Íslendingaþættir Tímans - 16.08.1968, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 16.08.1968, Blaðsíða 23
jörðinni, tveimur nundruðum bet- ur, en hálfri jörð, og er Hrafna- björg mikil jörð og góð. Jörðinni fylgdi og meiri hluti búfénaðar. Haustið áður, h. 19. des. 1919 gekk hann að eiga Sveinveigu Eiríks- dóttur Jónssonar í Hraunkoti í Lóni, Jónssonar í Hafnarnesi, Magnússonar prests Ólafssonar í Bjarnarnesi. Mjög hvíldi búskapur ú hennar herðum því Jónas lagði stund á simiðarnar bæði af því, að það var hans líf og yndi og svo af frábærri greiðasemi við þá, sem leituðu hans, því Jónas gat varla neitað nokkrum manni um greiða, og til fárra að víkja um það lið- sinni, sem hann var helzt beðinn að veita. Sonur Sveinveigar, Guð- mundur, fylgdi henni og gekk Jón- as honum i föðurttáð með mikilli prýði og artarsen.., og hefur hann lengi búið á Hrafnarbjörgum enda eru nú fjógur bú á Hrafnarbjörg- um, en byggingar heim að líta sem þorp sé- og ber húsið sem Jónas smíðaði þar síðast af húsum í sveit víðasc livar Er þar og fram- leiðsla geysimikii, og búskapur ár- viss fyrir gott bjargræði og mik- illi ræktun og ástundun við bú- skapinn, einkum fjárræktar, sem er frábær á Hrafnarbjörgúm. Þau hjóain eiignuðust fjögur börn og bý^ Ragr ar sonur þeirra í Hrafnabjörgum og dvelja með honum tvö systkinm, Unnur og Ari. Björg er gift Þórarni snikkara Hallgrímssyni frá Skógargerði, Helgasonar. Sveinveig andaðist 5. marz 1956. Tóku bá’ Ragnar og syst kini hans að mestu við búskap Júnasar, en hann gerðist laus við og fór víða að miklum langdvöl- Um og var meðal annars hjá Kaup- félagi Héraðsbúa við landnám þess ú Egilsstöðum og Fossvöllum. Er hans getið í sögu kaupfélagsins við þessar framkvæmdir. Hann átti Mltaf heima á Hrafnabjörgum og það, sem hann varn sér inn, lagði hann í jörðina, bvggingar og rækt un. Jónas ,rar óhemju mikill starfs uiaður við smíðarnar og lagði nótt við dag að Ijúka verkum á ein- um bæ ti! 'að geta hafið verk í öðrum bæ. Þannig blasa verk Jón- asar við um allt Hérað jafnt í í- búðar sem útihúsum á bæjum, skól utn, kirkjum og brúm Hann var afburða samvinnnþíður og hand- lipur, glaðsinna, þegar hann gaf sér tíma ti; að biosa fyrir vinnu- úkafa og skyldu>ækni Hann var heilsuhraustur fram til síðusttu ára, ÍSLENDINGAÞÆTTIR að honum var ems og kippt úr lífinu og starfinu, og varð honum ekki fundin bót við meini sínu. Ég held að enga stund hafi hann verið iðjulaus. Benedikt Rafnsson á Höfða, afi minn, var nálfbróðir Gunnlaugs, afa Jónasar. Vorum við jafnaldr- ar og átt.um san.leið á ævi og samstöðu i Jfsviðíiorfum og Jónasi auðnaðist að verja ævinni til bygg- inga, sem 'engi standa bæði fyrír sjálfan sig og aðra, og kveður við þökk og viðurkerningu sinna sam tíðarmanna. Þau verða kannski fegin, hamarinn hans og sögin, sem hann hJífði -,-vo lítt. Jónas var jarðsungian við mknarkirkjuna á Sleðbrjót, h 5 iúlí þ. á. Vertu sæll frændi) Benedikt Gislason frá Hofteigi

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.