Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 4
ára, er hann lézt, þann 16. janúar 8.1. Foreldrar Finns, Guðbjörg Ein- arsdóttir og Jónatan Davíðsson ibjuggu á Reykjum nærfellt allan sinn búskap og sama ættin hefur setið staðinn yfir 200 ár. Ættrækni og óðalstryggð er þeim Reykja- mönnum í blóð borin og mætti nefna um það mörg dæmi, þó að ekki verði slíkt gert á þessum vett- vangi. Finnur var næstyngstur af sjö börn-um þeirra Reykjahjóna. Hann ólst upp á reglusömu og traustu myndarheimili, sem mótað var af rótgróinni sveitamenningu þess tíma. Hann eignaðist öruggt þrek og stæltan vilja, varð knár og harðfylginn og í hvívetna hinn Ibeztf starfsmaður. Hann var gædd- ur hagleiksgá'fu og kom hún, á- samt rík-ri 'snyrtimennsku giögg- le-ga fram í störfum hans. Finnur dvaldist heima á Reykj- um fram til ársins 1914 að hann f-ór aö Snæbjarnarstöðum. Þar og ó Bakka og Sörlastöðum dvaldist hann síðan í tuttugu og eitt ár — fyrst starfandi hjá öðrum, síðar í sjálfsmennsku. Arið 1920 gekk hann að eiga Jónasínu Fálsdóttur vel gefna konu, en með s-vo brostna heilsu að varla bom til mála, að þau gætu tekið jörð til ábúðar og stofnað sjálfstætt heim- I ili á þeim grundvelli. Skammt var og liðið aif samvistar í tíma þeirra hjóna, er Finnur varð j fyrir því áfalli að fá blóðeltrun í - hægri höndina með þeim afleið- I ingum að hann missti hana. Var j þetta mikil raun og hefði orðið einhverjum ærið efni tii uppgjafar. En Finnur st-óðst reynsluna. Hann kom af sjúkrahúsi Akureyr-ar, heim að Sörlastöðum með eina hönd en óbugað sólarþrek. Æðru- la-us gekk hann til móts við örlög j sín, háði hart stríð og varð sigur- vegarinn. Af einstakri elju og ó- sérplægni, vann hann, þrátt fyrir vöntun handarinnar, fyrir h-eilsu- lausri konu sinni og heyrðist ekki mæla möglunaryrði. i Jiónasína Pálsdóttir lézt síðla árs 1934 eftir þungbær veikindi og langa dvöl á sjúkrahúsi. Við það varð mikið tóm í lífi hinnar hand- , arvana hebju. En hið andiega þrek I brast ekki fremur en fyrr. Starfs- þrá og viljaffesta sigruðu. Nóg var að vinna fyrlr — vini, ættmenn og i ættaróðal. Vorið 1935 Æluttist Finn- ur frá Sörlastöðum og heim að Reykjum til bróður síns, Gunnars MINNING Guðmundur Kr. Guðmundsson bóndi á Kvígindisfelli Guðmundur á Felli er látinn. Hann hét Guðmnd-ur Kristján Guðmundsson og bjó á Kvígindis- felli í Tálknafirði í hálfa öld. Hann var fæddur í Stóra-Laug- ardal í Tálknafirði 8. maí 1890 og ólst þar upp. Tuttugu og fjögurra ára gamall kaupir hann Kvígind- isfell, sem þá var ein bezta jörð- in í sveitinni, þótt ekki væri hún stór. Þar hóf hann búskap með móður sinni, en faðir hans hafði þá misst heilsuna. Hálfu öðru ári síðar giftist hann Þórhöll-u Odd-s- d-óttur í Stóra-Laugardal, sem þá var aðeins 16 ára að aldri. Bjuggu þau síðan á Kvígindisfelli, þar til Magnús, sonur þeirra, tók þar við jörð og búi fyrir nokkrum árum. Elgnuðust þau hjónin seytján börn sem ölT eru á Mfi, fyrir löngu upp komin og flest gift. Guðmundur gekk ekki heill til skógar síðustu árin og andaðist í elliheimilinu í Reykjavík þann 6. febr. s.l., 78 ára að aldri. Hann var jarðsettur M Fossvogskapellu þann 14. febr. J-ónatanssonar og fjölskyldu hans. í þágu þess heimili-s vann hann, svo fatiaður sem hann var af sama áhuga og trúleik, sem á æskudög- um, er hann naut þess að finna orku sína og hreysti aukast við að taka á. Finnur naut þess að sjá oðalið sem hann unni svo mjög, breytast, fríkka og stækka í sam- ræmi við kröf-ur táman-s og ýmis þægindi gefast fyrir böfra tækn- innar. Hann fylgdist með byggin-gum og öðmm framkvæmdum af -glteði og einl'ægum áhuga alla tíð. Vegur Reykja var vegur hans. Örlög hans urðu ekki fná þeim skilin. Fór honum þar sem fleiri forfeðrum og frændum. „En nóttin kemur þá enginn get- ur unnið.“ Vaka Finns á R-eykjum var orðin löng og kvöMskuggarn- ir ifiór-u að honu-m með k-ul sitt og dapurieika. Þrótturinn þvarr og barnslundin varð veik og auðsærð. Er (þá eitthvað meira að segja um hann Guðmun-d á Felli? Það myndu sveitungar hans og samferðamenn mæla, að hér væri harla Itið sagt frá hinum vinsæla og dugmikla drengskaparmanni og væri það orð að sönnu. En þar Þá var gott að eiga athvarf hjá þeim, sem áttu alúð, umhyggju og skilning og gáfu það allt af fús- leik. Hjá h-jónunum á Reykjum, Pál' ínu Magnúsdóttur og Guðmundl Gunnarssyni naut Finnur þessa. Fyrir það vilja vinir hans flytja þeim þakkir við þau þátta-skil', sean orðin eru. Börnin og æsk-ufólkið á Reykjum, báru honum einnig lj^® og varana, hverra áhrif voru sb'k að þeirra minntist hann til hinztu stundar. Gagnkvæmur mun sá hug' ur sem þau báru til hans. í geis-laMiki þakklætis og góðra óska -mun gleyi hans siglt yfir sse* inn mi-kla — að landinu þar seM enginn vetur ríkir og þau laun verða veitt, sem þeim, er trutf r-eynast — hefur heitið verið. 23. janúar 1969, Jórunn Ólafsdóttir -i frá Sörlastöðum- 4 fSLENDIJMGAÞÆTTlR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.