Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10. B.I. 16.  SV Mbl www .borgarb io. is SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Jenna fékk ósk sína uppfyllta...og er allt í einu þrítug! Missið ekki af svölustu mynd sumarsins! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16 ára. ÞEGAR KRAFTAVERK VERÐUR AÐ MARTRÖÐ ER EKKI AFTUR SNÚIÐI I Frábær hasarmynd með ofurtöffaranum The Rock HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15 .00 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 16. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 16 ára. kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Missið ekki af svölustu mynd sumarsins! Frábær hasarmynd með ofurtöffaranum The Rock Jenna fékk ósk sína uppfyllta... og er allt í einu þrítug! ÓHT Rás 2  SV Mbl ETERNAL SUNSHINE  SV Mbl Forsa la ha f in – Frumsýnd 9. jú l í SÍÐROKKSVEITIN Kimono hefur nú verið starfrækt í u.þ.b. þrjú ár og á að baki eina breiðskífu, Mineur Aggressif. Kimono verður með tón- leika í listsmiðjunni Klink og Bank, Brautarholti, í kvöld en tilefnið er að fagna væntanlegri utanför til Bandaríkjanna. Það er Lokbrá sem sér um upphitun en lag þeirra „Nos- irrah Egroeg“ hefur notið nokkurra vinsælda á öldum ljósvakans að und- anförnu. Alex MacNeil, söngvari og gít- arleikari Kimono, staðfestir við blaðamann að framundan séu sex tónleikar á austurströnd Bandaríkj- anna og verður flogið út þann 22. júlí. Spilað verður í Philadelphiu, Baltimore, Washington DC, New Jersey og í New York, á hinum þekkta stað Knitting Factory. „Við ætlum að pússa rykið af lög- um sem við höfum ekki spilað lengi, í kvöld,“ segir Alex. „Við erum sem- sagt að fara að þróa upp efniskrá fyrir útlöndin. Þetta er í fyrsta skipti sem Kimono spilar á erlendri grundu og við erum satt að segja mjög spenntir. Það verður óneit- anlega dálítið þreytandi til lengdar að spila trekk í trekk fyrir sama fólkið. En ég veit auðvitað ekkert um það hvernig þetta fer úti. Kannski verður þetta eitthvað Spin- al Tap. Það kemur bara í ljós. Við erum hins vegar brattir og ætlum að kynna okkur af krafti, tökum t.a.m. með okkur boli og diska til að selja.“ Loftbrú Með í för á flestum tónleikunum verða bandarísku tilraunarokksveit- irnar Snacktruck og Face & Lungs en þær heimsóttu Ísland í maí síð- astliðnum. Það er styrktarsjóðurinn Reykjavík Loftbrú sem gerir ferð- ina mögulega og segir Alex þann stuðning ómetanlegan. Flugfarið fær sveitin greitt að fullu auk þess sem þeir félagar geta tekið með sér þónokkuð af farangri, þ.e.a.s. magn- ara, gítara og það græjuhavarí sem fylgir rokklíferninu. Það verður bara hljómsveitin sem fer út, en auk Alexar er hún skipuð þeim Gylfa Blöndal (gítar), Halldóri Ragn- arssyni (bassi) og Kjartani Bjarna- syni (trommur). Kimono ætlar þá einnig að spila þarnæstu helgi á Seyðisfirði en mánudaginn 12. júlí hefst þar Listahátíð ungs fólks á Austur- landi sem ber yfirskriftina „LungA“. Tónlist | Kimono spilar í Klink og Bank í kvöld Morgunblaðið/Jim SmartKimono: Alex, Halldór, Kjartan og Gylfi. Á leið til Bandaríkjanna Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22.00. Aðgangseyrir er enginn. BRESKA rokksveitin Placebo hélt tónleika í Laugardalshöll í gær- kvöldi fyrir fullu húsi. Þeir félagar; Brian Molko, Stefan Olsdal og Steve Hewitt halda af landi brott í dag en þeir hafa verið hér á landi síðan á mánudaginn. Blaðamaður hitti Brian að máli nokkrum klukkutímum áður en hann sté á svið og innti hann álits á landi og þjóð. „Ég er með kvef,“ segir Brian. „Þannig að þú fyrirgefur hversu lágt ég tala.