Íslendingaþættir Tímans - 16.08.1968, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 16.08.1968, Blaðsíða 19
»em ná á að sjá á bak honum eftir 40 ára hjúskap, kærleiki systkina hans og annarra vandamanna, eeim var *vo einstakur, að ég hef ejaldan kynnzt fegurra mannlifi. Grímur Þorkelsson skipstjóri var fæddur í Óseyrarnesi 11. des- ember 1895, og hefði því orðið 73 éra á þessu ári Foreldrar hans Voru þau hjónin Sigríður Gríms- dóttir og Þorkell Þorkelsson út- vegsbóndi og formaður, sem bæði voru fædd og uppalin í Óseyrar- nesi, en þar var tvíbýli á þeim tíma. Systkirii Grams sem á lifi eru, eru: Guðmnndur, fasteigna- sali í Reykjavík , Sigríður Elín, kona Valdimars Þórðarsonar kaup manns og Sigríður Látin eru: Þur- íður, sem dó á barnsaldri og Þor- kell, cand phil. Grímur kvæntist 31. des. 1927 Sigríði Jónsdóttur, sem er fædd og uppalin hér í Reykjavík. Böm þeirra hjóna eru: Þorkell, saínvörður hér í borg og Oddný, sem gift er Jónasi Guð- mundssyni, stýrinianni, Kópavogi. Til fróðleiks má geta þess að for- eldrar Oddnýjar og Jónasar, eru af Bergsætt, sitt af hverjum sona Bergs Sturiaugssonar, svo þar hitt ast fjbrir bræður. Þau Oddný og Jónas eiga tvö börn, Ingibjörgu 14 ára og Grím Þorkel 8 ára. — Ættmenn Gríms, mann fram af manni höfðu alla tíð verið mi'klir sjósóknarar. Og auðvitað stóð hug- ur hans til sjávarits að þeirra tíðar sigð. 12 ára gamull segist hann hafa fengiö frí úr skóla til að ger-'s ast beitustrákur í Þorlákshöfn. Ekki mun þessi ráðstöfun' hafa stafað af neinum efnaskorti, því foreldrar han.s máttu teljast efna- fólk á þeírra tíma mælikvarða. En vinnusemin var æðsta boðorð þeirra tíma. „Sá, sem ekki vill vinna, á neldur efki mat að fá:“ hljómaði í nverri baðstofu hér á landi, þegar húslestur var lesinn. Það var höfuðtakmark sérhvers ungs manns að verða dugandi mað ur og sjálfbjarga Enda minnist maður þess ekki að hafa heyrt tal- að um lífs- eða námsleiða í æsku, Um fermingaraidur var Grímur orðinn það líkamlega þroskaður, að hann cór að róa. 21 árs gamall tók hann við skipi sem formaður, sem réri úr Selvogi. Var hann með það í tvær vertiðir. En þá verða þáttaskil í lífi hans, er hann réð- ist í siglingar. Hann segir orðrétt í viðtali á fimmtugsafmæli sínu: „En strákarnir af Bakkanum og / yfirleitt þarna að austan, ætluðu sér allir i siglingar Ég fór á „Francis Hyde“, sem sigldi milli Ajmeríku og Engiands og íslands. Þá var ég 23 ára og varð háseti. Svo. sigldi ég um stund á skipum Eimskipafélagsins, en 1920 fór ég á bandarisk skip og sigldi um mörg heimiins höf til ársins 1925. Ég sigldi á austur- og norðurströnd Norður- og Suður-Ameríku, til Miðjarðarhafslandanna, Eystra- saltsríkjanna, Rúslands, til Afríku og víðar. Maður f.'æktist víða og sá margt og reyndi. 1925 fór ég svo heim og á síld eitt sumar, en um haustið fór ég í Stýrimannaskól- ann og útskrifaðist þaðan vorið 1927. Þá réðist ég sem stýrimaður á gömlu Esju, síðsn var ég á Súð- inni og Ægi sem fyrsti stýrimað- ur, og eftir 6 ár fór ég aftur á gömlu Esju. Þegar nýja Esja var keypt, réðist ég fyrstj stýrimaður á hana og hef siglt á henni síðan“. — Þegar hetta er skrifað var Grhn ur fimimtugur. Eftir þetta átti hann eftir að vera á strandferðaskipinu Heklu sem fyrsti stýrimaður og skipstjóri, allt til þess er hann lét af störfum vegna neilsubrests rúm lega sextugur að aldri. — Ég sem þetta skrifa hef átt þess kost að ræða við marga rr.enn, suma er voru honum samtiða sem skipsfé- lagar og aðra, sem kynntust hon- um sem farþegar Allir hafa þessir menn rómað framkomu hans hver á sinn hátt. Hann vildi allra erindi leysa, sögðu flestir, sem ég ræddi við. Auk sjómennsku Grims, er þó t ógetið eins páttar i ævisögu hans, ' en það var þegar hann gerðist her- i maður í Bandarikjaher i fyrri i heimsstyrjðldinni, en í þeim her.; var hann í 9 mánuði og skall hurð nærri hælum að hann og landi • hans, Magnús J. Brynjólfsson stór- kaupmaður, væru sendir til Frakk | lands. Báðir höfðu þeir íslending- . arnir hlotið nokkra hernaðarlega < þjálfun, svo þeim var ekkert að ; vanbúnaði. En þá varð þeim það ! til happs að friður komst á. Nokkru síðar var og ákveðið að i fækka í hernum og losnuðu þeir | þar með úr honum, en hefðu ann- ars orðið að vera í honum a.m.k. •' 3 ár. Grímur Þorkelsson var félags- , hyggjumaður að f-ðlisfari og tók 1 því talsverðan þárí í félagsmálum og var kosinn tif trúnaðarstarfa. . Hann var bókhneigður, víðlesinn og margfróður. Eftir hann liggur þvi ýmislegt ritaö' um félagsmál, en þó einkum margt sem hann þýddi úr erlendum ftiálum i sjó- mannablaðinu Víkingi, en við það var hann tengduj sterkari bönd- um en önnur blöð — Á fimmtugs- afrnæli Grims sendj prófessor Guðni Jónsson honum frumort ljóð. Ég birti hé' tvö erindi úr . þessum lióðum, stm mér finnst benda til þess að höfundur nefur haft næm; auga fvrir ýmsu fleiru . en ættfræðinni: Ungan dreymd’ út í lönd, ungan hafið seiddi. ungan heftu engin bönd, ungan farþrá It ddi Æðru kuuni ei né hik, íhugull og djarfur » jafnt við sorta o - sólarblik, sá var hans feðraarfur. Vinátta fjölsky'du minnar við Grím Þorkelsson stendur á göml-; um merg. Foreldrar hans bjuggu ; um áratuga skeið i nágrenni við foreldra mína. Á milli heimil-! anna ríkti alla tíð falslaus vinátta. . Ef ég ætti að lýsn þeim kynnum til hlítar, befði ég efni í heila • bók. Og þegar Oddný dóttir þeirra f giftist Jónasi syni okkar hjónanna, _ fannst mér það mikil gæfustund j og sterkur þáttur bætast við þau: vináttubönd, er fvrir voru. — Ég mun hafa 'ærið 12 ára, þegar Sig- ríður, móðir Gríms, féll frá. Ég ÍSLENDINGAÞÆTTIR 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.