Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 12
MINNING Siguröur Gíslason bóndi Gamiagarði, Suðursveit 16. septemiber síðast liðinn u. ■ ..jist Sigurður Gíslason, að heimili sínu Gamlagarði, Borgar- höfn. Sigurður var fæddur að Vagn- stöðurn í Suðursveit fjórtánda októ ber 1886. Foreldrar hans voru Gísli Sigurðsson frá Borgarhöfn og . Halldóra Skarphéðinsdóttir ættuð úr Vestur-Skaftafellssýslu. Kona Skarphéðins var Þórunn Gísladótt- ir. Úr Öræfum fluttu þau hjón í Suðursveit upp úr 1870. Mér er sagt að Skarphéðinn hafi verið einn af fyrst kjörnum hrepps- nefndarmönnum í Suðursveit sam kvæmt landslögum. Má á því sj'á að Skarphéðinn hefur notið álits í Suðursveit þegar hann nýkominn í sveitina var kjörinn í hrepps- nefnd. Ég man vel eftir Þórunni. Mér þótti það lagleg og sköru-leg kona. Þau Gísli og Halldóra áttu sjö börn, sem á legg komust, fjóra syni og þrjár dætur. Þeir hétu: Lárus, lærði trésmiði, Sigurður, Skarpbéðinn og Gunnar, sem nú býr á Vagnstöðum. Dæturnar hétu: Sigríður, Þórunn og Valgerður. Öll voru þessi börn vel ge-fin og lag-virk. Skarphéðinn er einn þessi sjáif- menntaði raffræðingur. Vann hann mikið að þeim málu-m á yngri árum, hvatti menn til að virkja bæjarlækinn eða nærliggj- an-di vatn ef virkjanlegt var með viðráðanlegu-m kostnaði og van-n áð framkvæmdum þeirra verka fyr ir lítið gjald. Þá var hann hvata- maður hér, og víðar, að leiða vatn í bæina. Má margur þakka S-karp- héðni, að þær framkvæmdir voru hafnar og þann hlut, sem hann átti þar að. Verklagni var öllum þeim börnum í blóð borin. Tuttugasta og fjðrða júní 1914 kvæntist Sigurður Þorbjörgu Teits dóttur frá Lambleiksstöðu-m á Mýr u-m, hinni ágætustu konu, se-m ekki lét mikið yfir sér. Búskap hófu þau það ár í sambýli við for- 12 eldra Si-gurðar á Vagnstöðum. Þar munu þau hafa búið í þrjú til fjö-g- ur ár. Þá f-Iuttu þau að Króki í Borgarhöfn, rýrðar- og slægjulitlu koti, sem ekki var búið að vera í byggð í langan tíma. Sneið því jörðin eifnahag þeirra stakk. Þarna varð allt að byggja upp að nýju, tókst þeim h-jónum að reisa sér þarna snotran bæ án þess að stofna ti-1 skulda. Síðar endur- by-ggðu þau bæinn úr varanl-egra efni, og enn án þess að stofna til verulegra skulda. Það, sem hjálp- aði Sigurði með þessar byggingar, var hjálp grannanna það sem vinnu snertir, en þó sérstaklega hvað hann var lagvirkur sjál-fur og gat unnið mikið að sinni h-úsagerð, sem annars hefði kostað hann mik- ið. Búið var lengst af lítið í Króki, en afkoman vonum betri. Börn sín ólu þa-u hjón upp með sæmd og kvörtuðu ekki fyrir neinum. Þar mátti segja, að þau undu glöð við hlutinn sinn srnáa. Sambúð þeirra hjóna var hin ánægjulegasta, o-g gerði þeim 1-ífsbaráttuna létta. Sigurður var drengur góður, hjálpifús og vinfastur. Hann var mjög vel verki farinn, og vann mikið hjá öðrum að viðgerðum á búsáhöldum, sem endurbóta þurfti með. Gamlar eldavélar gerði hann sem nýjar með því að múra þær upp að innan. í þessu efni og fleiru reyndi Sigurður að leysa hvers manns vanda, sem til hans leituðu. Þegar Skarphéðinn á Vagnstöð- u-m setti upp litla vatnsaflsrafstöð fyrir mitt heimili, fékk ég ketil- rör úr togara, þrjá þumlunga á vídd og um tvö hundruð metra á lengd, til að leiða vatnið frá upp- tökum þess að rafstöð. Til að snitta rörin saman féikk ég Sigurð í Króki. Þetta gekk ágætlega, og ekkert bar á leka. Rörbútarnir voru h-átt í hundrað. Rafstöðin sett upp 1929. Rörin voru sett saman á þann hátt, að annar endi á hverju röri var hit- aður og sleginn út það víður, að endi á öðru röri gengi inn í það. Síðan voru bútarnir reknir sam- an hver af öðrum og leppur úr p-oka bleyttur í tjöru, settur á milli hverra skeyta. Við þetta þurfti mikla nákvæmni, svo alt félli vatnsþétt saman. Eins og leng-i h-afði verið og var enn 1 tíð Sigurðar, voru sjóróðr- ar stundaðir í Suðursveit frá opn- um sandinum, þar sem báran féll óbrotin á land. Alla aðgætni varð að hafa bæði á sjó og lofti til að forðast slysin. Þrisvar hvolfdi því skipi, sem Sigurður var háseti á í lending-u, aldrei varð manntjón eða slys á mönnum. Eldri menn töldu mér, að flestir gugnuðu við að róa, þegar skipi hefði þrisvar hvolift un-dir þeim. Sigurður gugn- aði ekki, þrátt fyrir þær ádrep- ur, sem hann fékk þris-var í lend- ingu, hann hélt áfram að róa. Kjarkur hans var óbilandi, og trúin á handleiðslu drottins ör- ngg. Sigurður og Þorbjörg eignuðust sex börn, þar af lézt eitt í æsku. Þau, sem á legg komust, heita: Benedikt, kvæntur Sigurlaugu Kristjánsdóttur frá Einholti, Mýr- um, Hulda, gift Hermanni Eyjólfs- syni, búsett á Höfn, Sigríður, búin fyrir -stuttu að missa mann sinn, bú sett í Reykjavík, Ragnar, býr ó- kvæntur með móður sinni í Gamla garði, Ska-fti, lézt tuttugu o-g seX ára, jarðsettur á afmælisdaginn sinn. Sigurður o-g k-ona hans, ásanit Ragnari, syni þeirra, sem þá var farinn að taka þátt í búskapnum með þei-m, flu-ttu að Ga-mla-garði í Borgar-höfn 1948. Keyptu þar snoturt íbúðariiús og fleira a-f hús- u-m, en ábýlisjörðin sjálf held ég sé þeim leigð af ríkinu. Þetta va-r betri bújörð en Krókur var þá> enda ræktun að hefjast af fullum krafti í S-uðursveit upp úr þessU, þegar Ræktunarsamband Mýra °£ Suðursveitar kom til sögu °g ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.