Íslendingaþættir Tímans - 16.08.1968, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 16.08.1968, Blaðsíða 6
Jrest skot'S, er h&nn kenndi sér tneins, sem hann þó ekki tók mjög alvarlega, a3 miansta kosti ekki fyrstu, en sem iEu heilli reið essum framúrskarandi félaga vor úm að fullu. Bandalag íslemkra listamanna stendur uppi með óhætta þakkar- skuld við börur Jóns Leifs fallins, en einnig utan þess, og jafnvel landsteina, mun óinnheimtanleg inneign hans ósiná. Að Bandalag- inu átti Tón Leifs upptökin, og svo sem hans var von og vísa, fylgdi hann þeirri hugarsýn sinni úr garði með oadi og egg. Það gæti verið upp á dag 40 ár síðan fundum okkar bar saman fyrsta sinni: Sumarið 1928 gerði hann sér ferð frá Berlín til Norður-Sjá- lands gagngert þeirra erinda að fela mér formennskuna í hinu hug myndaða bandalagi sínu. Færðist ég undan á peim forsendum, að heimilisfang slíkr?i samtaka og þá um leið formann-; þeirra yrði að vera á íslandi henua. En Jón Leifs var löngum maður fylginn sér: hann mundi ekki gangast fyrir stofnun bandalagans öðrum kosti, lét hann mig viía. Þegar hann kvaddi, hafði honum tekizt að telja manni sér tíu árurn eldri hug- hvarf: heimilisfang bandalagsins skyldi verða Reykjavík, enda þótt aí þriggja manna stjórn formað- uripn sæti úti í Danmörku, ritar- inn í Þýzsalandi, — eini heima- maður stjórnarinuar var fjalla- garpurinn Guðmundur frá Miðdal, en hann fór sem kunnugt tr fyrst- ur okkar. Þegar tii kom namlaði fjarbýl- ið rauna’’ ekki framkvæmdum, hvorugur okkar .'óns var penna- latur. Áður en varði var Bandalag íslenzkra listamanna viðurkennt sem jafngxidur aðili norrænu rit- höfundasamtakanna og deild í Al- þjóða PEN. Þess varð ekki langt að bíða, að við aefðum menn að heiman sem boðsgesti á meirihátt- ar samnorrænurn hátíðamótum, fyrsta þá Halldór Laxness og Þór- berg Þórðarson. Á fornu plaggi eru stofnendur og meðstofnendur taldir með nöfnum 46, en þar mun málum blandað, ástæðan fyrir því líklega óskhyggja. Rétta talan mun vera öðru hvoru megin við fjöru- tíu og fúiiiur fjórðungur þairra ennþá ofan foldar, auk fyrsta lög- manns félagsins, Stefáns Jóih.s Stefánsonar. Bandalag íslenzkra listamanna er að því er ég bezt veit einstakt f% í sinni röð. Að stjórna þvl er eng- Inn hægðarleikur. Ég hafði sagt Jóni, að ég við fyrsta gefið tæki- færi mundi sjá um, að formaður þess sæti heima, og það stóð ég við. Hve oft harm hefur endur- reist bandalagið eða þá vakið af dróma hef ég ekki á takteinum. En hann var óþreytandi í því sem öðru. Makráðum formanni hent- aði vel að hafa slíkan ritara — nema þá örsjaldan að í odda skarst. Sáttfúsari mann og sátt- heilli hef ég raunar ekki fyrir hitt, enda öð’ingur að uppruna og eðlisfari. iVnarþel Jóns til mín og framkoma gervöil var allajafna sem ætti bann í mér hvert bein, og var ég þar aðeins einn af mörg- utn. Af innstu þörf var honum eiginlegt að bera menn fyrir brjósti, og er einstakingum sleppti, þá landið og þjóðina í heild. — Síðasta samvinna okkar einkenndi hann öðru fremur. Um þátt hans í stofnun og rekstri STEFs munu að sjálfsögðu .aðrir fjalla, um þá hluti flesta er mér ókunnugt nema lítillega af orðspori. En fyrir tveim árum þótti honum nokkru skipta að ég yrði sér samferða spölkorn. — Réttlætiskennd Jóns Leifs var þann veg farið, að hann þoldi illa áð vera afskiptur, eða sæi hann aðra sæta sömu meðferð, að sitja aðgerðalaus. Nú er það svo um lögrétt listamanna til verka sinna og afurða, er þau kunna að kasta af sé ’, áð hann enn sem kom ið er, jafnvel meðal gamalgróinna menningarþjóða er svo takmark- aðúr, að um í raun og veru er um algert réítieysi að ræða: eftir að höfundur hefur fúnað í moldu fá- eina áratugi er ha*ður á ræningja- háttur: eignin gerð upptæk til allsherjar nýtingar athafnamanna skaðabótalaust. Innan STEF-sam- takanna hafði og hefur flokkur á- hugamanna með Frakka í farar- broddi á prjónunum stofnun al- þjóðadeildar rétthafa, óháða útgef éndum, sem annars ráða þar mestu. Boðað var til stofnfundar, en er á hólminn kom reyndist örð- ugt um vik. Af formönnum pjóð- legra félagsdeilda virtist Jón Leifs hafa verið einn at fáum, ef ekki hinn eini, sem ekki brást. Að minnsta kosti stóð hinn fallni fé- lagi vor þar eins framarlega í fylkingu og frekast varð komizt, vigreifur, seinþr=yttur, sigurviss jafnvel í algerri tvísýnu, að gefa frá sér kom aldrei til mála undir neinum kringumstæðum. Varla mundi hann sammála mér um það, að gott sé slíkum að ganga til hvílu — en eftirsjáin því meiri. Bandalag íslenzkra listamanna átti í Jóni Leifs sannan heiðurfor- seta í fortíð og framtíð, og biðj- um vér hann öll með tölu að vel unnu verki vel fara, en ástvinum hans, harrni slegnum, halds og trausts f minningunni um mætan dreng. Gunnar Guunarsson heiðursforseti B.I.L. MINNING Guðmundur Erlendur Hermannsson Þegar við fréttum andlát einhvers vinar okkar og félaga, set- ur okkur hljóða, við neitum jafn- vel að trúa því, að þetta sé satt. Það setjast að okkur ýmsar minn- ingar frá iöngu iiðnum samveru- stundum, pegar allt lék í lyndi og engar áhyggjur voru að hrjá mann. Á Þennan veg fór mér, þegar ég frétti lát vinar míns Guðmundar Hermannssonar. Við Guðmundur höfðum um mörg undanfarin ár átt saman margar ánægjulegar stundir og vai svo alla tíð, þótt samverustundirnar yrðu ekki eins margar í seinni tíð, eins og áður var, vegna breyttra aðstæðna. Guðmundur var mikið prúð- menni í allri framkonu, vinafastur og góður drengur Dulur var hann og óframfærinn að eðlisfari og var hann einn af þeim mönnm, sem ekki ræddi vandamál sín eða erfið- leika við aðra, þótt við sem þekkt- um Guðmund bezt, vissum að hon- um leið ekki allt it sem bezt. Hann vissi vel, að þrátf fyrir afla fólks- fjölgunina í þessari veröld, er ó- trúlegur ijöldi einmana sálna, ef ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.