Íslendingaþættir Tímans - 16.08.1968, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 16.08.1968, Blaðsíða 8
Þorvaldur Jónsson oddviti Hjarðarhoiti Þorvaldur T. Jonsson, fyrrver- andi bóndi og oddviti í Hjarðar- holti í Stafholtstungum, Mýrasýslu, andaðist á sjúkrahúsinu á Akra- nesi 31. júlí s.l. á sjötugasta og sj'öunda aldursári Jarðarför hans fór fram frá Hjarð arholtskirkju 7. ágúst. Með Þor- Þorvaldi í Hjarðarholti er fallinn í valinn einn af forustumönnum borgfirzka bænda, mikið glæsi- menni og farsæll maður í öllum störfuim. Þorvaldur T. Jónsson, var fæddur að Hjarðarholti í Stafholts- tungum 11. des 1891 Foreldrar hans voru hjónin Jón Tómasson, bóndi þar og Sigriður Ásgeirsdótt ir. Þórvaldur ólst þar upp, pangað til hann fór til náms. Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands 1912. Næsta áratug á eftir að skólavist lauk, vann hann við bók- hald hjá verzlunum í Borgarnesi. Árið 1923, tekur hann við búi af foreldrum sínum i Hjarðarholtf, af föður hans látnum, og býr þar næstu fjóra áratugi, með myndar- brag — þá selur liann bú og jörð í hendur dóttur sinni Sigríði og eiginmanni hennar Jóni Þór Jónas- ;yni, nú oddvita ' Stafholtstungna hreppi. Þorvaldur giftist eftirlifandi konu sinni Laufeyju Kristjánsdótt- ur Blöndal árið 1939 Dætur eign- uðust þau tvær, Sigríði, húsfreyju Hjarðarholti og Kristínu gifta á Selfossi. Eins og að líkum lætur, með fnvel gerðan og menntaðan ann sem Þorvaidur í Hjarðar- olti var, íeituðu samferðamenn- mnir til hans og lögðu í hans hendur mörg og mikilvæg trúnað- arstörf. Má þar til nefna það sem hæst ber, að hann var oddviti Staf- holtstungnahrepps um tvo óratugi. Endurskoðandi Kjapfélags Borg- firðinga í hálfan annan áratug, og þar af formaður í s.l. 18 ár. Öll þessi, sem ötirxur störf, rækti hann af sérstakri orýði. Þorvaldur sóttis* ekki eftir trún aðarstörfum. Mjög fjarlægt var það hans skapgerð, að hafa af- skipti af högum annarra, þó það félli 1 hans hlut, sem oddvita og stjórnarformanns í Sparisjóði Mýra sýslu, að ráða fram úr mörgum vandamálum á giftudrjúgan hátt. Kom honum þar vel að liði, auk góðra gáfna, traust og heilsteypt skapgerð og velviJji, sem jafnan vlsaði veginn til þeirra átta, er til farsældar stefndu. Eins og áður er að vikið, var Þorvaldur í Hjarðartiolti sérstakt glæsimenni í útliti og háttvísi í allri framjcomu, *vo að eftirtekt vakti. Svo var eini.ig um búskap hans og önnur störf, snyrti- mennska og reglusemi einkenndi þau. Þorvaldur í Hjarðartiolti var skemmtilegur maður, hlýr í við- móti og ræðinn í bezta lagi. Harin hafði gaman af og sá vel hlna bros legu hlið mannlífsins, þó að ekki vildl hann njóta hennar á annarra kostnað. Kynni mín af Þorvaldi í Hjarðar- holti urðti nokkur, eftir að ég flutti í Borgarnes, þau hafa orðið mér til ánægju. Ég minnist peirra við leiðarlok, með sérstöku þakk- læti. Þessar fáu línur, sem efcki eru skrifaðar í stíl minningagreina, til þess verða aðrir, er höfðu lengri kynni af Þorvaldi en ég, eiga að koma þakklæti mínu á framfæri, svo og að færa aðstandendum, konu og dætrum, tengdasonum og öðrunf ættingjum hans innilegar samúðarkveðjur. Borgarnesi 7. ágúst 1968, Halldór E. Sigurðsson. t Kveðja frá stjórn og starfsmönnum Spari- sjóðs Mýrasýslu. Miðvikudaginn 31. júlí sl. lézt á Sjúkrahúsi Akraness einn af mátt- arstólpum bænuastéttarinnar í Borgarfirði, Þorva.dur T. Jónsson, Hjarðarholti á 77. aldursári. Hann tók við búi í Hjarðarholti eftir föður sinn, og bjó þar með þeim snyrti- og myndarbrag, í röska fjóra áratugi, að til fyrir- myndar var íslenzkri bændastétt en héraði og þjóð til sóma. Þorvaldur var glæsimenni. Með hógværu og hlýju viðmóti vakti hann gleði í vinahópi, var traust- ur og hispurslaus á alvörustund- um og glöggur á leiðir við lausn vandamála. Fór það að líkum, áð á Þorvald- hlóðust mörg féiagsleg trúnaðar- störf. Rækti hann þau mjög á einn veg, þannig, að eigl varð að fund- ið með réttu. Verður eins þess starfs getið hér sérstaklega, en það er hlutdeild hans í vexti og velgengni Spari- sjóðs Mýrasýslu. Þorvaldur var endurskoðaridi sparisjóðsins árin 1933 til 1938, átti sæti í stjórn 8 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.