Íslendingaþættir Tímans - 16.08.1968, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 16.08.1968, Blaðsíða 17
MINNING Guðmundiir K. Júnatansson Guðmundur K Jónatansson sbáld er tátinn. Sú saga, er hófst við fæðingu hans að Staðarfelli á Fellsströnd 25. iúní 1885, verður ekki að fullu sögð hér. Foreldr- ar hans voiu hjómn Sigríður Gísla dóttir og Jónatan Þorsteinsson, húsmaður par. Móðir Guðmundar dó nokkrum dögum eftir að hann fæddist, en faðir hans varð stuttu síðar farlama maður eftir slysa- skot, er hann fékk í annan fót- inn frá samferðamanni sínum. Lífs ferill Guðmundar byrjaði 'því sem þrautarganga, eins og svo margra barna, er urðu munaðarlaus á þeim árum. Lífskjör fólks og lífs- barátta voru önnur og verri en nú er og viðhorf almennings til barnauppeldis og munaðarlausra annað. En drengurinn var góðum gáfurn gæddur og ávann sér hylli og velvild samferðafólksins heima í sveit sinni. Eftir veru sína á nokkruim bæj-um a Fellsströndinni fluttist hann að Knarrarhöfn í Hvammssveit til Guðmundar Frið- rikssonar og Ólafar Magnúsdóttur. Þar bjó rinnig Þorgils Friðriks- son, bróðir Guðmundar, sem var barnakennari. Skipaði séra Kjart- an Helgason í Hvammi svo fyrir, nð hann skyldi Kenna drengnum lestur, skrift, reikning og kristin fræði, sem hann gerði. Það og einn vetur á Eiðum er sú skóla- ganga, er Guðmundur naut á lífs- leiðinni. En meðfæddar gáfur og íöngun til bóklesturs gerðu hon- urn kleift að afia sér haldgóðr- ®r bóklegrar meuntunar og skiln- fngs á skáldskap Síðasta árið, sem Guðmundur var á bernskustöðv- unum, var hann á Skarfsstöðum hjá Guðmundi Grímssyni og Stein- unni, konu hans. Hún lézt um vet- urinn, en Guðmundur fermdist urn vorið. Eftir ferminguna réð- fst hann til Ólafs Halldórssonar trésmiðs á ísafirði og vann hjá honum og öðrum manni við ýmis störf í hálft annað ár, þar til að hann fór suður að Bessastöðum Skúla Thoroddsen. Hjá honum. vann hann í þrjú og hálft ár. Þótti ÍSLENDINGAÞÆTTIR honum það góð vist og oft skemmti leg. Hann segir líka. er hann kveð- ur Bessastaði: „Ég kveð með trega kæra Bessastaði og káta æskuvini, er dvelja hér“ Og endar kvæðið þannig: „En herrann verndi höfuð- bólið forna, sem hefir veitt svo margan glaðan dag. Ég óska þess, að enn þar sé að morgna og öld þvl flytji nýjan frægðar hag.“ Þetta var spámannlega kveðið árið 1906, og Guðmundur átti eft- ir að lifa það að þessi ósk hans rættist, þai sem Bessastaðir eru nú orðnir mesta virðingarsetur landsins og munu verða það, að öllum líkindum i náinni framtíð. Um nokkurt timabil var hann hjá Daníei Bernhöft bakarameist- ara. Taldi hann það þá beztu vist, er hann var í á ævi sinni. Þaðan lá leiðin austur til Seyðisfjarðar til sjóróðra um sumarið. Næstu ár var Guðmundur í vist á nokkr- um stöðum á Héraði, svo sem Eyj- ólfsstöðum og Hallormsstað, eitt sumar í vegavinnu á Fagradal og einn vetur á Eiðaskóla. Árið 1911 réðist haun til Friðriks Vatne á Seyðisfirði. Á Eiðaskóla lærði Guð mundur töluvert i ensku og jók við þá kunnáttu sína með aðstoð Sigrúnar Pálsdóttur á Hallorms- stað og Ottós Vatne. Sá lærdóm- ur kom sér vel fyrir Guðmund, því að 12. apríl 1912 lagði hann af stað til Kanada með innflytj- endahópi. Var hann túlkur fólks- ins meðan lamleið entist. í Kanada vann Guðmundur við ýmds störf: byggingarvinnu, land- búnað, ’andmælingar, vegalagn- ingu og veiðiskiip í vötnunum, sem kvað vera kaldsöm vinna að vetrarlagi. í apríl 1916 innritaðist Guð- mundur sem rauðakrossmaður í Kanada. Mun pað hafa verið hans meðiædda löngun til að hjálpa og bjarga, sem knúði hann til þess, þvi að siíkur mannvinur var Guðm'jndur, að hann var alla tíð reiðubúinn tii að réttr líknandi hönd. Hann hafði sterka með- aumkvun með öllum. er bágt áttu, hvort heldur voru menn eða dýr. Hann varð líka »\o hamingjusam- ur að þurfa aldrei að bera vopn á meðbræður sína. — Að stríðinu loknu héJt Guðmundur aftur til Kanada og var þar til alþingisárs- ins 1930. Þá brá hann sér heim til íslands I tilefni af alþingishá- tíðahöldunum og ætlaði aðeins að stanza hér stuttan tíma, en sú viðdvöl varð lengri en ráð var fyr- ir gert og beilladrjúg Þá um sum- arið kynntist hann konuefninu sínu, Unu Pétursdóttur frá Króki á Akranesi, sem þá var búsett á Harðarstíg 10 hér í Reykjavík. Þau voru gefin saman i hjónaband 2. ágúst 1930. Guðmundur missti konu sína 16. jan. 1962. Sambúð þeirra hjóna var með þeim ágætum að aldrei bar skugga á og samskiptin við nábúana og aðra slík, aö öllum þótti góð. Þau voru bæði heiðarlegar, grandvarar og góðhjartaðar mann- eskjur, sam höfð'i bætandi áhrif á umhverfi sitt. Þau eignuðust eng in börn, en hugsuð hlýtt til barna og ætluðu þeim, sem van gefin eru og verst stödd í lífsbar- áttunni, .ið njóta verka sinna og lifsstarfs. Guðmundur og Una bjuggu mestallan sinn búskap hér í Laug- arásnum. Fyrst að Grund við Lang holtsveg, i Laufholti og síðast í nýja húsinu sínu, Ásvegi 7. Þeim var það sameiginlegt áihugamál að fegra heimili sitt, utanhúss sem innan, enda var það í samræmi við þeirra innri mnn að hafa allt fágað og hreint. Guðmundur stundaði sömu störf hér heima, sem nar.n vann við í Kanada. Siðusfcu J1 Jirin áður en 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.