Íslendingaþættir Tímans - 16.08.1968, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 16.08.1968, Blaðsíða 4
bezt, en jaí'nframt smaður verst af hinum hugsjónalausu hentisemi.nn aj spilagosum. Og hún skupar per sónuleika. Þessi sterki persónu- feiki Jóns Leifs skipar honum há- an sess, prátt fyrir miklar inni ■ faídar andstæður, sem búa í mis- : jafnlega ríku mæli með hverjum manni. Fáum mun kunnugt, að Jón Leifs var hljómsveitarstjóri um margra ára skeið. Þannig stjórnaði hann hijómsveit Alþýðu-akademí unnar í Leipzig 1922 til 1924. Sem gestur kom hann fram sem , stjórnandi hirðkapellunnar í | Buckeburg 1922, Dorgarhljómsveit ; arinnar í Dortmund 1922 o,g fál- harmóníunnar í Дe,sden 1923, svo ; að fáar séu nefndar af þeim þrjá- : tíu hljómsveitum, er hann stjórn- aði við 28 ára langa dvöl sína í Þýzkaland). Hinsvegar munu enn i margir minnast ársins 1926, er Jón ’ Leifs vann það þrekvirki að fara í hljóm'.cikaför með Fílhar- mónísku hljómsveitinni í Ham- borg til Oslo, Bergen, Þórshafnar í Færeyju’.n, Reykji'VÍkur og Hafn- arfjarðar. A seytján hljómleikum voru leiknai m.a. 5 sinfóníur Beet- hovens (sú 1., 2.. 3., 7., og 8.) g-moll sinfónía Mozarts, verk eft- ir Baoh, úslenzk þjóðlög útsett af Johan Svendsen cg verk Jóns, mimodrama og sorgarmars úr Galdra-Lofti og forleikurinn Minni íslands, sem saminn var sér- staklega íyrir þe:.sa för. Við þetta tækifæri fengu íslendingar í fyrsta sinni áð sjá og ht.yra fullskipaða hljómsveit. Þegar þessi þáttur ævinnar er sagður, vekur það furðu, að Jón skuli aldrei hafa stjórnað Sinfóníu hljómsveit íslands eða Hljómsveit Ríkisútvarpsins. Tvennar söguleg- ar staðreyndir taia hér máli mik- illar ráðgátu. Andstæðurnar vilja ekki sættast. Sem píanisti hafði Jón Leifs haft afbragðs kennara, er hann hóf nám í Leipz'.g 1916, Rohert Teiohmuller. 17. júní 1921 tekur hann lokapróf í pianóleik á kon- servatorium-konsert og flytur pá píanókonsert í f-nroll eftir Bach með hljómsveitarundirleik, stjórn- að af Walter Davisson, seon síðar varð skólastjóri. Ennfremur lók hann píanóhlutverkið i fiðlusónötu eftir kennara sinn Paul Graener. Að afloknu prófi heldur hann heim til íslands og leikur í Bár- unni ásamí Annie, konu sinni, tvo ; píanókonseita eft.v Bach fyrir tvö píanó og konsert eftir Mozart í A- dúr, nr. 23. Gröfin ?r hæsti sjónarhóll yfir mannlegt iíf. Ævin sem heild blas- ir við augum. Þau staðnæmast við helztu kennileiti. Eitt þeirra er hér píanóiö. Jón Leifs fjarlægðist þetta hljóðfæri því meir sem á leið. Góður píanisti þarf ekki að vera hamhleypa sem Liszt. Samt er hann góður spilari. Og það var Jón Leifs. Hve sjaidan hann sýndi það, er enn undrunarefni. Vafa- laust réðu hin langdrægu sjónar- mið því að hljóðiæraleikur varð ekki kepnikefli. Spilaður tónn deyr. Ritaður tónn lifir. Tónverk er ritverk. Það er sam- setning skráðra tóna. Möguleikar samsetningar eru takmarkalausir. En að setja saman tóna í tónsmíð er býsna kunnáttusamleg iðja. Og kunnustan ein rtægir ekki. Aðeins sá verðskuidar heitið tónskáld sem í persónulegum stil hefur fram að færa eitthvað nýtt og ann- að en það sem ýrr.sir fyrirrennar- ar hans þigar hafa tjáð. Þetta var Jóni Leifs ungum íullljóst. ísland varð að kveða yið eigin tón, ef eft- ir þvi skyidi tekið Öll eftiröpun ýmissa isma var honum