Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 8
I MINNING Bjarni Stefánsson bóndí á Héðinshöföa Fæddur 27. okt. 1884. — Dáími 17. sept. 1968. Nú fækkar óðum því fólki, sem fæddist á nítjándu öldinni. Dauð- inn reiðir miskunnarlaust að því sigð sína og lætur skammt högga á miili. Það rey-nir á tilíinningar og lífs- gleði hjá þeini, sem sjálfir bíða höggsins, að sjá granna sína og góðvini falla fyrir sigðinni, og eiga þess engan kost að skjóta fyrir þá tkildi. Einn samleiðarmaður minn og fæddur á 19. öld, eins og ég — að vísu einum áratug eldri — Bjarni Stefánsson bóndi á Héðins- hö'fða á Tjörnesi, andaðist í haust sem leið. Við bjuggum um skeið á jörðum, sem lágu saman. Hann var sérstaklega góður nágranni. Eftir það sleit aldrei vináttusam- bandi okkar. Bjarni Stefánsson var fæddur 17. október 1884 að Hólsgerði í Ljósavatnshreppi. Foreldrar hans voru hjónin: Jónína Jónasdóttir frá Fellsseli í Ljósavatnshreppi og Stefón Guðmundsson frá Nolli 1 Grýtubakkahreppi. Jónína og Stefán bjuggu í Hólsgerði. Hrapps- staðaseii í Bárðardal og víðar, — siðast bjuggu þau í Kaldbak við Húsavík. Þau áttu sex börn, er upp komust: Sigríði skáldkonu, húsfreyju á Hveravöllum í Reykjahreppi. Jónas skáld, sem fluttist til Vest urheims, en kenndi sig jafnan við Kaldbak. Önnu, sem lengi var ráðskona hjá Óskari bróður sínum á Héðins- hö'fða og í Breiðvík ó Tjörnesi. Bjama, bónda á Héðinshöfða. Hermann, sem lengi bjó á Bakka á Tjörnesi. Óskar, sem bjó lengi ó Héðins- höfða og síðar í Breiðuvík, en ó nú heima á Húsavík. Kunnur fyr- ir skemmtilegar ritgerðir 1 blöðum ©g útvarpsþætti. Öll eru systkinin dáin, nema Óskar. Jónínu Jónasdóttur móður Bjarna og nefndra systkina kynnt- ist ég háaldraðri. Hún er mér mjög minnisstséð vegna þess, hve hún var óbrigðul bjartsýniskona á hverju, sem gekk. Hún var ríku- lega búin því tápi og mannkostum, sem þurfti til að mæta þeirri Hfs- baráttu, sem hennar kynslóð varð að þreyta í landi okkar. Bjarni tók við bústjórn hjá föð- ur sinum sextán óra gamail. Þá fluttust foreldrar hans að Kald- bak. Þetta var aldamótaárið. Árið 1915 kvæntist Bjarni eftir- lifandi konu sinni Hólmfriði Jónas dóttur frá Parti í Reykdælahreppi. Hún er af Sýrpessætt. Voru þau Hólmfriður og Jónas ráðherra Jónsson frá Hriflu hræðra börn. Hjónaband þeirra Bjarna og Hólmftríðar var farsælt og. gott, svo orð íór af. Þau tóku við bús- forráðum í Kaldbak að fullu strax eftir giftinguna. Bjuggu í Kaldbak &em leiguliðar í sex ár, en keyptu hluta af Iíéðinshöfða og fluttust þangað vorið 1921. Þau eignuðust átta börn og eru sex þeirra á lifi. Börnin, i aidurs- röð falin, eru: Ljótunn, húsfreyja í Reykjavik, gift Jónasi Jakobssyni veðurfræð- ingi. Sigríður, hjúkrunarkona við Landsspítalann í Reykjavík. Jónína, kennari við Húsmæðra- skóla Reykjavikur. Bergljót, húsfreyja á Húsavík, gift Sigurði Friðbjarnarsyni bif- reiðarstjóra. Jónas, bóndi á Héðinshöfða, giít- ur Valgerði Jónsdóttur frá Ysta- hvammi í Aðaldal. Bjarni, bóndi á Héðinshöíða, sem hefur síðustu árin sambúið með foreldrum sínum. Bjarni Stefánsson var aldamóta- maður að árum og bar alla tíð með sér einkenni þess tímabils: heið- rí'kju hugans, bjartsýni og þ°!' gæði. Mér virtist hann likjast nióS- ur sinni um margt að eðliskostuni. Hann var myndarlegur maður í sjón, rúmlega meðalmaður á hæ*S beinn í baki með hreinskornar a**" ir. Bjarni vann mikið um sína daga og sá llka árangur verka sinna j mörgu. Hann var framúrskarandi þolinn við verk og æðrulaus » hverju sem gekk. Hann tók venjuj lega daginn snemma og var leng/ að frameftir á kvöldin. Aldrei $ ég á honum þreytumerki meðaú við vorum nágrannar, hversu har® ar og langar vinnulotur, sem hanþ tók. Og aldrei heyrði ég hanú kveinka sér, þótt á móti blésh Geiglaus virtist hann nvæta hverS; konar harðræðum. Gjarnan brostj hann, þegar fundum bar saman » óveðrum, — og þá hlaut viðmæ^ andi auðvitað að brosa líka. Þa° er ekki einskisvert að eiga slíka11 mann að nágranna og félaga. Einar skáld Benediktsson, segJÍ úm hið norræna kyn: „Tauga'rnar þúsundir Isvetra 8 Í8LEND6NGAÞÆTTH*

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.