsdóttir tæklar kvenímynd- ina í bútasaumsteppum með myndir og texta í anda teppagerðar bresku listakonunnar Tracy Emin. Litrík og grípandi verk sem innihalda áreitin auglýsingaslagorð. Tinna Kvaran býður upp á öllu ófrýnilegri kvenímynd með tuskukjól og skessufesti, bobbinga á kaðli, sem vísar til menningararfs- ins. Er ágætlega framsett í rýminu og gefur opna möguleika til túlkunar. Kolbrá Bragadóttir tekur svo fyrir „macho- isma“ athafnamálverksins í verki sínu „The Last action pain thing“. Um er að ræða mál- verk og myndband sem sýnir listakonuna hengja sig (í plati) með pensil í hönd og slettist þá málning á strigann eftir dauðakippum lista- konunnar. Þykir mér framsetningin óþarflega heimilisleg en nálgunin athyglisverð. Snertir t.d. hugmyndir um kyn og snilligáfu sem heim- spekingurinn Cynthia Freeland veltir upp í bók sinni „But is it art?“ sem kom út árið 2001. Þar veltir hún m.a. fyrir sér hvort tengja megi snilligáfu saman við hegðun sem einungis karl- menn hafa getað komist upp með. Van Gogh fær t.d. aukapunkta fyrir að skera af sér annað eyrað og Jackson Pollock fær bónus fyrir að hafa pissað í arininn hjá Peggy Guggenheim. Báðir kóróna snillina með sjálfsmorði. Free- land ræðst svo á hugmyndir heimspekinga á borð við Rousseau og Kant sem fullyrtu að konur skorti ástríðu og aga til að einbeita sér og því væri þeim snilligáfa ekki í blóð borin. Heimska þessara heimspekinga endurspeglar auðvitað þær samfélagslegu aðstæður sem meinuðu konum aðgang að akademísku list- námi og kæfði listsköpun kvenna fyrr á öldum, allt til síðustu aldar og samtímans þar sem dæmið virðist hafa snúist við, allavega hér- lendis, og fleiri konur stunda nú myndlist- arnám en karlar. Er mér því óljóst hvort lista- konurnar fjórar upplifi sig ósýnilegar innan karlheims eða hvort þemað sé virðingarvottur við konur sem stóðu körlum jafnfætis í getu og vilja en nutu ekki sömu tækifæra og þeir. Morgunblaðið/Jim Smart Afleidd/Afleit „Er mér því óljóst hvort listakonurnar fjórar upplifi sig ósýnilegar innan karlheims eða hvort þemað sé virðingarvottur við konur sem stóðu körlum jafnfætis í getu og vilja en nutu ekki sömu tækifæra og þeir,“ segir í dómnum. Frá sýningunni í Klink og Bank sem lýkur á morgun, sunnudag. Ósýnilegar í karlheimi MYNDLIST Klink og Bank – Rússland Jóhanna Þorkelsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Tinna Kvaran og Þuríður Kristjánsdóttir. Opið fimmtudag til sunnudags frá 14–18. Sýningu lýkur 18. júlí. RÝMISVERK – BLÖNDUÐ TÆKNI Jón B.K. Ransu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.