Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 6
MINNING Björn Daníelsson kennari Dagurinn hverfur í húm nætur- innar. En minning hans geymist og varir. Og hver nótt ber í fangi sér nýjan dag, bjartan af fyrirheit- um og vonum þess ókomna. Þessa vil ég minnast nú, er dag- ur Björns Daníelssonar er allur hér á jörð og nóttin hefur vafið hann í hlýjan faðm til þess að færa honum gjöf hins nýja dags. Björn fæddist að Ólafsgerði í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjar- sýsl'u 2. apríl 1882. Foreldrar hans voru þau hjónin Daníel Jónsson bóndi þar, Daníel póstur, eins og hann var oftast nefndur vegna þess að hann hafði á hendi póst- ferðir um mörg ár, og kona hans, Katrín Sigríður Arngrímsdóttir bónda í Felisseli í Kinn í S-Þing- eyjarsýslu. Móðir Daníels var Ólöf Sigurðardóttir Sveinssonar frá Hall bjarnarstöðum á Tjörnesi, Guð- mundssonar. FHá þeim Sveini og konu hans, Margréti Jónsdóttur, er mikill ættbálkur og venjulega nefndur HalTbjarnarstaðaætt, enda áttu þau hjón fjölda barna. Af dætrum Sveins má meðal annars nefna Guðnýju í Krossdal í Keldu- hverfi, móður Kristjáns Fjalla- skálds og Björgu í Kílakoti, ömmu Jóns Sveinssonar Nonna). Hafa víða í þessari ætt bæði fyrr og síðar komið í ijós fjölþættar gáf- ur og hæfileikar, þótt ekki verði það tfrekar rakið hér. Björn ólst upp í foreldrabúsum. Hann var skjótur til þroska og snemma þróttmikill og kappsfull- ur, bæði að starfi og í leikjum, en þó prúður jafnan og hvers manns hugljúfi. Var til þess tekið, hve framkoma han var jaínan einörð og drengileg. Og enginn var skjót- ari en hann til hjálpar þeim, sem minni máttar voru, hvort heldur í leik jafnaldranna eða í lífsbarátt- á unni sj!álfri. Þessir eiginleikar fylgdu honum alla ævi. RúmTega tvítugur að aldri fór hann 1 bændaskólann í Ólafsdal og varð búfræðingur þaðan árið 1905. Munu kynni hans og hins ágæta skólastjóra Torfa í Ólafs- dal hafa orðið honum giftudrjúg, og minntist hann jafnan verunnar þar með hlýjum huga. Að loknu námi réðist svo, áð í stað þess að hverfa heim á æskustöðvarnar, fór hann til Austurlands og ílentist þar. Vann hann þar að jarðabót- um á sumrin, en stundaði bama- feennslu í Fáskrúðsfjarðarhreppi á vetrum og síðan á Stöðvarfirði. En árið 1908 varð hann feennari við barnaskólann á Búðum í Fá- skrúðsfirði og gegndi þrví starfi í fullan áratug. Hinn 11. júní 1918 fevæntist Björn Guðnýju Einarsdóttur, veit- ingamanns á Fáskrúðsfirði, gl'æsi- legri konu. Kaus hann þá jafn- framt að skipta um starf og um- hverfi og flytjast norður á æsku- stöðvarnar, enda munu þær jafn- an hafa heillað huga hans og ver- ið honum hjartabundnar. Reistu nýgiftu hjónin bú að Þórunnarseli í Kelduhverfi og bjuggu þar til ársins 1930. Þessi ár voru honum að mörgu leyti hugljúf, hamingjurík og góð. En þau voru eigi að síður erfið í aðra röndina. Kreppa mikil í land inu og verðlag óhagstætt bændum eins og kunnugt er. Við þetta bætt- ist heilsuleysi konu hans, sem þó átti eftir að ágerast og verða þeirn hjónunum enn þungbærara. Varð þetta til þess, að hann hvarf frá búskap árið 1930, fl'uttist á ný til Fáskrúðsfjarðar og gerðist kennari við barnaskólann þar. Það starf stundaði hann síðan með milíibi prýði, elju og dugnáði til ársins 1950. Enda þótt Björn Daníelsson hefði ekki notið kennaramenntun- ar umfram það, að hann fór til Danmerkur 1909 tii að kynna sér kennslu þar, var hann þó vinsæll og ágætur kennari og vel að sér í þeirri grein. Hann var víðlesinn og margfróður, en sérstaklega unni hann íslenzkri sögu, ljóðum og tungu. Hann var prýðilega orðhag- ur og ritfær, hafði næman smekk fyrir íslenzkri málfegurð og var fljótur að finna, ef klaufalega °g rangt var að orði komizt, hvort heldur var í ræðu eða riti. Svo var um Björn Daníelsson hvar sem hann dvaldi og starfaði, að hann ávann sér traust og hylH vegna atorku og glæsilegrar fram- göngu, en jþó ekki sízt vegna dreng lundar og þeirrar hTýju hjartans, sem hann átti í ríkum mæli. Hvar- vetna var hann valinn til trúnaðar- Islendingaþættib

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.