hvimleið, öll stæling fjarri skapi. Ennfrem- ur sneiddi hann sífellt hjá allri tilfinningasemi, og tepruskapur var honum ógéðt'elldur sem róm- antískt veiklyndi Þessi sam- kvæmni gat g^ngið svo langt, að Schumartn varð „viðbjóðslegur kompónisa" sem ekki hafði hem- 11 á tilfinnmgum sínum. Bach var honum ímynd andlegrar hreysti og „etf menn ná að skilja verk Bachs og fylgjast með föstum sam fléttingi raddanna. þá má segja, að menn fái nýtt afl og stálvilja í allar taugar“, sagði Jón sjálfur. Síðar aðhylltist hann meira Palest- rjna. Hjá honum nam hann pann stöðugleika þríhljóms í grunn- stöðu, sem Jóni Leifs fannst sam- svara bezt íslenzku manneðli og ís- lenzkri náttúru Óbreytanleg gnunnstaða keðjufimmundanna í íslenzkum tvísöng hefur hér og sagt til sm. En mest allra tón- skálda mat hann Beethoven. Hjá honum fór saman mannvit, mann- kærleiki og sáiarkraftur alls mannkyns. Rammur íslands tónn ómar í öllum tónsmíðum Jóns Leifs. Á- ferðin er oft alihrjúf en undir- tónninn ávallt upprunalegur. Iívort tveggja getur vitnað um skort á arfleið músíkmenntaðra fyrri kynslóða. Hér bjó styrkleiká Jóns Leifs. Allsleysið efldi hann til miskunnarlausrar baráttu, sem hann reyndist trúr til hinzta dags. Enginn fyrirrennari var til að lýsa upp vegferð hans. Þjóðfélagið eitt var hans förunau+ur. Það er ýmist uppistaða eða ívaf verka hans, eða þá, að andi þess Dærðist að baki. PersónustiUinn mótaðist af þjóð- félaginu, ^jrst og iremst tvísöngn- um, síðan a.f rímní.lögum. Þar með er hann fyrsti hcíundur þjóðlegs skóla. Að sá skóli eflist og aukist að okatækum liðsmönnum, mun vera einlæg ósk allra þeirra, sem unna ungri íslenzkri tónlist. Stíll er útstreymi skapgerðar. Og skapgsrð staðfestist í fyrir- myndum. Hetja vai ávallt fordæmi Jóns Leifs. Um ævibrautir hans halda vörð goðhetjur og söguhetj- ur: innbyggjarar Ásgarðs, Grettir, Kári, Þormóður Kolbrúnarskáld, Guðrún Ósvíf rioóttir, Guðrún Gjúkadóttir og Skarphéðinn. Þess um vígreifa Njálssyni var Jón Leifs samskyldur Sumum mun furðuleg rinnast slík upptalning fornra kappa. En frá því fyrsta stefndi Jón Leif., að allsherjar þjóðvakningu, endurreisn ís- lenzks anda í m'utugu, fjölþrúg- uðu þjóðlífi, er hæfi fólkið í land- inu upp til fyllsLi þroska og geisl- aði jafnframt út áhrifum sínum um víðvang veraldar. Öll slík end- urfæðing hlaut að eiga aflbrunn sinn í skauti blómlegra tíma, sí- gildra goðsagna og bókmenntalegr ar gullaldar. Þetta undirstöðulög- mál þjóðbundins samfélags skildi Jón Leifs einn allra íslenzkra tón- skálda. Hamingja þjóðar felst í fullri vitund um mátt og megin. Vökul skal sú vitund, eigi hreysti og heilsa þjóðarsáiar að haldast ó- skert. Þessi háleita hugsýn Jóns Leifs gerði hann að sjálfkjörnum for- ystumanni í félagsmálum. Bratt- sækinn var hann og baráttufús. Undan handarjaðri hans spruttu Bandalag íslenzkra listamanna, Tónskáldafélag íslands, Alþjóða- ráð tónskáida og Samband tón- skálda og eigenda flutningsréttar, auk ýmissa annarra aðilda að er- lendum félagsmálasamtökum. Hér reyndist hann ótrauður bardaga- máður jafnt á heimavígstöðvunum sem utan ættjarðar Víkingslundin var æ söm við sig Hann innleiddi réttindahugtök höf unda hérlendis og leiddi það fram til sigursællar viðurkenningar til ómetanlegs 6SLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.