“ Ekkert mál. Hann segir blaða- manni svo frá því að hljómsveitin hafi tekið ferðamannapakkann með trukki. „Við fórum í Bláa lónið, að sjálf- sögðu. Í gær fórum við upp á jökul, skoðuðum fossa og fórum í Kerið í Grímsnesi. Ég kannaðist strax við það úr myndbandinu við „Birthday“ með Sykurmolunum.“ Brian segist ekki hafa gert sér neinar hugmyndir fyrir fram um Ísland, hafi bara grunað að náttúr- an hér væri engu lík og segir hann að grunur sinn hafi verið stað- festur. Það hafi hins vegar komið honum á óvart hversu fáir búi á landinu. Brian segist hins vegar ekki hafa getað farið neitt út á lífið vegna slappleikans. Hann sé því búinn að einbeita sér að því að vera „góður strákur“ eins og hann orðar það. Blaðamaður hughreystir hann með því að segja að það sé nú hvort eð er ekki mikið við að hafa á mánu- dögum og þriðjudögum, burtséð frá því hversu „heit“ Reykjavík sé víst um þessar mundir. Föst vinna er dauði Brian segir að einn af stóru kost- unum við það að vera í hljómsveit séu ferðalögin þó að stundum geti þau verið þreytandi. En að sjá ný lönd og upplifa nýja menningu sé stór plús í þessu starfi, sem hann vill þó ekki kalla starf. Brian er auðsýnilega hæstánægður með þá stöðu sem hann er í og talar af miklum hryllingi um „fasta“ vinnu, segist fyllast þunglyndi ef hann hugsar um það. Brian staðhæfir að það að rokk- sveitir og útlendingar almennt séu orðnir áhugasamir um Ísland sé fyrst og fremst Björk að þakka. Hún sé tvímælalaust fremsti kynn- ingarfulltrúi sem Ísland hefur átt og hún ætti skilið orðu (sem hún fékk svo árið 1997, er forsetinn sæmdi hana Fálkaorðunni). Samtalinu lýkur og Brian teygir sig í samloku sem er á borðinu og fær sér að snæða. Hann kinkar kolli játandi, aðspurður hvort fleiri viðtöl séu framundan. „Þetta er það skemmtilegasta við þessa vinnu,“ segir hann og brosir hæðnislega. „Nei, nei, en svona er þessi bransi bara. En öfugt við það sem margir halda þá hafa ekki allir popparar gaman af því að tala um sjálfa sig allan daginn (hlær).“ Þótt undarlegt megi virðast fær Brian Molko ekki mikið út úr því að vera í sviðsljósi fjölmiðla og vill sem minnst um sjálfan sig tala. Rokktónleikar | Placebo á ferð og flugi Bláa lónið, að sjálfsögðu arnart@mbl.is BANDARÍSKA leikkonan Shannon Elizabeth sýndi það í dvöl sinni á Íslandi nýlega, að hún er ekki auð- unnin við spilaborðið en hún spilaði póker heila nótt við ferðafélaga sína. Shannon kom hingað til lands í tengslum við golfmót sem haldið var í lok júní. Bandaríska blaðið New York Post segir frá því á mið- vikudag að Shannon hafi tekið upp spilastokk í anddyri Nordica Hót- els, þar sem hún bjó, og boðið leik- urunum Eric Szamanda og Tonya Roberts, sem einnig voru hér vegna golfmótsins, í póker. Blaðið segir að leikkonan hafi spilað töluvert á menntaskólaárum sínum í Texas og hún hafi staðið upp síðla nætur með vasana mun þyngri en þegar sest var að spil- unum. Segir blaðið að pókerveislan hafi m.a. staðið svona lengi vegna þess að sólin setjist ekki á Íslandi á þessum tíma árs. Shannon er þekktust fyrir hlut- verk sitt sem skiptineminn Nadia í American Pie myndunum. Fólk | Leikkonan Shannon Elizabeth Spilaði póker á Íslandi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Shannon Elizabeth

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.